Lífið efst í rússíbananum

Auglýsing

Aldrei eftir hrun hefur verið jafn rík ástæða til að fara var­lega í rík­is­fjár­málum og nú. Við­vör­un­ar­merki um of mikla þenslu í hag­kerf­inu hrann­ast upp. Við erum á kunn­ug­legum slóð­um. Launa­hækk­anir und­an­farin ár hafa verið langt umfram fram­leiðni­aukn­ingu og á sama tíma hafa útgjöld rík­is­sjóðs auk­ist mik­ið. Þetta hefur áður reynst ban­vænn kok­teill í efna­hags­legum upp­sveifl­um. Afleið­ing­arnar eru hátt vaxta­stig Seðla­banka og mik­il, ósjálf­bær styrk­ing krón­unn­ar. Því er þó gjarnan haldið fram að aðstæður séu svo allt öðru vísi nú en áður, en það hefur sjaldn­ast reynst vera svo. Lík­legt er að við séum komin á kunn­ug­legan stað; nálægt efsta punkti rús­sí­ban­ans.

Ekki minnkar óvissan við að hér hefur ekki tek­ist að mynda nýja rík­is­stjórn. For­dæma­laust er að Alþingi tak­ist á við fjár­lagaum­ræðu án starf­hæfs stjórn­ar­meiri­hluta. Það er út af fyrir sig spenn­andi til­raun, en mun reyna mjög á ábyrgð þing­manna allra við þessar kring­um­stæð­ur. Miðað við yfir­lýs­ingar fjöl­margra þing­manna við fyrstu umræðu fjár­laga er full ástæða til að hafa áhyggjur að þrýst­ingur á enn meiri útgjalda­aukn­ingu verði veru­leg­ur. Í því sam­hengi er rétt að hafa í huga að rík­is­út­gjöld eru að aukast um tugi millj­arða króna á milli ára miðað við fyr­ir­liggj­andi frum­varp.  

Þó svo vel hafi árað getum við ekki gengið út frá því að efna­hags­skil­yrðin verði okkur svo hag­stæð um alla fram­tíð. Ljóst er að gengið hefur þegar styrkst mun meira en fæst stað­ist til lengri tíma lit­ið. Þannig hefur gengið nú styrkst um nær 20% á und­an­förnum tveimur árum á sama tíma og laun hafa hækkað um 19%. Hvoru tveggja hefur mikil áhrif á rekstr­ar­kostnað og afkomu útflutn­ings­fyr­ir­tækja og alls óvíst er hvernig ferða­þjón­ustan fær t.d. ráðið við svo hraðar breyt­ing­ar. Ísland hefur á skömmum tíma breyst úr ódýrum áfanga­stað í einn þann dýrasta í Evr­ópu. Með þess­ari þróun er vegið þeirri  und­ir­stöðu sem útflutn­ings­at­vinnu­veg­irnir hafa verið í efna­hags­legum upp­gangi und­an­geng­inna ára. Þessi þróun er ekki sjálf­bær nú fremur en á fyrri tímum og mun án efa enda með sama hætti og áður ef ekki er gripið inn í.

Auglýsing

Það er gjarnan sagt að það þurfi sterk bein til að höndla góða tíma og það á vel við einmitt nú. Mikil þensla og launa­hækk­anir hafa leitt til umtals­verðra vaxta­hækk­ana hjá Seðla­bank­anum á und­an­förnum miss­er­um. Bank­inn hefur einnig ítekað gagn­rýnt aðhalds­leysi rík­is­fjár­mál­anna við núver­andi aðstæð­ur. Þannig má raunar lesa óvenju skýr skila­boð úr síð­ustu fund­ar­gerð bank­ans, þar sem helstu rök gegn vaxta­lækkun eru nefnd óvissa um aðhalds­stig rík­is­fjár­mála í kjöl­far kosn­inga og nýgeng­inn úrskurður Kjara­ráðs um launa­kjör kjör­inna full­trúa og sú óvissa sem hann hefur valdið á vinnu­mark­aði.

Þenslu­merkin sjást nú víða. Einka­neysla fer vax­andi.  Sala á nýjum bif­reið­um, utan­ferðir lands­manna eru þessi miss­erin að slá met sem sett voru í síð­ustu upp­sveiflu. Fast­eigna­verð hefur hækkað mikið und­an­farin ár og sprottin er upp skógur bygg­inga­krana á útjöðrum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á nýjan leik.

Það er við slíkar kring­um­stæður sem reynir á hag­stjórn í efna­hags­lífi hverrar þjóðar og það er einmitt við slíkar aðstæður sem hag­stjórnin hefur und­an­tekn­ing­ar­lítið brugð­ist í íslensku efna­hags­lífi. Það er mik­il­vægt að við höfum það í huga nú, því þrátt fyrir gott árferði eru ýmis gam­al­kunnug óveð­ur­ský farin að hrann­ast upp við sjón­deild­ar­hring. 

Megin ábyrgð á hag­stjórn er og verður ávalt borin uppi af tveimur aðilum öðrum frem­ur; af inn­lendum vinnu­mark­aði, með þeim kjara­samn­ingum sem þar eru gerð­ir, og af Alþingi, með þeim ramma sem fjár­málum rík­iss­ins er mark­aður í fjár­lög­um. Pen­inga­stefna Seðla­bank­ans getur aldrei hamið þá krafta sem þessir aðilar geta leyst úr læð­ingi með ábyrgð­ar­leysi, líkt og dæmin hafa ítrekað sýnt okk­ur. Gott sam­spil vinnu­mark­aðar og rík­is­fjár­mála við pen­inga­stefnu Seðla­bank­ans eru lyk­il­at­riði sam­ræmdrar hag­stjórn­ar. Þessir þætt­ir, öðrum frem­ur, leggja hér grunn að stöð­ugu verð­lagi við lágt vaxta­stig. 

Ein helsta gagn­rýni sem sett hefur verið fram á hag­stjórn í síð­ustu tveimur þenslu­skeiðum var einmitt aðhalds­leysi rík­is­fjár­mál­anna. Sömu hag­stjórn­ar­mis­tökin voru end­ur­tekin í bæði skipt­in. Rík­is­út­gjöld voru aukin veru­lega að raun­virði á þenslu­tímum á sama tíma og skattar voru lækk­að­ir. Hvoru tveggja verk­aði til að magna enn frekar þá miklu þenslu sem var í efna­hags­líf­inu. Mik­il­vægt er að hafa það í huga þegar við setj­umst að umræðu um rík­is­fjár­mál nú. Þau eru og verða ávallt ein helsta stoð hag­stjórnar og sú eina sem Alþingi Íslend­inga hefur bein áhrif á. Við þurfum að nálg­ast það við­fangs­efni af ábyrgð og fest­u. 

Fjár­laga­frum­varpið nú er hið fyrsta sem Alþingi tekur til afgreiðslu sam­kvæmt hinum nýju lög­um. Afgangur þess er í takt við 5 ára rík­is­fjár­mála­á­ætl­un, lið­lega 1% af lands­fram­leiðslu. Það veldur hins vegar áhyggjum að þingið afgreiddi á síð­ustu starfs­dögum fyrir kosn­ingar útgjalda­lof­orð upp á vel á annan tug millj­arða, sem ekki er tekið til­lit til í þessu frum­varpi. Það sam­svarar þorra þess afgangs sem áætl­aður er á fjár­lögum sam­kvæmt frum­varp­in­u. 

Við hljótum að spyrja okkur við upp­haf þess­arar fjár­lagaum­ræðu hvort við höfum raun­veru­lega lært af hag­stjórn­ar­mis­tökum lið­inna ára­tuga. Mikil þensla í efna­hags­líf­inu gerir enn mik­il­væg­ara en áður að mik­ils aðhalds sé gætt í rík­is­fjár­mál­un­um. Á árunum 2003 til 2007 juk­ust útgjöld rík­is­sjóðs um lið­lega 17% að raun­virði og var það aðhalds­leysi mikið gagn­rýnt. Sé horft til fjár­laga­frum­varps­ins núna hafa útgjöldin auk­ist um lið­lega 17% frá árinu 2013, með fyr­ir­vara um sam­an­burð­ar­hæfni vegna breyttrar fram­setn­ing­ar. Þó svo und­ir­staða efna­hags­lífs­ins sé traust­ari nú en þá, er þetta afar var­huga­verð þró­un. Veru­leg hætta er á að við séum að end­ur­taka þau alvar­legu mis­tök sem gerð hafa verið í hag­stjórn hér á landi á und­an­förnum ára­tug­um. 

Fjár­lagaum­ræðan nú er því próf­steinn á vilja þings­ins til að breyta og bæta vinnu­brögð við fjár­laga­gerð­ina. Við þing­menn verðum að tryggja að fjár­mál hins opin­bera verði ekki enn og aftur til þess að kynda undir þenslu í þjóð­ar­bú­skapnum við aðstæður sem mega lítt við meira brennslu­efni í þeim efn­um.  Þó svo vissu­lega sé kallað eftir auknum útgjöldum til ýmissa brýnna verk­efna, svo sem upp­bygg­ingu inn­viða sem og til heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­mála verðum við að gæta þess að end­ur­taka ekki hag­stjórn­ar­mis­tök fyrri tíma og missa taum­haldið á fjár­málum rík­is­sjóðs. Í þeim efnum má heldur ekki gleyma því að stundum snýst við­fangs­efnið um for­gangs­röðun en ekki bara aukn­ingu útgjalda.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None