Bjartsýni á tímum síðkapítalisma

peningar
Auglýsing

Íslend­ingar og aðrir íbúar vest­urs­ins standa frammi fyrir óviss­ari fram­tíð en margan hefði grunað á fæð­ing­ar­dag­inn minn. Helstu hnatt­rænu vanda­mál þeirra gömlu góðu tíma (1993) voru temmi­lega fjar­stæðu­kennd.  Menn gátu aðal­lega valið á milli kjarn­orku­styrj­aldar eða ein­hvers­konar far­sótt­ar. Stuttu seinna lædd­ist þó svo­lítið inn í sam­fé­lags­vit­und­ina sem vís­inda­menn höfðu vitað af lengi: Lofts­lags­breyt­ing­ar. Í lofts­lags­málum hef ég velkst síðan í menntó, lík­ast til af ein­skærri for­vitni, frekar en ein­hverjum sér­legum áhyggjum eða vænt­um­þykju í garð plánet­unn­ar. Eitt hefur orðið mér ljóst, að ekk­ert, í sögu manns­ins, er sam­bæri­legt lofts­lags­breyt­ingum af völdum manns­ins. „Lofts­lags­breyt­ingar og kjarn­orku­vá“, segja menn, „bara eitt­hvað ­dóma­dags­bull“. Til­hugs­unin er fyrir mér hlægi­leg, að líkja þessu tvennu sam­an, en kannski er ég bara með skrýt­inn húmor.

Enn í dag sjá margir hlut­ina öðru­vísi en ég, og skrifa meira að segja kannski um sjón­ar­mið sín í blöðin við góðar und­ir­tekt­ir. Hin­ir ít­ur­vöxn­u fjár­mála­mó­gúlar þessa góða lands hafa þó hags­munum að gæta, og auð­vitað ber að sýna því virð­ingu. En ekki aðeins í blöð­unum hef ég fundið fyrir mót­læti við þessum veru­leika sem við stöndum frammi fyr­ir. Í partíi núna um dag­inn lenti ég einmitt á tali við fjöl­skyldu­faðir úr Vest­ur­bænum sem þótti heldur mikið gert úr þessum dóms­dag­spæl­ingum lofslags­manna í fréttum núorð­ið. 

Í ein­feldni minni datt mér í raun ekki í hug að þróun mála yrði öðru­vísi en svo: Við­ur­kenn­ing manna á lofts­lags­breyt­ingum af völdum manna myndi aukast í takt við síaukin ummerki þeirra í umhverf­inu. Ég hafði ekki gert ráð fyrir háþró­aðri sjálf­björg­un­ar­við­leitni manns­ins. Hún snýr ­nefni­lega á sjálfa sig! Til að bjarga huga og lík­ama frá óæski­legu magni nei­kvæðra hugs­ana kýs und­ir­með­vit­undin að skipta út glat­aðri heims­mynd fyrir heims­mynd sem rúmar allt það góða í líf­inu: Hund­inn minn, bíl­inn minn, fyr­ir­tækin mín og allar utan­lands­ferð­irn­ar. Það er ­nefni­lega ­miklu skemmti­legra að vera bjart­sýnn! Þannig bjargar hug­ur­inn sér frá nei­kvæðni, en dæmir ófáa til dauða, menn og dýr. Fyrir upp­götvun mína á þessu magn­aða fyr­ir­bæri hef ég enn ekki hlot­ið Nóbel, en ég held í von­ina, með bjart­sýn­ina að leið­ar­ljósi. Sumum okkar þykir erfitt að lifa í heimi sem býður ekki góðan dag­inn á morgn­ana og réttir fram rjúk­andi kaffið með bros á vör. En hvað er heim­ur­inn í raun annað en til­bún­ingur hug­ans, ein­stakur til­bún­ingur hvers og eins, sem slökkva má eins og kerti. Það er dauð­inn, hinn raun­veru­legi heimsend­ir. Ef heim­ur­inn er í koll­inum á manni getur maður kannski líka stuggað aðeins við hon­um, velt honum aðeins á hlið­ina, til hægri eða vinstri. En hvað taka menn til ráða þegar skúra­skýi bregður fyr­ir, lofts­lags­breyt­ing­ar, og það vill ein­fald­lega ekki víkja. Umræðan tekur ekki enda, og fram­tíðin verð­ur­ sí­fellt ­myrk­ari. Þá má kannski bara blása ský­inu burtu eins og Kári vinur okkar gerir á tíð­um. Við erum ­nefni­lega guðir í okkar per­sónu­lega heimi. Þrumu­ský lofts­lags­breyt­inga fýkur burt á byr sjálfs­blekk­ingar og sól­in ­skín á ný í Óla­landi og ég get keypt mér eins marga jeppa og mér sýn­ist.

Auglýsing

Mér ber að hirða um eigin geð­heilsu, ekki vil ég missa vit­ið. En hvað þá með allar þessar óþægi­legu stað­reynd­ir? Sumir eru svo heppnir að geta horft á þær upp engj­ast í öllum sínum dýrð­legu óþæg­indum með köldum áhuga barns sem skoðar rotn­andi máf á strönd­inni. En öðrum býður við og líta burt. Bara að eitt­hvað tæki afstöðu fyrir mann, ábyrgt for­eldri sem þekkir syndir heims­ins svo að maður þurfir þess ekki sjálf­ur. Þannig er hlut­unum háttað í Kína, þar sem að rík­is­stjórnin þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hljóta end­ur­kjör á fjög­urra ára fresti. Það gerir henni kleift að líta mun lengra fram, sex­tíu ár eru við­mið þar í bæ. Lands­stjórar eystra kosta til gríð­ar­legum fjár­munum til að færa til betri vegar iðnað lands­ins, og auka þannig eilítið vel­megun fram­tíð­ar­þegna Kína. Þrátt fyrir að ágóð­inn sé vart í aug­sýn þegar bæt­urnar eru kost­að­ar. Ótrú­legar aðgerðir þar í landi til að sporna við útblæstri koltví­sýr­ings eiga sér ekki for­dæmi. Í beinni þver­stöðu við vöggu nútíma­líð­ræð­is­ins í vestri sem kýs kap­ítal yfir fram­tíð kyn­slóð­anna, með Andrés Orms­tungu í for­ystu. Í Kína er það ekki á ábyrgð ein­stak­lings­ins að sporna við lofts­lags­breyt­ing­um, heldur er það sam­fé­lagið í heild sem axlar ábyrgð­ina sam­an. Mér líkar ágæt­lega það frelsi sem ég nýt hér í borg ótt­ans. En prik skal Kína fá fyrir að gera það sem eng­inn annar gat. Þar þyrfti ég ekki að hirða eins um skúra­skýin í Óla­landi, því að hinn sam­fé­lags­legi raun­veru­leiki tekur það á sig fyrir mig að setja upp hreinsi­búnað á kola­strompana í rign­ing­unni. Ég, hinn kín­verski þegn, gæti ein­fald­lega lifað í þeirri sátt að til­heyra sam­fé­lagi sem við­ur­kennir lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum án ­mála­miðl­ana. 

En ég er ekki svo hepp­inn að búa í Kína. Marx hafði kannski nokkuð til síns máls, eða kannski er það eins að segja að stjórn­ar­far Kína á tutt­ug­ustu og fyrstu öld­inni hafi eitt­hvað með þann forna rússa að gera og að þakka Marconi fyr­ir iPhone 7, eða þá að þakka Adam Smith fyrir lög­leysu villta fjár­mála­vest­urs­ins. Adam bless­að­ur, sem hélt því ávalt fram að ef hinn frjálsi mark­aður ætti að virka, skyldu allri til­einka sér nægju­semi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None