Kirkjuheimsóknir og jólaskemmtanir eru ekki bannaðar í skólum

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ásmundar Friðrikssonar um jólatrésskemmtanir og kirkjuheimsóknir barna í Reykjavík.

ásmundur friðriksson
Auglýsing

 „Í Reykja­vík er skólum bannað að fara með börnin í kirkjur eða halda jóla­trés­skemmt­anir eins og ein­hver skað­ist af því.“ Þetta skrifar Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á Face­book-­síðu sína í síð­ustu viku. 

Ásmundur er ekki einn um að halda þessu fram, enda hafa umræður um þessi mál verið árviss við­burður fyrir jólin und­an­farin ár. Stað­reynda­vakt Kjarn­ans ákvað að kanna mál­ið. 

Reglur settar um heim­sóknir í kirkjur

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra gaf út meg­in­við­mið um sam­skipti skóla og trú­fé­laga þann 29. apríl 2013. Það var gert eftir að starfs­hópur ráð­herr­ans hafði skilað til­lögum til ráð­herra um þessi mál, en full­trúar frá Bisk­ups­stofu, Heim­ili og skóla, Kenn­ara­sam­bandi Íslands, Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga, Sið­mennt og full­trúa mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins sátu í hópn­um. Það var þó áréttað að leik- og grunn­skólar séu á for­ræði sveit­ar­fé­laga og þau beri ábyrgð á sam­starfi skóla við aðila utan hans. Þá var mælst til þess að sveit­ar­fé­lög settu sér reglur um sam­skipti trú­fé­laga og skóla. 

Auglýsing

Í regl­unum sem mennta­mála­ráðu­neytið setti fram kemur fram að leggja eigi áherslu á mik­il­vægi vand­aðrar trú­ar­bragða­fræðslu í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi og vett­vangs­heim­sóknir til trú­fé­laga geti verið hluti af slíkri fræðslu. „Mik­il­vægt er að fræðsla þessi og heim­sóknir sé gerð á vegum skól­ans og í þeim til­gangi að fræða nem­endur um til­tekin trú­ar­brögð, inn­tak þeirra, helgi­dóma og siði en feli ekki sér inn­ræt­ingu til­tek­inna trú­ar­skoð­ana eða til­beiðslu. Vett­vangs­heim­sóknir til trú­fé­laga og heim­sóknir full­trúa þeirra í skóla skulu taka mið af ofan­greindu og vera innan ramma aðal­námskrár leik-, grunn- og fram­halds­skóla,“ segir í fyrsta kafla regln­anna. 

„Heim­sóknir í kirkjur í tengslum við stór­há­tíðir kristn­innar telst hluti af fræðslu um trú­ar­há­tíðir og menn­ing­ar­lega arf­leið þjóð­ar­inn­ar,“ segir svo í öðrum kafla. Þá segir í þriðja kafla að „eftir fremsta megni skal forð­ast að nem­endur og for­eldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífs­skoð­unum sín­um.“ 

Fjöl­mörg sveit­ar­fé­lög hafa í kjöl­far brýn­ingar ráðu­neyt­is­ins sett sér reglur um sam­skipti trú­fé­laga og skóla. Í reglum Reykja­vík­ur­borgar kemur fram að „heim­sóknir á helgi- og sam­komu­staði trú­ar- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga á skóla­tíma grunn­skóla skulu eiga sér stað undir hand­leiðslu kenn­ara sem liður í fræðslu um trú og lífs­skoð­an­ir, sam­kvæmt gild­andi lögum og aðal­námskrá.“ 

Ekki bannað að fara í kirkju

Skólum í Reykja­vík er því almennt ekki bannað að fara í kirkju, þótt um slíkar heim­sóknir gildi strang­ari reglur en sums staðar ann­ars stað­ar. Engu að síður er farið með börn í kirkju í mörgum grunn­skólum Reykja­vík­ur­borg­ar, líkt og sjá má hér að neð­an, en upp­lýs­ing­arnar byggja á því sem sagt er frá á vef­síðum skól­anna. Upp­taln­ingin er ekki tæm­andi, auk þess sem sums staðar var litlar upp­lýs­ingar að sjá.

Í Aust­ur­bæj­ar­skóla verður jóla­skemmt­un, og í Árbæj­ar­skóla eru jóla­skemmt­anir auk þess sem haldin verða litlu jól. Í Öldusels­skóla fara börn bæði í heim­sókn í Selja­kirkju, halda litlu jól og fara á jóla­skemmt­an­ir. Sömu sögu er að segja af Selja­skóla. Í Vætta­skóla verður haldin jóla­skemmtun og nem­endur hafa haldið sam­veru­stundir á aðventu þar sem kveikt er meðal ann­ars á aðventu­kransi og sungin jóla­lög. Í Voga­skóla eru bæði litlu jólin og jóla­skemmtun hald­in. Jóla­skemmtun verður haldin í Vest­ur­bæj­ar­skóla og þar er líka hald­inn svo­kall­aður rauður dag­ur, líkt og búið er að gera í Sæmund­ar­skóla. Í Sæmund­ar­skóla er líka árlegur helgi­leikur leik­inn, og haldin jóla­skemmtun við lok skóla­starfs­ins. 

Í Sel­ás­skóla eru haldin litlu jól, og í Rima­skóla verður farið í heim­sókn í Graf­ar­vogs­kirkju, auk þess sem búið er að halda jóla­skemmtun fyrir fyrsta bekk og jóla­skemmt­un. Í Norð­linga­skóla er búið að halda jóla­sveina­húfu­dag og haldin verður jóla­skemmt­un. Í Mela­skóla er bæði jóla- og aðventu­sam­söng­ur, og jóla­skemmt­un. Í Laug­ar­nes­skóla er haldið jóla­kaffi, jóla­lög eru sungin og jóla­skreytt. Í Lauga­lækj­ar­skóla eru haldnir jóla­leik­ar, jóla­ball og stofu­jól. Í Ing­unn­arskóla er jóla­peysu­dag­ur, jóla­ball og litlu jól og í Húsa­skóla er jóla­skemmt­un. 

Í Hóla­brekku­skóla er farin heim­sókn í Fella- og Hóla­kirkju, auk þess sem haldnar eru jóla­skemmt­an­ir, jóla­get­raun og jóla­húfu­dag­ur. Í Fella­skóla er haldið jóla­fjör og jóla­ball. Í Hlíða­skóla eru jóla­böll auk þess sem búið er að halda aðventu­há­tíð. Í Granda­skóla eru jóla­há­tíðir í tvo daga, í Foss­vogs­skóla er búið að halda jóla­ball og í Folda­skóla er jóla­fata­dagur á föstu­dag og bæði farið í kirkju, á jóla­ball og haldin litlu jól síðar í mán­uð­in­um. 

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Það er því nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar að Ásmundur fari með fleip­ur. Þrátt fyrir að það séu strangar reglur um kirkju­sókn grunn­skóla­barna í Reykja­vík fara margir skólar í heim­sóknir þang­að, og svo virð­ist sem nán­ast allir ef ekki allir grunn­skólar borg­ar­innar haldi jóla­skemmt­anir fyrir jóla­frí. Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin
None