Ábyrg efnahagsstjórn, ef ég nenni?

Auglýsing

Í þing­ræðu í morgun vís­aði þing­maður Vinstri grænna, Ari Trausti Guð­munds­son, til Kast­ljóssumræðna sem ég tók þátt í fyrr í vik­unni. Gerði hann í ræðu sinni lítið úr gildi þess að þingið og allir þing­flokkar hafi í heiðri anda og til­gang nýsam­þykktra laga um opin­ber fjár­mál sem allir flokkar komu að því að semja og sam­þykkja. Í lög­unum er lögð áhersla á lang­tíma­stefnu­mörkun opin­berra fjár­mála og auk­inn aga við fram­kvæmd fjár­laga. Mark­miðið er að gæta þess að stjórn­völd kúvendi ekki mót­aðri rík­is­fjár­mála­stefnu, að bæta nýt­ingu almanna­fjár og stuðla með betri efna­hags­stjórn að stöð­ug­leika. Stöð­ug­leiki og styrk efna­hags­stjórn eykur nefni­lega lífs­kjör allra lands­manna, meðal ann­ars í gegnum lægri vext­i. 

Þá er einnig ágætt að hafa í huga grunn­gildi lag­anna sem birt­ist í 6. grein þeirra um sjálf­bærnivar­færnistöð­ug­leika og gagn­sæi.

Það er rétt að það bar nokkuð í milli VG ann­ars vegar og Við­reisnar hins vegar í nýliðnum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um. Það bar í milli í grund­vall­ar­at­riðum tengdum land­bún­að­ar- og neyt­enda­málum og sjáv­ar­út­vegs­málum ekki síður en í rík­is­fjár­mál­um. En okkur bar líka saman um margt. Til dæmis um að for­gangs­raða í þágu heil­brigð­is­mála og mennta­mála og við vorum sann­ar­lega til­búin að afla tekna til þess. Aftur á móti voru hug­myndir um eðli og umfang ólík­ar. Til dæmis hefur Við­reisn í allri sinni stefnu­mörkun lagt áherslu á að fjár­magna þau útgjöld sem við leggjum til með sjálf­bærum hætt­i. 

Auglýsing

Ytri aðstæður eru þannig að öllum flokkum ber að rísa undir þeirri ábyrgð að fara ekki fram úr sér í útgjalda­aukn­ingu og auka þenslu. Við getum ekki gert almenn­ingi það að hér fari allt á hlið­ina aft­ur. Við megum ekki ganga of langt. Að auka rík­is­út­gjöld um fleiri tug millj­arða án þess að ljóst sé hvernig afla eigi þeirra tekna er ekki ábyrg­t. 

Þó fall­ist hefði verið á all­ar skatta­hækk­ana­til­lögur VG stóðu eftir 40 millj­arðar miðað við hug­myndir þeirra um aukin útgjöld. Ef þau hefðu verið fjár­mögnuð til helm­inga með virð­is­auka­skatti og tekju­skatti á almenn­ing hefði vask­ur­inn hækkað um 1,7% (í 12,7% og 25,7%) og tekju­skatt­ur­inn um 3% (lægsta stig hefði farið í um 40%). Þetta vildi VG ekki gera. Þar af leiðir að það var fjarri því að þau hefðu verið búin að setja fram raun­hæfar hug­myndir um hvernig fjár­magna ætti þessi stór­auknu rík­is­út­gjöld.

Það gerðum við hins vegar þegar við sýndum á spilin í sept­em­ber (sjá mynd). 

Útgjaldaloforð og fjármögnun þeirra.Þar voru útgjöld og fjár­mögnun sýnd og tryggt að hvorki væri gengið gegn anda né til­gangi nýsam­þykktra laga um opin­ber fjár­mál. Myndin sýnir til­lögu að stöðu mála í lok fjög­urra ára kjör­tíma­bils en ekki breyt­ingar á fjár­laga­frum­varpi 2017 í seinni hluta des­em­ber­mán­að­ar. Þegar næsta vor­á­ætlun verður lögð fram til fimm ára—og ef Við­reisn verður í stjórn­—munu áherslur flokks­ins skína í gegn. Þar munu heil­brigð­is- og mennta­mál vera efst á blað­i. 

Höf­undur er vara­for­maður Við­reisn­ar.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None