Frumkvöðlar í ferðaþjónustu

Auglýsing

Ég er viss um að það eru margir sam­mála mér þegar ég segi að ferða­lög geta lífgað upp á lífið og gefið manni orku og inn­blást­ur. Ég hef alla tíð haft mik­inn áhuga á að ferð­ast og það má segja að þessi áhugi hafi drifið mig áfram í nám í ferða­mála­fræði við Háskóla Íslands á sínum tíma. Nú starfa ég innan um hug­mynda­ríka frum­kvöðla og ég fyllt­ist eld­móði að fylgj­ast með þeim hafa metnað og drif­kraft á við jarð­ýtu til að koma sprota­fyr­ir­tækjum sínum á lagg­irn­ar.

Nýsköpun er ótrú­lega mik­il­væg fyrir íslenskt sam­fé­lag og ýtir undir atvinnu- og verð­mæta­sköp­un. Ef við horfum til fram­tíðar þá hafa sér­fræð­ingar spáð því að mörg þau störf sem við sinnum í dag verði ekki til með sama hætti eftir nokkur ár. Þau verði þá ýmist unnin af vélum eða vél­mennum sem búa yfir gervi­greind. Fjar­læg fram­tíð­ar­sýn myndu flestir segja en nálg­ast þó svo hratt. Við þurfum því að huga að því að finna nýstárs­legar lausnir við vanda­málum sem við stöndum frammi fyrir í dag og upp­fylla þarfir kom­andi kyn­slóða.

Ferða­þjón­ustan er ein mik­il­væg­asta grein atvinnu­lífs­ins og fjöldi ferða­manna hefur auk­ist jafnt og þétt og spár sýna fram á enn meiri aukn­ingu á næst­unni. Ég tel að það leyn­ist mörg tæki­færi til nýsköp­unar í ferða­þjón­ustu og vil sér­stak­lega nefna afþr­ey­ingu, tækni­lausnir og aðrar lausnir sem styðja við inn­viði grein­ar­inn­ar. Nú er því um að gera að sleppa hug­mynda­flug­inu lausu, taka hug­ar­flugs­fundi með vinum og kunn­ingjum og dusta rykið af gömlu hug­mynd­unum í skúff­unni! Við eigum svo mikið inni og þótt við höfum ekki öll tæki­færi til að láta frum­kvöðla­draum­inn ræt­ast þá er um að gera að gefa góðum hug­myndum ein­hverss­konar far­veg - þó það sé í höndum ann­arra en manns sjálfs.

Auglýsing

Veg­ferðin frá hug­mynd að starf­andi fyr­ir­tæki getur verið ævin­týri lík­ust en er þó oft­ast full af áskor­unum og hindr­unum sem þarf að yfir­stíga. Á Íslandi í dag má finna stuðn­ings­net sem getur stutt við bakið á frum­kvöðlum hvort sem þeir eru á hug­mynd­ar­stigi eða lengra komn­ir. Ég starfa hjá Icelandic Startups sem hefur það að mark­miði að styðja frum­kvöðla og sprota­fyr­ir­tæki til vaxt­ar. Við erum jafn­framt fram­kvæmd­ar­að­ili verk­efn­is­ins Startup Tourism.

Startup Tourism er tíu vikna við­­skipta­hrað­all þar sem allt að tíu sprota­­fyr­ir­tæki í ferða­­þjón­­ustu fá tæki­­færi til að þróa við­­skipta­hug­­myndir sínar undir leið­­sögn sér­­fræð­inga þeim að kostn­að­­ar­­lausu. Mark­mið verk­efn­is­ins er að hvetja til nýsköp­unar í ferða­þjón­ustu í sínum víð­asta skiln­ingi og styrkja stoðir nýrra fyr­ir­tækja í grein­inni.

Ég vil hvetja frum­kvöðla í ferða­þjón­ustu til að nýta sér það stuðn­ings­net sem finna má á Íslandi. Sér­fræð­ingar innan ferða­þjón­ust­unnar á Íslandi, frum­kvöðlar og fjár­festar búa að mik­illi reynslu sem þeir eru til­búnir að deila með nýjum sprot­um. Við þurfum ekki hvert og eitt að finna upp hjólið og það er einmitt sam­fé­lag­inu til góða að við hjálp­umst að við verð­mæta­sköp­un­ina.

Taktu skref­ið, ferða­lagið getur haf­ist hér og nú.

Höf­undur er verk­efna­stjóri hjá Icelandic Startups.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None