Nú er málið í höndum Alþingis

Auglýsing

Fyrir kosningar bentum við í Vinstri grænum ítrekað á að það yrði að efla innviði samfélagsins. Innviðirnir hafa verið vanræktir, og það verður að kosta til verulegum fjármunum ef við viljum halda við því samfélagi sem við eigum, hvað þá að byggja upp eins og allir sjá að nauðsyn krefur. Þau sem kusu Vinstri græn veittu okkur umboð fyrst og fremst til þessa. Búið er að skera velferðina inn að beini og ef ekki á illa að fara verður að verja verulegum fjármunum í nýja sókn.

Við viljum:

Fjármuni í heilbrigðisþjónustuna í samræmi við undirskriftir 86.000 Íslendinga, svo nemur tugum milljarða króna, - ekki dugir að mæta launahækkunum, það þarf meira til!

Auglýsing

Fjármuni í menntamál, ekki síst háskólastigið.

Fjármuni í vegakerfið, bæði nýframkvæmdir og viðhald. Sú uppbygging er forsenda fyrir áframhaldandi sókn í ferðaþjónustu um allt land. Ferðaþjónustan á stærstan þátt í efnahagsbata síðustu ára.

Verulega aukningu fjármuna til aldraðra og öryrkja þannig að þeirra laun hækki afturvirkt. Það er risastórt réttlætismál.

Við bentum ítrekað á fyrir kosningar að þessir liðir kostuðu nokkurra tuga milljarða aukningu alls á kjörtímabilinu og að þá peninga gætum við sótt á rétta staði. Og auðvitað er fleira sem þarf að sinna og fjármagna, til dæmis við verndun og uppbyggingu ferðamannastaða, löggæslu eða svigrúm sveitarfélaga til góðra verka, svo fátt eitt sé nefnt.

Aðrir stjórnarandstöðuflokkar á síðasta kjörtímabili töluðu i sömu átt. Allir lögðu áherslu á þessi mál en unnu þó ekki kosningarnar. Kalla varð Viðreisn að borðinu ef mynda átti starfhæfa meirihlutastjórn. Ekki mátti kalla Framsókn að borðinu af því að Píratar neituðu að tala við flokkinn þann og reyndar einnig vegna þess að Björt framtíð og Viðreisn, öllum að óvörum, höfðu límt sig saman.

Þannig var staðan læst. Þá fór Viðreisn að tala um uppboð á aflaheimildum. Við vorum tilbúin til að ræða það, enda höfðum við lýst því margsinnis yfir í aðdraganda kosninga að við værum opin fyrir öllum leiðum sem tryggðu þjóðinni eðlilega hlutdeild í arðinum af fiskveiðiauðlindinni, án þess þó að setja byggðir landsins í uppnám eða afhenda kvóta til langs tíma, hvað þá þrjátíu og þriggja ára eins og Viðreisn leggur upp með í sínum hugmyndum. Það var líka talað um landbúnaðarmál á ágætum nótum en þeirri umræðu var heldur ekki lokið.

Í ljós kom að það var ekki unnt að ná fimm flokka meirihluta um að styrkja innviðina. Þar strandaði á því að samstaða náðist ekki um að láta þá sem mest hafa í samfélaginu borga fyrir þá fjárfestingu og viðhald sem þjóðin getur ekki verið án. Það vildum við Vinstri græn gera og þar með standa við kosningaloforðin. Um þetta náðist ekki samstaða og lengst var á milli Viðreisnar og Vinstri grænna.

Hvað er þá til ráða?

Framundan er afgreiðsla á fjárlögum. Þá er þingið frjálst – enginn meirihluti og enginn minnihluti. Þá reynir á Alþingi. Þá kemur í ljós þegar þingmenn ýta á atkvæðagreiðsluhnappana úr hverju þeir eru gerðir og hvaða hagsmuna þeir ætla að gæta. Eru þeir á Alþingi til að gæta sérhagsmuna peningaaflanna eða til að gæta almannahagsmuna og standa með samfélaginu , eins og Vinstri græn hafa viljað gera og ætla að gera?

     Næsta leik á Alþingi.

     Þá koma raunverulegar fyrirætlanir flokkanna í ljós.

Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None