Kirkjuheimsóknir og jólaskemmtanir eru ekki bannaðar í skólum

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ásmundar Friðrikssonar um jólatrésskemmtanir og kirkjuheimsóknir barna í Reykjavík.

ásmundur friðriksson
Auglýsing

 „Í Reykja­vík er skólum bannað að fara með börnin í kirkjur eða halda jóla­trés­skemmt­anir eins og ein­hver skað­ist af því.“ Þetta skrifar Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á Face­book-­síðu sína í síð­ustu viku. 

Ásmundur er ekki einn um að halda þessu fram, enda hafa umræður um þessi mál verið árviss við­burður fyrir jólin und­an­farin ár. Stað­reynda­vakt Kjarn­ans ákvað að kanna mál­ið. 

Reglur settar um heim­sóknir í kirkjur

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra gaf út meg­in­við­mið um sam­skipti skóla og trú­fé­laga þann 29. apríl 2013. Það var gert eftir að starfs­hópur ráð­herr­ans hafði skilað til­lögum til ráð­herra um þessi mál, en full­trúar frá Bisk­ups­stofu, Heim­ili og skóla, Kenn­ara­sam­bandi Íslands, Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga, Sið­mennt og full­trúa mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins sátu í hópn­um. Það var þó áréttað að leik- og grunn­skólar séu á for­ræði sveit­ar­fé­laga og þau beri ábyrgð á sam­starfi skóla við aðila utan hans. Þá var mælst til þess að sveit­ar­fé­lög settu sér reglur um sam­skipti trú­fé­laga og skóla. 

Auglýsing

Í regl­unum sem mennta­mála­ráðu­neytið setti fram kemur fram að leggja eigi áherslu á mik­il­vægi vand­aðrar trú­ar­bragða­fræðslu í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi og vett­vangs­heim­sóknir til trú­fé­laga geti verið hluti af slíkri fræðslu. „Mik­il­vægt er að fræðsla þessi og heim­sóknir sé gerð á vegum skól­ans og í þeim til­gangi að fræða nem­endur um til­tekin trú­ar­brögð, inn­tak þeirra, helgi­dóma og siði en feli ekki sér inn­ræt­ingu til­tek­inna trú­ar­skoð­ana eða til­beiðslu. Vett­vangs­heim­sóknir til trú­fé­laga og heim­sóknir full­trúa þeirra í skóla skulu taka mið af ofan­greindu og vera innan ramma aðal­námskrár leik-, grunn- og fram­halds­skóla,“ segir í fyrsta kafla regln­anna. 

„Heim­sóknir í kirkjur í tengslum við stór­há­tíðir kristn­innar telst hluti af fræðslu um trú­ar­há­tíðir og menn­ing­ar­lega arf­leið þjóð­ar­inn­ar,“ segir svo í öðrum kafla. Þá segir í þriðja kafla að „eftir fremsta megni skal forð­ast að nem­endur og for­eldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífs­skoð­unum sín­um.“ 

Fjöl­mörg sveit­ar­fé­lög hafa í kjöl­far brýn­ingar ráðu­neyt­is­ins sett sér reglur um sam­skipti trú­fé­laga og skóla. Í reglum Reykja­vík­ur­borgar kemur fram að „heim­sóknir á helgi- og sam­komu­staði trú­ar- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga á skóla­tíma grunn­skóla skulu eiga sér stað undir hand­leiðslu kenn­ara sem liður í fræðslu um trú og lífs­skoð­an­ir, sam­kvæmt gild­andi lögum og aðal­námskrá.“ 

Ekki bannað að fara í kirkju

Skólum í Reykja­vík er því almennt ekki bannað að fara í kirkju, þótt um slíkar heim­sóknir gildi strang­ari reglur en sums staðar ann­ars stað­ar. Engu að síður er farið með börn í kirkju í mörgum grunn­skólum Reykja­vík­ur­borg­ar, líkt og sjá má hér að neð­an, en upp­lýs­ing­arnar byggja á því sem sagt er frá á vef­síðum skól­anna. Upp­taln­ingin er ekki tæm­andi, auk þess sem sums staðar var litlar upp­lýs­ingar að sjá.

Í Aust­ur­bæj­ar­skóla verður jóla­skemmt­un, og í Árbæj­ar­skóla eru jóla­skemmt­anir auk þess sem haldin verða litlu jól. Í Öldusels­skóla fara börn bæði í heim­sókn í Selja­kirkju, halda litlu jól og fara á jóla­skemmt­an­ir. Sömu sögu er að segja af Selja­skóla. Í Vætta­skóla verður haldin jóla­skemmtun og nem­endur hafa haldið sam­veru­stundir á aðventu þar sem kveikt er meðal ann­ars á aðventu­kransi og sungin jóla­lög. Í Voga­skóla eru bæði litlu jólin og jóla­skemmtun hald­in. Jóla­skemmtun verður haldin í Vest­ur­bæj­ar­skóla og þar er líka hald­inn svo­kall­aður rauður dag­ur, líkt og búið er að gera í Sæmund­ar­skóla. Í Sæmund­ar­skóla er líka árlegur helgi­leikur leik­inn, og haldin jóla­skemmtun við lok skóla­starfs­ins. 

Í Sel­ás­skóla eru haldin litlu jól, og í Rima­skóla verður farið í heim­sókn í Graf­ar­vogs­kirkju, auk þess sem búið er að halda jóla­skemmtun fyrir fyrsta bekk og jóla­skemmt­un. Í Norð­linga­skóla er búið að halda jóla­sveina­húfu­dag og haldin verður jóla­skemmt­un. Í Mela­skóla er bæði jóla- og aðventu­sam­söng­ur, og jóla­skemmt­un. Í Laug­ar­nes­skóla er haldið jóla­kaffi, jóla­lög eru sungin og jóla­skreytt. Í Lauga­lækj­ar­skóla eru haldnir jóla­leik­ar, jóla­ball og stofu­jól. Í Ing­unn­arskóla er jóla­peysu­dag­ur, jóla­ball og litlu jól og í Húsa­skóla er jóla­skemmt­un. 

Í Hóla­brekku­skóla er farin heim­sókn í Fella- og Hóla­kirkju, auk þess sem haldnar eru jóla­skemmt­an­ir, jóla­get­raun og jóla­húfu­dag­ur. Í Fella­skóla er haldið jóla­fjör og jóla­ball. Í Hlíða­skóla eru jóla­böll auk þess sem búið er að halda aðventu­há­tíð. Í Granda­skóla eru jóla­há­tíðir í tvo daga, í Foss­vogs­skóla er búið að halda jóla­ball og í Folda­skóla er jóla­fata­dagur á föstu­dag og bæði farið í kirkju, á jóla­ball og haldin litlu jól síðar í mán­uð­in­um. 

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Það er því nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar að Ásmundur fari með fleip­ur. Þrátt fyrir að það séu strangar reglur um kirkju­sókn grunn­skóla­barna í Reykja­vík fara margir skólar í heim­sóknir þang­að, og svo virð­ist sem nán­ast allir ef ekki allir grunn­skólar borg­ar­innar haldi jóla­skemmt­anir fyrir jóla­frí. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin
None