Alvöru kona: satt eða ósatt?

Auglýsing

„Ég vildi óska þess að ég væri kona“ stendur svörtum stöfum á blað­inu. Merktu við allar full­yrð­ing­ar: satt eða ósatt.

Af öllum þeim tæp­lega 600 full­yrð­ingum sem ég hafði þurft að merkja við og þeim og 4 prófum sem ég hafði þurft að taka var þetta það sem kom því á ein­hvern hátt beint við að ég væri trans.

Ég sit inn á lít­illi stofu. Stofan er þurr, hvít og óper­sónu­leg. Engar plöntur fylla rýmið af fersku súr­efni. Þar hafði ég eytt síð­ast­liðnum 4 klukku­tímum að svara alls­konar próf­um; prófi til að kanna geð­heilsu mína og lík­am­lega heilsu, per­sónu­leika­prófi og jafn­vel greind­ar­prófi.

Auglýsing

Þegar ég fékk prófin tók ég eftir því að þau voru öll stöðluð í karl­kyni og kalla ég á starfs­mann þar sem ég hélt að um mis­tök væri að ræða. Ég var jú hér vegna þess að ég var einmitt ekki karl­mað­ur. Þegar starfs­mað­ur­inn kemur segir hán mér að það sé ekki um mis­tök að ræða, heldur ættu þau að vera stöðluð í karl­kyni þar sem ég væri enn þá laga­lega séð skráð karl­kyns og það væri mik­il­vægt að halda því þannig vegna sumra spurn­inga.

Merktu við allar full­yrð­ing­ar: satt eða ósatt.

Ég veit eig­in­lega ekki hvernig ég á að lýsa þeirri til­finn­ingu að vera sífellt mis­kynj­uð. Það er á vissan hátt líkt og þú sért að reyna að útskýra eitt­hvað fyrir ein­hverjum sem þú veist af öllum sál­ar­kröftum að er rétt, en mann­eskjan ein­fald­lega með­tekur það ekki eða neitar að trúa því. Það er jafn­vel svo­lítið eins og sé verið að tala við ein­hverja aðra mann­eskju og sú til­hugsun að ein­hver álíti mig karl­mann er mér svo fjar­læg og svo fár­an­leg. En um leið og ein­hver gerir það af frjálsum og fúsum vilja að mis­kynja mig er það eins og hjartað í mér sökkvi, það er eins og öllu sem ég stend fyrir sé sópað til hliðar og traðkað á því.

Ef að mér hefur ein­hver­tím­ann fund­ist ég nið­ur­lægð þá var það á þess­ari stundu. Ég fann hvernig and­ar­drátt­ur­inn minn varð örari og ég fann hvernig hjart­slátt­ur­inn minn leiddi alla leið aftur í hnakka. Hér hafði ég verið skikkuð til að eyða fjórum klukku­stundum í að svara allskyns prófum þar sem ég var ítrekað ávörpuð í karl­kyni. Ég fann hvernig orðin stungu í hvert ein­asta skipti og ég las þau. Prófum sem myndu hugs­an­lega leiða mig áfram í mínu ferli innan heil­brigð­is­kerf­is­ins. Ef allt gengi vel þá myndi mér verða leyft að fá horm­óna; lyf sem gættu breytt lífi mínu. Lyf sem gætu látið mér líða vel með sjálfa mig og lík­ama minn.

Merktu við allar full­yrð­ing­ar: satt eða ósatt.

Hvernig í ósköp­unum á ég að svara þess­ari spurn­ingu? Ég veit að það sem er ætl­ast til af mér er að ég krossi við „satt“, en spurn­ingin sjálf er nið­ur­lægj­andi, mis­vísandi og ein­fald­lega röng. Það að vera trans og að upp­lifa það að ég hafi fengið vit­laust kyn úthlutað við fæð­ingu er svo eitt­hvað miklu stærra og djúp­stæð­ara en ein­föld ósk. Ég vildi óska þess að ég væri örlítið hávaxn­ari, ég vildi óska þess að ég fengi meira borgað fyrir vinn­una mína, ég vildi óska þess að ég gæti sungið bet­ur, ég vildi óska þess að ég kynni að teikna og búa til lista­verk, ég vildi óska þess að ég ætti nægi­lega pen­inga til að kaupa mér fal­leg hús á Brunswich torg­inu í Brighton með fal­legum garði, háu lofti og fal­legum svöl­um. Það að ég væri ekki karl­maður snýst ekki um ein­hverja ósk að vera eitt­hvað ann­að. Að vera trans snýst um djúp­stæða upp­lifun þar sem fólk upp­lifir gríð­ar­lega van­líð­an, þung­lyndi og kvíða við það að þurfa að lifa í röngu kyni. Svo djúp­stæð er upp­lifunin að ef ég hefði ekki haft aðgang að heil­brigð­is­þjón­ust­unni sem ég þurfti þá væri ég ein­fald­lega ekki hér í dag.

Merktu við allar full­yrð­ing­arn­ar: satt eða ósatt.

Í örvænt­ingu minni og full­komnri nið­ur­læg­ingu krossa ég við „satt“. Ég hafði jú ekk­ert annað val. Það var þetta eða ég gæti gleymt því að eiga mann­sæm­andi líf, sátt í eigin skinni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None