Spítalinn og flugvöllurinn

Auglýsing

Einn bjartan vor­dag fyrr á þessu ári sem nú er senn allt átti ég leið á reið­hjóli mínu um gömlu Hring­braut­ina. Meðan ég hjólaði fram­hjá gamla Land­spít­al­anum okkar með sína fal­legu fram­hlið varð mér litið til sjávar og fjalla og þar með yfir flug­vall­ar­svæðið mjög-um-­deilda. Við þessa sjón á þessum fagra degi fékk ég vitr­un. 

Nú ætla ég að leyfa mér, þótt ekki sé ég sér­fróð um borg­ar­skipu­lag né heldur flug­sam­göng­ur, að deila þess­ari vitrun með þeim sem nenna að lesa. Ég er þó allt­ént borg­ari í þessu landi, bý meira að segja í borg­inni þar sem flug­völl­ur­inn mjög-um-­deildi fær dýr­mætt mið­bæj­ar­pláss og leyfir okkur sem hér búum að grípa and­ann á lofti þegar kaffi­vélin frá Akur­eyri virð­ist loks ætla að stíga skrefið til fulls og lenda í Tjörn­inni – eða á Hring­braut á mesta anna­tíma. Sömu­leiðis fáum við á hress­ing­ar­göngu um hin vin­sælu úti­vist­ar­svæði í nágrenn­inu leyfi til að anda að okkur olíu­stybbu, mis­sterkri eftir veðri, vindum og ástandi vél­anna. Ég hef líka notað flug­völl­inn í gegnum tíð­ina, og þann í Kefla­vík líka og get því gert mér sæmi­lega grein fyrir mik­il­vægi (eða lít­il­vægi) þess hvort maður sem almennur far­þegi lendir í Kefla­vík eða Vatns­mýri. Nú, og í ofaná­lag á ég að baki meir en 30 ára starf á hinum ýmsu spít­ölum sem núorðið heita allir Land­spít­ali.

Allt þetta tel ég upp sem afsökun fyrir því að leyfa mér að taka til máls opin­ber­lega um þetta deilu­mál sem nálg­ast nú mál Jóns heit­ins Hregg­viðs­sonar að flækju­stigi og Ices­ave að til­finn­inga­hita. 

Auglýsing

Sem sagt, vitr­unin mín:

Sem ég hjólaði þarna í góða veðr­inu og horfði yfir Vatns­mýr­ina allt til Öskju­hlíð­ar, Naut­hóls­víkur og strand­lengj­unnar að Skerja­firði og háskóla­svæð­inu rann allt í einu upp fyrir mér að hvorki stað­setn­ing nýja spít­al­ans (né næsta nýja, jafn­vel þarnæsta) né inn­an­lands­flugs­ins væri nokk­urt ein­asta vanda­mál. Málið hefur bara verið flækt með því að blanda saman óvið­kom­andi þátt­um.

  1. Nú mega mér fróð­ari and­mæla og færa mér heim sann­inn um að hér fari ég með rangt mál, en sem áður­nefndur borg­ari get ég alls ekki séð neina ástæðu til þess að sjúkra­flug, beint á spít­ala. eigi heima með inn­an­lands­flugi á nokkurn hátt. En í umræð­unni um flutn­ing flug­vall­ar­ins hefur alltaf verið látið svo sem að þar með verði líka flug með fár­veika sjúk­linga flutt langa vegu burt, menn hafa jafn­vel ekki skirrst við að saka þá sem vilja flug­völl­inn burt um að hafa manns­líf á sam­viskunni, að vísu ekki strax, en klár­lega í fram­tíð­inni. Ekki langar mig að mæta fyrir Lykla-­Pétur með slíkan reikn­ings­skap. En ég held að það sé sem betur fer ekki lík­legt. Með allt það svæði sem losnar þegar inn­an­lands­flugið fer til Kefla­víkur getur það varla verið ofverk allra þeirra spek­inga sem hafa úttalað sig um nauð­syn­leg flug­skil­yrði að hanna svo sem eina neyð­ar­braut fyrir nauð­syn­lega aðkomu sjúk­linga. Í ein­feldni minni hélt ég að þyrlu­pallur væri nóg, en sé svo ekki, nú, þá lend­ing­ar­braut fyrir litlar flug­vél­ar. 
  2. Á öllu pláss­inu sem þarna losnar sá ég í vitrun minni verða til heil­brigð­is-há­skóla­sam­fé­lag, með rými fyrir háskóla­sjúkra­hús sem getur fengið að þró­ast á ýmsa lund, end­ur­hæf­ing­ar­deildir úti við Naut­hóls­vík þar sem nátt­úran og upp­bygg­ingin býður upp á kjörað­stæður og háskól­arnir tveir flanka svo svæðið á tvenna vegu. Ekki er ég búin að gera teikn­ingu af því hvað á að vera hvar, enda ekki mitt fag. Ég get alveg sniðið ein­faldar barnaflík­ur, en lengra geng ég ekki í hönn­un. En ég ímynda mér að innan um allt þetta geti verið eitt­hvert slangur af í­búa byggð og auð­vitað eiga börnin að eiga þarna pláss – er ekki þegar kom­inn leik­skóli af Hjalla­stefnu­gerð á svæð­ið? Eitt hjúkr­un­ar­heim­ili af nýrri gerð sem er líka með leik­skóla og skóla­skjól fyrir börn starfs­fólks og sem hefur það sér­staka hlut­verk að inn­leiða hug­myndir nýju menn­ing­ar­innar í öldr­un­ar­þjón­ustu, t.d. Eden stefn­una eða aðrar slík­ar... Já, vitr­unin mín, hún var frjó og leiddi í ýmsar átt­ir.



Þetta sá ég fyrir mér og hef haldið áfram að hugsa um þessa lausn og rætt hana við ýmsa og fengið ýmiss konar andsvör. Þau mik­il­væg­ustu hafa snú­ist um umferð­ar­þunga og þess vegna ætla ég að enda með smá hug­leið­ingu um það mál.

Þegar menn tala um „betri spít­ala á betri stað“ er oft áber­andi rök­semd um að þar sé ekki álíka umferð­ar­þungi eins og nú er á Hring­braut­inni. En þá virð­ist gleym­ast að mjög stór hluti af umferð­ar­þung­anum tengt Land­spít­ala er nú þegar á Hring­braut, en á stöðum eins og Víf­ils­stöðum og Keldna­holti (hvort tveggja kostir sem hafa verið nefnd­ir, en ann­ars virð­ast tals­menn betri spít­ala á betri stað und­ar­lega tregir á að nefna til raun­veru­lega staði) á allur sá umferð­ar­þungi eftir að koma við flutn­ing spít­al­ans. Finnst mönnum raun­veru­lega á Ártúns­brekk­una bæt­andi á álags­tímum? Eða er mein­ingin að byggja þarna stærðar við­bót­ar-­um­ferð­ar­mann­virki? Ekki skorti á deil­urnar um breikkun Hring­brautar á sínum tíma og ég sé ekki fyrir mér að fram­kvæmdir af þessu tagi yrðu spor vin­sælli. Varð­andi Víf­ils­staði er mér óljóst hvaða mikla land­svæði menn eru að tala um. Er mein­ingin að leggja niður golf­völl­inn? Eða á að gera upp­fyll­ingu fyrir lóðir í mýr­inni vestur undir hæð­inni sem gömlu bygg­ing­arnar standa á? Og hversu mikið þarf að bæta við stapp­fulla Reykja­nes­braut­ina þegar umferð þessa stóra vinnu­staðar og allra þeirra sem þangað sækja þjón­ustu bæt­ist við? Að því frá­töldu að margir helstu fag­menn Land­spít­ala gegna sam­tímis störfum við Háskóla Íslands og ferðir þar á milli myndu bæt­ast á þegar slig­aða umferð­ar­æð.

Varð­andi umferð­ina vil ég að lokum horfa dálítið meira til fram­tíðar en mér finnst gert í þess­ari um­ræðu allri. Mjög víða í borgum umhverfis okkur er verið að reyna að snúa af þeirri óheilla­braut sem stjórn­laus einka­bíla­notkun hefur leitt mann­lífið út í. Það hefur sann­ast með óyggj­andi hætti í helstu bíla­borgum Banda­ríkj­anna að einka­bíl-ism­inn er sá hundur sem stans­laust bítur í eigið skott: meiri umferð­ar­mann­virki taka meira pláss með til­heyr­andi dreifðri byggð og enn meiri þörf fyrir einka­bíl. Dæmi um þessa stefnu hér eru mörg, í augna­blik­inu dettur mér í hug nýj­ustu aust­ur­hverfi Kópa­vogs, Vatns­enda­hverfin og Kór­arn­ir: flæmi af mal­biki sem stendur autt og dautt mest allan sól­ar­hring­inn en annar samt ekki álag­inu á mestu álags­tímum. Slíkt er eðli einka­bíl-ism­ans.

Það má því ein­u ­gilda hvar við setjum niður mann­frekan vinnu­stað: ef við ætlum að halda áfram að reiða okkur á einka­bíl í öllu okkar dag­lega lífi munum við alls staðar lenda í sömu vand­ræð­um. Í mesta lagi getur mun­ur­inn verið smá tíma­mis­munur áður en vand­inn verður erf­ið­ur.

Einnig finnst mér áber­andi sú hugs­un, lík­lega sprottin af því hve okkar borg­ar­sam­fé­lag er ungt, að við eigum alltaf að geta ekið á fullum lög­legum hraða á bílnum okkar – líka á álgas­tímum - og helst að geta lagt honum við dyrnar sem við ætlum inn um. En alls staðar í borgum eru umferð­ar­tafir á álags­tímum hluti af raun­veru­leika dags­ins og bíla­stæði í mið­borgum víða svo dýr og óað­gengi­leg að menn hugsa ekki einu sinni til að fara þangað á bíl. Raunar held ég að sú krafa sumra íbúa lands­byggð­ar­innar – sem ég held að séu aðal­lega emb­ætt­is­menn sem eiga svona dálítið undir sér – að geta lent nán­ast í mið­borg­inni – sé náskyld þess­ari þörf að geta lagt fyrir utan dyrn­ar! En þetta er óþörf krafa. Þeir eru allir að fara beint upp í bíla­leigu­bíl­inn, og hann fæst á flug­vell­inum hvar svo sem hann verður stað­sett­ur. 

Að lok­um: ég bý fyrir utan 101 (reyndar nærri), fer sjaldan á kaffi­hús, drekk ­gam­al­dags ­upp­á­hellt kaffi og finn­st latte vont. 

Höf­undur er Reyk­vík­ingur frá komu þangað úr dreif­býl­inu 16 ára – fyrir 48 árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None