Fyrr á þessu ári fékk ég nokkra félaga frá hinum ýmsu löndum í heimsókn. Þetta voru skynsamir, menntaðir og löghlýðnir menn á fimmtugsaldri með mismunandi menningarbakgrunn og tónlistarsmekk. Saman voru þeir á leið á tónlistarhátíð í sveitum Bretlands. Þótt ég vissi að þeir ættu það til að fá sér í glas, vissi ég líka að sumir þeirra höfðu sóst í breiðari hóp vímuefna og ákvað ég því að spyrja þá hvort þeir ætluðu að taka einhver önnur vímuefni á hátíðinni. Ég ákvað að segja þeim frá hækkandi styrk á MDMA pillum undanfarin ár (200-300 mg) og að þeir ættu að passa sig, jafnvel láta skoða styrkleika þeirra, ef þeir hefðu það í huga. Þeir horfðu hissa á mig og sögðust vera allt of gamlir fyrir örvandi efni. Cholesterol, hár blóðþrýstingur og aukið magaummál gerði notkun kókaíns eða örvandi efna í töfluformi of áhættusama og stressandi. Ég skil sagði ég, þannig bara bjór? Já eiginlega, sögðu þeir, en með því að taka lítinn skammt af sveppum á sérstökum tilefnum, má kalla fram góða vellíðan og orku fyrir kvöldið. Í alvöru? Spurði ég. Já, sögðu þeir, smáskammta víma (e. low dose trip) er með betra vali á vímuefnum fyrir okkur gamlingjana, öruggt, kunnuglegt og skemmtilegt.
Þeir voru ekki að þessu til að finna tengingu við innri manneskju eða til að fá ofskynjanir, heldur til að hafa smá áhrif á skynfærin sín. Þegar það kemur að ofskynjunarlyfjum, sem og flestum vímuefnum, skiptir skammtastærðin öllu. Það er auðvelt að gleyma því að flest hefðbundin ofskynjunarlyf, ásamt því að virkja 5HT2 viðtaka heilans (serotonin viðtaka), eykur einnig losun monoamines (boðefnin dopamine og noradrenaline) eins og örvandi vímuefni gera. Því er ekki óalgengt að fólk sem tekur of mikið af ofskynjunarefnum fari á bráðamóttökuna vegna hræðslu við hraðan púls og aukna örvun sem það bjóst ekki við.
Nýlega hefur orðið aukning í að taka mjög litla skammta (micro-dosing) af LSD til að auka frammistöðu í vinnu og skapandi hugsun (eitthvað sem GDS2017 ætlar meðal annars að einbeita sér að í ár) og því teljum við mikilvægt að skoða betur notkun á mjög litlum skömmtum (micro-dosing) af ofskynjunarefnum til skemmtunar. Þannig ef þú ert byrjaður að grána, hárið byrjað að þynnast og þú sækir frekar í gömlu plöturnar en danstónlist, þá viljum við heyra frá þér!
Endilega taktu þér tíma í heimsins stærstu gagnasöfnun um vímuefnanotkun hér.
Þýðing: Baldur Jón Gústafsson, Fulltrúi Global Drug Survey á Íslandi.