#heilbrigðismál#vímuefni

Tekinn! Hvernig leitar lögregla uppi og tekur á neysluskömmtum víðs vegar um heiminn?

Að vera tek­inn með ólög­leg vímu­efni getur valdið mik­illi streitu. Að fara á saka­skrá fyrir neyslu­skammt getur eyði­lagt frama­brautir og tæki­færi ásamt því að kosta lög­regl­una og laga­kerfið mik­inn tíma og pen­ing, allt fyrir mjög óskýrt tak­mark. Ofan á það bæt­ist við sá vandi að lögum er ekki fylgt eftir á sama hátt í mis­mun­andi menn­ing­ar­heimum og oft eru skekkjur innan sama sam­fé­lags tengt efna­hag og kyn­þætti þeirra sem eru tekn­ir. Meira að segja er stundum mis­mun­andi refs­ing fyrir mis­mun­andi útgáfur af sama vímu­efn­inu. Sem dæmi má nefna að í Banda­ríkj­unum er refs­ing fyrir vörslu á krakk kóka­íni 18 sinnum hærri en fyrir venju­legt kóka­ín, þetta er EFTIR breyt­ingar sem voru gerðar árið 2010 sem áttu að jafna þetta út, því áður voru refs­ing­arnar um 100 sinnum hærri fyrir krakk. Mis­mikið er lagt upp úr því að finna fólk með vímu­efni á sér, sum lönd eru hrifn­ari af  “til­vilj­ana­kennd­um” vímu­efna­próf­unum og leit­ar­hundum en önnur lönd.  Þar að auki er refs­ing fyrir vörslu neyslu­skammta mis­mun­andi, það getur verið við­vör­un, sekt, saka­skrá, fang­els­is­vist eða vera skot­inn á göt­unni eins og hefur tíðkast upp á síðkastið í Fil­ips­eyjum. Með svona mikla dreif­ingu á aðferð­um, er merki­legt að ekki skuli vera til meira af gögnum um hvað er líkt og ólíkt milli aðferða mis­mun­andi landa. Hvaða lönd nota hunda eða til­vilj­ana­kenndar vímu­efna­próf­an­ir, hversu oft er fólk sem notar vímu­efni stoppað og leitað á þeim. Þetta er eitt­hvað sem GDS2017 ætlar að leggja áherslu á.

Í sam­vinnu við Dr Caitlin Hug­hes, afbrota­fræð­ing og vímu­efna­lög­gjafasér­fræð­ing í Háskól­anum í New South Wales, Ástr­al­íu, ætlum við að gera fyrstu þver­sniðsat­hug­unar (e. cross-­sect­ional) rann­sókn­ina með inn­sæi í tíðni afskipta lög­reglu á notkun ólög­legra vímu­efna um allan heim, hver áherslan er og hversu alvar­legar aðferðir eru not­aðar ásamt því að skoða hvaða breytur spá fyrir um háa tíðni afskipta lög­reglu af fólki sem notar vímu­efni eftir t.d. aldri, kyni og kyn­þætti.

Aðal­á­hersla verður lögð á það hvort fólk hafi lent í lög­reglu með leit­ar­hundum síð­asta árið (í hvaða aðstæðum sem er), hvort það hafi verið stoppað og leitað á þeim og hvort það hafi verið hand­tekið fyrir vímu­efna­tengd brot. Einnig verður skoðað hverjir hafa fengið við­vörun eða ábend­ingu um hvar má leita hjálpar í stað refs­ing­ar.

Auglýsing

Að skilja hvernig vímu­efna­lög eru notuð um allan heim, á tímum mik­illa breyt­inga í lög­gjöf og tækni getur verið mik­il­vægt til að hjálpa stjórn­völdum að skoða aðrar aðferðir og greina hvaða leiðir eru sann­gjarnastar og mann­leg­ast­ar. Fyrir lögum ættu allir að vera jafn­ir. En við vitum að áhrif laga eru ekki þau sömu á alla og dag­lega upp­lifa þús­undir manns lögin á annan hátt. 

Þannig ef þú hefur verið stopp­aður af hundi eða lent í leit af hendi lög­reglu og hugs­að “lenda allir í þessu?” eða “hefði þetta gerst ef ég byggi í öðru land­i?” skaltu taka nokkrar mín­útur og deila þinni reynslu á Global Drug Sur­vey svo við getum skoðað hvernig lög­regla, yfir allan heim, kýs að takast á við vímu­efna­not­end­ur.

Þýð­ing: Baldur Jón Gúst­afs­son, Full­trúi Global Drug Sur­vey á Íslandi.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja ekki hafa fund með Ólafi opinn
Brynjar Níelsson víkur úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í Búnaðarbankamálinu, en tjáir sig um það við Fréttablaðið í dag. Hann er þeirrar skoðunar að fundur með Ólafi Ólafssyni ætti ekki að vera opinn almenningi og fjölmiðlum.
28. apríl 2017 kl. 15:01
Gunnar Smári Egilsson
Ingi Freyr: Gunnar Smári gaf starfsfólki ranga mynd af stöðu Fréttatímans
Gunnar Smári Egilsson sannfærði starfsfólk um það í febrúar síðastliðnum að rekstur Fréttatímans væri tryggður, og talaði fólk ofan af því að taka öðrum starfstilboðum. Á þeim tíma hafði ekki verið greitt í lífeyrissjóði fyrir starfsfólk í nokkra mánuði.
28. apríl 2017 kl. 13:45
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Manndráp í beinni á Facebook Live
28. apríl 2017 kl. 13:00
Óttarr Proppé er heilbrigðisráðherra.
Þyrftum að útskrifa tvöfalt fleiri heimilislækna
Síðustu ár hafa að meðaltali átta heimilislæknar útskrifast á Íslandi. Þeir þyrftu að vera tæplega tvöfalt fleiri. Stjórnvöld þurfa að grípa inn í til að ekki verði skortur á næstu árum. Skortur er í fleiri sérgreinum, til dæmis geðlæknisfræðum.
28. apríl 2017 kl. 11:37
Ari Trausti Guðmundsson
Ríkisfjármálaáætlun fellur á loftslagsprófi
28. apríl 2017 kl. 10:07
Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt hlut Glitnis í Stoðum.
Ekkert gefið upp um sölu á hlut Glitnis í Stoðum
Forstjóri Glitnis HoldCo var ekki tilbúinn að svara spurningum um sölu á hlut félagsins í Stoðum.
28. apríl 2017 kl. 9:00
Verðmiðinn á stoðtækjafyrirtækinu Össuri er nú tæplega 220 milljarðar króna. Össur er, ásamt Marel, langsamlega vinsælasta fyrirtækið á íslenska markaðinum.
Rekstur Össurar heldur áfram að vaxa og dafna
Forstjóri Össurar segir reksturinn á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa gengið vel.
28. apríl 2017 kl. 8:00
Ármann Þorvaldsson tekur við af Sigurði Atla Jónssyni sem forstjóri Kviku.
Ármann sagður taka við stjórnartaumunum hjá Kviku
Sigurður Atli Jónsson er hættur störfum hjá Kviku banka og Ármann Þorvaldsson, hefur verið stjórnandi hjá Virðingu, er sagður vera að taka við sem forstjóri, samkvæmt fréttum Vísis og Viðskiptablaðsins.
27. apríl 2017 kl. 23:04
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar