Sáu ekki ljósið við enda ganganna

Þrátt fyrir vasklega verkstjórn Pírata þá tókst ekki að koma saman ríkisstjórn fimm flokka. Tvær tilraunir til þess hafa ekki heppnast. Formaður Framsóknarflokksins vill nýta tímann milli jóla og nýárs í að koma saman stjórn.

7DM_9824_raw_1768.JPG
Auglýsing

Önnur tilraun flokkanna fimm, Vinstri grænna, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Samfylkingarinnar, til að mynda ríkisstjórn, fór út um þúfur í gær. Birgitta Jónsdóttir greindi Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, frá þessu og missti hún stjórnarmyndunarumboðið í kjölfarið. 

Áður hafði tilraun Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, ekki gengið upp. Bjarni Benediktsson náði heldur ekki að mynda stjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn, eftir að hafa fengið umboð fyrstur stjórnmálaleiðtoga, og því hafa þrjár tilraunir runnið út í sandinn. Viðræður flokka hafa ekki skilað neinu í sex vikur. Stjórnarkreppa er staðreynd og hefur forsetinn gefið flokkunum vikuna til að reyna að ná saman um myndun ríkisstjórnar.

Greina mátti skarpan tón í yfirlýsingu forsetans í gær þar sem hann sagði stöðuna vera alvarlega. „Í dag hef ég rætt við for­menn ann­arra stjórn­mála­flokka á Alþingi um þá al­var­legu stöðu sem upp er kom­in. Rúmar sex vikur eru liðnar frá kosn­ingum þeg­ar ráðu­neyti Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar missti meiri­hluta sinn á þingi og hann bað­st ­lausnar fyrir hönd þess. Nú hafa for­menn eða full­trúar þriggja stærstu flokk­anna á Al­þingi allir haft umboð for­seta til stjórn­ar­mynd­un­ar. Ýmsar leiðir hafa verið rædd­ar og reynd­ar. Í ljósi þeirra sjón­ar­miða sem fram komu í við­ræðum mínum við flokks­leið­toga í dag hef ég ákveðið að veita engum þeirra umboð til stjórn­ar­mynd­unar að sinni. Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óform­legum við­ræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögu­legar til mynd­unar rík­is­stjórnar sem njót­i ­meiri­hluta­stuðn­ings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar van­trausti,“ sagði Guðni í yfirlýsingu sinni.

Auglýsing

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði djúpstæðan ágreining hafa verið milli flokkanna í mikilvægum málaflokkum. Viðræðurnar hafi þó verið góðar. Mynd: Birgir.

Ólíkar áherslur í mörgum málaflokkum

Viðmælendur Kjarnans í flokkunum fimm, bæði á meðal þingmanna og í baklandi þeirra, voru hver með sína skýringu á því hvernig fór en ljóst er að nokkrir málaflokkar reyndust snúnari en aðrir í viðræðunum. Sérstaklega voru þetta almennar áherslur í ríkisfjármálunum og hvernig þær ættu að vera og síðan hugmyndir um breytingar í rótgrónu atvinnuvegunum tveimur, landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Ástæða þess að stjórnarmyndunarviðræðurnar fór út um þúfur í þetta skiptið var helst sú að áherslur flokkanna voru - vítt og breitt - of ólíkar í of mörgum málaflokkum þegar á hólminn var komið. Að vissu leyti fyrirsjáanlegur vandi, þegar fimm ólíkir flokkar eru annars vegar, og það kom á daginn að þetta reyndist erfitt.

Forystufólkið sá lokum ekki ljós við enda ganganna og því var viðræðunum hætt og tilkynntu Píratar forseta Íslands það. Allir flokkar voru þó sammála um að forgangsraða í þágu heilbrigðismála, menntamála og innviðafjárfestinga í landinu, og þá var einnig búið að ná sátt um mál sem snéru að Evrópusambandinu og endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Sátt um útfærslur í ríkisfjármálum, það er hvernig átti að fjármagna aukin framlög til fyrrnefndra málaflokka, náðist ekki fram og var sérstaklega meiningarmunur milli Vinstri grænna og Viðreisnar í þeim efnum. Flokkarnir vildu þó báðir halda sig við markmið ríkisfjármálaáætlunar, um að skila ríkulegum afgangi af rekstri ríkissjóðs. Vinstri græn vildu fjármagna aukin framlög til heilbrigðis- og menntamála með hátekju- og auðlegðarsköttum, en ekki náðist sátt um útfærslur þegar að þessu kom.

Sjávarútvegur og landbúnaður þrætuepli

Í viðræðunum var rætt töluvert um uppboðsleið í sjávarútvegi og hvernig mætti útfæra hana. Nokkur samhljómur er í stefnu Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar í þessum efnum, og sama má segja um Pírata. Vinstri græn sögðust opin fyrir uppboðsleið, líkt og kom fram í stefnu flokksins fyrir kosningar, en umræður snérust um útfærslur ekki síst.

Meðal annars var rætt um að setja hluta af aflahlutdeild hvers árs á markað og voru hugmyndir um 3 til 5 prósent af heildinni ræddar og með endurráðstöfunartíma frá 20 til 33 árum. Þá var einnig rætt um veiðigjöld og hvernig mætti leggja þau á og hverju þau gætu skilað í ríkissjóð, án þess að kippa stoðunum undan byggð á þeim stöðum í landinu þar sem sjávarútvegur er hryggjarstykkið í atvinnulífinu.

Líkt og var með landbúnaðarmálin - þar sem rætt var meðal annars um mikilvægi þess að koma á virkri samkeppni, í samræmi við samkeppnislög - þá var umræða um þessi mál ekki lokið með neinni skýrri niðurstöðu, en meiningarmunurinn var augljós.

Forystufólk flokkanna mat það svo að ekki yrði lengra komist, þar sem mikill og almennur áherslumunur milli flokkanna kallaði á mikla málamiðlunarvinnu. Viðmælendur Kjarnans hrósuðu Pírötum fyrir góða verkstjórn, og svo virtist sem þeirra helst vopn - þvert á það sem margir héldu fyrir kosningar - kæmi þarna í ljós; hæfileikinn til að miðla málum og horfa á álitamálin út frá bestu lausn í hvert og eitt skipti.

Hvað gerist næst?

Forysta Framsóknarflokksins hefur beðið á hliðarlínunni undanfarnar sex vikur og sé mið tekið af því hvernig atkvæðin skiptust í kosningunum, og hvernig röðin hefur verið í stjórnarmyndunartilraunum til þessa, þá gæti Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, freistað þess að nýta nú tækifærið og reyna að mynda ríkisstjórn. Þar kemur helst samstarf Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins til greina, eins og stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa þróast. Innri átök í Framsóknarflokknum á 100 ára afmælisári flokksins hafa sjaldan verið meiri og hefur flokkurinn varla komist neitt að valdaþráðunum í viðræðunum til þessa. 

Í viðtali við RÚV í gær sagði Sigurður Ingi að mikilvægast væri að ljúka vinnunni í þinginu og klára fjárlögin, en eins og staða mála væri þá yrði tíminn milli jóla og nýárs mögulega nýttur til að stilla saman strengi. Vafalítið reyna flokkarnir þó áfram til þrautar að ná saman ríkisstjórn, en erfitt að sjá hvernig mynstrið verður eftir það sem á undan er gengið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None