Sannleikurinn um sjávarútveg?

Auglýsing

Undir lok nóv­em­ber­mán­aðar birti dr. Ásgeir Jóns­son dós­ent í pen­inga­mála­hag­fræði við Háskóla Ís­lands hug­leið­ingu um sjáv­ar­út­veg á vef fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins Virð­ingar þar sem Ásgeir starfar ­jafn­framt sem efna­hags­ráð­gjafi og einn af þremur yfir­stjórn­end­um.

Sann­leik­ur­inn um sjáv­ar­út­veg er yfir­skrift pistils­ins og hefðu sumir kannski látið sig muna um minna, þó að þar með sé ekki sagt að Ásgeir meini endi­lega að allt sé það heil­agur sann­leikur sem hann hafi fram að færa. Í ljósi fer­ils hans á sviði vís­inda og fræða og marg­vís­legra starfa er varða hinar mest­u ­ná­kvæmn­is­grein­ingar á þjóð­ar­hag og fjár­mála­kerfum hljótum við fremur að álykta að sann­leikur hans ­byggi á traustum vís­inda­legum fræða­grunni, og þá raunar svo traustum að varla verði um neitt efast né villst. Að öðrum kosti hlyti Ásgeir að hafa sett hug­leið­ingu sína fram sem kenn­ing­una, en ekki sann­leik­ann, um sjáv­ar­út­veg. Það er því ekki úr vegi, þegar svo stór sann­leikur er bor­inn á borð, að huga fyrst aðeins að ferli höf­und­ar­ins áður en við tökum að kryfja lög­mál­ið.

Auglýsing

Ásgeir lauk dokt­ors­prófi í hag­fræði árið 2001. Starf­aði hann frá árinu 2000 sem sér­fræð­ingur í pen­inga­mála­hag­fræði hjá Hag­fræði­stofnun til árs­ins 2004 að hann tók við stöðu aðal­hag­fræð­ings ­Kaup­þings sem hann gegndi til árs­ins 2006. Hann var for­stöðu­maður grein­ing­ar­deildar Kaup­þings frá­ ár­inu 2006 til hruns árið 2008, en tók þá við sömu stöðu hjá nýstofn­uðum Arion banka, sem hann svo ­gegndi kreppu­árin til árs­ins 2011. Ásgeir starf­aði síðan sem efna­hags­ráð­gjafi fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins GAMMA Mana­gement þar til að hann tók við starfi sínu hjá Virð­ingu í byrjun árs 2015. Ásgeir var ­kjör­inn for­seti hag­fræði­deildar HÍ snemma á þessu ári 2016 fram til sum­ars 2018, en hann hefur sinnt ­störfum við háskól­ann allt frá árinu 2000. Auk stöðu deild­ar­for­seta er Ásgeir umsjón­ar­mað­ur­ ­meist­ara­náms í fjár­mála­hag­fræði við sömu deild. Þau verk­efni sem Ásgeir hefur unnið að, sam­kvæmt frétt á vef HÍ um kjörið 22/1 2016, eru meðal ann­ars tengd alþjóða­fjár­mál­um, pen­inga­hag­fræð­i, hag­sögu, orku­hag­fræði, fast­eigna­mark­að­in­um, byggða­hag­fræði og almennri þjóð­hag­fræð­i.

Ásgeir hug­leiðir fyrst í pistli sínum breyt­ing­arnar frá því í gamla daga þegar hann var á sjó og kemst að þeirri nið­ur­stöðu að þær hafi verið hrað­ari en svo að þjóð­arsálin hafi náð að fylgja þeim eft­ir, enda hefur þjóð­mála­um­ræðan verið föst í for­tíð­inni í róm­an­tískum bábiljum þar sem sjáv­ar­út­vegur snýst bara um veið­ar.

Eða með öðrum orð­um, að þjóð­arsálin sé föst í hégilj­um, hind­ur­vitnum og bulli svo að notuð séu nokkur helstu sam­nefni við bábiljur sem Íslenskri orð­sifja­bók og Íslenskri sam­heita­orða­bók ber vel ­saman um. Sam­kvæmt grein­ingu dr. Ásgeirs mun og þjóð­mála­um­ræðan jafn­framt vera á þeim villi­götum stödd, að talað er „líkt og góður árangur útvegs­fyr­ir­tækj­anna sé eitt­hvert vanda­mál!Er þá ­nema von hag­fræði­deild­ar­for­set­anum blöskr­i?

Miklar kerl­inga­bækur hefur dokt­or­inn mátt leggja til grund­vallar rann­sóknum sínum að vottað gæt­i hann svo mik­inn sann­leika um sál einnar þjóð­ar. Er þessi nið­ur­staða hans í seinni tíð þó í mjög rök­legu sam­hengi við þann mikla lær­dóm sem hann öðl­að­ist hálf­gerður hvít­voð­ungur á skóla­skip­in­u Skag­firð­ingi, að lífs­spekin liggur í salt­inu, rok­inu og klám­inu. Sumir sjó­aðri hefðu að vísu kannski ­kallað þessa súper­manns­legu upp­lifun þeirra Ásgeirs og Bjart­mars Guð­laugs­sonar á sjó­manns­lífi og slori ein­fald­lega sveitó en það er allt önnur saga, sem kann líka að byggja á allt ann­ars­kon­ar sann­leiks­vott­orð­i.

Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir læri­sveinar mínir og munuð þekkja sann­leik­ann, og sann­leik­ur­inn mun gera yður frjálsa.

Þannig var það skil­yrði Krists fyrir heilögum sann­leika að farið væri eftir því sem hann greindi. En dr. Ás­geir gengur mun lengra, enda ekki hald­inn neinum hégiljum eða hind­ur­vitnum eða hann að bulla ­neinar bábilj­ur. Sann­leikur hans er skil­yrð­is­laus og því settur fram sem vís­inda­lega sönnuð kenn­ing, sem eðli máls­ins er þá ekki lengur kenn­ing heldur lög­mál. Hann þarf því ekki að brýna neinn til verka, að fara eftir því sem hann segi, hvað þá heldur spyrja neinn hvort að hafi yfir­gefið sig, hann er enda ekki kom­inn til að upp­fylla neitt lög­mál, því að orð hans eru lög­málið og rent­an.

Rent­an

Það verður vissu­lega vart annað sagt um hina ýmsu fylgj­endur Ásgeirs og félaga hans í hag­fræði- og ­grein­ing­ar­deildum bank­anna, jafnt fyrir sem eftir hrun, en að sann­leik­ur­inn hafi gert þá frjálsa og að ákaf­lega fátt hafi verið þeim heil­agt. Nema nátt­úru­lega rent­an. Frelsi örfárra þeirra var svo að vís­u að­eins haml­að, óneit­an­lega, en þó aðeins um skamma hríð. Þjóðin gat sjálfri sér um kennt og sín­um ­róm­an­tísku bábiljum og bara gott á hana að sjáv­ar­út­veg­ur­inn græddi að lokum á öllu sam­an. Hún gat líka svo sann­ar­lega kennt sál­inni hans Jóns síns um allt bullið um frjálsa versl­un.

Arð­sköp­un­ar­kraftur kvóta­kerf­is­ins,segir dr. Ásgeir, „er hins vegar mun meiri en venju­legs at­vinnu­rekstrar þar sem kerfið snýst um að tak­marka aðgang að auð­lind­inni og skapar þannig auð­lind­arentu

.Við byggjum sem sagt múra milli arð­sköp­un­ar­kraft­anna og þess­arar frjálsu versl­un­ar, þessa venju­lega at­vinnu­rekstr­ar, sem aldrei getur skapað neina almenni­lega rentu. Ekki með neinum Trumpískum pop­u­l­is­ma, heldur rífum upp arð­inn með saltið í augum og rokið í fangið og látum okkur klám­högg­in einu gilda.

Auð­lind­arenta er grunn­hug­tak í hag­fræði og er ein­fald­lega við­var­andi munur á sölu­verði afurða og ­kostn­að­ar­verði aðfanga. Í almennum og venju­bundnum rekstri þar sem engar aðgangs­hindr­anir eru til staðar hverfur rentan í sam­keppni milli fyr­ir­tækja.

Hví er dr. Ásgeir að eyða orðum í svo sjálf­gefin sann­indi? Auð­vitað er íslenskur sjáv­ar­út­vegur ekki al­mennur eða venju­bund­inn rekstur frekar en áliðja, banka­sýsla eða aðrar slíkar grunn­stoð­ir ­ís­lenskrar auð­fræði. Og hvernig ætti að vera hægt að græða á almennum og venju­bundnum rekstri þar sem engar aðgangs­hindr­anir eru til staðar og öll sam­keppni er drepin í dróma með enda­lausri af­skipta­semi nýgræð­inga sem vilja hrifsa til sín gróða? Og allir saman verða á end­anum að una við smákökur en eng­inn fær stórar sneið­ar! Hefði ein­ok­un­ar­versl­unin þrif­ist í slíku umhverfi? Eða hve ­miklu meiri væri ekki Kaup­manna­höfn ef íslenska auð­lindin hefði ekki verið eyðilögð með­ frí­höndl­un­inni? Hvaða borg myndi þá jafn­ast við borg þá miklu?

Lög­mál­ið

Kvóta­kerfið skapar arð með tvennum hætti: Í fyrsta lagi með skil­virkri veið­stjórnun út frá líf­fræði­leg­u ­sjón­ar­horni þar sem hægt er að ákveða heild­ar­afla með nákvæmni og koma í veg fyrir ofnýt­ing­u ­fiski­stofna. Í öðru lagi gerir frjálst fram­sal afla­heim­ilda það að verkum að hag­kvæmust­u ­út­gerð­ar­að­il­arnir munu kaupa þá lak­ari út og sjá um veið­arnar með lág­marks kostn­aði og með mestri arð­semi. Þessir eig­in­leikar kvóta­kerf­is­ins ættu nú að liggja í augum uppi eftir tæp­lega 30 ára reynslu þannig að lítt þurfi um þá að deila.

Hvað þá um keis­ar­ans skegg.

Þegar hern­að­ur­inn hófst gegn haf­inu í kjöl­far sigra okkar í stríð­unum við breska heims­veldið varð oft ekki milli séð hvorir væru sælli með sig, við eða þorsk­ur­inn. Hann var bor­inn á höndum út um heim og smjattað á honum jafnt hjá Long John Sil­ver's sem í San Quentin State Pri­son og breska ­kon­ungs­fjöl­skyldan og þjóðir hennar hugs­uðu til þess með hryll­ingi þegar ráð­herrar rík­is­ins og Par­li­ament lýstu okkur í við­skipta­bann. Því að þá var útséð með þeirra þjóð­ar­rétt í bili Icelandic fis­h and franskar vafið inn í The Sun or The Times or The Daily Mir­r­or. Og við því meiri menn með­ ­mönn­um, stolt­ari en þótt hand­ritin hefðu aldrei komið heim, en fengum líka hell­ing af Lödum í skiptum fyrir síld sem við tæmdum hafið af og tappa­tog­ara og Trabant fyrir heykvísl­arstungna karf­ann, og lögðum þá ekki síður áherslu á þjóð­ar­rétt Níger­íu­manna, skreið, svo lengi sem þeirra stríð ekki haml­aði, og aðal­rétt Spán­verja, salt­fisk, svo lengi sem eng­inn hér heima hæfi borg­ara­styrj­öld og vín bann­að­i.

En kannski er sig­ur­vinn­ingur manns aldrei annað en sjálfs­blekk­ing. Eða eins og dr. Ásgeir lýsir svo á­gæt­lega:

Þegar kvóta­kerfið kom fram í sinni fyrstu mynd árið 1984 var rekstur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja herfi­leg­ur. Árið 1982 var 40% tap­rekstur af útgerð hér­lend­is, 13% tap árið 1983 og 19% tap árið 1984. Afli fór minnk­andi vegna ofveiði sam­hliða því að gríð­ar­leg umfram­fram­leiðslu­geta var til stað­ar­. ­Fisk­mark­aðir þekkt­ust ekki heldur var fisk­verð ákveðið af opin­beru verð­lags­ráði og milli­færslu­kerf­i. ­Vega­kerfi lands­ins var byggt upp af mal­ar­vegum er voru van­búnir fyrir þunga­flutn­inga. Verð­bólga ­mæld­ist í tugum pró­senta. Grein­inni hafði um langan tíma verið haldið uppi með lánum á nei­kvæð­u­m raun­vöxtum en eftir að verð­trygg­ingu var komið á árið 1979 fór að þrengja að mörgum skuld­sett­u­m ­fyr­ir­tækj­um. Hrun þorsk­stofns­ins árið 1989 var síðan gríð­ar­legt áfall útgerðin var á leið­inni á haus­inn og við lá að hún myndi draga banka­kerfið með sér. Níundi ára­tug­ur­inn end­aði því á stóru „bei­láti“ fyrir sjáv­ar­út­veg­inn sem var með öðrum þræði „bei­lát“ fyrir banka­kerfið sjálft.“

Þetta voru hvorki hinar fyrstu né hvað þá heldur hinar síð­ustu björg­un­ar­að­gerðir í þágu sjáv­ar­út­vegs, ­banka­kerfis og þjóð­ar. Árið 1991 var sjáv­ar­út­veg­ur­inn reyndar búinn sjálf­virkri önd­un­ar­vél og hef­ur hann spjarað sig býsna vel síð­an. Batt­er­íin duga að vísu ekki nema ár í senn, en aldrei hefur verið neitt ­mál að hlaða þau að nýju. Banka­kerfið hefur auð­vitað alltaf verið vand­ræða­barnið en því skyldum við ­gefa okkur fyr­ir­fram að allt eigi að vera allra best í heimi? Er ekki hver hlutur orð­inn til af ­skyn­sam­legri ástæðu þar sem að sér­hverri til­urð hníga skyn­sam­leg rök? Auð­vitað er það bara þannig.

Verst gegnir þó með þjóð­ina. Eða eins og Ásgeir hefur svo ágæt­lega lýst, þá virð­ist hún oft ver­a ákaf­lega föst í allskyns hégilj­um, hind­ur­vitnum og jafn­vel bulli. Eins og hún hrein­lega skilji ekki það ­sem fyrir hana er lagt. Föst í ein­hverjum róm­an­tískum bábiljum langt aftur í forn­eskju, engu lík­ara en hún væri enn að skrifa forn­sög­urnar sín­ar. 

.Auð­vitað kemur ekki til greina að setja veiði­heim­ildir á frjálsan markað nema kannski pínu­lítið til­ þagga niður í þjóð­inni. Eða eins og Bene­dikt Jóhann­es­son bendir á í Face­book-­færslu 26. nóv­em­ber s.l. er hann deilir grein Ásgeirs og deilir aldeilis með honum sann­leik­anum að sátt þurfi að nást í sjáv­ar­út­vegi, og að Ásgeir Jóns­son fari einmitt beint að kjarna máls­ins. Lýsir Bene­dikt því bein­línis yfir­ að grein Ásgeirs sé skyldu­lesn­ing fyrir alla þá sem hafi áhuga á skyn­sam­legri stjórn fisk­veiða og sann­gjörnu afgjaldi fyrir veiði­rétt­inn, og hnykkir á þeirri skoðun sinni með vísun til loka­orða Ásgeir­s:

Stað­reyndin er ein­fald­lega þessi: Ef ekki er brugð­ist við vax­andi þjóð­fé­lags­legri óánægju mik­ill­ar arð­mynd­unar í grein­inni mun það að lokum verða höf­uð­bani kvóta­kerf­is­ins hvað sem líður tuð­i hag­fræð­inga um hag­væmni og skil­virkni.

Leik­regl­urn­ar

Ég sem aðrir með áhuga á þessum sann­girn­is­málum hlaut því að kynna mér lög­málið til hlýt­ar. Og það rann upp fyrir mér ljós á hví­líkum villi­götum ég hafði ver­ið, blind­aður af ein­hverjum róm­an­tískum bá­bilj­um, er ég í ein­feldni minni hafði brugð­ist við grein Bene­dikts s.l. sumar í Kjarn­anum um þá ­mark­aðs­lausn í sjáv­ar­út­vegi að setja hluta kvóta á mark­að. Ráði frjáls mark­aður veiði­heim­ildum eða ­fá­keppni? spurði ég fáfræðling­ur­inn og lagði til eins og hver annar bullu­kollur að bók­staf­lega all­ur ­fisk­veiði­kvóti íslenska rík­is­ins lyti reglum um frjálsan mark­að! Að sjálf­sögðu svar­aði Bene­dikt þessu tuði engu, hvorki á Face­book né í Kjarn­an­um, þar sem grein­inn birtist, hvað þá heldur að hann gæfi henni slíkt vott­orð að væri skyldu­lesn­ing!

Frjáls verslun á að sjálf­sögðu ein­ungis við „í almennum og venju­bundnum rekstri þar sem eng­ar að­gangs­hindr­anir eru til stað­ar,“ sam­kvæmt lög­máli Ásgeirs, „enda hverfur rentan í sam­keppni milli­ ­fyr­ir­tækja.Þó nú væri og þá ekki heldur verið að rífa upp arð­inn með saltið í augum og rokið í fang­ið, hvað þá menn kunni að klæm­ast líkt og á Króknum eða á Akur­eyri, heldur enda­laust verið í hindr­un­ar­lausu kapp­hlaupi um fáfengi­leg lífs­ins gæð­i.

Arð­sköp­un­ar­kraftur kvóta­kerf­is­ins er hins vegar mun meiri en venju­legs atvinnu­rekstrar þar sem ­kerfið snýst um að tak­marka aðgang að auð­lind­inni og skapar þannig auð­lind­arentu.Eða hvern­ig ættu ann­ars Márit­anía og Marokkó að sjá fram á betri tíð með blóm í haga? Hvernig ættum við ann­ars að skapa auð til að rækta upp Sahara? Eða stuðla að fjár­rækt suður í henni Namib­íu?

Stóri sann­leik­ur­inn er nefni­lega sá að sjáv­ar­út­veg­ur­inn á sér sjálf­stæða til­veru, alls óháð þjóð­inn­i, al­veg eins og áliðja, banka­sýsla og aðrar slíkar auð­linda­gróða­greinar sem löngum hafa not­ið und­an­þága frá almennum leik­regl­um, enda lúta þær lög­máli fákeppni en ekki almenn­um ­mark­aðslög­mál­um. Eða hvað koma ann­ars leik­skóla­reglur við okkar almennu auð­fræði, sið­fræði og ­sam­skipta­regl­um? Auð­vitað hlýtur þjóðin að kyngja svo mik­il­hæfum sann­leika ef hún fær pínu­lítið af gróð­anum í með­læti með.

Eða með orðum Adams Smit­h:

How sel­fish soever man may be supp­os­ed, there are evidently some princip­les in his nat­ure, which inter­est him in the fortune of others, and render their happiness necessary to him, though he derives not­hing from it except the plea­sure of seeing it. Of this kind is pity or compassion, the emotion which we feel for the mis­ery of others, when we either see it, or are made to conceive it in a very lively ­mann­er. That we often derive sor­row from the sor­row of others, is a matter of fact too obvi­ous to require any instances to prove it; for this senti­ment, like all the other orig­inal passions of human nat­ure, is by no means con­fined to the virtu­ous and huma­ne, though they per­haps may feel it wit­h the most exquisite sensi­bility. The greatest ruffi­an, the most hardened violator of the laws of soci­ety, is not alto­gether wit­hout it.

Hve eig­in­gjarn mað­ur­inn kann að vera, þá eru greini­lega vissar grund­vall­ar­kenndir í eðli hans sem kveikja áhuga hans á örlögum ann­arra og hvernig þeirra gæfu­hjól snúa að hon­um, þótt hann upp­sker­i ekki endi­lega neitt nema ánægj­una af að hafa upp­lifað það. Af þessu tagi er sam­úðin eða ­með­aumkun­in, vill Adam Smith meina, til­finn­ingin sem við berum í brjósti fyrir eymd ann­arra, á hvern veg sem við ann­ars upp­lifum hana. Að verða harmi slegin yfir harmi ann­arra sé svo almenn ­upp­lifun að ekki þurfi vitna við, enda sé um þá kennd eins farið og allar aðrar grund­vall­ar­kennd­ir ­mann­eskj­unn­ar, að hún sé alls ekki bundin við hin göf­ugu og dyggð­ugu, þótt þau reyndar kunni að bera hinar dýpstu til­finn­ingar í brjósti. Hrotti hinn mesti, sá sem fótum treður sam­fé­lags­lögin fyllst­u ­fet­um, er alls­endis ekki alveg til­finn­inga­laus.

Sveita­pilts­ins draum­ur

Nú myndu sumir segja að frjáls verslun snú­ist einmitt um hindr­an­ir. Eða byggir ekki hver einasta verslun upp verð­vegg í kringum sig, upp­sett verð, sem hindrar öll við­skipti við þá sem ekki vilja klýfa múr­inn? Skiptir þá engu máli hvað er innan garðs, blátt eða grænt lón, hænur sem verpa gull­brún­um eggjum eða bara sem­ents­pokar í Múr­búð­inni eng­inn fær að skipta með nein slík inn­múr­uð, afgirt verð­mæti nema að greiði upp­sett verð fyr­ir, þannig er bara frjáls versl­un.

Því­líkt frelsi eða hitt þó held­ur, myndu þá ein­hverjir nýgræð­ingar segja, aldeilis blautir á bak við eyr­un, og hafna öllum við­skiptum við slíka þver­girð­inga. Við getum boðið þetta miklu ódýr­ara, selt ­fólki böð í blá­græn­ustu sil­unga­pollum við afar vægu verði og myndum jafn­vel bjóða gestum að setj­a smá­pen­ing í hænur sem verptu handa þeim eggjum í öllum regn­bog­ans lit­um, auk gull­brúna lits­ins að ­sjálf­sögðu og jafn­vel í hvítu líka, allt að frjálsu vali hvers og eins. Og ekk­ert mál að und­ir­bjóða Múr­búð­ina með því að end­ur­reisa sem­ents­verk­smiðj­una á Akra­nesi og taka bara nógu hressi­leg­t ­gjald af erlendum túristum fyrir að fá að fylgj­ast með auka­bú­grein­inni.

En dr. Ásgeir á svör við öllu. Í almennum og venju­bundnum rekstri þar sem engar aðgangs­hindr­an­ir eru til staðar hverfur rentan auð­vitað í sam­keppni milli fyr­ir­tækja. Það er því bara gott á eig­end­ur baða og lauga að ein­hver bjóði lægra verð en þeir því að ann­ars gæti renta þeirra ekki horf­ið ­sam­kvæmt lög­mál­inu. Og ekk­ert nema gott um það að segja að ódýr egg fylgdu með í kaup­bæt­i, ­sér­stak­lega ef þau væru boðin á und­ir­máls­verði þannig að renta nýgræð­ing­anna færi líka örugg­lega öll fyrir bí. Og eru egg ekki líka holl og góð? Og hvort Múr­búðin á það ekki skilið að ein­hver hnekkt­i veldi henn­ar, mikil blessun væri að vorir erlendu gestir gætu komið þannig vit­inu fyrir okkur á sem flestum sviðum og að stuðl­uðu að nátt­úru­legu, íslensku iðn­verki á ný.

Allt öðru máli gegnir um auð­linda­gróða­grein­ar, enda búa þær yfir raun­veru­legum arð­sköp­un­ar­kraft­i. Þá erum við ekki að tala um að nýta ein­hverja sil­unga­polla eða að virkja gamla strompa, hvað þá að reka sveitó hænsnabú þar sem venju­legt mann­fólk slítur sér út í sam­keppni um rentu sem hver étur frá hver öðrum hvort eð er, ef ekki hæn­urnar allt saman sjálf­ar. Þar getur frjáls sam­keppni átt sig. Heldur erum við að tala um það sem er auð­ugt og mik­il­feng­legt og lýtur alger­lega sínu eig­in, ­sjálf­stæða lög­máli, óháð Newton, óháð Ein­stein, óháð Adam Smit­h. 

.Eða því skyldum við hindra alvöru arð­myndun með því að þvinga mark­miðum upp á auð­linda­gróða­grein­arnar sem oftar en ekki eru fjarri allri skyn­semi? Kannski banna alvöru hænur sem verpa gul­leggjum en leyfa bara gam­al­dags land­náms­hæn­ur?

Stóri sann­leik­ur­inn er auð­vitað sá að eina alvöru arð­mynd­unin er fólgin í gull­gerð­ar­list en ekki í striti í sveita síns and­lits í sam­keppni um smá hall­æris­lega rentu sem hver étur frá hver öðrum hvort eð er, ef ekki þessi land­náms­hænsni allt saman upp til agna. Þess vegna er svo mik­il­vægt að búa vel í hag­inn fyrir list­ina og koma í veg fyrir vöru­svik. Við höfum lista­manna­laun og almennt góðar opin­ber­ar ­trygg­ingar fyrir sönnum og fögrum list­um, því skyldi hið opin­bera þá ekki tryggja gull­gerð­ar­list líka?

Eða því skyldu ein­hverjir sveita­menn fá vænni flís af feitum sauð en t.d. GAMMA Mana­gement sem ­styður þó fagrar listir og forðar ávallt sin­fón­íu­hljóm­sveit­inni frá gjald­þroti? Því skyldu útgerð­ar­menn þá ekki líka fá tæki­færi til að afla fjár í góð­gerða­skyni án enda­lausra afskipta ein­hverra nýgræð­inga af ­starf­semi sinn­i?

Eða með orðum hag­fræði­deild­ar­for­seta Háskóla íslands, dr. Ásgeirs Jóns­son­ar, dós­ents:

Gott dæmi er hin síend­ur­tekna krafa um nýliðun í grein­inni. Af hverju þarf nýliðun í sjáv­ar­út­veg­i? Það er búið að eyða ára­tugum í það að reyna að fækka aðilum í sjáv­ar­út­vegi það var lyk­ill­inn að hag­ræð­ing­unni. Af hverju þarf að draga ein­hverja nýja að?

Draumur eða martröð?

Tölu­vert mikið hefur verið gert úr þeirri stað­reynd að útgerð­ar­menn hafi fengið kvót­ann gef­ins árið 1984 á grund­velli veiði­reynslu síð­ustu þriggja ára á und­an,bendir dr. Ásgeir á í sann­leikskorn­um sín­um. „Útgerð­ar­fyr­ir­tækin sem fengu þessa úthlutun áttu þó að baki ára og ára­tuga starf­semi og hjá þeim sam­söfnuð reynsla og þekk­ing Íslend­inga í útgerð og það verður ekki séð að nokkur aðrir hefð­u frekar átt að fá kvót­ann úthlut­að­an.

Sá sem hafði stundað útgerð í 50 ár og hætti henni eigi síðar en 1983, hok­inn af reynslu, með salt­ið gróið í aug­um, úttaug­aður af Atl­ants­hafs­rok­inu, fékk að vísu ekk­ert í sinn hlut heldur ein­ungis skip hans eða fley gömlu en hvað eins og opin­ber úthlut­un­ar­batt­erí gætu verið að taka til­lit til slíkra þorsk­hausa sem fylgd­ust aug­ljós­lega ekki með í póli­tík! Og nýgræð­ing­ur­inn sem þá keypti allt af gamla mann­in­um, kannski ekki alveg svo blautur á bak við eyr­un, vel að sér í fram­sókn og sjálf­stæðri fram­tíð­ar­sýn útvegs­manna, og þá kannski ekki hvað síst búinn að kynna sér bylt­ing­ar­kennd­ar hug­myndir auð­fræð­inga þeirra um eign­ar­rétt kannski að hann grun­aði draum­inn, martröð ­upp­gjafa­út­gerð­ar­manns­ins...

Hér í vörum heyr­ist bárusn­ari,

höld ber kaldan öldu vald á fald­i, 

sveltu­piltar söltum velt­ast bylt­um,

á sól­ar­bóli róla í njólu gjólu;

öflgir tefla afl við skeflurefla,

sem að þeim voga, boga, toga, soga!

Ungi mað­ur­inn kann nú að vera orð­inn betur að sér í gull­gerð­ar­list en fremstu lista­menn þjóð­ar­inn­ar, ­jafn­vel far­inn að skáka frum­stæð­ustu Afr­íku­list betur en Picasso á sinni tíð. Hvers vegna ekki var jafn­t ­yfir alla látið ganga á þessum herr­ans árum – sem „áttu þó að baki ára og ára­tuga starf­semi og hjá þeim sam­söfnuð reynsla og þekk­ing,“ – hlýtur dokt­or­inn að greina lið fyrir lið fyrir fróð­leiks­fús­um­ ­nem­endum sínum og færa svo heim hinni hémullu­legu þjóð allan sann­leik­ann.

Hve þungt skyldi þá vega á meta­skál­um, virð­ingin fyrir jafn­ræði manna og allra atvinnu­vega til­ tæki­færa?

Höf­undur er  áhuga­maður um auð­fræði.

Helstu heim­ildir og ítar­efn­i:

Dr. Ásgeir Jóns­son: Sann­leik­ur­inn um sjáv­ar­út­veg, Virð­ing, hug­leið­ingar Dr. Ásgeirs Jóns­son­ar, 26.nóv­. 2016.

Jóhannes guð­spjalla­mað­ur: Jóhann­es­ar­guð­spjall, 8. 31, Hið íslenska Bibl­íu­fé­lag, Biblían á vefnum.

Bene­dikt Jóhann­es­son: Við­reisn vill mark­aðs­lausn í sjáv­ar­út­vegi - Hluti kvóta árlega á markað,Kjarn­inn, skoðun – aðsendar grein­ar, 15. júlí 2016.

Bene­dikt Jóhann­es­son: Face­book-­færsla, Face­book, 26. nóv. 2016.

Árni B. Helga­son: Ráði frjáls mark­aður veiði­heim­ildum – eða fákeppn­i?,Kjarn­inn, skoðun aðsend­ar ­grein­ar, 2. nóv. 2016.

Árni B. Helga­son: Rétt­mæti skatt­heimtu, Stjórn­mál og stjórn­sýsla, veftíma­rit, 1. tbl. 4. árg. 2008, Er­indi og grein­ar.

Adam Smith: The The­ory of Moral Senti­ments (Kenn­ingin um sið­ferð­is­kennd­irn­ar). Libr­ary of Economics and Liber­ty. Vef­út­gáfa. Fyrst útgefið 1759. 

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None