Borðar þú enn þá kjöt?

Auglýsing

Reglu­lega er ég spurður að því í jóla­boðum og á öðrum manna­mót­um:

Ertu enn þá vegan?

Fyrir mér er þessi spurn­ing svipuð og fyrir fólk sem reykti ekki árið 1960 hefur lík­lega feng­ið. “Ertu ennþá hættur að reykja?”

Þegar þú ert í minni­hluta­hóp er sífelld pressa á þér að vera eins og hinir og ef þú ert öðru­vísi þá þarftu að rétt­læta það fyrir mörgum í kringum þig. Dæmi um slíkt er spurn­ingin sem margir spyrja mig, af hverju ertu vegan. Þú myndir ekki spyrja Gunnu frænku þína af hverju giftistu Jóa. Þegar þú spyrð út í lífs­stíl eða stóra lífs­á­kvörðun væri umburð­ar­lynd­ara að spyrja hvernig kynntistu Jóa eða hvernig varðstu vegan.

Hjarð­hegðun er leiðin til stöðn­unar en ekki fram­fara

Auð­veldasta ákvörðun hverju sinni er að fylgja meiri­hlut­anum og efast ekki um eigin gjörðir á meðan maður fylgir hjörð­inni. Gall­inn við slíka hjarð­hegðun er að fram­farir í sið­ferðis og rétt­læt­is­málum verða til í minni­hluta sem breið­ist svo út. Fámennir hópar hafa því í gegnum tíð­ina verið kveikjan að upp­færslu í sam­fé­lag­inu. Það er því til dæmis mjög mikið eins og þú sért stýri­kerf­ið Windows 95 ef þú hlærð að Aktí­vegan fólk­inu sem mót­mælir fyrir utan Slát­ur­fé­lag Suð­ur­lands. “Djöf­uls­ins vit­leys­ing­ar”, hugsar sumt fólk “og svo ganga þau í úlpum með loð­kraga” en áttar sig ekki á að í dag er hægt að fá föt sem líta út eins og þau séu úr ull, loð­feldi eða leðri en eru úr gervi­efn­um. 

Auglýsing

Að vera vegan er upp­lýst ákvörð­un, þú þarft að kynna þér allar hliðar og vera með allt þitt á hreinu ef þú ætlar að ger­ast vegan og verða öðru­vísi en um 97,5 % þjóð­ar­inn­ar.

Kjötát er sjaldn­ast upp­lýst ákvörðun

Þeir sem borða kjöt eru ekki verri mann­eskjur en aðrir og að vera vegan gerir þig ekki að betri mann­eskju. Nauð­syn­legt er að geta rætt sið­fræði þeirrar venju að borða kjöt á 21. öld­inni út frá ólíkum sjón­ar­hornum án þess að dæma fólk.

Kjötát er sjaldn­ast upp­lýst ákvörð­un. Þú fæð­ist inn í sam­fé­lag þar sem mat­ur­inn kemur úr mat­vöru­versl­unum í fínum pakkn­ing­um. Þú lærir um krútt­legu dýrin í sveit­inni og kannski fékkstu að eiga gælu­dýr eins og lít­inn krútt­legan hund. 

Á aðfanga­dag situr fjöl­skyldan við mat­ar­borðið og hámar í sig ham­borg­ar­hrygg. Þú tengir samt ekki hvernig lífið var hjá svín­inu sem er á borði fjöl­skyld­unn­ar. Færð ekki að heyra um þröngu bás­ana sem svínin þurftu að vera í, hve líf­tími þeirra var stuttur eða hvernig þeim var slátrað og hve mikil skelf­ing það var þegar svínið átt­aði sig á að eitt­hvað hræði­legt væri að fara að ger­ast.

Teg­unda­for­dómar móta alla umræðu um dýrasið­fræði

Það er inn­byggt í okkar sam­fé­lag ­teg­und­ar­hyggja. Að velja krútt­leg dýr sem gælu­dýr og mis­nota hin í okkar þág­u. 

Í síð­ustu viku fór fram árs­fundur Sið­fræði­stofn­unar þar sem umræðu­efnið var Dýrasið­fræði á 21. öld­inni. Í pall­borðsum­ræður var ein­ungis fengið fólk sem styður við ­teg­und­ar­hyggju en eng­in vegan. Nið­ur­staðan var því í takt við hjörð­ina, höldum áfram að drepa sum dýr en reynum að láta þeim líða vel áður en við drepum þau. 

Ein grund­vallar kenn­ing sið­fræði gengur út á það að ef gjörð þín á að vera sið­ferði­lega rétt þarf hún um leið að geta orðið að almennri reglu.

Með kjöt­áti og dýra­iðn­aði sam­þykkir þú því t.d. að:

Hund­ur, kött­ur, kan­ína og hestur og önnur dýr megi fá sömu með­ferð og kjötið sem þú ert að borða. Myndi það vera í lagi að láta hund lifa við sömu aðstæður og kjúkling­ur­inn sem er á mat­ar­borð­inu?

Mjólk­urbú sem safnar saman hunda­mjólk ætti að vera jafn eðli­legt sið­ferði­lega og kúa­mjólk­ur­bú.

Annað algengt sjón­ar­horn í sið­fræði er að horfa á hags­muni heild­ar­inn­ar. Stærstu hags­munir mann­kyns eru að vinna gegn gróð­ur­húsa­á­hrifum og eyð­ingu regn­skóga. Það er erfitt að finna jafn áhrifa­ríka leið fyrir ein­stak­ling í að vinna gegn þessu tvennu og að skipta yfir í vegan lífs­stíl. Fæðu­fram­leiðsla fyr­ir vegan ein­stak­ling losar um helm­ingi lægra magn af koltví­oxíði, not­ast við 1/11 af olíu­magni, 1/13 af vatns­magni og 1/18 af land­svæði borið saman við matar­æði þeirra sem borða kjöt.

Eitt kröfu­harð­asta sjón­ar­hornið í sið­fræði fjallar um dygð­ir. Út frá því getum við spurt okk­ur:

Ber það merki um góðan karakter að láta drepa fyrir sig sum dýr til matar þegar þú þarft ekki á því að halda? 

Er það gott for­dæmi að láta drepa fyrir sig þá sem eru minni mátt­ar til að geta notað lík­ama þeirra?

Í bók­inni Eat­ing Animals er sið­ferðis sjón­ar­hornið víkkað út til að reyna að fá okkur til að horfa út fyrir kass­ann. Þar er spurt ef hingað koma geim­verur sem eru okkur æðri í vits­munum er þá orðið eðli­leg­ast að þau noti okkur í mat­væla­fram­leiðslu?

Auð­vitað er þetta lang­sótt dæmi en ef við ætlum að halda því fram að mann­kynið sé æðra í vits­munum en aðrar teg­undir ættum við að sýna gott for­dæmi og sneiða fram hjá allri neyslu og nýt­ingu dýra­af­urða.

Höf­undur er mark­aðs­fræð­ing­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None