Borðar þú enn þá kjöt?

Auglýsing

Reglu­lega er ég spurður að því í jóla­boðum og á öðrum manna­mót­um:

Ertu enn þá vegan?

Fyrir mér er þessi spurn­ing svipuð og fyrir fólk sem reykti ekki árið 1960 hefur lík­lega feng­ið. “Ertu ennþá hættur að reykja?”

Þegar þú ert í minni­hluta­hóp er sífelld pressa á þér að vera eins og hinir og ef þú ert öðru­vísi þá þarftu að rétt­læta það fyrir mörgum í kringum þig. Dæmi um slíkt er spurn­ingin sem margir spyrja mig, af hverju ertu vegan. Þú myndir ekki spyrja Gunnu frænku þína af hverju giftistu Jóa. Þegar þú spyrð út í lífs­stíl eða stóra lífs­á­kvörðun væri umburð­ar­lynd­ara að spyrja hvernig kynntistu Jóa eða hvernig varðstu vegan.

Hjarð­hegðun er leiðin til stöðn­unar en ekki fram­fara

Auð­veldasta ákvörðun hverju sinni er að fylgja meiri­hlut­anum og efast ekki um eigin gjörðir á meðan maður fylgir hjörð­inni. Gall­inn við slíka hjarð­hegðun er að fram­farir í sið­ferðis og rétt­læt­is­málum verða til í minni­hluta sem breið­ist svo út. Fámennir hópar hafa því í gegnum tíð­ina verið kveikjan að upp­færslu í sam­fé­lag­inu. Það er því til dæmis mjög mikið eins og þú sért stýri­kerf­ið Windows 95 ef þú hlærð að Aktí­vegan fólk­inu sem mót­mælir fyrir utan Slát­ur­fé­lag Suð­ur­lands. “Djöf­uls­ins vit­leys­ing­ar”, hugsar sumt fólk “og svo ganga þau í úlpum með loð­kraga” en áttar sig ekki á að í dag er hægt að fá föt sem líta út eins og þau séu úr ull, loð­feldi eða leðri en eru úr gervi­efn­um. 

Auglýsing

Að vera vegan er upp­lýst ákvörð­un, þú þarft að kynna þér allar hliðar og vera með allt þitt á hreinu ef þú ætlar að ger­ast vegan og verða öðru­vísi en um 97,5 % þjóð­ar­inn­ar.

Kjötát er sjaldn­ast upp­lýst ákvörðun

Þeir sem borða kjöt eru ekki verri mann­eskjur en aðrir og að vera vegan gerir þig ekki að betri mann­eskju. Nauð­syn­legt er að geta rætt sið­fræði þeirrar venju að borða kjöt á 21. öld­inni út frá ólíkum sjón­ar­hornum án þess að dæma fólk.

Kjötát er sjaldn­ast upp­lýst ákvörð­un. Þú fæð­ist inn í sam­fé­lag þar sem mat­ur­inn kemur úr mat­vöru­versl­unum í fínum pakkn­ing­um. Þú lærir um krútt­legu dýrin í sveit­inni og kannski fékkstu að eiga gælu­dýr eins og lít­inn krútt­legan hund. 

Á aðfanga­dag situr fjöl­skyldan við mat­ar­borðið og hámar í sig ham­borg­ar­hrygg. Þú tengir samt ekki hvernig lífið var hjá svín­inu sem er á borði fjöl­skyld­unn­ar. Færð ekki að heyra um þröngu bás­ana sem svínin þurftu að vera í, hve líf­tími þeirra var stuttur eða hvernig þeim var slátrað og hve mikil skelf­ing það var þegar svínið átt­aði sig á að eitt­hvað hræði­legt væri að fara að ger­ast.

Teg­unda­for­dómar móta alla umræðu um dýrasið­fræði

Það er inn­byggt í okkar sam­fé­lag ­teg­und­ar­hyggja. Að velja krútt­leg dýr sem gælu­dýr og mis­nota hin í okkar þág­u. 

Í síð­ustu viku fór fram árs­fundur Sið­fræði­stofn­unar þar sem umræðu­efnið var Dýrasið­fræði á 21. öld­inni. Í pall­borðsum­ræður var ein­ungis fengið fólk sem styður við ­teg­und­ar­hyggju en eng­in vegan. Nið­ur­staðan var því í takt við hjörð­ina, höldum áfram að drepa sum dýr en reynum að láta þeim líða vel áður en við drepum þau. 

Ein grund­vallar kenn­ing sið­fræði gengur út á það að ef gjörð þín á að vera sið­ferði­lega rétt þarf hún um leið að geta orðið að almennri reglu.

Með kjöt­áti og dýra­iðn­aði sam­þykkir þú því t.d. að:

Hund­ur, kött­ur, kan­ína og hestur og önnur dýr megi fá sömu með­ferð og kjötið sem þú ert að borða. Myndi það vera í lagi að láta hund lifa við sömu aðstæður og kjúkling­ur­inn sem er á mat­ar­borð­inu?

Mjólk­urbú sem safnar saman hunda­mjólk ætti að vera jafn eðli­legt sið­ferði­lega og kúa­mjólk­ur­bú.

Annað algengt sjón­ar­horn í sið­fræði er að horfa á hags­muni heild­ar­inn­ar. Stærstu hags­munir mann­kyns eru að vinna gegn gróð­ur­húsa­á­hrifum og eyð­ingu regn­skóga. Það er erfitt að finna jafn áhrifa­ríka leið fyrir ein­stak­ling í að vinna gegn þessu tvennu og að skipta yfir í vegan lífs­stíl. Fæðu­fram­leiðsla fyr­ir vegan ein­stak­ling losar um helm­ingi lægra magn af koltví­oxíði, not­ast við 1/11 af olíu­magni, 1/13 af vatns­magni og 1/18 af land­svæði borið saman við matar­æði þeirra sem borða kjöt.

Eitt kröfu­harð­asta sjón­ar­hornið í sið­fræði fjallar um dygð­ir. Út frá því getum við spurt okk­ur:

Ber það merki um góðan karakter að láta drepa fyrir sig sum dýr til matar þegar þú þarft ekki á því að halda? 

Er það gott for­dæmi að láta drepa fyrir sig þá sem eru minni mátt­ar til að geta notað lík­ama þeirra?

Í bók­inni Eat­ing Animals er sið­ferðis sjón­ar­hornið víkkað út til að reyna að fá okkur til að horfa út fyrir kass­ann. Þar er spurt ef hingað koma geim­verur sem eru okkur æðri í vits­munum er þá orðið eðli­leg­ast að þau noti okkur í mat­væla­fram­leiðslu?

Auð­vitað er þetta lang­sótt dæmi en ef við ætlum að halda því fram að mann­kynið sé æðra í vits­munum en aðrar teg­undir ættum við að sýna gott for­dæmi og sneiða fram hjá allri neyslu og nýt­ingu dýra­af­urða.

Höf­undur er mark­aðs­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None