Kirkjuheimsóknir og jólaskemmtanir eru ekki bannaðar í skólum

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ásmundar Friðrikssonar um jólatrésskemmtanir og kirkjuheimsóknir barna í Reykjavík.

ásmundur friðriksson
Auglýsing

 „Í Reykja­vík er skólum bannað að fara með börnin í kirkjur eða halda jóla­trés­skemmt­anir eins og ein­hver skað­ist af því.“ Þetta skrifar Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á Face­book-­síðu sína í síð­ustu viku. 

Ásmundur er ekki einn um að halda þessu fram, enda hafa umræður um þessi mál verið árviss við­burður fyrir jólin und­an­farin ár. Stað­reynda­vakt Kjarn­ans ákvað að kanna mál­ið. 

Reglur settar um heim­sóknir í kirkjur

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra gaf út meg­in­við­mið um sam­skipti skóla og trú­fé­laga þann 29. apríl 2013. Það var gert eftir að starfs­hópur ráð­herr­ans hafði skilað til­lögum til ráð­herra um þessi mál, en full­trúar frá Bisk­ups­stofu, Heim­ili og skóla, Kenn­ara­sam­bandi Íslands, Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga, Sið­mennt og full­trúa mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins sátu í hópn­um. Það var þó áréttað að leik- og grunn­skólar séu á for­ræði sveit­ar­fé­laga og þau beri ábyrgð á sam­starfi skóla við aðila utan hans. Þá var mælst til þess að sveit­ar­fé­lög settu sér reglur um sam­skipti trú­fé­laga og skóla. 

Auglýsing

Í regl­unum sem mennta­mála­ráðu­neytið setti fram kemur fram að leggja eigi áherslu á mik­il­vægi vand­aðrar trú­ar­bragða­fræðslu í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi og vett­vangs­heim­sóknir til trú­fé­laga geti verið hluti af slíkri fræðslu. „Mik­il­vægt er að fræðsla þessi og heim­sóknir sé gerð á vegum skól­ans og í þeim til­gangi að fræða nem­endur um til­tekin trú­ar­brögð, inn­tak þeirra, helgi­dóma og siði en feli ekki sér inn­ræt­ingu til­tek­inna trú­ar­skoð­ana eða til­beiðslu. Vett­vangs­heim­sóknir til trú­fé­laga og heim­sóknir full­trúa þeirra í skóla skulu taka mið af ofan­greindu og vera innan ramma aðal­námskrár leik-, grunn- og fram­halds­skóla,“ segir í fyrsta kafla regln­anna. 

„Heim­sóknir í kirkjur í tengslum við stór­há­tíðir kristn­innar telst hluti af fræðslu um trú­ar­há­tíðir og menn­ing­ar­lega arf­leið þjóð­ar­inn­ar,“ segir svo í öðrum kafla. Þá segir í þriðja kafla að „eftir fremsta megni skal forð­ast að nem­endur og for­eldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífs­skoð­unum sín­um.“ 

Fjöl­mörg sveit­ar­fé­lög hafa í kjöl­far brýn­ingar ráðu­neyt­is­ins sett sér reglur um sam­skipti trú­fé­laga og skóla. Í reglum Reykja­vík­ur­borgar kemur fram að „heim­sóknir á helgi- og sam­komu­staði trú­ar- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga á skóla­tíma grunn­skóla skulu eiga sér stað undir hand­leiðslu kenn­ara sem liður í fræðslu um trú og lífs­skoð­an­ir, sam­kvæmt gild­andi lögum og aðal­námskrá.“ 

Ekki bannað að fara í kirkju

Skólum í Reykja­vík er því almennt ekki bannað að fara í kirkju, þótt um slíkar heim­sóknir gildi strang­ari reglur en sums staðar ann­ars stað­ar. Engu að síður er farið með börn í kirkju í mörgum grunn­skólum Reykja­vík­ur­borg­ar, líkt og sjá má hér að neð­an, en upp­lýs­ing­arnar byggja á því sem sagt er frá á vef­síðum skól­anna. Upp­taln­ingin er ekki tæm­andi, auk þess sem sums staðar var litlar upp­lýs­ingar að sjá.

Í Aust­ur­bæj­ar­skóla verður jóla­skemmt­un, og í Árbæj­ar­skóla eru jóla­skemmt­anir auk þess sem haldin verða litlu jól. Í Öldusels­skóla fara börn bæði í heim­sókn í Selja­kirkju, halda litlu jól og fara á jóla­skemmt­an­ir. Sömu sögu er að segja af Selja­skóla. Í Vætta­skóla verður haldin jóla­skemmtun og nem­endur hafa haldið sam­veru­stundir á aðventu þar sem kveikt er meðal ann­ars á aðventu­kransi og sungin jóla­lög. Í Voga­skóla eru bæði litlu jólin og jóla­skemmtun hald­in. Jóla­skemmtun verður haldin í Vest­ur­bæj­ar­skóla og þar er líka hald­inn svo­kall­aður rauður dag­ur, líkt og búið er að gera í Sæmund­ar­skóla. Í Sæmund­ar­skóla er líka árlegur helgi­leikur leik­inn, og haldin jóla­skemmtun við lok skóla­starfs­ins. 

Í Sel­ás­skóla eru haldin litlu jól, og í Rima­skóla verður farið í heim­sókn í Graf­ar­vogs­kirkju, auk þess sem búið er að halda jóla­skemmtun fyrir fyrsta bekk og jóla­skemmt­un. Í Norð­linga­skóla er búið að halda jóla­sveina­húfu­dag og haldin verður jóla­skemmt­un. Í Mela­skóla er bæði jóla- og aðventu­sam­söng­ur, og jóla­skemmt­un. Í Laug­ar­nes­skóla er haldið jóla­kaffi, jóla­lög eru sungin og jóla­skreytt. Í Lauga­lækj­ar­skóla eru haldnir jóla­leik­ar, jóla­ball og stofu­jól. Í Ing­unn­arskóla er jóla­peysu­dag­ur, jóla­ball og litlu jól og í Húsa­skóla er jóla­skemmt­un. 

Í Hóla­brekku­skóla er farin heim­sókn í Fella- og Hóla­kirkju, auk þess sem haldnar eru jóla­skemmt­an­ir, jóla­get­raun og jóla­húfu­dag­ur. Í Fella­skóla er haldið jóla­fjör og jóla­ball. Í Hlíða­skóla eru jóla­böll auk þess sem búið er að halda aðventu­há­tíð. Í Granda­skóla eru jóla­há­tíðir í tvo daga, í Foss­vogs­skóla er búið að halda jóla­ball og í Folda­skóla er jóla­fata­dagur á föstu­dag og bæði farið í kirkju, á jóla­ball og haldin litlu jól síðar í mán­uð­in­um. 

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Það er því nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar að Ásmundur fari með fleip­ur. Þrátt fyrir að það séu strangar reglur um kirkju­sókn grunn­skóla­barna í Reykja­vík fara margir skólar í heim­sóknir þang­að, og svo virð­ist sem nán­ast allir ef ekki allir grunn­skólar borg­ar­innar haldi jóla­skemmt­anir fyrir jóla­frí. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin
None