Borðar þú enn þá kjöt?

Auglýsing

Reglu­lega er ég spurður að því í jóla­boðum og á öðrum manna­mót­um:

Ertu enn þá vegan?

Fyrir mér er þessi spurn­ing svipuð og fyrir fólk sem reykti ekki árið 1960 hefur lík­lega feng­ið. “Ertu ennþá hættur að reykja?”

Þegar þú ert í minni­hluta­hóp er sífelld pressa á þér að vera eins og hinir og ef þú ert öðru­vísi þá þarftu að rétt­læta það fyrir mörgum í kringum þig. Dæmi um slíkt er spurn­ingin sem margir spyrja mig, af hverju ertu vegan. Þú myndir ekki spyrja Gunnu frænku þína af hverju giftistu Jóa. Þegar þú spyrð út í lífs­stíl eða stóra lífs­á­kvörðun væri umburð­ar­lynd­ara að spyrja hvernig kynntistu Jóa eða hvernig varðstu vegan.

Hjarð­hegðun er leiðin til stöðn­unar en ekki fram­fara

Auð­veldasta ákvörðun hverju sinni er að fylgja meiri­hlut­anum og efast ekki um eigin gjörðir á meðan maður fylgir hjörð­inni. Gall­inn við slíka hjarð­hegðun er að fram­farir í sið­ferðis og rétt­læt­is­málum verða til í minni­hluta sem breið­ist svo út. Fámennir hópar hafa því í gegnum tíð­ina verið kveikjan að upp­færslu í sam­fé­lag­inu. Það er því til dæmis mjög mikið eins og þú sért stýri­kerf­ið Windows 95 ef þú hlærð að Aktí­vegan fólk­inu sem mót­mælir fyrir utan Slát­ur­fé­lag Suð­ur­lands. “Djöf­uls­ins vit­leys­ing­ar”, hugsar sumt fólk “og svo ganga þau í úlpum með loð­kraga” en áttar sig ekki á að í dag er hægt að fá föt sem líta út eins og þau séu úr ull, loð­feldi eða leðri en eru úr gervi­efn­um. 

Auglýsing

Að vera vegan er upp­lýst ákvörð­un, þú þarft að kynna þér allar hliðar og vera með allt þitt á hreinu ef þú ætlar að ger­ast vegan og verða öðru­vísi en um 97,5 % þjóð­ar­inn­ar.

Kjötát er sjaldn­ast upp­lýst ákvörðun

Þeir sem borða kjöt eru ekki verri mann­eskjur en aðrir og að vera vegan gerir þig ekki að betri mann­eskju. Nauð­syn­legt er að geta rætt sið­fræði þeirrar venju að borða kjöt á 21. öld­inni út frá ólíkum sjón­ar­hornum án þess að dæma fólk.

Kjötát er sjaldn­ast upp­lýst ákvörð­un. Þú fæð­ist inn í sam­fé­lag þar sem mat­ur­inn kemur úr mat­vöru­versl­unum í fínum pakkn­ing­um. Þú lærir um krútt­legu dýrin í sveit­inni og kannski fékkstu að eiga gælu­dýr eins og lít­inn krútt­legan hund. 

Á aðfanga­dag situr fjöl­skyldan við mat­ar­borðið og hámar í sig ham­borg­ar­hrygg. Þú tengir samt ekki hvernig lífið var hjá svín­inu sem er á borði fjöl­skyld­unn­ar. Færð ekki að heyra um þröngu bás­ana sem svínin þurftu að vera í, hve líf­tími þeirra var stuttur eða hvernig þeim var slátrað og hve mikil skelf­ing það var þegar svínið átt­aði sig á að eitt­hvað hræði­legt væri að fara að ger­ast.

Teg­unda­for­dómar móta alla umræðu um dýrasið­fræði

Það er inn­byggt í okkar sam­fé­lag ­teg­und­ar­hyggja. Að velja krútt­leg dýr sem gælu­dýr og mis­nota hin í okkar þág­u. 

Í síð­ustu viku fór fram árs­fundur Sið­fræði­stofn­unar þar sem umræðu­efnið var Dýrasið­fræði á 21. öld­inni. Í pall­borðsum­ræður var ein­ungis fengið fólk sem styður við ­teg­und­ar­hyggju en eng­in vegan. Nið­ur­staðan var því í takt við hjörð­ina, höldum áfram að drepa sum dýr en reynum að láta þeim líða vel áður en við drepum þau. 

Ein grund­vallar kenn­ing sið­fræði gengur út á það að ef gjörð þín á að vera sið­ferði­lega rétt þarf hún um leið að geta orðið að almennri reglu.

Með kjöt­áti og dýra­iðn­aði sam­þykkir þú því t.d. að:

Hund­ur, kött­ur, kan­ína og hestur og önnur dýr megi fá sömu með­ferð og kjötið sem þú ert að borða. Myndi það vera í lagi að láta hund lifa við sömu aðstæður og kjúkling­ur­inn sem er á mat­ar­borð­inu?

Mjólk­urbú sem safnar saman hunda­mjólk ætti að vera jafn eðli­legt sið­ferði­lega og kúa­mjólk­ur­bú.

Annað algengt sjón­ar­horn í sið­fræði er að horfa á hags­muni heild­ar­inn­ar. Stærstu hags­munir mann­kyns eru að vinna gegn gróð­ur­húsa­á­hrifum og eyð­ingu regn­skóga. Það er erfitt að finna jafn áhrifa­ríka leið fyrir ein­stak­ling í að vinna gegn þessu tvennu og að skipta yfir í vegan lífs­stíl. Fæðu­fram­leiðsla fyr­ir vegan ein­stak­ling losar um helm­ingi lægra magn af koltví­oxíði, not­ast við 1/11 af olíu­magni, 1/13 af vatns­magni og 1/18 af land­svæði borið saman við matar­æði þeirra sem borða kjöt.

Eitt kröfu­harð­asta sjón­ar­hornið í sið­fræði fjallar um dygð­ir. Út frá því getum við spurt okk­ur:

Ber það merki um góðan karakter að láta drepa fyrir sig sum dýr til matar þegar þú þarft ekki á því að halda? 

Er það gott for­dæmi að láta drepa fyrir sig þá sem eru minni mátt­ar til að geta notað lík­ama þeirra?

Í bók­inni Eat­ing Animals er sið­ferðis sjón­ar­hornið víkkað út til að reyna að fá okkur til að horfa út fyrir kass­ann. Þar er spurt ef hingað koma geim­verur sem eru okkur æðri í vits­munum er þá orðið eðli­leg­ast að þau noti okkur í mat­væla­fram­leiðslu?

Auð­vitað er þetta lang­sótt dæmi en ef við ætlum að halda því fram að mann­kynið sé æðra í vits­munum en aðrar teg­undir ættum við að sýna gott for­dæmi og sneiða fram hjá allri neyslu og nýt­ingu dýra­af­urða.

Höf­undur er mark­aðs­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None