Opið bréf Neytendasamtakanna til alþingismanna

Auglýsing

Ágætu alþing­is­menn!

Fyrir Alþingi liggur nú frum­varp til­ fjár­auka­laga. Í því er lagt til að veitt verði 100 millj­ónum króna til­ „Mat­væla­lands­ins Íslands til að standa fyrir sér­stöku mark­aðsátaki á er­lendum mörk­uð­u­m sauð­fjár­af­urða vegna fyr­ir­sjá­an­legrar birgða­aukn­ing­ar.“

Í athuga­semdum við frum­varpið seg­ir m.a. á bls. 62: „Mik­ill tap­rekstur er á sölu sauð­fjár­af­urða og þrátt fyr­ir­ ­lækkun á verði slát­ur­leyf­is­hafa til bænda fyrir sauð­fjár­af­urðir er frekari að­gerða þörf. ­Mark­aðs­ráð kinda­kjöts, sem er sam­starfs­vett­vangur bænda og slát­ur­leyf­is­hafa, hefur unnið mark­visst að því að finna nýja mark­að­i er­lend­is, en ljóst er að afsetja þarf um 800 til 1.000 tonn til að koma í ­veg ­fyrir upp­nám og almenna verð­fell­ingu á kjöti á inn­lendum mark­aði seinnipart vetrar og/eða næsta haust.“

Til að fyr­ir­byggja mis­skiln­ing er rétt að taka fram að Mat­væla­landið Ísland er verk­efni sem rík­is­stjórnin setti á lagg­irnar á síð­asta ári. Verk­efn­inu er ætlað að treysta orð­spor og móta ímynd Ís­lands sem ­upp­runa­lands hreinna og heil­næmra mat­væla og auka með því mót­i gjald­eyr­is­tekjur þjóð­ar­inn­ar. Til verk­efn­is­ins er varið 80 millj­ónum á ári í fimm ár. Eitt hund­rað millj­ón­irn­ar, sem nú er lagt til að sett­ar verði í að finna ­mark­aði fyrir sauð­fjár­af­urð­ir, eru ekki hluti af þessu átaki. Hund­rað millj­ón­irnar eru beinar nið­ur­greiðslur til sölu á íslensku kinda­kjöti til­ ­neyt­enda í útlöndum til að tryggja að verð lækk­i ekki til íslenskra neyt­enda.

Auglýsing
Ásetn­ing­ur­inn er því ein­beitt­ur. Verð á sauð­fjár­af­urðum má ekki lækka til íslenskra neyt­enda. Þetta er ekki í þág­u bænda enda er þegar búið að lækka verð til þeirra. Hér er rík­is­valdið að verja skatt­pen­ingum í nið­ur­greiðslu á sauð­fjár­af­urðum erlendis bein­línis til að halda ­uppi verði á mat­vælum á íslenskum neyt­enda­mark­aði. Hér er rík­is­valdið að beita að­ferð­um, sem eru löngu full­reyndar og mistók­ust með öllu. Útflutn­ings­styrkir ­fyrir íslenskar land­bún­að­ar­af­urðir virk­uðu ekki á árum áður og munu ekki held­ur ­gera það nú.

Þessir nýju útflutn­ings­styrkir hafa bein­verið að verja skatt­pen­ingum íslenskra neyt­enda til að halda upp­i­ mat­ar­verði hér á landi heldur veldur sú aðgerð jafn­framt hækkun á höf­uð­stól hús­næð­is­lána íslenskra heim­ila. Þessi aðför að íslenskum neyt­endum er ekki í þágu hags­muna bænda. Hún er í þágu milli­liða, bændum gagns­laus og á kostn­að ­neyt­enda.

Neyt­enda­sam­tökin skora á alla þing­menn að taka sér stöðu með íslenskum neyt­endum og hafna rík­is­að­stoð við milli­liði í land­bún­aði, sem hækkar mat­vöru­verð til neyt­enda og höf­uð­stól hús­næð­is­lána en skilar sér ekki til bænda. Sé raun­veru­legur vilji til að bæta hag sauð­fjár­bænda eru til leiðir að því mark­miði, sem ekki hækka mat­ar­reikn­ing heim­il­anna og höf­uð­stól hús­næð­is­lána.

Eftir kosn­ing­arnar 29. októ­ber sl. tóku 32 nýir þing­menn sæti á Alþingi. Neyt­enda­sam­tökin beina áskorun sinn­i ­sér­stak­lega til nýrra þing­manna og spyrja: Er það ykkar vilji og ásetn­ingur að hefja þing­fer­il ykkar á því að sam­þykkja beina aðför að íslenskum neyt­endum og heim­ilum lands­ins? Á sama tíma og nauð­syn­legt er vegna fjár­skorts að ­for­gangs­raða í heil­brigð­is-, mennta- og trygg­inga­kerf­inu er frá­leitt að verja skatt­pen­ingum almenn­ings til að halda uppi vöru­verði í land­inu og hækk­a höf­uð­stól verð­tryggðra lána. Þið berið ábyrgð og ykkur ber skylda til að fylgja eigin sann­fær­ingu í störfum ykk­ar á Alþingi Íslend­inga. Íslenskir neyt­end­ur munu fylgj­ast með ykkur og verkum ykk­ar.

Höf­undur er for­maður Neyt­enda­sam­tak­anna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None