Íslensk gestrisni á 21. öld

Auglýsing

Orð fór af gest­risni Íslend­inga fyrr á tímum þrátt fyrir fátækt þjóð­ar­inn­ar. Gest­gjafar gerðu sjaldn­ast ráð fyrir að bera neitt úr býtum þegar þeir skutu skjóls­húsi yfir aðkomu­fólk og talað var gesta­nauð á sumum bæj­um. Fólk gerði bara sitt besta, oft­ast af litlum efn­um.

Nú er öldin önn­ur. Menn þakka við­snún­ingi hag­kerf­is­ins að miklu leyti gestum sem koma for­vitnir hvaðanæva að úr heim­inum til að líta augum þetta sér­kenni­lega land og íbúa þess. Þrátt að pen­ingar streymi inn í landið vegna þessa, steðjar að nýr vandi. Okkur hefur nefni­lega láðst að styrkja inn­viði lands­ins svo að hægt sé að taka almenni­lega á móti gestaflaumn­um. Við erum ein­fald­lega van­bú­in. Ekki er síður baga­legt að við gerum ekki neinar umhverfis­kröfur til ferða­iðn­að­ar­ins í lík­ingu við þær sem gerðar eru til ann­ars konar iðn­aðar í land­in­u. 

Slá­andi tölur

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Íslands­stofu eru hér að með­al­tali 73. 800 gestir á degi hverjum að sum­ar­lagi sem þýðir 22% fólks­fjölg­un. Yfir vetr­ar­mán­uð­ina eru hér svo 22.500 gestir að með­al­tali dag­lega. Þessar tölur fara ört vax­andi og allt þetta fólk þarfn­ast alls kyns þjón­ustu. Fyrir utan að þurfa að borða og sofa, þarf tals­verður fjöldi ferða­langa leita að læknis og svo er ferða­fólkið auð­vitað dug­legt að aka á veg­unum okk­ar. Það segir sig sjálft að heil­brigð­is­kerfi, sem þarf að taka við svona toppi að sum­ar­lagi þegar allir vilja vera í fríi, þarf ein­hverja aukainn­spýt­ingu. Hvernig höfum við hugsað okkur að leysa þann vanda? Eða höfum við eitt­hvað hugsað um það frekar en vega­kerfið sem víða er að kikna undan ferða­þung­an­um?

Auglýsing

Umhverf­is­vand­inn á hálend­inu

Mikið hefur verið rætt í fjöl­miðlum um þann vanda sem stafar af ósæm­andi skorti á sal­ern­is­að­stöðu fyrir ferða­menn víða um land. Umbætur hafa dreg­ist úr hömlu og málið þvælst um í kerf­inu. Þessa vanda gætir nú líka í vax­andi mæli á hálend­inu sem sumir telja meðal mestu auð­linda Íslend­inga. Ævin­týra­ljóma hefur stafað af lítt snortnum víð­ernum en nú skortir þar nauð­syn­lega inn­viði til að höndla sívax­andi fjölda ferða­manna. Ásýnd hálend­is­ins er þegar tekin að breytast, ekki aðeins vegna átroðslu á stöðum eins og Land­manna­laug­um, heldur almennt vegna úrgangs og drasls sem ferða­menn skilja eftir á við og dreif. Sér­stak­lega stinga plast­pokar með alls kyns rusli í stúf við nátt­úr­una. Hvers vegna förum við t.d. ekki að dæmi yfir­valda í Kali­forníu þar sem það varðar 1.000 Banda­ríkja­dala sekt að henda rusli á víða­vangi? Væri það ekki áhrifa­rík leið til betri umgengni?

Hvar er metn­að­ur­inn?

Ábyrgð skipu­leggj­enda hálend­is­ferða er mikil og brýnt er að gera þær kröfur til þeirra að komið sé til baka með allt það rusl sem til fellur vegna neyslu ferða­langa á þeirra veg­um. Hér erum við langt á eftir öðrum þjóðum sem meta sín­ar ­nátt­úruperlur að verð­leik­um. Við gerum almennt miklar kröfur til iðn­fyr­ir­tækja varð­andi losun efna og skyldum þau til að und­ir­gang­ast ræki­legt mat á umhverf­is­á­hrifum starf­sem­inn­ar. Hvers vegna á eitt­hvað allt annað að gilda um fyr­ir­tæki í ferða­iðn­aði á Íslandi? Við treystum því að nýir og skel­eggir ráð­herrar ferða og umhverf­is­mála taki þessi mál föstum tök­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None