Óþarfa orðhengilsháttur

Auglýsing

Í tveimur skoð­ana­greinum í Kjarn­anum hefur Heiðar Guð­jóns­son deilt á marx­isma og marx­ista. Í sömu andrá ritað eitt og annað um lofts­lags­breyt­ing­ar. Ég læt öðrum eftir að skipt­ast á skoð­unum við Heiðar um marx­isma. Minni þó á að út­færsl­ur, túlk­anir og nýsköpun sem varða þessa stjórn­mála- og heim­speki­stefnu skipta senni­lega hund­ruð­um. Marx­istar hafa deilt inn­byrðis í vel á aðra öld. 

Hvað um það, mig langar að henda á lofti tvær setn­ingar úr síð­ari grein Heið­ars sem full­yrðir að hann afneiti ekki hnatt­rænni hlýnun af manna völd­um. Það er gott og gagn­legt - og vel­kom­inn í klúbb­inn. Önnur setn­ingin er þessi:  „Ég ... leyfði mér að benda á þá aug­ljósu stað­reynd að plöntur nær­ast á koltví­sýr­ing­i“. Hin er svona: „Mér finnst einnig blasa við að ódýr­ara sé að fást við hlýn­un­ina, með tækni og fjár­magni en að reyna að stjórna veðr­inu í fram­tíð­inn­i“.

Fyrri stað­hæf­ingin er vin­sæl meðal þeirra sem reyna að vekja vafa um alvar­legan hlut gróð­ur­húsagasa í hlýnun jarð­ar. Sú stað­reynd að plöntur nær­ast á koltví­sýr­ingi og fram­leiða við það súr­efni er meira en vel kunn. Í munni margra felst í henni sú hug­mynd að það sé nú aldeilis frá­bært. Þá, nefni­lega, á aukið magn koltví­sýr­ings í lofti, sem hækkað hefur úr 320 ppm í 400 ppm á um 60 árum, að leiða til þess að gróð­ur­far eflist. Nátt­úran betrumbæt­ist: Plöntur dafna og súr­efni eykst til handa mönnum og dýr­um. Þessi ein­feldn­ings­lega jafna gegur ekki upp í nútím­an­um. Gerði það senni­lega fyrir þús­undum eða millj­ónum ára þegar áhrif manna voru lítil sem engin og nátt­úran þró­að­ist sem slík. Þannig var koltví­sýr­ingur mun minni á jök­ul­skeiðum en hlý­skeiðum svo dæmi sé nefnt, og gróð­ur­lendin ólík.

Auglýsing

Eftir að umsvif millj­arð­anna hafa breytt vatns­bú­skap jarðar til hins verra, gjör­breytt gróð­ur­fari víða um heim og valdið eyði­merk­ur­myndun er annað uppi á ten­ingn­um. Hafið tekur upp um þriðj­ung alls koltví­sýr­ings og getan minnkar eftir því sem hlýnar meira. Gróður á landi nær ekki að dafna svo vel að upp­taka gass­ins auk­ist sem nemur hærra hlut­falli þess í lofti. Þurrkar á við­kvæmum svæðum (vegna hlýn­un­ar­inn­ar) við­halda auk­inni eyði­merk­ur­myndun. Með öðrum orð­um: Það gagn­ast okkur lítið að auka magnið úr 320 ppm í 400 ppm eða 500 ppm í þeirri von að gróður auk­ist og bindi allan mun­inn eða nái að lækka magnið niður fyrir núver­andi 405 ppm. Sam­hliða öfug­þróun gróð­ur­hulu jarðar hefur magnið auk­ist æ hraðar og getur ekk­ert breytt því nema við minnkum los­un­ina, eflum gróður með aðgerðum eða eitt­hvað það ger­ist í nátt­úr­unni sem gjör­breytir ferli hlýn­un­ar­inn­ar. Það gæti t.d. gerst ef haf­straumar breyt­ast vegna of mik­ils ferskvatns í sjó á norð­ur­hvelinu.

Seinni stað­hæf­ingin er afvega­leið­andi. Menn dreymir ekki um að reyna að stjórna veð­ur­fari. Það eru stað­lausir staf­ir. Menn dreymir um að hægja á hlýnun af völdum eigin los­unar gróð­ur­húsagasa og binda sem mest af þeim með dýrum aðgerð­um, þó ekki væri nema til að bjarga mat­væla- og vatns­öflun og koma í veg fyrir alvar­lega röskun á lífs­skil­yrðum sem allir þekkja úr umræð­unni. Það er einmitt gert með­ ­tækni­lausnum, miklu fjár­magni og með­vit­uðum aðgerðum gegn los­un­inni, eins þótt það skerði hefð­bundið lífs­mynstur mjög margra um skeið. Og eitt er víst, hvort sem eitt er ódýr­ara en annað í þessum efnum verður allt í þeim rán­dýrt.

Höf­undur er þing­mað­ur VG í Suð­ur­kjör­dæmi.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None