Auglýsing

Ný rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar er tekin við og hennar bíða erfið verk­efni, eins og ávallt þegar ný stjórn tekur við stjórn­ar­taumun­um. Í rík­is­stjórn­inni er einn ráð­herra af lands­byggð­inni, Krist­ján Þór Júl­í­us­son, en aðrir hafa sínar rætur fyrst og fremst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (sé Akra­nes þar tekið með í reikn­ing­inn). Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisnar og nýr fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kemur úr Norð­aust­ur­kjör­dæmi en hann er Reyk­vík­ing­ur, fyrst og fremst. 

Eðli­legar áhyggjur

Það er eðli­legt að fólk á lands­byggð­inni hafi af þessu áhyggjur en ástæðu­laust er að ætla stjórn­inni fyr­ir­fram að sinna henni illa. Það er auð­velt að benda á efna­hags­legt mik­il­vægi þess að á Íslandi blóm­stri mann­líf og atvinnu­líf á lands­byggð­inni, til sjávar og sveita, en sjaldan hefur það verið mik­il­væg­ara en nú. Upp­gangur ferða­þjón­ust­unnar er að vissu leyti opin­berun á því hversu miklu skiptir að hlúa að lands­byggð­inni og hinum dreifð­ari byggð­um. Nátt­úruperlur og þjóð­garð­ar. Allt er þetta hluti af heild sem hugsa þarf um af heil­indum og virð­ingu. Aðgans­stýr­ing á þétt setin og vin­sæl svæði er til dæmis mál sem þarf að leysa far­sæl­lega sem allra fyrst.

Í þessu sam­hengi bein­ist kast­ljósið að sam­göng­um. Í stjórn­ar­sátt­mál­anum segir meðal ann­ars þetta: „Rík­is­stjórnin mun stuðla að upp­bygg­ingu á innvið­um sam­fé­lags­ins, sam­göng­um, heil­brigð­is- og mennta­kerfi og kraft­miklu og sam­keppn­is­hæfu atvinnu­lífi fyrir íbúa um land allt.“ Þetta er stór og mikil full­yrð­ing eins og oft má segja um stjórn­ar­sátt­mála, þá er text­inn opinn í báða enda og engar útfærslur boð­að­ar.

Auglýsing

Merki­legar upp­lýs­ingar

Vega­gerðin birti á dög­unum upp­lýs­ingar um umferð­ar­þunga á hring­veg­inum á síð­asta ári og má með sanni segja að þær hafi verið athygl­is­verð­ar. Ekki er annað að sjá en að mik­ill vöxtur í ferða­þjón­ustu komi glögg­lega fram í umferð­ar­töl­un­um, því umferð­ar­þung­inn jókst um mikið á árinu 2016 sam­an­borið við árið 2015.

Mikill umferðarþungi hefur verið á hringveginum og aukning mikil milli ára, eins og sést á þessari mynd frá Vegagerðinni.Í umsögn Vega­gerð­ar­innar um umferð­ar­töl­urnar segir meðal ann­ars. „Árið 2016 var algert metár í umferð­inni á Hring­veg­inum en umferðin jókst um ríf­lega 13 pró­sent sem er gríð­ar­lega mikil aukn­ing á einu ári. Aukn­ingin er nærri tvö­föld á við aukn­ing­una sem næst kemur á milli áranna 2006 og 2007 sem var 6,8 pró­sent. Aldrei fyrr hafa jafn­margir bílar farið um mæli­punkta Vega­gerð­ar­innar á Hring­veg­in­um. Sama á við um nýlið­inn des­em­ber­mánuð en umferðin jókst um ríf­lega 21 pró­sent í mán­uð­inum og hefur umferð yfir vetr­ar­mán­uð­ina auk­ist gríð­ar­lega sem lík­lega má fyrst og fremst rekja til auk­innar vetr­ar­ferða­mennsku. Umferðin í des­em­ber 2016 jókst gríðar mikið en nið­ur­staðan varð rúm­lega 21% aukn­ing árið 2016 miðað við sama mánuð árið 2015.  Þetta er mesta aukn­ing mill des­em­ber mán­uða frá því að þessi sam­an­tekt hófst.  Um­ferð jókst á öllum lands­svæðum en lang­mest mæld­ist aukn­ingin um mæli­snið á Aust­urlandi eða um tæp­lega 52%.  Minnst jókst umferð um mæli­snið um og í grennd við höf­uð­borg­ar­svæðið eða um 18%.“

Það má svo nefna það einnig, að umferð utan hring­veg­ar­ins og innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, hefur einnig auk­ist mikið og litlu minna en á hring­veg­in­um, hlut­falls­lega. Það má meðal ann­ars nefna að umferð á Vest­fjörðum hefur auk­ist um 120 pró­sent frá árinu 2005 þrátt fyrir að fólks­fækkun hafi verið við­var­andi vanda­mál á þessu fal­lega svæði sem ferða­menn sækja sífellt meira.

Þessar tölur gefa til­efni til þess að ætla, að end­ur­hugsa þurfi fjár­fest­ingar í sam­göng­um. Einkum og sér í lagi vegna þess­arar gjör­breyttu stöðu sem komin er upp vegna auk­inna umsvifa ferða­þjón­ustu. Vega­gerðin hefur bent á það ítrek­að, að nauð­syn­legt sé að huga að við­haldi þannig að ekki verði til mikil vanda­mál og kostn­að­ar­auki að lok­um. Nú er svo komið að þetta þarfn­ast allt end­ur­skoð­un­ar.

Stórar tölur

Ekki er langt síðan að Skúli Mog­en­sen, for­stjóri WOW Air, benti á það á að lík­lega þyrfti að fjár­festa í bættum sam­göngum fyrir 100 til 200 millj­arða króna á næstu árum. Stórar töl­ur, vissu­lega, en hags­mun­irnir eru líka miklir fyrir hag­kerf­ið. Upp­bygg­ing ferða­þjón­ust­unnar hefur breytt hag­kerf­inu og upp­söfnuð þörf í inn­viða­fjár­fest­ingum er orðin veru­lega mik­il.

Töl­urnar frá Vega­gerð­inni benda til þess að sam­göngu­á­ætlun stjórn­valda sé ekki nógu metn­að­ar­full. Von­andi mun ný rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar skoða þessi mál vel núna. Fljótt á litið gæti það orðið mikið mál fyrir rík­is­stjórn­ina að mynda góða teng­ingu við lands­byggð­ina. Von­andi verður horft eftir hags­munum sem þar liggja og þar eru sam­göngu­mál ofar­lega á blaði.

Eng­inn gerir lítið úr því að staðan sé snúin þegar að þessu kem­ur. Helsti áhættu­þátt­ur­inn í hag­kerf­inu er ofhitnun þar sem gengið hefur styrkst stöðugt með miklu gjald­eyr­is­inn­streymi, ekki síst frá ferða­mönn­um. Gangi spár eftir þá mun sú þróun vafa­lítið halda áfram.

Hið opin­bera þarf því að velja fjár­fest­ing­ar­verk­efni sín vel til að hjólin snú­ist ekki of hratt. Hinn breytti veru­leiki þegar kemur að auknum umferð­ar­þunga ætti að vekja ráða­menn til umhugs­unar um að huga að stór­bættum sam­göng­um. Sagan sýnir að þær leysa oft efna­hag­s­krafta úr læð­ingi og skila sér alltaf marg­falt til baka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None