Veðurfar og lífsstíll: Erfitt að ríma saman

Auglýsing

Eftir að land byggð­ist hafa veð­ur­fars­sveiflur ein­kennt íslenskt veð­ur­far. Hlý­indi, svipuð og nú, voru við upp­haf byggð­ar. Svo gekk mjög langt og kalt tíma­bil yfir, síðan urðu snörp hlý­indi 1920-1967, kuldar í rúm 20 ár og loks mjög hröð hlýnun á ný. Hún stendur enn yfir. Sé litið þús­undir ára aftur í tím­ann, eða hund­ruð þús­undir ára, er líka að finna ummerki um smáar og miklar veð­ur­fars­breyt­ing­ar. Slíkar sveiflur eru hluti af fram­vindu nátt­úr­unn­ar. Þær eiga sér marg­ar, sam­þættar orsak­ir.

Nútíma sam­fé­lög hafa orðið til og stækkað mjög hratt á skömmum tíma. Tuttug­asta öldin ein­kennd­ist lengi af sæmi­lega stöð­ugu veð­ur­fari sem þau gátu aðlag­ast. Lofts­lag hlýn­aði lengst af fremur hægt, sé horft fram hjá stað­bund­inni kólnun hér og hvar, en ekki til veru­legra óþæg­inda. Síð­ustu tvo til þrjá ára­tugi hefur allt í einu orðið breyt­ing á. Veð­ur­far hlýnar óvenju hratt og einna hrað­ast á norð­ur­slóð­um. Helstu rekj­an­legar skýr­ingar eru auk­in, upp­söfnuð loft­mengun af ýmsu tagi, hröð magnaukn­ing svo­nefndra gróð­ur­húsagasa og hnign­un, gjör­breyt­ing eða eyð­ing gróð­ur­lend­is, eftir því hvar borið er nið­ur. Hvað er að ger­ast og hvað ert til ráða?

Gróð­ur­húsa­loft­teg­undir og áhrif þeirra

Hvorki súr­efni né nit­ur, sem eru aðal­efni loft­hjúps­ins, halda hita að jörð­inni. Það gera hins vegar og til dæmis vatns­gu­fa, koldí­oxíð (koltví­sýr­ing­ur, sam­band súr­efnis og kolefn­is) og metan (sam­band vetnis og kolefn­is). Þessi efni eru mjög áhrifa­mikil þótt þau séu í litlum mæli í loft­inu (koldí­oxíð nær um 0,04%) vegna þess að þau hækka með­al­hita­stig á jörð­inni og gera hana byggi­lega. Ella væri frost allt árið í Evr­ópu.

Auglýsing

Hringrás efna

Vatn gufar upp af jörð­inni og úr sjó. Vatns­gu­fan þétt­ist og fellur sem úrkoma en vatnið rennur í sjó, ofan- eða neð­an­jarð­ar. Koldí­oxíð losnar úr jörð­inni í eld­gosum og á jarð­hita­svæð­um, kemur frá líf­verum (við öndum því t.d. frá okk­ur) og losnar við bruna (tré, kol og olía) eða efna­veðrun bergs á yfir­borði jarð­ar. En loft­teg­undin binst líka í miklum mæli. Jurtir binda hana með ljóstil­lífun og losa súr­efni. Gríð­ar­legt magn binst í höf­um, um þriðj­ungur alls magns sem losn­ar. Metan losnar t.d. frá spen­dýrum og úr rotn­andi, líf­rænum leif­um, einnig úr sífrera sem þiðn­ar. Í heild verður til flókin kolefn­is­hringrás. Hún við­heldur völtu jafn­vægi, án áhrifa manns­ins, milli los­unar og bind­ingar – með sveiflum af því nátt­úran er ekki kyrr­stæð. Til dæmis getur aukin sól­geislun valdið upp­sveiflu í hitafari á allri jörð­inni, og öfugt.

Stærstu lofts­lags­sveifl­urnar

Fyrir 2-3 milljón árum hófst nýtt veð­ur­fars­skeið á jörð­inni (um orsakir verður ekki fjöl­yrt hér) sem við köllum ísöld. Að minnsta kosti 20 sinnum hefur hita­stig lækkað mikið og jöklar og ís þakið mest allt norð­ur­hvel jarð­ar. Slík jök­ul­skeið standa í allt að 100.000 ár. Á milli þeirra hækkar hita­stigið hratt og ástandið verður svipað og við þekkjum nú. Slík hlý­skeið eru 10.000-30.000 ára löng og þá er meira um gróð­ur­húsa­loft­teg­undir í lofti en á jök­ul­skeið­um. Okkar hlý­skeið hefur staðið í um 11.000 ár og því mun næsta örugg­lega ljúka í fjar­lægri fram­tíð. Á hlý­skeiðum verða ávallt lofts­lags­breyt­ingar og það á raunar líka við um jök­ul­skeið­in. Tvær öfl­ugar jök­ul­fram­rásir ein­kenna svo­kall­aðan síð­jök­ul­tíma (frá ca. fyrir 14.300 árum þar til fyrir um 10.000 árum). Loka­hlýnun inn í nútím­ann varð afar hröð.

Koldí­oxíð eykst

Hægt er að kanna koldí­oxíð­inni­hald lofts langt aftur í tím­ann, t.d. í bor­kjörnum úr jökl­um. Það hefur breyst á ýmsa vegu á hund­ruð þús­undum ára. Núna er inni­haldið óvenju hátt og hærra en það hefur verið á hlý­skeiði okk­ar, og raunar lengur en það, í að minnsta kosti 500.000 ár. Auk þess eykst magnið í lofti hraðar en áður, ef marka má ýmis mæli­gögn. Mæl­ingar sýna að á rúmri hálfri öld hefur það auk­ist um a.m.k. 20% en það tíma­bil ein­kennd­ist af mik­illi og snar­auk­inni losun efn­is­ins vegna þess að menn hafa brennt æ meira elds­neyti úr efnum sem féllu til við kolefn­is­bind­ingu fyrir langa löngu og voru grafin í jörð með litlum áhrifum á and­rúms­loft­ið. Heild­ar­losun er orðin afar mik­il, skiptir all­mörgum millj­örðum tonna af koldí­oxíði ári.

Óþægi­leg við­bót

Kolefn­iselds­neyti úr jörð (kol, gas, olía) er notað aðal­lega við mestan hluta raf­orku­fram­leiðslu heims­ins, til hit­unar og við flutn­inga og sam­göng­ur. Brun­inn bætir árlega að lág­marki um 15 og 20% við nátt­úru­lega losun koldí­oxíðs, sem nemur fáeinum tugum millj­arða tonna ári í kolefn­is­hringrásinni. En kolefn­is­bind­ingin hefur ekki undan þannig að þessi árlega aukn­ing, af stærð­argráðunni nokkrir millj­arðar tonna, verður í veru­legum mæli eftir í loft­inu og er nú 400 millj­ón­ustu hluta marki koldí­oxíðs náð (400 ppm). Og þótt aukn­ingin hafi komið fram á þriðja aukastaf eftir kommu í mæli­töl­unni (hún er í pró mill flokkn­um!), dugar við­bótin til veru­lega auk­inna gróð­ur­húsa­á­hrifa, ásamt með öðrum efn­um, t.d. vatns­eim í lofti og met­ani.

Minni bind­ing – hærra hita­stig

Margt hjálp­ast að við að rýra bind­ingu koldí­oxíðs. Þegar hafið hitn­ar, binst minna af loft­teg­und­inni. Og enn frem­ur: Gróður með hárri bindi­getu í flestum heims­álfum er á und­an­haldi. Í stað nýrra og gam­alla skóga kemur lágróð­ur, skamm­líf­ir, runna- og olíu­pálma­lundir eða akr­ar. Flat­ar­mál gróð­ur­lendis í heild minnkar og eyði­merkur stækka vegna upp­blást­urs og stað­bund­inna þurrka, en menn leggja undir sig fleiri athafna­svæði. Við hækk­andi hita­stig gufar meira upp af vatni með til­heyr­andi gróð­ur­húsa­á­hrif­um. Losun met­ans eykst vegna fleiri hús­dýra, bráðnun á sífrera­svæðum og mik­illa leifa rotn­andi efnis frá mönn­um. Allt veldur þetta hlýnun and­rúms­lofts­ins eða ýtir þétt undir nátt­úru­lega upp­sveiflu, ef svo ber und­ir. Um leið bendir allt til þess að höfin súrni hægt og bít­andi. Hækkað sýru­stig veldur öllum líf­verum sem inni­halda kalk vax­andi vand­ræð­um; kóröll­um, skel­dýrum og kalk­þör­ung­um, svo eitt­hvað sé nefnt.

Aukin orku­þörf

Mann­kynið stækkar hratt og kröfur um hraðan hag­vöxt eru því miður of ein­dregnar og allt of fáir átta sig á því að önnur við­mið hag­sældar en hreinn hag­vöxt­ur, mældur í pen­ing­um, þurfa að verða ofan á. Auk þess eru helstu auð­lindir jarð­ar­búa tak­mark­aðar og end­ur­nýt­ing of lít­il. Þrátt fyrir vax­andi orku­fram­leiðslu án los­unar gróð­ur­húsagasa (vatns­afl, jarð­hiti, vind­ur, kjarn­orka o.fl.) er ekk­ert lát á auk­inni orku­fram­leiðslu með kolefn­iselds­neyti, eins þótt olía og gas komi í stað kola.

Lífs­stíll í iðn­ríkj­unum er afar orku­frek­ur, mark­aðs- og fjár­magns­vaxt­ar­hyggja ríkj­andi og íbúar þró­un­ar­landa óska sér betra lífs í þeim anda. Þeir ýmist leita þess sama og tíðkast í helstu iðn­ríkjum eða berj­ast við sár­ustu fátækt, eftir því hvar borið er nið­ur. Ótal margir íbúar þró­un­ar­landa geta ekki notað næga vist­væna orku­gjafa og ganga um of á gróður í löndum sín­um. Allt leiðir þetta til auk­innar heild­ar­los­unar þrátt fyrir til­raunir til að tak­marka hana.

Orku­fram­leiðsla veldur 60-70% los­unar koldí­oxíðs á heims­vísu.

Er allt í lagi?

Stundum heyr­ist í fólki sem telur ástandið eðli­legt, segir hlýn­un­ina af nátt­úr­unnar völdum einnar og að óþarfi sé að tak­marka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frekar en orðið er. Svo afneita ein­hverjir að lofts­lag hlýni hratt. Þessar raddir hljóma á skjön við raun­veru­leik­ann. Miðað við sól­virkni und­an­far­inna ára­tuga og fyrra inni­hald gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í loft­hjúpn­um, er núver­andi staða óeðli­leg og aukn­ingin óeðli­lega hröð. Mat alþjóða­nefnda og alls þorra sér­fræð­inga á losun og bind­ingu gróð­ur­húsagasa sýnir að losun manna helstu veldur meg­in­hluta hlýn­un­ar­inn­ar, án alls skyn­sam­legs vafa. Óþæg­indi og fjár­hagstjón vegna hennar aukast með ári hverju.

Við þessar aðstæður er ekki unnt að una, aðgerð­ar­laus. Þess vegna grípa æ fleiri þjóðir til mót­væg­is­að­gerða og gera með sér alþjóða­samn­inga um þær. Mik­ill meiri­hluti sér­fræð­inga, trygg­inga­fyr­ir­tæki og fjöl­margar alþjóða­stofn­anir styðja þetta grunn­á­lit, rétt eins og það álit að meiri­hluti þekktra kolefn­iselds­neyt­is­náma verður að fá að vera ónýttur ef vel á að fara.

Staðan nú

Með­al­hiti á jörð­inni hefur hækkað um rúm­lega eitt stig á iðn­væð­ing­ar­tím­an­um. Sums staðar er hlýn­unin yfir­máta aug­ljós og nú stefnir í, án ríku­legra, nýrra og sam­hæfðra mót­væg­is­að­gerða, að hlýn­unin geti orðið 3-4 stig á heims­vísu, langt yfir það sem er talið ásætt­an­legt. Sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu má þola allt að 2 stiga hækkun á heims­vísu en vand­séð, horfi menn á við­brögðin 2016, að mark­inu verði náð nema með margefldu átaki.

Árs­með­al­hiti á Íslandi und­an­far­inna nokk­urra ára er um 1,4-1,5 stigum hærri en hann var um 1800. Árs­með­al­hit­inn leitar enn hraðar en þetta upp á við – það sem af er 21. öld­inni. Veður er laus­beisl­aðra en áður og hafís á hröðu und­an­haldi. Yfir 95% jökla á norð­ur­hveli jarðar minnka hratt. Það hækkar um 3 mm á ári í sjó og nú herðir á hækk­un­inni. Líf­ríki landa og sævar tekur hröðum breyt­ing­um. Sýru­stig hafs­ins breyt­ist til hins verra. Enda þótt sumt verki með jákvæðum hætti á okkur menn­ina, allt eftir stað­setn­ingu, eru heild­ar­á­hrifin nei­kvæð og smám saman kosta við­brögðin gíf­ur­legar fjár­hæð­ir, auk þess sem líf millj­óna­tuga og -hund­raða raskast til fram­búð­ar.

Ábyrgð manna

Ávallt er erfitt er að skilja nátt­úru­legar orsakir hækk­andi hlut­falls gróð­ur­húsagasa frá mann­gerðum orsök­um. Hitt er löngu orðið aug­ljóst: Við­bót mann­kyns dugar til að skýra lang­mest af hlýn­un­inni. Um leið og hún tekur að valda meiri vand­ræðum en gagni, er skylda okkar að aðhaf­ast hvað eina sem getur linað þessi áhrif eða, og það væri æski­legt, snúið þró­un­inni svo kyrfi­lega við að nátt­úru­legar sveiflur einar hafi lang­mest áhrif á lífs­skil­yrð­in. Sjálf­bært mann­líf er lyk­ill að fram­tíð mann­kyns á plánet­unni. Almenn­ing­ur, sér­fræð­ing­ar, stjórn­völd og fyr­ir­tæki verða að vinna saman að úrlausnum og inn­leiða vist­væna lífs­hætti alls mann­kyns miklu hraðar en nú tíðkast. Um þetta eru ríki heims sam­mála en við­brögðin enn of hæg og stór­veldin þar fremst í flokki.

Horf­urnar

Lang­tíma­spár um þróun veð­ur­fars eru mjög flóknar og fremur óviss­ar. Það liggur í eðli við­fangs­efn­is­ins og því að veð­ur­far ræðst af mörgum þáttum sem verka sam­an.

Spálíkön gera ráð fyrir allt frá 1-2 stiga hækkun með­al­hita­stig á jörðu upp í 4-5 stig á mörgum ára­tugum en engin líkön spá lækk­un. Aðeins fáir þættir eru teknir með í reikn­ing­ana og óvissa því tölu­verð en til­hneig­ingin er fylli­lega ljós: Það hlýnar fremur hratt, einkum í norðri, áfram hækkar í sjó og miklar breyt­ingar verða á líf­rík­inu. Það á að duga sem ærin ástæða til aðgerða.

Áhrifin á Íslandi og í okkar heims­hluta

Á 21. öld­inni stefnir í að veð­ur­far á Íslandi lík­ist æ meir því sem var t.d. í Skotlandi fyrir 2-3 ára­tug­um. Jöklar minnka um hluta úr pró­senti á ári. Sjór hækkar um a.m.k. 10-15 cm á hverjum ald­ar­fjórð­ungi. Kul­vísum teg­undum fjölgar í hafi og á landi, en aðrar færa sig norð­ar. Nýjar sigl­inga­leiðir opn­ast senni­lega í norðr­inu en verða lengst af erf­iðar og erfitt að tryggja öryggi þeirra. Græn­lands­jök­ull ber merki harðn­andi rýrn­un­ar. Aukin eft­ir­spurn verður eftir vist­vænni orku og vatni í norðr­inu. Þótt ekki finn­ist traust merki þess að haf­straumar breyt­ist, getur það gerst og þá með ófyr­ir­sjá­an­legum og skelfi­legum afleið­ing­um, m.a. snöggri og afdrifa­ríkri kóln­un. Súrnun hafs­ins veggur ugg og er nú þegar grein­an­leg í sjó við Ísland.

Áhrifin á heims­vísu

Vera má að sumt að því sem kann að ger­ast sé Íslend­ingum hag­fellt er annað það ekki og á heims­vísu eru mikil áhrif hlýn­unar að meiri­hluta talin nei­kvæð. Ein­ungis hækkun sjáv­ar­borðs, um 0,5-2 metra á 21. öld­inni en breyti­leg eftir svæð­um, veldur mik­illi röskun og kostn­aði.

Mót­væg­is­að­gerðir í stórum mæli­kvarða

And­spyrna, bundin í Kyoto-­sam­komu­lag­inu, var of veik til þess að gera gæfumun. En hún hófst þó með þessu skrefi en nú hafa nær allar þjóðir heims sam­þykkt betri samn­ing um frek­ari aðgerðir og ný mark­mið - Par­ís­ar­sam­komu­lagið 2015. Breytt orku­fram­leiðsla, nýjar teg­undir elds­neyt­is, breyttar sam­göng­ur, ný vel­ferð­ar­við­mið, styttri flutn­ingar um heim allan og minni orku­eyðsla er meðal þess sem verður að taka fyrir um leið og kolefn­is­bind­ing er auk­in, gróð­ur­vernd styrkt og unnið að því að útrýma fátækt, mis­rétti og örbirgð í heim­in­um. Sam­komu­lagið tryggir ekk­ert en opnar leiðir og hvet­ur.

Mót­væg­is­að­gerðir sveit­ar­fé­laga, almenn­ings­fé­laga, fyr­ir­tækja og ein­stak­linga

Á Íslandi blasa mörg verk­efni við: Meiri og mark­viss­ari gróð­ur­vernd, aukin ræktun trjáa og upp­græðsla lands, end­ur­heimt vot­lend­is, minni losun skað­legra loft­teg­unda í fram­leiðslu, frá orku­frekur iðju­verum, skipa­flota og bíla­flota, end­ur­nýt­ing hrá­efna, bættar almenn­ings­sam­göng­ur, aukin orku­sparn­að­ur, hærri kolefn­is­gjöld í öllum atvinnu­grein­um, útreikn­ingur kolefn­is­spora atvinnu­greina, lífs­fer­ils­grein­ingar fram­kvæmda (reiknuð los­un/­mengun frá öllum þáttum þjón­ustu, fram­leiðslu og mann­virkja­gerð­ar), auk­inn land­bún­aður og önnur mat­væla­fram­leiðsla heima fyr­ir, styttri vöru­flutn­ings­leiðir og vist­vænna heim­il­is­hald. Sér­hver ein­stak­lingur tel­ur, einnig hvert heim­ili sem leitar að réttum lífs­stíl. Menn spyrja: Hvað get ég gert?

Í stjórn­málum munu lofts­lags­breyt­ingar og allt er þeim fylgir lita fjöl­marga þætti.

Bjart­sýni eða…?

Sjálf­sögð við­brögð við umhverf­is­breyt­ingum eiga ekk­ert skylt við dóms­dags­spár og þaðan af síður við til­raunir til að vera “stikk­frí” frá losun meng­andi efna. Í reynd er ástæða til bjart­sýni og þá meðal ann­ars vegna auk­innar sam­vinnu ríkja í þessum efn­um. Hér á landi eykst nú brýn umræða og hlut­læg fræðsla, og fyrstu mark­mið í ljósi Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins sjást í stjórn­kerf­inu og meðal fyr­ir­tækja. Alls staðar þarf þó að spýta í lóf­ana og leggja fram magn­bundn­ar, fjár­magn­aðar áætl­an­ir! Þessar eru nokkrar for­sendur árang­urs­ríkra við­bragða ekki síður en sú krafa að stjórn­völd taki stór, fram­sækin skref en styðji þá ekki sem hafa hags­muni af því að gera sem allra minnst - eða taka þátt í olíu- og gaslinda­kapp­hlaupi á norð­ur­slóð­um.

Ég bendi á bók mína VER­ÖLD Í VANDA (Hið ísl. bók­mennta­fé­lag 2016) til frek­ari fróð­leiks og einnig bók Sig­urðar R. Gísla­sonar KOLEFN­IS­HRINGRÁSIN (Hið ísl bók­mennta­fé­lag 2012).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None