Opið bréf Neytendasamtakanna til alþingismanna

Auglýsing

Ágætu alþing­is­menn!

Fyrir Alþingi liggur nú frum­varp til­ fjár­auka­laga. Í því er lagt til að veitt verði 100 millj­ónum króna til­ „Mat­væla­lands­ins Íslands til að standa fyrir sér­stöku mark­aðsátaki á er­lendum mörk­uð­u­m sauð­fjár­af­urða vegna fyr­ir­sjá­an­legrar birgða­aukn­ing­ar.“

Í athuga­semdum við frum­varpið seg­ir m.a. á bls. 62: „Mik­ill tap­rekstur er á sölu sauð­fjár­af­urða og þrátt fyr­ir­ ­lækkun á verði slát­ur­leyf­is­hafa til bænda fyrir sauð­fjár­af­urðir er frekari að­gerða þörf. ­Mark­aðs­ráð kinda­kjöts, sem er sam­starfs­vett­vangur bænda og slát­ur­leyf­is­hafa, hefur unnið mark­visst að því að finna nýja mark­að­i er­lend­is, en ljóst er að afsetja þarf um 800 til 1.000 tonn til að koma í ­veg ­fyrir upp­nám og almenna verð­fell­ingu á kjöti á inn­lendum mark­aði seinnipart vetrar og/eða næsta haust.“

Til að fyr­ir­byggja mis­skiln­ing er rétt að taka fram að Mat­væla­landið Ísland er verk­efni sem rík­is­stjórnin setti á lagg­irnar á síð­asta ári. Verk­efn­inu er ætlað að treysta orð­spor og móta ímynd Ís­lands sem ­upp­runa­lands hreinna og heil­næmra mat­væla og auka með því mót­i gjald­eyr­is­tekjur þjóð­ar­inn­ar. Til verk­efn­is­ins er varið 80 millj­ónum á ári í fimm ár. Eitt hund­rað millj­ón­irn­ar, sem nú er lagt til að sett­ar verði í að finna ­mark­aði fyrir sauð­fjár­af­urð­ir, eru ekki hluti af þessu átaki. Hund­rað millj­ón­irnar eru beinar nið­ur­greiðslur til sölu á íslensku kinda­kjöti til­ ­neyt­enda í útlöndum til að tryggja að verð lækk­i ekki til íslenskra neyt­enda.

Auglýsing
Ásetn­ing­ur­inn er því ein­beitt­ur. Verð á sauð­fjár­af­urðum má ekki lækka til íslenskra neyt­enda. Þetta er ekki í þág­u bænda enda er þegar búið að lækka verð til þeirra. Hér er rík­is­valdið að verja skatt­pen­ingum í nið­ur­greiðslu á sauð­fjár­af­urðum erlendis bein­línis til að halda ­uppi verði á mat­vælum á íslenskum neyt­enda­mark­aði. Hér er rík­is­valdið að beita að­ferð­um, sem eru löngu full­reyndar og mistók­ust með öllu. Útflutn­ings­styrkir ­fyrir íslenskar land­bún­að­ar­af­urðir virk­uðu ekki á árum áður og munu ekki held­ur ­gera það nú.

Þessir nýju útflutn­ings­styrkir hafa bein­verið að verja skatt­pen­ingum íslenskra neyt­enda til að halda upp­i­ mat­ar­verði hér á landi heldur veldur sú aðgerð jafn­framt hækkun á höf­uð­stól hús­næð­is­lána íslenskra heim­ila. Þessi aðför að íslenskum neyt­endum er ekki í þágu hags­muna bænda. Hún er í þágu milli­liða, bændum gagns­laus og á kostn­að ­neyt­enda.

Neyt­enda­sam­tökin skora á alla þing­menn að taka sér stöðu með íslenskum neyt­endum og hafna rík­is­að­stoð við milli­liði í land­bún­aði, sem hækkar mat­vöru­verð til neyt­enda og höf­uð­stól hús­næð­is­lána en skilar sér ekki til bænda. Sé raun­veru­legur vilji til að bæta hag sauð­fjár­bænda eru til leiðir að því mark­miði, sem ekki hækka mat­ar­reikn­ing heim­il­anna og höf­uð­stól hús­næð­is­lána.

Eftir kosn­ing­arnar 29. októ­ber sl. tóku 32 nýir þing­menn sæti á Alþingi. Neyt­enda­sam­tökin beina áskorun sinn­i ­sér­stak­lega til nýrra þing­manna og spyrja: Er það ykkar vilji og ásetn­ingur að hefja þing­fer­il ykkar á því að sam­þykkja beina aðför að íslenskum neyt­endum og heim­ilum lands­ins? Á sama tíma og nauð­syn­legt er vegna fjár­skorts að ­for­gangs­raða í heil­brigð­is-, mennta- og trygg­inga­kerf­inu er frá­leitt að verja skatt­pen­ingum almenn­ings til að halda uppi vöru­verði í land­inu og hækk­a höf­uð­stól verð­tryggðra lána. Þið berið ábyrgð og ykkur ber skylda til að fylgja eigin sann­fær­ingu í störfum ykk­ar á Alþingi Íslend­inga. Íslenskir neyt­end­ur munu fylgj­ast með ykkur og verkum ykk­ar.

Höf­undur er for­maður Neyt­enda­sam­tak­anna.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Telja áhrif þess að afnema stimpilgjald af íbúðarhúsnæði óveruleg
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í síðasta mánuði fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Það er í sjötta sinn sem frumvarpið er lagt fram. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur afnámið líklegt til að hækka íbúðarverð.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum
Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Uwięzieni w płomieniach
Co wydarzyło się na miejscu pożaru przy Bræðraborgarstígur i jak potoczyły się losy tych, którzy go przeżyli? Poniżej znajduje się podsumowanie obszernej serii artykułów na temat tej tragedii opublikowanych przez Kjarninn.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Húsnæði Kauphallarinnar
Verðlagning íslenskra félaga bjartsýnni en áður
Fjárfestum finnst meira varið í flest fyrirtæki í Kauphöllinni heldur en ársreikningar þeirra segja til um og hefur sá mælikvarði hækkað á síðustu árum. Verðlagningin er þó nokkuð lægri en í kauphöllum hinna Norðurlandanna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Geðheilsa þjóðar í krísu
Áhrif COVID-19 á samfélagið eru mikil og víða marka afleiðinga sjúkdómsins og sóttvarnaaðgerða djúp spor. Fyrirséð er að efnahagsáhrif verða mikil enda atvinnuleysi við það mesta sem Íslendingar hafa séð í áraraðir.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None