Sáu ekki ljósið við enda ganganna

Þrátt fyrir vasklega verkstjórn Pírata þá tókst ekki að koma saman ríkisstjórn fimm flokka. Tvær tilraunir til þess hafa ekki heppnast. Formaður Framsóknarflokksins vill nýta tímann milli jóla og nýárs í að koma saman stjórn.

7DM_9824_raw_1768.JPG
Auglýsing

Önnur til­raun flokk­anna fimm, Vinstri grænna, Við­reisn­ar, Bjartrar fram­tíð­ar, Pírata og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, til að mynda rík­is­stjórn, fór út um þúfur í gær. Birgitta Jóns­dóttir greindi Guðna Th. Jóhann­essyni, for­seta Íslands, frá þessu og missti hún stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boðið í kjöl­far­ið. 

Áður hafði til­raun Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna, ekki gengið upp. Bjarni Bene­dikts­son náði heldur ekki að mynda stjórn með Bjartri fram­tíð og Við­reisn, eftir að hafa fengið umboð fyrstur stjórn­mála­leið­toga, og því hafa þrjár til­raunir runnið út í sand­inn. Við­ræður flokka hafa ekki skilað neinu í sex vik­ur. Stjórn­ar­kreppa er stað­reynd og hefur for­set­inn gefið flokk­unum vik­una til að reyna að ná saman um myndun rík­is­stjórn­ar.

Greina mátti skarpan tón í yfir­lýs­ingu for­set­ans í gær þar sem hann sagði stöð­una vera alvar­lega. „Í dag hef ég rætt við for­­menn ann­­arra stjórn­­­mála­­flokka á Alþingi um þá al­var­­legu stöðu sem upp er kom­in. Rúmar sex vikur eru liðnar frá kosn­­ingum þeg­ar ráðu­­neyti Sig­­urðar Inga Jóhanns­­sonar missti meiri­hluta sinn á þingi og hann bað­st ­lausnar fyrir hönd þess. Nú hafa for­­menn eða full­­trúar þriggja stærstu flokk­anna á Al­­þingi allir haft umboð for­­seta til stjórn­­­ar­­mynd­un­­ar. Ýmsar leiðir hafa verið rædd­ar og reynd­­ar. Í ljósi þeirra sjón­­­ar­miða sem fram komu í við­ræðum mínum við flokks­­leið­­toga í dag hef ég ákveðið að veita engum þeirra umboð til stjórn­­­ar­­mynd­unar að sinni. Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með ófor­m­­legum við­ræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mög­u­­legar til mynd­unar rík­­is­­stjórnar sem njót­i ­meiri­hluta­­stuðn­­ings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar van­­traust­i,“ sagði Guðni í yfir­lýs­ingu sinni.

Auglýsing

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði djúpstæðan ágreining hafa verið milli flokkanna í mikilvægum málaflokkum. Viðræðurnar hafi þó verið góðar. Mynd: Birgir.

Ólíkar áherslur í mörgum mála­flokkum

Við­mæl­endur Kjarn­ans í flokk­unum fimm, bæði á meðal þing­manna og í bak­landi þeirra, voru hver með sína skýr­ingu á því hvernig fór en ljóst er að nokkrir mála­flokkar reynd­ust snún­ari en aðrir í við­ræð­un­um. Sér­stak­lega voru þetta almennar áherslur í rík­is­fjár­mál­unum og hvernig þær ættu að vera og síðan hug­myndir um breyt­ingar í rót­grónu atvinnu­veg­unum tveim­ur, land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Ástæða þess að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­urnar fór út um þúfur í þetta skiptið var helst sú að áherslur flokk­anna voru - vítt og breitt - of ólíkar í of mörgum mála­flokkum þegar á hólm­inn var kom­ið. Að vissu leyti fyr­ir­sjá­an­legur vandi, þegar fimm ólíkir flokkar eru ann­ars veg­ar, og það kom á dag­inn að þetta reynd­ist erfitt.

For­ystu­fólkið sá lokum ekki ljós við enda gang­anna og því var við­ræð­unum hætt og til­kynntu Píratar for­seta Íslands það. Allir flokkar voru þó sam­mála um að for­gangs­raða í þágu heil­brigð­is­mála, mennta­mála og inn­viða­fjár­fest­inga í land­inu, og þá var einnig búið að ná sátt um mál sem snéru að Evr­ópu­sam­band­inu og end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Sátt um útfærslur í rík­is­fjár­mál­um, það er hvernig átti að fjár­magna aukin fram­lög til fyrr­nefndra mála­flokka, náð­ist ekki fram og var sér­stak­lega mein­ing­ar­munur milli Vinstri grænna og Við­reisnar í þeim efn­um. Flokk­arnir vildu þó báðir halda sig við mark­mið rík­is­fjár­mála­á­ætl­un­ar, um að skila ríku­legum afgangi af rekstri rík­is­sjóðs. Vinstri græn vildu fjár­magna aukin fram­lög til heil­brigð­is- og mennta­mála með hátekju- og auð­legð­ar­skött­um, en ekki náð­ist sátt um útfærslur þegar að þessu kom.

Sjáv­ar­út­vegur og land­bún­aður þrætu­epli

Í við­ræð­unum var rætt tölu­vert um upp­boðs­leið í sjáv­ar­út­vegi og hvernig mætti útfæra hana. Nokkur sam­hljómur er í stefnu Við­reisn­ar, Bjartrar fram­tíðar og Sam­fylk­ing­ar­innar í þessum efn­um, og sama má segja um Pírata. Vinstri græn sögð­ust opin fyrir upp­boðs­leið, líkt og kom fram í stefnu flokks­ins fyrir kosn­ing­ar, en umræður snér­ust um útfærslur ekki síst.

Meðal ann­ars var rætt um að setja hluta af afla­hlut­deild hvers árs á markað og voru hug­myndir um 3 til 5 pró­sent af heild­inni ræddar og með end­ur­ráð­stöf­un­ar­tíma frá 20 til 33 árum. Þá var einnig rætt um veiði­gjöld og hvernig mætti leggja þau á og hverju þau gætu skilað í rík­is­sjóð, án þess að kippa stoð­unum undan byggð á þeim stöðum í land­inu þar sem sjáv­ar­út­vegur er hryggjar­stykkið í atvinnu­líf­inu.

Líkt og var með land­bún­að­ar­málin - þar sem rætt var meðal ann­ars um mik­il­vægi þess að koma á virkri sam­keppni, í sam­ræmi við sam­keppn­is­lög - þá var umræða um þessi mál ekki lokið með neinni skýrri nið­ur­stöðu, en mein­ing­ar­mun­ur­inn var aug­ljós.

For­ystu­fólk flokk­anna mat það svo að ekki yrði lengra kom­ist, þar sem mik­ill og almennur áherslu­munur milli flokk­anna kall­aði á mikla mála­miðl­un­ar­vinnu. Við­mæl­endur Kjarn­ans hrósuðu Pírötum fyrir góða verk­stjórn, og svo virt­ist sem þeirra helst vopn - þvert á það sem margir héldu fyrir kosn­ingar - kæmi þarna í ljós; hæfi­leik­inn til að miðla málum og horfa á álita­málin út frá bestu lausn í hvert og eitt skipti.

Hvað ger­ist næst?

For­ysta Fram­sókn­ar­flokks­ins hefur beðið á hlið­ar­lín­unni und­an­farnar sex vikur og sé mið tekið af því hvernig atkvæðin skipt­ust í kosn­ing­un­um, og hvernig röðin hefur verið í stjórn­ar­mynd­un­ar­til­raunum til þessa, þá gæti Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, freistað þess að nýta nú tæki­færið og reyna að mynda rík­is­stjórn. Þar kemur helst sam­starf Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins til greina, eins og stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­urnar hafa þró­ast. Innri átök í Fram­sókn­ar­flokknum á 100 ára afmæl­is­ári flokks­ins hafa sjaldan verið meiri og hefur flokk­ur­inn varla kom­ist neitt að valda­þráðunum í við­ræð­unum til þessa. 

Í við­tali við RÚV í gær sagði Sig­urður Ingi að mik­il­væg­ast væri að ljúka vinn­unni í þing­inu og klára fjár­lög­in, en eins og staða mála væri þá yrði tím­inn milli jóla og nýárs mögu­lega nýttur til að stilla saman strengi. Vafa­lítið reyna flokk­arnir þó áfram til þrautar að ná saman rík­is­stjórn, en erfitt að sjá hvernig mynstrið verður eftir það sem á undan er geng­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None