Biskup og forsætisráðherra endurskilgreina aðskilnað ríkis og kirkju

9555631404_e663c5b735_z.jpg
Auglýsing

Ný könnun Gallup, sem greint var frá í þætti Gísla Marteins Baldurssonar, Vikunni, á RÚV á föstudagskvöld, sýndi að mikill meirihluti þjóðarinnar er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Þar kom fram að 55,5 prósent landsmanna væru hlynntir honum og að stuðningurinn hefur aukist töluvert milli ára. Könnunin sýndi einnig að einungis 23,9 prósent landsmanna voru andvígir aðskilnaði. Stuðningur við aðskilnað er mestur hjá stuðningsmönnum Pírata en minnstur hjá stuðningsmönnum stjórnarflokkanna.

Þeim fer því ört fjölgandi Íslendingunum sem eru andsnúnir því að hér sé ríkistrú sem fái yfir fimm milljarða króna af skattfé og sóknargjöld á ári til að reka starfsemi sína. Auk þess fækkar þeim sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna jafnt og þétt. Árið 1992 voru 92,2 prósent landsmanna skráðir í Þjóðkirkjuna. Um aldarmótin var það hlutfall komið niður í 89 prósent og í dag er það 73,8 prósent. Þeim íslensku ríkisborgurum sem kusu að standa utan Þjóðkirkjunnar voru 30.700 um síðustu aldarmót. Í byrjun þessa árs voru þeir 86.357 talsins. Þeim hefur því fjölgað um rúmlega 55 þúsund á 15 árum.

Auglýsing

Sifellt fleiri stjórnmálaöfl eru að taka undir þessa kröfu. Píratar, sem mælast langstærsti flokkur landsins, eru til að mynda með þá mjög skýru stefnu að ríkið eigi ekki að vera með Þjóðkirkju og á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina hafa ungliðar, sem vilja meira frjálslyndi í flokkinn á kostnað kristilegs íhalds, lagt fram tillögur um hið sama.

Um helgina er líka haldið kirkjuþing og ný könnun Gallup hefur eðlilega haft áhrif þangað inn. Nú ber svo við að áhugafólk um að halda kristinni trú á fjárlögum hefur fundið nýja leið til að afneita hinu óumflýjanlega. Sú leið felst í að endurskilgreina hugtakið „aðskilnaður“.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagði við RÚV í dag að hún, og margir aðrir innan kirkjunnar, telji að aðskilnaður ríkis og kirkju hafi orðið árið 1997 þegar kirkjan fékk fullt vald yfir sínum innri málum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir þennan málflutning biskups og sagði að mikill stuðningur væri við að Íslendinga haldi „hér þjóðkirkju eins og kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs“.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá, sem fram fór í október 2012, er notuð sem vopn í umræðunni um ríkistrú. Þar var ein spurningin orðuð með eftirfarandi hætti: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um Þjóðkirkju á Íslandi?“. Alls sögðu 51 prósent þeirra sem svöruðu þessari spurningu að þeir vildu slíkt ákvæði en 38 prósent sögðu nei. Spurningin þótti mjög ruglingsleg. Margir skildu hana ranglega þannig að ef þeir segðu já myndi ákvæði vera í stjórnarskrá sem staðfesti að hérlendis ætti ekki að vera Þjóðkirkja. Þess utan voru fæst já á bakvið þessa spurningu af þeim sex sem spurt var um í atkvæðagreiðslunni. Einungis 24,6 prósent þeirra sem voru á kjörskrá þennan októberdag 2014 svöruðu henni játandi. Þetta veit forsætisráðherra mætavel og í ljósi þess að hann hefur ekki gert mikið með hinar breytingarnar á stjórnarskránni sem samþykktar voru þennan októberdag fyrir þremur árum þá getur hann vart gripið í þessa einu spurningu sem rök fyrir þjóðarvilja sem verði að fylgja.

Og það er enginn vafi um hvað aðskilnaður ríkis og kirkju þýðir. Hann þýðir að íslenskir skattgreiðendur hætti að veita fé til eins trúfélags í gegnum ríkissjóðs og að ákvæði um sérstaka ríkistrú verði tekið út úr stjórnarskrá.

Ekkert meira og ekkert minna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None