Auglýsing

Hið árlega, snagg­ara­lega og ofsa­fengna rifr­ildi um kirkju­heim­sóknir barna er haf­ið, og verður bráðum lok­ið. Sann­krist­inn þing­maður sem virð­ist ekki hafa mikla þol­in­mæði fyrir stað­reyndum reið á vaðið með því að halda því fram að í Reykja­vík væri grunn­skóla­börnum bannað að fara í kirkju eða halda jóla­trés­skemmt­an­ir. Stað­reynda­vakt Kjarn­ann sýndi fram á það með vísun í raun­veru­leik­ann að það er rangt. Þær reglur sem gilda um slíka við­burði banna börnum alls ekki þátt­töku í þeim og eru þess utan settar af rík­is­vald­inu, ekki sveit­ar­fé­lög­um. Í regl­unum er enn fremur lögð á það áhersla að það skuli „eftir fremsta megni skal forð­­ast að nem­endur og for­eldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífs­­skoð­unum sín­­um.“

Sjálfur er ég ekki trú­aður og hef aldrei ver­ið. Trú­ar­brögð eru í mínum huga órök­rétt fyr­ir­bæri. En ég er ekki hræddur við kirkjur né presta og sjö ára dóttir mín fær sann­ar­lega að heim­sækja bæði ef hún vill það. Það gerði hún í síð­ustu viku með grunn­skól­anum sín­um. Sem er í Reykja­vík. Það er mik­il­væg­ara í mínum huga að ala upp ein­stak­ling sem hefur getu til að mynda sér sínar eigin skoð­anir á heim­inum en að halda að henni mínum eigin í von um að hún taki þær upp.

Vilji til að banna val

Þótt að umræð­urnar um kirkju­heim­sókn­irnar hafi verið í nokkuð hefð­bundnum skot­gröfum á þess­ari aðventu birt­ist þó grein í Morg­un­blað­inu á fimmtu­dag eftir Þor­vald Víð­is­son, bisk­ups­rit­ara og einn nán­asta sam­starfs­mann Bisk­ups Íslands, sem skar sig úr. Í grein­inni veltir Þor­valdur því meðal ann­ars fyrir sér af hverju börn og for­eldrar eigi að „hafa svona mikið val varð­andi þátt­töku í vett­vangs­ferð í kirkj­una í hverf­inu sínu, þegar við sem for­eldrar höfum nær ekk­ert að segja um aðra dag­skrár­liði skóla­starfs­ins?“

Auglýsing

Þarna kemur fram við­horf emb­ætt­is­manns sem er maka­laust. Bisk­ups­rit­ari telur raun­veru­lega að banna eigi for­eldrum sem hafa sterkar lífs­skoð­anir að hafa val um hvort að trú sem er þeim ekki þókn­an­leg sé haldið að börnum þeirra. Ríkið eigi ein­fald­lega að beita sér sér­stak­lega gegn því. Og svo líkir hann heim­sókn í kirkju við vett­vangs­ferð á Þjóð­minja­safn­ið, í Seðla­bank­ann eða á Klambratún.

Það er ekki stigs- heldur eðl­is­munur ofan­greindum heim­sókn­um. Saga, efna­hags­mál eða gras­bali á milli umferð­ar­æða við Norð­ur­mýr­ina eru fræðsla og skemmt­un. Trú­ar­brögð snú­ast um að fá fólk til að trúa á yfir­nátt­úru­lega og að halda að fólki gilda­kerfi sem ber­sýni­lega hugn­ast ekki öll­um. Það er full­kom­lega eðli­legt að for­eldrar hafi val um hvort slíku sé haldið að börnum þeirra og með hvaða hætti og fjar­stæðu­kennt að ríkið eigi að beita sér fyrir því að taka slíkt val í burtu.

Stans­laus varn­ar­bar­átta

Þessi árlega umræða þjónar þó þeim til­gangi að hún varpar ljósi á þjóð­kirkju sem er að há mikla varn­ar­bar­áttu. Með hverju árinu sem líður finnst manni eins og þjóð­kirkj­an, og tals­menn henn­ar, séu sífellt að vera her­skárri í því að rétt­læta til­vist sína á fjár­lögum og sem mik­il­væga stofnun í íslensku sam­fé­lagi. Kirkj­an, sem í grunn­inn á að vera félags­skapur kær­leiks og umburð­ar­lynd­is, ratar nær aldrei í fréttir nema vegna þess að hún er að fara fram á meira fé úr sam­eig­in­legum sjóðum okkar, vegna hneyksl­is­mála, vegna for­dóma­fullra ummæla eða vegna inn­byrðis ill­deilna. Því mið­ur.

Það er að mörgu leyti skilj­an­legt að kirkjan bíti frá sér, þótt setja megi stórt spurn­ing­ar­merki við aðferð­ar­fræð­ina sem beitt er. Sem stofnun á þjóð­kirkjan í vök að verj­ast við að rétt­læta til­gang sinn. Sam­kvæmt könn­unum er mik­ill meiri­hluti lands­manna hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju, staðan hefur verið þannig ára­tugum saman og stuðn­ingur við það er að aukast með hverju árinu. Í könnun Gallup frá því í fyrra­haust kom fram að 55,5 pró­sent þjóð­ar­innar vildi aðskilnað en 23,9 pró­sent voru and­víg hon­um.

Alls voru Íslend­ingar 332.529 í byrjun árs 2016. Fjöldi þeirra sem var í þjóð­kirkj­unni var 237.938, eða 71,5 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Ein ástæða þess að enn eru svona margir skráðir í þjóð­kirkj­una er sú að lengi vel var skipu­lagið hér­lendis þannig að nýfædd börn voru ætið skráð í trú­­fé­lag móð­­ur. Það þurfti því sér­­stak­­lega að skrá sig úr trú­­fé­lagi í stað þess að skrá sig inn í það.

Samt hefur þegnum þjóð­kirkj­unnar fækkað mjög hlut­falls­lega. Árið 1992 voru 92,2 pró­­sent lands­­manna skráðir í hana. Þeim íslensku rík­­is­­borg­­urum sem kusu að standa utan þjóð­­kirkj­unnar voru 30.700 um síð­­­ustu ald­­ar­­mót. Þeir voru 94.591 í byrjun þessa árs. Þjóð­kirkja er því ekki rétt­nefni leng­ur, þegar næstum þriðji hver Íslend­ingur stendur utan henn­ar. Og fjöldi þeirra sem kjósa að gera slíkt hefur þre­fald­ast á fimmtán árum.

Til að takast á við þessa stöðu hefur biskup Íslands, og ýmsir aðrir fylg­is­menn þjóð­kirkju, end­ur­skil­greint hug­takið „að­skiln­að“ á þann hátt að slíkur hafi átt sér stað árið 1997, þegar kirkjan fékk fullt vald yfir sínum innri mál­um. En það er auð­vitað eng­inn vafi á því hvað felst í aðskiln­aði ríkis og kirkju. Hann þýðir að íslenskir skatt­greið­end­ur hætti að veita fé til eins trú­­fé­lags í gegnum rík­­is­­sjóðs og að ákvæði um sér­­staka ­rík­­is­­trú verði tekið út úr stjórn­­­ar­­skrá.

Aukin sam­keppni og minnk­andi hlut­verk

Þegar Ísland var ein­fald­ara sam­fé­lag var hlut­verk kirkj­unnar mun víð­feðm­ara. Hún var vel­ferð­ar­þjón­usta, mennta­stofn­un, sinnti ráð­gjöf og var nán­ast ein­ráð á mark­aði þegar kom að því að veita and­lega fyll­ingu. Þannig er málum enn háttað í mörgum ein­fald­ari sam­fé­lögum með veik­ari kerfi, eins og til dæmis í mið­ríkjum Banda­ríkj­anna eða þriðja heims ríkj­um. Trú­boð er enda að mestu beint að van­þró­uðum ríkjum og -svæðum þar sem meiri líkur eru á árangri við fót­festu en í þeim þró­uðu.

Í hraða hins sjálf­læga og flókna nútíma- og neyslu­sam­fé­lags er bar­áttan um sálir almúg­ans orðin ansi strembin fyrir kirkj­una. Það eru helst þeir sem standa veikast og hafa brennt allar aðrar brýr að baki sér, t.d. með neyslu og ólifn­aði, sem sjá ljósið og finna nýjan til­gang í kristni. Ríkið hefur fyrir margt löngu tekið við hlut­verki hennar sem þjón­ustu­veit­andi og sam­keppnin á mark­aði um and­lega fyll­ingu og lífstil­gang er orðin þannig að trúin hefur tapað fyrir vörum, tóm­stundum eða iðk­unum sem skila mark­viss­ari árangri fyrir neyt­endur en sam­neyti við almætt­ið.

Þetta er eðli­leg þróun sam­hliða auk­inni upp­lýs­ingu og mennt­un, fram­gangi tækni og vís­inda og auk­innar fjöl­menn­ingar sem er til­komin vegna alþjóða­væð­ing­ar. Kirkjan glímir við mikla til­vist­ar­kreppu og sífellt erf­ið­ara verður með hverju árinu að rétt­læta þá for­gangs­röðun á skattfé að eyða um fjórum og hálfum millj­arði króna á ári – að með­töldum sókn­ar­gjöldum en án kostn­aðar við rekstur kirkju­garða – í rekstur þjóð­kirkju þegar skortur er á fjár­magni í heil­brigð­is-, mennta-, sam­göngu-, vel­ferð­ar- og lög­gæslu­mál. Við þurfum spít­ala, skóla, gott sam­göngu­kerfi, fjár­hags­legt stuðn­ings­net við þá sem lenda undir í sam­fé­lag­inu og lög­reglu. En við þurfum ekki trú.

Það þarf eng­inn að hætta að halda jól

Þessi til­vist­ar­kreppa leiðir að því að tals­menn bákns­ins reyna sífellt að víkka út gildi hennar fyrir sam­fé­lag­ið. Í grein bisk­ups­rit­ara, sem minnst var á hér að ofan, var neitað fyrir að í kirkju­heim­sóknum fælist trú­boð. Þvert á móti mætti saga og menn­ing börn­un­um. Aðrir og röklaus­ari, en reið­ari, fylg­is­menn þjóð­kirkju hafa gengið lengra og sagt að við getum ekki haldið jól án þess að vera með kirkju á fjár­lög­um. Það er ein mesta rök­leysa og hugs­un­ar­villa sem sett hefur verið fram.

Auð­vitað er rétt að saga okkar og menn­ing er sam­ofin kristni. Hún er hins vegar líka sam­ofin heiðni, þrátt fyrir að hún hafi verið bönnuð með lögum fyrir um þús­und árum síð­an. Og erfitt að er að halda öðru fram en að menn­ing okkar sé nú orðin afar lituð af neyslu­hyggju og vest­rænum áhrif­um, sér­stak­lega frá Banda­ríkj­un­um. Allt þetta, og ýmis­legt ann­að, bland­ast saman í því menn­ing­ar­kerfi sem við höfum komið okkur saman um í íslensku sam­fé­lagi.

Þess vegna höldum við enn upp á bónda­dag­inn, förum á þorra­blót og gefum frí í vinn­unni á sum­ar­dag­inn fyrsta. Allt á þetta rætur sínar í heiðni. Þess vegna erum við farin að halda Val­ent­ínus­ar­dag­inn hátíð­legan, sníkja nammi á Hrekkja­vöku, bjóða upp á til­boð á Svörtum föss­urum og jafn­vel bjóða fólki í þakk­ar­gjörð­ar­há­tíð­ar­mat. Allt er þetta arf­leið mark­aðs­sett­ar vest­rænnar neyslu­menn­ingar sem við höfum inn­leitt og verður sífellt fyr­ir­ferð­ar­meiri. Og þess vegna höldum við upp á páska og jól, giftum okkur og skírum í kirkjum með prest­um, og minn­umst þannig arf­leifðar okkar og hlut­verki krist­innar trúar í íslenskri sam­fé­lags­upp­bygg­ingu öldum sam­an. En við þurfum ekki að for­gangs­raða 4,5 millj­örðum króna á ári á fjár­lögum til trú­ar­stofn­unar til að gera það.

Tími kirkj­unnar sem stofn­unar er lið­inn. Og það var tákn­rænt fyrir þá stöðu að við kusum okkur í fyrsta sinn þjóð­ar­leið­toga í sumar sem stendur utan henn­ar. Þótt að kostn­að­ar­samt gæti verið fyrir ríkið til skamms tíma að slíta á tengslin þá myndi það marg­borga sig til lengri tíma. Ég er nokkuð viss um að aðskiln­aður ríkis og kirkju myndi virka sem lyfti­stöng fyrir hina evang­el­ísku-lúth­ersku kirkju á Íslandi. Sem frjáls félaga­sam­tök þá væri hún ekki lengur bundin því að umræða um hana sner­ist nær ein­vörð­ungu um pen­ing­anna sem hún tekur til sín úr sam­eig­in­legum sjóðum lands­manna. Ef hún væri ekki stofnun þá þyrfti kirkjan ekki lengur að eyða allri orku sinni í að rétt­læta til­veru sína, heldur gæti hún sótt á með jákvæðum for­merkjum og ein­beitt sér að því að sinna þeim stóra hópa Íslend­inga sem þykir þjón­usta hennar eft­ir­sókn­ar­verð, og er án nokk­urs vafa til­bú­inn til að borga áfram fyrir hana.

En þangað til að þetta ger­ist – og það er ekki spurn­ing um hvort heldur hvenær – munu umræðu­á­tökin hald­ast í sömu skot­gröf­un­um. Og ef til vill harðna áður en þau blíðkast á ný.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.
Kjarninn 6. júlí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Kerfislægur rasismi
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None