Óþarfa orðhengilsháttur

Auglýsing

Í tveimur skoð­ana­greinum í Kjarn­anum hefur Heiðar Guð­jóns­son deilt á marx­isma og marx­ista. Í sömu andrá ritað eitt og annað um lofts­lags­breyt­ing­ar. Ég læt öðrum eftir að skipt­ast á skoð­unum við Heiðar um marx­isma. Minni þó á að út­færsl­ur, túlk­anir og nýsköpun sem varða þessa stjórn­mála- og heim­speki­stefnu skipta senni­lega hund­ruð­um. Marx­istar hafa deilt inn­byrðis í vel á aðra öld. 

Hvað um það, mig langar að henda á lofti tvær setn­ingar úr síð­ari grein Heið­ars sem full­yrðir að hann afneiti ekki hnatt­rænni hlýnun af manna völd­um. Það er gott og gagn­legt - og vel­kom­inn í klúbb­inn. Önnur setn­ingin er þessi:  „Ég ... leyfði mér að benda á þá aug­ljósu stað­reynd að plöntur nær­ast á koltví­sýr­ing­i“. Hin er svona: „Mér finnst einnig blasa við að ódýr­ara sé að fást við hlýn­un­ina, með tækni og fjár­magni en að reyna að stjórna veðr­inu í fram­tíð­inn­i“.

Fyrri stað­hæf­ingin er vin­sæl meðal þeirra sem reyna að vekja vafa um alvar­legan hlut gróð­ur­húsagasa í hlýnun jarð­ar. Sú stað­reynd að plöntur nær­ast á koltví­sýr­ingi og fram­leiða við það súr­efni er meira en vel kunn. Í munni margra felst í henni sú hug­mynd að það sé nú aldeilis frá­bært. Þá, nefni­lega, á aukið magn koltví­sýr­ings í lofti, sem hækkað hefur úr 320 ppm í 400 ppm á um 60 árum, að leiða til þess að gróð­ur­far eflist. Nátt­úran betrumbæt­ist: Plöntur dafna og súr­efni eykst til handa mönnum og dýr­um. Þessi ein­feldn­ings­lega jafna gegur ekki upp í nútím­an­um. Gerði það senni­lega fyrir þús­undum eða millj­ónum ára þegar áhrif manna voru lítil sem engin og nátt­úran þró­að­ist sem slík. Þannig var koltví­sýr­ingur mun minni á jök­ul­skeiðum en hlý­skeiðum svo dæmi sé nefnt, og gróð­ur­lendin ólík.

Auglýsing

Eftir að umsvif millj­arð­anna hafa breytt vatns­bú­skap jarðar til hins verra, gjör­breytt gróð­ur­fari víða um heim og valdið eyði­merk­ur­myndun er annað uppi á ten­ingn­um. Hafið tekur upp um þriðj­ung alls koltví­sýr­ings og getan minnkar eftir því sem hlýnar meira. Gróður á landi nær ekki að dafna svo vel að upp­taka gass­ins auk­ist sem nemur hærra hlut­falli þess í lofti. Þurrkar á við­kvæmum svæðum (vegna hlýn­un­ar­inn­ar) við­halda auk­inni eyði­merk­ur­myndun. Með öðrum orð­um: Það gagn­ast okkur lítið að auka magnið úr 320 ppm í 400 ppm eða 500 ppm í þeirri von að gróður auk­ist og bindi allan mun­inn eða nái að lækka magnið niður fyrir núver­andi 405 ppm. Sam­hliða öfug­þróun gróð­ur­hulu jarðar hefur magnið auk­ist æ hraðar og getur ekk­ert breytt því nema við minnkum los­un­ina, eflum gróður með aðgerðum eða eitt­hvað það ger­ist í nátt­úr­unni sem gjör­breytir ferli hlýn­un­ar­inn­ar. Það gæti t.d. gerst ef haf­straumar breyt­ast vegna of mik­ils ferskvatns í sjó á norð­ur­hvelinu.

Seinni stað­hæf­ingin er afvega­leið­andi. Menn dreymir ekki um að reyna að stjórna veð­ur­fari. Það eru stað­lausir staf­ir. Menn dreymir um að hægja á hlýnun af völdum eigin los­unar gróð­ur­húsagasa og binda sem mest af þeim með dýrum aðgerð­um, þó ekki væri nema til að bjarga mat­væla- og vatns­öflun og koma í veg fyrir alvar­lega röskun á lífs­skil­yrðum sem allir þekkja úr umræð­unni. Það er einmitt gert með­ ­tækni­lausnum, miklu fjár­magni og með­vit­uðum aðgerðum gegn los­un­inni, eins þótt það skerði hefð­bundið lífs­mynstur mjög margra um skeið. Og eitt er víst, hvort sem eitt er ódýr­ara en annað í þessum efnum verður allt í þeim rán­dýrt.

Höf­undur er þing­mað­ur VG í Suð­ur­kjör­dæmi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None