Nú er málið í höndum Alþingis

Auglýsing

Fyrir kosn­ingar bentum við í Vinstri grænum ítrekað á að það yrði að efla inn­viði sam­fé­lags­ins. Inn­við­irnir hafa verið van­rækt­ir, og það verður að kosta til veru­legum fjár­munum ef við viljum halda við því sam­fé­lagi sem við eig­um, hvað þá að byggja upp eins og allir sjá að nauð­syn kref­ur. Þau sem kusu Vinstri græn veittu okkur umboð fyrst og fremst til þessa. Búið er að skera vel­ferð­ina inn að beini og ef ekki á illa að fara verður að verja veru­legum fjár­munum í nýja sókn.

Við vilj­um:

Fjár­muni í heil­brigð­is­þjón­ust­una í sam­ræmi við und­ir­skriftir 86.000 Íslend­inga, svo nemur tugum millj­arða króna, - ekki dugir að mæta launa­hækk­un­um, það þarf meira til!

Auglýsing

Fjár­muni í mennta­mál, ekki síst háskóla­stig­ið.

Fjár­muni í vega­kerf­ið, bæði nýfram­kvæmdir og við­hald. Sú upp­bygg­ing er for­senda fyrir áfram­hald­andi sókn í ferða­þjón­ustu um allt land. Ferða­þjón­ustan á stærstan þátt í efna­hags­bata síð­ustu ára.

Veru­lega aukn­ingu fjár­muna til aldr­aðra og öryrkja þannig að þeirra laun hækki aft­ur­virkt. Það er risa­stórt rétt­læt­is­mál.

Við bentum ítrekað á fyrir kosn­ingar að þessir liðir kost­uðu nokk­urra tuga millj­arða aukn­ingu alls á kjör­tíma­bil­inu og að þá pen­inga gætum við sótt á rétta staði. Og auð­vitað er fleira sem þarf að sinna og fjár­magna, til dæmis við verndun og upp­bygg­ingu ferða­manna­staða, lög­gæslu eða svig­rúm sveit­ar­fé­laga til góðra verka, svo fátt eitt sé nefnt.

Aðrir stjórn­ar­and­stöðu­flokkar á síð­asta kjör­tíma­bili töl­uðu i sömu átt. Allir lögðu áherslu á þessi mál en unnu þó ekki kosn­ing­arn­ar. Kalla varð Við­reisn að borð­inu ef mynda átti starf­hæfa meiri­hluta­stjórn. Ekki mátti kalla Fram­sókn að borð­inu af því að Píratar neit­uðu að tala við flokk­inn þann og reyndar einnig vegna þess að Björt fram­tíð og Við­reisn, öllum að óvörum, höfðu límt sig sam­an.

Þannig var staðan læst. Þá fór Við­reisn að tala um upp­boð á afla­heim­ild­um. Við vorum til­búin til að ræða það, enda höfðum við lýst því marg­sinnis yfir í aðdrag­anda kosn­inga að við værum opin fyrir öllum leiðum sem tryggðu þjóð­inni eðli­lega hlut­deild í arð­inum af fisk­veiði­auð­lind­inni, án þess þó að setja byggðir lands­ins í upp­nám eða afhenda kvóta til langs tíma, hvað þá þrjá­tíu og þriggja ára eins og Við­reisn leggur upp með í sínum hug­mynd­um. Það var líka talað um land­bún­að­ar­mál á ágætum nótum en þeirri umræðu var heldur ekki lok­ið.

Í ljós kom að það var ekki unnt að ná fimm flokka meiri­hluta um að styrkja inn­við­ina. Þar strand­aði á því að sam­staða náð­ist ekki um að láta þá sem mest hafa í sam­fé­lag­inu borga fyrir þá fjár­fest­ingu og við­hald sem þjóðin getur ekki verið án. Það vildum við Vinstri græn gera og þar með standa við kosn­inga­lof­orð­in. Um þetta náð­ist ekki sam­staða og lengst var á milli Við­reisnar og Vinstri grænna.

Hvað er þá til ráða?

Framundan er afgreiðsla á fjár­lög­um. Þá er þingið frjálst – eng­inn meiri­hluti og eng­inn minni­hluti. Þá reynir á Alþingi. Þá kemur í ljós þegar þing­menn ýta á atkvæða­greiðslu­hnapp­ana úr hverju þeir eru gerðir og hvaða hags­muna þeir ætla að gæta. Eru þeir á Alþingi til að gæta sér­hags­muna pen­inga­afl­anna eða til að gæta almanna­hags­muna og standa með sam­fé­lag­inu , eins og Vinstri græn hafa viljað gera og ætla að gera?

     Næsta leik á Alþingi.

     Þá koma raun­veru­legar fyr­ir­ætl­anir flokk­anna í ljós.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas Jóhannsson lögmann og fyrrverandi héraðsdómara hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Þórarinn Hjaltason
Áhrif Borgarlínu og breyttra ferðavenja á bílaumferð
Kjarninn 17. september 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín: Kynjamisrétti er eitt stærsta og þrálátasta böl okkar tíma
Alþjóðleg #Metoo ráðstefna hefst í Hörpu í dag og hafa yfir 800 manns skráð sig á hana. Forsætisráðherra telur að löggjöf og forvarnarstarf sé ekki nóg heldur þurfi róttækar, menningarlegar breytingar.
Kjarninn 17. september 2019
Efling vísar kjaradeilu við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara
Efling hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. „Okkur þykir miður að hafa ekki skynjað raunverulegan samningsvilja frá borginni í þessum viðræðum,“ segir formaður Eflingar.
Kjarninn 17. september 2019
Kvikan
Kvikan
Farsi í lögreglunni, doði í stjórnmálunum og meint glimrandi góð lífskjör
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None