Íslensk gestrisni á 21. öld

Auglýsing

Orð fór af gest­risni Íslend­inga fyrr á tímum þrátt fyrir fátækt þjóð­ar­inn­ar. Gest­gjafar gerðu sjaldn­ast ráð fyrir að bera neitt úr býtum þegar þeir skutu skjóls­húsi yfir aðkomu­fólk og talað var gesta­nauð á sumum bæj­um. Fólk gerði bara sitt besta, oft­ast af litlum efn­um.

Nú er öldin önn­ur. Menn þakka við­snún­ingi hag­kerf­is­ins að miklu leyti gestum sem koma for­vitnir hvaðanæva að úr heim­inum til að líta augum þetta sér­kenni­lega land og íbúa þess. Þrátt að pen­ingar streymi inn í landið vegna þessa, steðjar að nýr vandi. Okkur hefur nefni­lega láðst að styrkja inn­viði lands­ins svo að hægt sé að taka almenni­lega á móti gestaflaumn­um. Við erum ein­fald­lega van­bú­in. Ekki er síður baga­legt að við gerum ekki neinar umhverfis­kröfur til ferða­iðn­að­ar­ins í lík­ingu við þær sem gerðar eru til ann­ars konar iðn­aðar í land­in­u. 

Slá­andi tölur

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Íslands­stofu eru hér að með­al­tali 73. 800 gestir á degi hverjum að sum­ar­lagi sem þýðir 22% fólks­fjölg­un. Yfir vetr­ar­mán­uð­ina eru hér svo 22.500 gestir að með­al­tali dag­lega. Þessar tölur fara ört vax­andi og allt þetta fólk þarfn­ast alls kyns þjón­ustu. Fyrir utan að þurfa að borða og sofa, þarf tals­verður fjöldi ferða­langa leita að læknis og svo er ferða­fólkið auð­vitað dug­legt að aka á veg­unum okk­ar. Það segir sig sjálft að heil­brigð­is­kerfi, sem þarf að taka við svona toppi að sum­ar­lagi þegar allir vilja vera í fríi, þarf ein­hverja aukainn­spýt­ingu. Hvernig höfum við hugsað okkur að leysa þann vanda? Eða höfum við eitt­hvað hugsað um það frekar en vega­kerfið sem víða er að kikna undan ferða­þung­an­um?

Auglýsing

Umhverf­is­vand­inn á hálend­inu

Mikið hefur verið rætt í fjöl­miðlum um þann vanda sem stafar af ósæm­andi skorti á sal­ern­is­að­stöðu fyrir ferða­menn víða um land. Umbætur hafa dreg­ist úr hömlu og málið þvælst um í kerf­inu. Þessa vanda gætir nú líka í vax­andi mæli á hálend­inu sem sumir telja meðal mestu auð­linda Íslend­inga. Ævin­týra­ljóma hefur stafað af lítt snortnum víð­ernum en nú skortir þar nauð­syn­lega inn­viði til að höndla sívax­andi fjölda ferða­manna. Ásýnd hálend­is­ins er þegar tekin að breytast, ekki aðeins vegna átroðslu á stöðum eins og Land­manna­laug­um, heldur almennt vegna úrgangs og drasls sem ferða­menn skilja eftir á við og dreif. Sér­stak­lega stinga plast­pokar með alls kyns rusli í stúf við nátt­úr­una. Hvers vegna förum við t.d. ekki að dæmi yfir­valda í Kali­forníu þar sem það varðar 1.000 Banda­ríkja­dala sekt að henda rusli á víða­vangi? Væri það ekki áhrifa­rík leið til betri umgengni?

Hvar er metn­að­ur­inn?

Ábyrgð skipu­leggj­enda hálend­is­ferða er mikil og brýnt er að gera þær kröfur til þeirra að komið sé til baka með allt það rusl sem til fellur vegna neyslu ferða­langa á þeirra veg­um. Hér erum við langt á eftir öðrum þjóðum sem meta sín­ar ­nátt­úruperlur að verð­leik­um. Við gerum almennt miklar kröfur til iðn­fyr­ir­tækja varð­andi losun efna og skyldum þau til að und­ir­gang­ast ræki­legt mat á umhverf­is­á­hrifum starf­sem­inn­ar. Hvers vegna á eitt­hvað allt annað að gilda um fyr­ir­tæki í ferða­iðn­aði á Íslandi? Við treystum því að nýir og skel­eggir ráð­herrar ferða og umhverf­is­mála taki þessi mál föstum tök­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None