Nú er málið í höndum Alþingis

Auglýsing

Fyrir kosn­ingar bentum við í Vinstri grænum ítrekað á að það yrði að efla inn­viði sam­fé­lags­ins. Inn­við­irnir hafa verið van­rækt­ir, og það verður að kosta til veru­legum fjár­munum ef við viljum halda við því sam­fé­lagi sem við eig­um, hvað þá að byggja upp eins og allir sjá að nauð­syn kref­ur. Þau sem kusu Vinstri græn veittu okkur umboð fyrst og fremst til þessa. Búið er að skera vel­ferð­ina inn að beini og ef ekki á illa að fara verður að verja veru­legum fjár­munum í nýja sókn.

Við vilj­um:

Fjár­muni í heil­brigð­is­þjón­ust­una í sam­ræmi við und­ir­skriftir 86.000 Íslend­inga, svo nemur tugum millj­arða króna, - ekki dugir að mæta launa­hækk­un­um, það þarf meira til!

Auglýsing

Fjár­muni í mennta­mál, ekki síst háskóla­stig­ið.

Fjár­muni í vega­kerf­ið, bæði nýfram­kvæmdir og við­hald. Sú upp­bygg­ing er for­senda fyrir áfram­hald­andi sókn í ferða­þjón­ustu um allt land. Ferða­þjón­ustan á stærstan þátt í efna­hags­bata síð­ustu ára.

Veru­lega aukn­ingu fjár­muna til aldr­aðra og öryrkja þannig að þeirra laun hækki aft­ur­virkt. Það er risa­stórt rétt­læt­is­mál.

Við bentum ítrekað á fyrir kosn­ingar að þessir liðir kost­uðu nokk­urra tuga millj­arða aukn­ingu alls á kjör­tíma­bil­inu og að þá pen­inga gætum við sótt á rétta staði. Og auð­vitað er fleira sem þarf að sinna og fjár­magna, til dæmis við verndun og upp­bygg­ingu ferða­manna­staða, lög­gæslu eða svig­rúm sveit­ar­fé­laga til góðra verka, svo fátt eitt sé nefnt.

Aðrir stjórn­ar­and­stöðu­flokkar á síð­asta kjör­tíma­bili töl­uðu i sömu átt. Allir lögðu áherslu á þessi mál en unnu þó ekki kosn­ing­arn­ar. Kalla varð Við­reisn að borð­inu ef mynda átti starf­hæfa meiri­hluta­stjórn. Ekki mátti kalla Fram­sókn að borð­inu af því að Píratar neit­uðu að tala við flokk­inn þann og reyndar einnig vegna þess að Björt fram­tíð og Við­reisn, öllum að óvörum, höfðu límt sig sam­an.

Þannig var staðan læst. Þá fór Við­reisn að tala um upp­boð á afla­heim­ild­um. Við vorum til­búin til að ræða það, enda höfðum við lýst því marg­sinnis yfir í aðdrag­anda kosn­inga að við værum opin fyrir öllum leiðum sem tryggðu þjóð­inni eðli­lega hlut­deild í arð­inum af fisk­veiði­auð­lind­inni, án þess þó að setja byggðir lands­ins í upp­nám eða afhenda kvóta til langs tíma, hvað þá þrjá­tíu og þriggja ára eins og Við­reisn leggur upp með í sínum hug­mynd­um. Það var líka talað um land­bún­að­ar­mál á ágætum nótum en þeirri umræðu var heldur ekki lok­ið.

Í ljós kom að það var ekki unnt að ná fimm flokka meiri­hluta um að styrkja inn­við­ina. Þar strand­aði á því að sam­staða náð­ist ekki um að láta þá sem mest hafa í sam­fé­lag­inu borga fyrir þá fjár­fest­ingu og við­hald sem þjóðin getur ekki verið án. Það vildum við Vinstri græn gera og þar með standa við kosn­inga­lof­orð­in. Um þetta náð­ist ekki sam­staða og lengst var á milli Við­reisnar og Vinstri grænna.

Hvað er þá til ráða?

Framundan er afgreiðsla á fjár­lög­um. Þá er þingið frjálst – eng­inn meiri­hluti og eng­inn minni­hluti. Þá reynir á Alþingi. Þá kemur í ljós þegar þing­menn ýta á atkvæða­greiðslu­hnapp­ana úr hverju þeir eru gerðir og hvaða hags­muna þeir ætla að gæta. Eru þeir á Alþingi til að gæta sér­hags­muna pen­inga­afl­anna eða til að gæta almanna­hags­muna og standa með sam­fé­lag­inu , eins og Vinstri græn hafa viljað gera og ætla að gera?

     Næsta leik á Alþingi.

     Þá koma raun­veru­legar fyr­ir­ætl­anir flokk­anna í ljós.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None