Traust er ekki sjálfgefið

Auglýsing

Þegar ég mætti, á fyrstu dögum minnar þing­mennsku, í hús Alþingis urðu margir til þess að óska mér til ham­ingju með þing­sæt­ið, þeirra á meðal Bjarni Bene­dikts­son. Við höfum ávallt heilsast, sjá­andi hvor ann­an, en aldrei ræðst við svo heit­ið ­get­ur. Ég hef eflaust gagn­rýnt hann nokkrum sinnum í marg­vís­legum stjórn­mála­skrifum und­an­far­inna ára. Meðal ann­ars, minnir mig, fyrir að upp­lýsa ekki fyrir fram um þau aflands­fé­laga­tengsl sem hann hefur ekki þurft að gjalda fyr­ir. Ég tek fram að ég get ekki greint hvernig það hefði verið með sem rétt­lát­ustum hætti, í stóru eða smáu, og veit vel að kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins höfðu ekk­ert sér­stakt að athuga við þau né skýr­ingar Bjarna á þeim og sínum hreina skildi í þeim efn­um. Gott og vel, þannig eru stjórn­mál hér á eynn­i. 

Þegar á þing er komið verður að slíðra ýmis bit­laus eða beitt sverð og huga að öllum útgáfum stjórn­ar­mynd­unar sam­kvæmt þing­bundna lýð­ræð­inu sem við höfum kosið okkur og hefðir hafa jafn­vel orðið til um. Þar þarf tölu­vert traust að mynd­ast (fyrir utan mál­efna­sam­stöðu og mála­miðl­an­ir). Ég hugs­aði sem svo að ef til vill þyrftum við Bjarni að standa nær hvor öðrum en áður og jafn­vel víla og díla, með sam­herjum hans, um mál­efni, hvert svo sem það myndi leiða. Þannig eru stjórn­mál hér á eynni. Traust til hans hug­leiddi ég aldrei djúpt vegna þess að snert­ing Vinstri grænna og Sjálf­stæð­is­flokks­ins fór ekki fram úr sam­tölum for­manna. Allt­ént gaf ég hon­um sjens vel yfir með­al­lag, á meðan ekki reyndi frekar á traust­ið. Það finnst mér eðli­legt og á jákvæðum nót­um.

Umbeðin og umdeild skýrsla, eins konar lík­inda- eða stærð­argráðu­út­reikn­ingur á alvar­leika aflands­græðginnar og skattsvika, var pöntuð til þess að auðga umræð­una um þessi mál­efni. Það segir Bjarni Bene­dikts­son sjálfur í við­tal við RÚV. Hún var og er ekki lokuð skýrsla. Hún átti ekki að ganga fyrst til þing­nefndar sem fjall­aði um hana áður en almenn­ingur fengi að sjá hana; einmitt póli­tísku og efna­hags­legu umræð­unnar vegna. Auð­vitað átti hún að lenda sam­tímis í höndum alls Alþingis sem okkar allra utan þess. Þar eru engin manna­nöfn, engar við­kvæmar upp­lýs­ing­ar, eng­ar sund­ur­lið­anir með heitum aflands­fé­laga; hvergi leynd­ar­mál að því ég best veit. Þess vegna er engin leið til að afsaka þá gjörð ráð­herr­ans að kynna sér ekki efnið fyrr en 5. okt. eða leggja skýrsl­una ekki fram þegar eftir 13. sept­em­ber (og einka­kynn­ingu fyrir hann sem næst þeim deg­i). Fyr­ir­sláttur um vöntun á yfir­lestri og umræðum í efna­hags- og við­skipta­nefnd gengur heldur ekki upp. Margir fundir voru um mán­að­ar­skeið í síð­ustu nefnd og ný nefnd hefur starfað vikum sam­an. Hins vegar má leggja fram afsök­un­ar­beiðni fyrir að hafa sagt ósatt um ein­hvern við­burð á tíma­lín­unni og fá hana tekna til greina svo langt sem orða­lag hennar um óná­kvæmni leyf­ir. Hitt er jafn ljóst að ósann­sögli og dráttur á að opin­bera skýrsl­una benda til ásetn­ings um að leyna plagg­inu fram yfir kosn­ing­ar, jafn­vel fram yfir myndun rík­is­stjórn­ar. Hefði þessi fjöl­mið­ill hér ekki aug­lýst eftir því og svo aðrir fjöl­miðlar og ein­stak­ling­ar, væri hún kannski enn óséð utan ráðu­neyt­is, með hvítt­uðu kápuna.

Auglýsing

Mér þykir það leitt en ég verð að lýsa von­brigðum mínum með að Bjarni Bene­dikts­son hafi brugð­ist trausti mínu meðan ég stund­aði fram­boðsvinn­una í októ­ber. Þá hefði ég viljað hafa lesið skýrsl­una. Hann hefur brugð­ist trausti mínu eftir að ég tók sæti á þing­inu og ræddi til dæmis fjár­lög, skatt­heimtu og efna­hags­legar for­sendur til umbóta í heil­brigð­is-, mennta-, vel­ferð­ar- og sam­göngu­mál­um. Fjöldi svik­inna millj­arða skiptir þar máli. Loks hefur hann brugð­ist trausti mínu á að aukið gegn­sæi hefði nú betra gengi en áður á öllum sviðum þings­ins og í sam­fé­lag­inu, líkt og við flest sækj­umst eft­ir, og minnst er á í stefnu­yf­ir­lýs­ingu nýrrar rík­is­stjórn­ar. 

Umboðs­maður Alþingis kannar á næst­unni, fyrir til­stuðlan Svan­dísar Svav­ars­dóttur (VG), hvernig með­ferð skýrsl­unnar rímar við siða­reglur ráð­herra. Hver sem nið­ur­staða hans verð­ur, er rétt að vona að lær­dómur af veg­ferð plaggs­ins kenni okkur betri vinnu­brögð.

Höf­undur er þing­mað­ur VG í Suð­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None