Á fyrsta degi mínum í starfi sem aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna liggur eitt mál þungt á hjarta mínu.
Hvernig getum við komið fólki til hjálpar sem flækt er í net átaka og líður gríðarlegar þjáningar af völdum styrjaldas sem ekki sér fyrir endann á?
Ráðist er að óbreyttum borgurum með banvænu afli. Konur, börn og karlar eru drepin og særð, neydd til að yfirgefa heimili sín, rænd eignum og skilin eftir bjargarlaus. Engu er eirt; hvorki sjúkrahúsum né neyðaraðstoð á leið til bágstaddra
Enginn sigrar í slíkum stríðum; allir tapa. Andvirði mörg þúsund miljarða Bandaríkjadala er eytt í þeim tilgangi einum að eyðileggja heilu samfélögin og hagkerfi, og skapa vítahring tortryggni og ótta, sem erfist frá kynslóð til kynslóðar. Heilu heimshlutarnir verða óstöðugleika að bráð og ný hryðjuverkastarfsemi teygir anga sína um allan heim og snertir okkur öll.
Á Nýársdegi, bið ég ykkur öll að taka undir áramótheiti:
Setjum frið í fyrsta sæti.
Látum árið 2017 verða árið þegar við öll- borgarar, ríkisstjórnir, leiðtogar- leggjum okkur öll fram við að yfirstíga það sem skilur okkur að.
Við getum öll lagt okkar lóð á vogarskálarnar frá því að sýna samtöðu og samúð í daglegu lífi okkar, til að eiga samræðu og sýna þeim virðingu sem eru á öndverðum meiði í stjórnmálum. Frá því að koma á vopnahléi á vígvelli, til að gera málamiðlanir til að greiða fyrir pólítískum lausnum.
Friður verður að vera takmark okkar og leiðarljós.
Allt sem við stefnum að sem fjölskylda mannsins – reisn og von, framfarir og velmegun – er háð friði.
En friður er háður okkur.
Ég hvet ykkur öll til að ganga til liðs við mig í því að helga ykkur friði í dag og alla daga.
Við skulum gera árið 2017 að friðarári.
Ég þakka ykkur fyrir.
Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.