Gerum gott betra

Kjarninn birtir pistla eftir fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi í lok ársins 2016. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Auglýsing

Árið 2016 líður senn undir lok og eftir stendur minn­ing um sér­stakt ár fyrir ýmsa hluta sak­ir. Þetta var ár íslensks íþrótta­fólks. Hvort sem litið er til fót­boltaliða, körfu­boltaliða, fim­leika­fólks, sund­fólks eða golfara. Íþrótta­fólkið og þjóðin eru að upp­skera og fram­tíðin er björt. Hér á landi er haldið vel utan um íþrótta­iðkun barna og ung­linga. Almennt hafa börn tæki­færi til að sýna hvað í þeim býr. Starfið er skipu­lagt af fólki með þekk­ingu, reynslu og brenn­andi áhuga. Allir fá þjálfun við hæfi og tæki­færi til að spila á vell­in­um. Þess vegna er íslenskt íþrótta­fólk að ná fram­úr­skar­andi árangri. Æfingin skapar meist­ar­ann.

Hér á Íslandi þurfum við ekki að ótt­ast að það góða sam­fé­lag sem við höfum mótað og höldum uppi verði sprengt ofan af okk­ur. Hér ríkir frið­ur. Því miður á það ekki við hjá öll­um. Í sept­em­ber 2015 fór ég til Líbanon og kann­aði aðstæður Sýr­lend­inga í flótta­manna­búð­um. Það var átak­an­legt að upp­lifa von­leysið og finna þá þrá hjá fólk­inu að geta snúið heim. Snúa heim til þess lífs sem fólkið lifði. Það þarf að hugsa vel og lengi til þess að geta sett sig í þessi spor. Ef kippt væri undan okkur heim­ilum okk­ar, vinnu, skóla­sókn barna og sundrað þeim hópi fólks sem við elsk­um. Í flótta­manna­búð­um, þar sem fólk lifir ekki mann­sæm­andi lífi, hefur fólk ekki mögu­leika á að koma sér út úr ömur­legum aðstæð­um. Eðli máls­ins sam­kvæmt velur fólk sér ekki þá stöðu að vera flótta­maður – það er neytt í þær aðstæð­ur.

Við Íslend­ingar eigum að setja hlut­ina meira í sam­hengi, vera þakk­lát fyrir það hvað við höfum það gott og þá stað­reynd að hafa öll þau tæki­færi til að gera enn bet­ur. Þegar við horfum á jarð­kringl­una sjáum við þá for­rétt­inda­stöðu sem við Íslend­ingar erum í. Fyrir það eigum við að vera þakk­lát. Við eigum líka að reyna skilja hvers vegna og verja þá stöðu. Sér­stak­lega þegar hátíð ber að garði og við stöldrum við, með fólk­inu sem okkur þykir vænt um og njótum tím­ans sam­an. Jólin eru mörg­um, því mið­ur, átak­an­legur tími. Sumir eiga hvergi húsa­skjól, sitja í fang­elsi, aðrir syrgja ást­vini eða glíma við erfið veik­indi. Við eigum að hugsa til þeirra.

Auglýsing

Fyrir mig verða þessi jól ljúfsár. Á meðan fjöl­skyldan borðar saman jóla­mál­tíð­ina mun ég sitja yfir tveggja mán­aða dóttur minni sem dvelur nú á fimmtu viku á spít­ala vegna kíg­hósta. Við for­eldr­arnir skiptum með okkur kvöld­inu svo eldri sonur okkar fái stund með okkur báð­um. Þetta er verk­efnið okkar og þá er ekk­ert annað að gera en að fara í gegnum það. Við glímum nefni­lega öll við okkar verk­efni. En jólin verða ljúfsár því ég er lánsöm. Ég á góða fjöl­skyldu og sterkt bak­land. Það hafa ekki all­ir. Og litla dóttir mín verður hraust aftur á nýju ári.

***

Á und­an­förnum miss­erum hafa efna­hags­málin tekið stakka­skipt­um. Það er vöxtur hvert sem litið er og íslensk heim­ili hafa notið meiri kaup­mátt­ar­aukn­ingar en dæmi eru um. Ísland er orðið nettó lán­veit­andi til útlanda. Láns­hæf­is­ein­kunn rík­is­sjóðs hefur hækkað umtals­vert og fyr­ir­sjá­an­legt er að bank­arnir munu halda áfram að bæta kjör sín sem gerir þeim mögu­legt að fjár­magna íslenskt atvinnu­líf í erlendri mynt. Þetta er mik­il­vægt, m.a. vegna þess að Ísland hefur eign­ast þriðju stoð­ina í verð­mæta­sköp­un, ferða­þjón­ustu. Því miður hefur fjöldi fólks hér á landi upp­lifað það á eigin skinni hvernig er að skulda í einni mynt en hafa tekjur í annarri. Það má ekki ger­ast að við förum í gegnum þá æfingu aftur með öfugum for­merkj­um.

Íslenska ríkið er alltof stór eig­andi að fjár­mála­kerf­inu og ber þ.a.l. mestu áhætt­una af því. Það þarf að fá botn í umræð­una um aðkomu rík­is­sjóðs að fjár­mála­starf­semi. Marka þarf skýra stefnu. Banka­kerfið er aftur orðið stórt hlut­falls­lega og bank­arnir þrír í sam­eig­in­legri mark­aðs­ráð­andi stöðu að mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Á sama tíma kallar Kaup­höll eftir virk­ari fyr­ir­tækja­skulda­bréfa­mark­aði. Taka má undir það, enda aug­ljóst að með slíkum mark­aði dreif­ist áhættan af fjár­mögnun fyr­ir­tækja á fleiri aðila en banka­kerf­ið, sem í dag er að langstærstu leyti í eigu rík­is­sjóðs.

Ánægju­legt er að sjá að unnið er að fjár­mögnun líf­eyr­is­kerf­is­ins. Á sama tíma er mik­il­vægt að sjóð­irnir geti og muni fjár­festa meira erlendis en verið hefur til að dreifa áhættu. Til þess að slá tvær flugur í einu höggi ætti að greiða það fram­lag með hluta af gjald­eyr­is­forð­an­um. Verk­efnin framundan eru m.a. að marka fram­tíð­ar­stefnu um það hvernig þjóðin ætlar að fjár­magna upp­bygg­ingu inn­viða til fram­tíðar og hvernig við ætlum að mæta því hvernig þjóðin er að eld­ast með til­heyr­andi áskor­un­um. Teikna þarf upp skýra fram­tíð­ar­sýn í ferða­þjón­ustu á Íslandi. Með auknum straumi ferða­manna er gengið á ýmsa inn­viði auk þess sem við­haldi og fram­kvæmdum er á sumum stöðum ábóta­vant. Leita þarf skyn­sam­legra leiða til að ferða­menn taki þátt í þeim kostn­aði sem upp­bygg­ingu inn­viða fylg­ir. Við þurfum að vera enn betur í stakk búin til að taka vel á móti ferða­mönn­um.***

Það eru und­ar­legir tímar í íslenskum stjórn­mál­um. Reyndar eru und­ar­legir tímar í stjórn­málum víð­ar. Ísland er í góðri stöðu og hér er fram­tíðin björt, sé rétt haldið á spil­um. Það er því sér­stakt að upp­lifa hversu erfitt virð­ist vera að mynda starf­hæfa rík­is­stjórn. Á milli stjórn­mála­flokka sem sæti eiga á Alþingi ríkir sam­staða um mörg stór mál. Við getum deilt um aðferð­ina við að gott betra en við erum sam­mála um að heil­brigð­is­kerfi verður að vera öllum opið og það þarf að vera öfl­ugt. Við erum sam­mála um að menntun er for­senda fram­fara og þar viljum við bæta okk­ur. Við vitum líka öll að við­hald og upp­bygg­ing í sam­göngu­málum eru brýn verk­efni. Við viljum öll að sam­eig­in­legir sjóðir greiði fyrir örygg­is­net fyrir þá sem það þurfa.

Við þurfum að skapa verð­mæti til að eiga fyrir þeim verk­efnum sem við viljum að hið opin­bera ráð­stafi fjár­munum okkar í. Efna­hags­mál eru nefni­lega vel­ferð­ar­mál. Nið­ur­greiðsla opin­berra skulda er for­senda frek­ari upp­bygg­ingar til lengri tíma á Íslandi. Árið 2017 er áætlað að ríkið muni greiða um 69 millj­arða í vaxta­kostn­að, nota mætti þá fjár­muni í grunn­þjón­ustu og lækkun skatta. Stöð­ug­leika verður við­haldið með öguðum rík­is­fjár­málum og festu í fram­kvæmd. Í stöð­ugu efna­hags­um­hverfi sem býr við ein­faldar og fyr­ir­sjá­an­legar leik­reglur virkj­ast kraftur fólks­ins í land­inu. Því það er fólkið í land­inu sem skapar verð­mætin ekki stjórn­mála­menn. Þessi verð­mæti standa svo undir grund­vallar lífs­kjörum okkar allra, menntun og vel­ferð.

Ég lít björtum augum á kom­andi ár og þau verk­efni sem bíða okkar Íslend­inga. Stjórn­málin eru ófyr­ir­sjá­an­leg – eins og lífið sjálft. Mörg verk­efnin verða erfið en það sem er ein­hvers virði í líf­inu krefst áreynslu. Við þurfum að til­einka okkur að röfla minna og greina hismið frá kjarn­an­um. Við þurfum að vera hrein­skipt­in, stað­föst, jákvæð og ákveð­in. Og muna að við getum verið þakk­lát fyrir svo margt.

Gleði­lega hátíð.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilja að þú fáir þér ís með Netflix áhorfinu
Netflix og ísframleiðandinn Ben & Jerry's hafa tekið höndum saman. Þau vilja að fólk fá sér ís með Netflix áhorfinu.
Kjarninn 19. janúar 2020
Íslendingar, náttúra, hálendi og hreindýr
Jakob S. Jónsson fjallar um Öræfahjörðina, sögu hreindýra á Íslandi.
Kjarninn 19. janúar 2020
Arnheiður Jóhannsdóttir
Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu
Kjarninn 19. janúar 2020
Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.
Kjarninn 19. janúar 2020
Ævintýri Harrys og Meghan: Valdi prinsessuna fram yfir konungsríkið
Þau voru dýrkuð og dáð. Hundelt og áreitt. Loks fengu þau nóg. Margt í sögu Harrys Bretaprins og Meghan Markle rímar við stef úr Grimms-ævintýrum. En þetta er ekki leikur heldur lífið, sagði prinsinn er hann óttaðist um líf konu sinnar.
Kjarninn 19. janúar 2020
Ertu örugglega danskur ríkisborgari?
Hann er sjötugur arkitekt, hefur frá barnsaldri búið í Danmörku, aldrei komist í kast við lögin og ætíð átt danskt vegabréf. Nú á hann á hættu að verða vísað frá Danmörku.
Kjarninn 19. janúar 2020
Hvenær við borðum hefur áhrif á heilsufar okkar
Hlutfall einstaklinga sem glíma við offitu í Bandaríkjunum hefur farið úr 15 í 40 prósent á rúmum 40 árum. Að vaka og borða þegar fólk ætti frekar að sofa gæti haft meiri áhrif á þyngd en það að borða óhollan mat á matmálstíma.
Kjarninn 18. janúar 2020
Misbrestasamur meistari
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Meistarann og Margarítu sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.
Kjarninn 18. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None