Ábyrg efnahagsstjórn, ef ég nenni?

Auglýsing

Í þing­ræðu í morgun vís­aði þing­maður Vinstri grænna, Ari Trausti Guð­munds­son, til Kast­ljóssumræðna sem ég tók þátt í fyrr í vik­unni. Gerði hann í ræðu sinni lítið úr gildi þess að þingið og allir þing­flokkar hafi í heiðri anda og til­gang nýsam­þykktra laga um opin­ber fjár­mál sem allir flokkar komu að því að semja og sam­þykkja. Í lög­unum er lögð áhersla á lang­tíma­stefnu­mörkun opin­berra fjár­mála og auk­inn aga við fram­kvæmd fjár­laga. Mark­miðið er að gæta þess að stjórn­völd kúvendi ekki mót­aðri rík­is­fjár­mála­stefnu, að bæta nýt­ingu almanna­fjár og stuðla með betri efna­hags­stjórn að stöð­ug­leika. Stöð­ug­leiki og styrk efna­hags­stjórn eykur nefni­lega lífs­kjör allra lands­manna, meðal ann­ars í gegnum lægri vext­i. 

Þá er einnig ágætt að hafa í huga grunn­gildi lag­anna sem birt­ist í 6. grein þeirra um sjálf­bærnivar­færnistöð­ug­leika og gagn­sæi.

Það er rétt að það bar nokkuð í milli VG ann­ars vegar og Við­reisnar hins vegar í nýliðnum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um. Það bar í milli í grund­vall­ar­at­riðum tengdum land­bún­að­ar- og neyt­enda­málum og sjáv­ar­út­vegs­málum ekki síður en í rík­is­fjár­mál­um. En okkur bar líka saman um margt. Til dæmis um að for­gangs­raða í þágu heil­brigð­is­mála og mennta­mála og við vorum sann­ar­lega til­búin að afla tekna til þess. Aftur á móti voru hug­myndir um eðli og umfang ólík­ar. Til dæmis hefur Við­reisn í allri sinni stefnu­mörkun lagt áherslu á að fjár­magna þau útgjöld sem við leggjum til með sjálf­bærum hætt­i. 

Auglýsing

Ytri aðstæður eru þannig að öllum flokkum ber að rísa undir þeirri ábyrgð að fara ekki fram úr sér í útgjalda­aukn­ingu og auka þenslu. Við getum ekki gert almenn­ingi það að hér fari allt á hlið­ina aft­ur. Við megum ekki ganga of langt. Að auka rík­is­út­gjöld um fleiri tug millj­arða án þess að ljóst sé hvernig afla eigi þeirra tekna er ekki ábyrg­t. 

Þó fall­ist hefði verið á all­ar skatta­hækk­ana­til­lögur VG stóðu eftir 40 millj­arðar miðað við hug­myndir þeirra um aukin útgjöld. Ef þau hefðu verið fjár­mögnuð til helm­inga með virð­is­auka­skatti og tekju­skatti á almenn­ing hefði vask­ur­inn hækkað um 1,7% (í 12,7% og 25,7%) og tekju­skatt­ur­inn um 3% (lægsta stig hefði farið í um 40%). Þetta vildi VG ekki gera. Þar af leiðir að það var fjarri því að þau hefðu verið búin að setja fram raun­hæfar hug­myndir um hvernig fjár­magna ætti þessi stór­auknu rík­is­út­gjöld.

Það gerðum við hins vegar þegar við sýndum á spilin í sept­em­ber (sjá mynd). 

Útgjaldaloforð og fjármögnun þeirra.Þar voru útgjöld og fjár­mögnun sýnd og tryggt að hvorki væri gengið gegn anda né til­gangi nýsam­þykktra laga um opin­ber fjár­mál. Myndin sýnir til­lögu að stöðu mála í lok fjög­urra ára kjör­tíma­bils en ekki breyt­ingar á fjár­laga­frum­varpi 2017 í seinni hluta des­em­ber­mán­að­ar. Þegar næsta vor­á­ætlun verður lögð fram til fimm ára—og ef Við­reisn verður í stjórn­—munu áherslur flokks­ins skína í gegn. Þar munu heil­brigð­is- og mennta­mál vera efst á blað­i. 

Höf­undur er vara­for­maður Við­reisn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hlaðvarp, vísanir inn á Hringbraut og myndbönd grundvöllur milljarðakröfu Sýnar
Fyrrverandi eigendur þeirra miðla sem mynduðu einu sinni fjölmiðlasamsteypuna 365 hefur tekist að selja þá frá sér fyrir milljarða króna á síðustu árum. Nýir eigendur hafa lent í rekstrarerfiðleikum með miðlana.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None