Af hverju hefur gengi krónunnar hækkað?

Auglýsing

Frá ára­mótum hefur gengi krón­unnar hækkað um fimmt­ung gagn­vart með­al­tali ann­arra gjald­miðla og frá því að núver­andi hækk­un­ar­hrina hófst um mitt síð­asta ár nemur hækk­unin lið­lega fjórð­ungi. Þetta er mikil hækkun á til­tölu­lega stuttum tíma sem eðli­lega hefur vakið athygli. En hvers vegna hefur gengi krón­unnar hækkað svona mikið og hver er þáttur pen­inga­stefn­unnar í hækk­un­inni? Er ástæða til að hafa áhyggjur af geng­is­hækk­un­inni og gæti hún jafn­vel verið fyr­ir­boði nýrrar koll­steypu, sam­bæri­legri þeirri sem varð hér haustið 2008?

Geng­is­hækk­unin end­ur­speglar fyrst og fremst utan­að­kom­andi búhnykki

Í ein­földu máli má segja að meg­in­or­saka geng­is­hækk­un­ar­innar sé að leita í góðum árangri fyr­ir­tækja í útflutn­ings­starf­semi við að selja afurðir sínar á alþjóða­mörk­uð­um. Þar ber hæst ótrú­legan vöxt í ferða­þjón­ustu síð­ustu ár en að magni til hef­ur útflutt ferða­þjón­usta vaxið um 20-30% á hverju ári síðan 2011 og frá seinni hluta síð­asta árs hef­ur árs­vöxt­ur­inn verið ríf­lega 40%. Á þriðja fjórð­ungi þessa árs var umfang ferða­þjón­ustu á föstu verði því orðið næstum þrefalt meira en á sama fjórð­ungi fyrir fimm árum. Þetta er langt umfram vöxt ann­ars útflutn­ings og með­al­vöxt eft­ir­spurnar helstu við­skipta­landa okk­ar.

Hvað ger­ist þegar ný útflutn­ings­at­vinnu­grein vex úr litlu í það að verða ein meg­in­atvinnu­grein þjóð­ar­bús á örskömmum tíma? Fyrir það fyrsta aukast útflutn­ings­tekjur þjóð­ar­bús­ins veru­lega og við það hækkar inn­lent tekju­stig og fjár­hags­legur auður almenn­ings vex. Ofan á þetta bæt­ist síðan seinni búhnykk­ur­inn sem er veru­leg hækkun útflutn­ings­verð­lags í hlut­falli við verð­lag þeirrar vöru og þjón­ustu sem við kaupum frá útlöndum sem má að mestu leyti rekja til hag­stæðrar þró­unar á verði sjáv­ar­af­urða og lækk­unar á heims­mark­aðs­verði á olíu. Báðir þessir búhnykkir gera það að verkum að inn­lent ríki­dæmi eykst sem hækkar gengi krón­unn­ar.

Auglýsing

Búhnykkj­unum tveimur fylgir einnig mik­ill vöxtur í inn­lendri eft­ir­spurn sem reynir tölu­vert á tak­mark­aða inn­lenda fram­leiðslu­þætti. Eft­ir­spurn eftir vinnu­afli eykst hratt og vax­andi fjöldi fyr­ir­tækja starfar við eða umfram fulla afkasta­getu. Við slíkar aðstæður er eðli­legt – og í raun æski­legt – að gengi krón­unnar hækki. Það hjálpar til við að halda aftur af inn­lendum verð­bólgu­þrýst­ingi sem óhjá­kvæmi­lega mynd­ast þegar reyna fer á inn­lenda fram­leiðslu­þætti, m.a. með því að beina inn­lendri eft­ir­spurn að ein­hverju leyti út úr þjóð­ar­bú­inu, þ.e. að inn­fluttri vöru og þjón­ustu. Þannig verður minni þrýst­ingur á inn­lenda fram­leiðslu­þætti, auk þess sem hærra gengi auð­veldar inn­lendum fyr­ir­tækjum að sækja t.d. vinnu­afl til ann­arra landa til að mæta mik­illi eft­ir­spurn inn­an­lands.

En fleira ger­ist þegar ný útflutn­ings­at­vinnu­grein vex svo hratt sem raun ber vitni. Þar sem hún keppir að ein­hverju leyti um sömu inn­lendu aðföng og aðrar útflutn­ings­at­vinnu­grein­ar, þrýstir vöxtur hennar upp gengi krón­unnar til þess að ryðja annarri útflutn­ings­starf­semi til hliðar á meðan hún skapar sér rými í þjóð­ar­bú­skapn­um. Þetta er gam­al­kunn­ugt stef í íslenskri hag­sögu þar sem mikil vel­gengni í ferða­þjón­ustu leikur sama hlut­verk og gjöful afla­brögð í sjáv­ar­út­vegi gerðu áður fyrr.

Geng­is­hækk­unin und­an­farin miss­eri end­ur­speglar því að veru­legu leyti óhjá­kvæmi­lega aðlögun þjóð­ar­bú­skap­ar­ins að utan­að­kom­andi búhnykkj­um. Hækk­unin er því hluti af aðlög­un­ar­ferli sem stuðlar að því að skapa ferða­þjón­ustu rými í þjóð­ar­bú­inu en stuðlar einnig að því að hægja á vexti hennar svo hann verði í betri takti við vöxt tak­mark­aðra fram­leiðslu­gæða inn­an­lands. Geng­is­hækk­unin léttir jafn­framt á áraun á inn­lenda fram­leiðslu­þætti með því að beina hluta eft­ir­spurn­ar­innar sem skap­ast vegna búhnykkj­anna út úr þjóð­ar­bú­inu. Að auki færir hækk­unin hluta búhnykkj­anna frá útflutn­ings­fyr­ir­tækj­unum til almenn­ings í gegnum auk­inn kaup­mátt heim­ila með sama hætti og geng­is­lækk­unin í fjár­málakrepp­unni létti undir með inn­lendum fyr­ir­tækjum með því að færa byrð­ina að hluta yfir á heim­il­in.

En hvað um pen­inga­stefn­una?

Fram til þessa hefur ekk­ert verið minnst á mögu­legan hlut pen­inga­stefn­unnar í þess­ari þró­un. Vegna mik­ils hag­vaxtar og vax­andi áraunar á inn­lenda fram­leiðslu­þætti hafa inn­lendir vextir þurft að vera hærri en vextir í nágranna­lönd­un­um. Þar er enn tölu­verður slaki til staðar sem gerir þeim fært að hafa nokkurn hag­vöxt án þess að verð­bólgu­þrýst­ingur hljót­ist af. Jákvæður vaxta­munur styður að öðru óbreyttu við hærra gengi krón­unnar og því getur pen­inga­stefnan eflt og hraðað þeirri geng­is­að­lögun sem áður var lýst. Þetta vegur þó ekki þungt í þró­un­inni und­an­far­ið. Geng­is­hækk­unin skýrist ekki af spá­kaup­mennsku­tengdu inn­flæði fjár­magns í leit að hærri ávöxtun en slíkt inn­flæði hefur verið sára­lítið eftir að Seðla­bank­inn tók í notkun sér­stakt fjár­streym­is­tæki fyrr á þessu ári. Þá hefur Seðla­bank­inn um nokk­urt skeið lagst gegn þrýst­ingi til hækk­unar á gengi krón­unnar með því að kaupa tölu­verðan hluta gjald­eyr­is­tekna sem hafa streymt inn í land­ið. Lengi vel gerði bank­inn það til þess að byggja upp öfl­ugan gjald­eyr­is­forða fyrir losun fjár­magns­hafta. Að und­an­förnu hafa kaup bank­ans einnig end­ur­speglað við­leitni hans til að draga úr hætt­unni á að gengi krón­unnar ofrísi á núver­andi vel­meg­un­ar­skeiði og lækki síðan snarpt þegar gæfan snýst við. Pen­inga­stefnan hefur því á heild­ina litið fremur haldið aftur af hækkun á gengi krón­unn­ar. 

Er til­efni til að hafa áhyggj­ur?

Þótt geng­is­hækk­unin eigi sér eðli­legar orsakir er skilj­an­legt að útflutn­ings­fyr­ir­tæki hafi áhyggjur af stöðu sinni. Einnig hefur örlað á áhyggjum af því að geng­is­hækk­un­inni muni fylgja geng­is­hrun eins og hér varð árið 2008. Hafa þarf hins vegar í huga að geng­is­hrunið og fjár­málakreppan árið 2008 end­ur­spegl­aði þjóð­ar­bú­skap sem lifði langt um efni fram og fjár­magn­aði hátt útgjalda­stig með lán­töku frá útlönd­um. Gríð­ar­legur við­skipta­halli náði hámarki í næstum fjórð­ungi af lands­fram­leiðslu árið 2006. Hall­ann má rekja til mik­ils vaxtar inn­lendrar eft­ir­spurnar á sama tíma og þjóð­hags­legur sparn­aður var í sögu­legu lág­marki. Erlendar skuldir þjóð­ar­bús­ins voru langt umfram eignir þess, sem sýnir einnig hve þjóð­ar­búið var háð erlendri fjár­mögn­un. Nú eru aðstæður allt aðr­ar. Þjóð­hags­legur sparn­aður er í sögu­legu hámarki, mynd­ar­legur afgangur hefur verið á við­skiptum við útlönd í átta ár samfleytt og nýlega náð­ist sá merki­legi árangur að erlendar eignir þjóð­ar­bús­ins urðu meiri en erlendar skuldir þess í fyrsta sinn frá því að mæl­ingar hófust. 

Því er erfitt að sjá að sam­bæri­legt geng­is­hrun ætti að verða í nálægri fram­tíð. Hins vegar mun óhjá­kvæmi­lega hægja á vexti ferða­þjón­ustu. Ekki er heldur úti­lokað að bakslag verði í grein­inni eða við­snún­ingur á við­skipta­kjörum þjóð­ar­bús­ins. Við slíkar aðstæður gæti þró­unin sem lýst er hér að ofan gengið til baka að ein­hverju leyti og gengi krón­unnar gefið eft­ir. Það myndi mýkja aðlögun þjóð­ar­bú­skap­ar­ins að lak­ari stöðu hans. Aðal­at­riðið er að fyr­ir­tæki og almenn­ingur skuld­setji sig ekki út frá vænt­ingum um að núver­andi vel­gengni haldi áfram um ókomna tíð. Þar skiptir einnig sköpum að áfram verði gætt strangs aðhalds í hag­stjórn. Í því sam­hengi væri æski­legt að aðrir armar hag­stjórnar legð­ust betur á sveif með pen­inga­stefn­unni. Aukið aðhald við stjórn opin­berra fjár­mála myndi draga úr þörf á aðhaldi við fram­kvæmd pen­inga­stefn­unnar og létta á þrýst­ingi til hækk­unar á gengi krón­unn­ar. Marg­vís­leg útfærsla beinnar gjald­töku á ferða­menn væri einnig til þess fallin að hægja á eft­ir­spurn þeirra og draga úr þrýst­ingi á gengi krón­unnar og minnka þannig nei­kvæð áhrif á aðrar útflutn­ings­at­vinnu­grein­ar.

Höf­undur er aðal­hag­fræð­ingur Seðla­banka Íslands og nefnd­ar­maður í pen­inga­stefnu­nefnd bank­ans. Þær skoð­anir sem hér koma fram þurfa ekki að end­ur­spegla skoð­anir bank­ans eða ann­arra í nefnd­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None