Kæru þingmenn.
Morðmál ungu konunnar sem við höfum verið að heyra af í þessum mánuði er af sorglegasta og hræðilegasta tagi sem hefur gerst í nútíma sögu þessa lands. Við getum ekki einu sinni byrjað að ímynda okkur sársaukann sem fjölskylda fórnarlambsins hefur þolað og styrk sem aðstandendur hafa þurft á að halda.
Þetta morðmál hefur reynt á hjörtu allra og ollið mikilli sorg og vanlíðan og tilfinningalegra- auk annarra sálfræðilegra áhrifa á samfélagið, sem er fordæmalaust.
Af þeirri ástæðu, sem auðmjúkur borgari þessa lands, vil ég að þið, háttvirtu þingmenn, leggið fram frumvarp um ný lög sem leyfa ríkinu að löglega vernda og styðja fjölskyldur fórnarlamba morða í ótakmarkaðan tíma.
Ekki aðeins er það rétt að gera svo, en líka held ég að það sé samfélagsleg ábyrgð okkar og siðferðilega mikilvægt að aðstoða fjölskyldur með öflugri stuðningsmeðferð og til að heiðra látinn ástvin, þannig að aðstandendur geti verið vissir um að sama hversu mörg ár líða að þeir munu aldrei vera einir og ástvinar þeirra gleymist aldrei. Minning hinna látnu mun verða varðveitt í hjörtum þjóðarinnar. Þessi unga kona hefur þjappað fólki saman hér og þjóðin hefur styrkst og sameinast. Ég tel að allir skattgreiðendur yrðu heiðraðir verði fé varið á þann mannúðlega og virðingarverða hátt fremur en með auknum greiðum til pólitískra hagsmunahópa.
Í öðru lagi, vil ég að þið leggið fram annað frumvarp fyrir miklu skilvirkari og strangari lög um refsivörslukerfið sem komi til framkvæmda í þessu landi. Að mínu mati eru núverandi lög um refsivörslukerfið gamaldags og einfaldlega ekki í samræmi við eðli glæpa 21. aldar.
Þeir gerendur sem tóku líf annarrar manneskju í burtu með köldu blóði eru enn á lífi, að vísu í haldi lögreglu - fá mat 3 sinnum á dag og passlegur tími til að sofa er einnig leyfilegur, meðan fjölskylda fórnarlambsins verður að lifa með þeim ólýsanlega sársauka og sálfræðilegu sárum sem fylgja slíkum óhæfuverkum.
Þeir glæpamenn, sem hrottafengið eyðilögðu saklaust líf, eru verndaðir af lögum og sömu mannréttindum sem þeir hafa að engu haft og brotið af köldu blóði. Jafnvel ef þeir eru dæmdir og fá hámarks refsingu,verða þeir frjálsir eftir einhver 10 ár á að giska meðan frelsi hins myrta fórnarlambs er ekki lengur til. Að mínu mati ættum við að berjast kröftuglega gegn glæpastarfsemi, orsökum glæpa og gegn glæpamönnum sem brjóta lög.
Ég hlakka til framsækinna aðgerða í þessum málum.
Höfundur er með MA-gráðu í alþjóðasamskiptum og stjórnmálafræði.