Íslensk gestrisni á 21. öld

Auglýsing

Orð fór af gest­risni Íslend­inga fyrr á tímum þrátt fyrir fátækt þjóð­ar­inn­ar. Gest­gjafar gerðu sjaldn­ast ráð fyrir að bera neitt úr býtum þegar þeir skutu skjóls­húsi yfir aðkomu­fólk og talað var gesta­nauð á sumum bæj­um. Fólk gerði bara sitt besta, oft­ast af litlum efn­um.

Nú er öldin önn­ur. Menn þakka við­snún­ingi hag­kerf­is­ins að miklu leyti gestum sem koma for­vitnir hvaðanæva að úr heim­inum til að líta augum þetta sér­kenni­lega land og íbúa þess. Þrátt að pen­ingar streymi inn í landið vegna þessa, steðjar að nýr vandi. Okkur hefur nefni­lega láðst að styrkja inn­viði lands­ins svo að hægt sé að taka almenni­lega á móti gestaflaumn­um. Við erum ein­fald­lega van­bú­in. Ekki er síður baga­legt að við gerum ekki neinar umhverfis­kröfur til ferða­iðn­að­ar­ins í lík­ingu við þær sem gerðar eru til ann­ars konar iðn­aðar í land­in­u. 

Slá­andi tölur

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Íslands­stofu eru hér að með­al­tali 73. 800 gestir á degi hverjum að sum­ar­lagi sem þýðir 22% fólks­fjölg­un. Yfir vetr­ar­mán­uð­ina eru hér svo 22.500 gestir að með­al­tali dag­lega. Þessar tölur fara ört vax­andi og allt þetta fólk þarfn­ast alls kyns þjón­ustu. Fyrir utan að þurfa að borða og sofa, þarf tals­verður fjöldi ferða­langa leita að læknis og svo er ferða­fólkið auð­vitað dug­legt að aka á veg­unum okk­ar. Það segir sig sjálft að heil­brigð­is­kerfi, sem þarf að taka við svona toppi að sum­ar­lagi þegar allir vilja vera í fríi, þarf ein­hverja aukainn­spýt­ingu. Hvernig höfum við hugsað okkur að leysa þann vanda? Eða höfum við eitt­hvað hugsað um það frekar en vega­kerfið sem víða er að kikna undan ferða­þung­an­um?

Auglýsing

Umhverf­is­vand­inn á hálend­inu

Mikið hefur verið rætt í fjöl­miðlum um þann vanda sem stafar af ósæm­andi skorti á sal­ern­is­að­stöðu fyrir ferða­menn víða um land. Umbætur hafa dreg­ist úr hömlu og málið þvælst um í kerf­inu. Þessa vanda gætir nú líka í vax­andi mæli á hálend­inu sem sumir telja meðal mestu auð­linda Íslend­inga. Ævin­týra­ljóma hefur stafað af lítt snortnum víð­ernum en nú skortir þar nauð­syn­lega inn­viði til að höndla sívax­andi fjölda ferða­manna. Ásýnd hálend­is­ins er þegar tekin að breytast, ekki aðeins vegna átroðslu á stöðum eins og Land­manna­laug­um, heldur almennt vegna úrgangs og drasls sem ferða­menn skilja eftir á við og dreif. Sér­stak­lega stinga plast­pokar með alls kyns rusli í stúf við nátt­úr­una. Hvers vegna förum við t.d. ekki að dæmi yfir­valda í Kali­forníu þar sem það varðar 1.000 Banda­ríkja­dala sekt að henda rusli á víða­vangi? Væri það ekki áhrifa­rík leið til betri umgengni?

Hvar er metn­að­ur­inn?

Ábyrgð skipu­leggj­enda hálend­is­ferða er mikil og brýnt er að gera þær kröfur til þeirra að komið sé til baka með allt það rusl sem til fellur vegna neyslu ferða­langa á þeirra veg­um. Hér erum við langt á eftir öðrum þjóðum sem meta sín­ar ­nátt­úruperlur að verð­leik­um. Við gerum almennt miklar kröfur til iðn­fyr­ir­tækja varð­andi losun efna og skyldum þau til að und­ir­gang­ast ræki­legt mat á umhverf­is­á­hrifum starf­sem­inn­ar. Hvers vegna á eitt­hvað allt annað að gilda um fyr­ir­tæki í ferða­iðn­aði á Íslandi? Við treystum því að nýir og skel­eggir ráð­herrar ferða og umhverf­is­mála taki þessi mál föstum tök­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
Kjarninn 8. desember 2019
Jólahryllingssögur
Ingi Þór Tryggvason hefur skrifað bókaseríu um jólahrylling. Fyrsta sagan fjallar um strák sem horfir á Grýlu taka kærustu sýna og ákveður fara á eftir tröllinu og reyna bjarga stelpunni. Hann safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 8. desember 2019
Þórarinn Hjaltason.
Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð
Kjarninn 8. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
Kjarninn 8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
Kjarninn 8. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None