Niðurgreiddur sjávarútvegur

Indriði H. Þorláksson segir ásakanir framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í garð skattayfirvalda byggja á rökleysu, rangfærslum og Trumpisma í meðferð staðreynda.

Auglýsing

Af þeirri hóg­værð sem jafnan ein­kennir for­svars­menn útgerðar í land­inu birti núver­andi fram­kvæmda­stjóri SFS grein í blaði þeirra (Morg­un­blað­inu) fyrir skömmu og sakar skatt­yf­ir­völd um að fara ekki að lög­um. Opin­berum stofn­unum er óhægt að bregð­ast við ásök­unum einkum þeim sem byggðar eru á rök­leysu, rang­færslum og Trump­isma í með­ferð stað­reynda. Sem fyrr­ver­andi starfs­maður þeirrar stofn­unar sem í hlut á hef ég óbundnar hendur og leyfi mér því að leið­rétta fram­kvæmda­stjór­ann og upp­lýsa hann og aðra um þær laga­reglur sem um efnið gilda.

Hefði fram­kvæmda­stjór­inn leitað sér upp­lýs­inga hjá lög­fræð­ingi með þekk­ingu á skatta­lögum vissi hann að sú regla gildir að allar greiðslur vinnu­veit­anda til laun­þega fyrir störf eru laun í skiln­ingi skatta­lag­anna hvort sem þær kall­ast laun, fæð­is­fé, verk­færa­pen­ing­ar, fata­pen­ing­ar, dag­pen­ingar bíla­styrkur eða eitt­hvað ann­að. Launa­greið­and­inn getur þannig ekki haft áhrif á skatt­stofn laun­þeg­ans með því að nefna gagn­gjald fyrir vinnu annað en laun. Eins skiptir það engu máli hvort laun eru greidd í fé eða fríðu svo sem bíla­af­not­um, hús­næði, fæði o.frv.

Auk launa í fram­an­greindum skiln­ingi fellur á vinnu­veit­and­ann ýmis kostn­aður sem teng­ist starfs­mönnum og telst frá­drátt­ar­bær rekstr­ar­kostn­að­ur, þ.e. kostn­aður sem er nauð­syn­legur til að afla tekna með starf­sem­inni. Getur hann verið bund­inn í kjara­samn­ingi eða til­kom­inn að ákvörðun vinnu­veit­and­ans um hvað telst nauð­syn­legt og hag­kvæmt fyrir rekst­ur­inn. Á það t.d. við um aðstöðu á vinnu­stað svo sem rekstur mötu­neyt­is, flutn­inga starfs­manna, ferða­kostnað starfs­manna í erindum fyrir vinnu­veit­anda o.fl.

Auglýsing

Komi til þess að laun­þegi með sam­þykki vinnu­veit­anda leggi út fyrir slíkum kostn­aði, t.d. kaupi far­miða, gist­ingu eða fæði vegna vinnu­ferðar á hann rétt á því að vinnu­veit­and­inn end­ur­greiði honum þennan kostnað gegn fram­vísun reikn­ings. Laun­þeg­inn er þannig skað­laus og vinnu­veit­and­inn hef­ur greiðslu­skjöl í bók­haldi sínu. Nú kann vera að þannig hafi samist um á milli launa­greið­anda og laun­þega að sá síð­ar­nefndi fái sér­staka launa­greiðslu gegn því að hann greiði sjálfu til­tek­inn kostnað launa­greið­and­ans og end­ur­kræf­i hann ekki. Getur t.d. verið um að ræða gisti­kostnað og fæði í ferðum á vegum vinnu­veit­anda eða afnot af bíl laun­þeg­ans í þágu starfs­ins. Á laun­þeg­inn þá rétt á að fá hinn útlagða kostnað dreg­inn frá þeirri sér­stöku launa­greiðslu sem hann fékk af þessum ástæð­um. Frá­drátt­ur­inn er mið­aður við sann­an­legan útlagðan kostnað að hámarki til sú greiðsla sem hann fékk frá vinnuveitanda sínum í þessum til­gang­i. 

Skatt­yf­ir­völd leggja mikla áherslu á greiða og ein­falda fram­kvæmd og hafa í þessu efni sett fram­kvæmda­reglur sem ein­falda skatta­legt upp­gjör á kostn­aði við ferðir laun­þega á vegum vinnu­veit­anda, afnot af bif­reiðum í starfi o.fl. Með þeim eru laun­þeg­ar, að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um, leystir undan þeirri kvöð að leggja fram reikn­inga fyrir útlögðum kostn­aði. Þeir verða hins vegar að gera grein fyrir ein­stökum ferðum og fjár­hæð­irnar til frá­dráttar eru staðl­aðar og mið­aðar við opin­bert mat á við­kom­andi kostn­að­ar­lið­um. Skatt­yf­ir­völd geta kraf­ist nán­ari upp­lýs­inga frá launa­greið­endum og laun­þegum þyki til­efni til þess.

Þessar reglur eru eins fyrir alla hvort sem um er að ræða opin­bera starfs­menn eða starfs­menn á al­menn­um vinnu­mark­aði. Þetta eru fram­kvæmda­reglur og skapa sem slík­ar engan rétt sem ekki er til staðar á grund­velli efn­is­reglna lag­anna sem útli­staðar voru hér að fram­an. Á það m.a. við um það meg­in­at­riði að laun­þeg­inn verður að hafa lagt út fyrir kostn­aði sem vinnu­veit­and­an­um ber að greiða. Þeir sem ekki vilja nota þessar fram­kvæmda­reglur eiga að sjálf­sögðu rétt á að fá útlagðan kostnað end­ur­greiddan hjá vinnu­veit­anda í stað þess að fá dag­pen­inga eða ferðafé eða leggja fram reikn­inga fyrir útlögðum kostn­aði hjá skatt­yf­ir­völd­um.

Til­efnið til þessar útlist­unar á þeim ein­földu og rök­réttu reglum sem gilda um frá­drátt hjá laun­þega á útlögðum kostn­aði fyrir vinnu­veit­anda er að hún afhjúpar þann moð­reyk ­sem fram­kvæmda­stjóri SFS þyrlar upp til að hylja kröfur um rík­is­styrk. Engin þeirra full­yrð­inga sem fram koma í grein hans stenst skoð­un.

Í fyrsta lagi er full­yrt að árið 2009 hafi orðið breyt­ing á skatt­lagn­ingu fæð­is­pen­inga sjó­manna. Það er rangt. Sjó­manna­af­slátt­ur, áður mis­mun­andi frá­drátt­ar­lið­ir, kom til löngu áður en fæð­is­pen­ingar voru teknir upp og voru þeir óháðir hon­um. Fæð­is­pen­ingar eru yfir­leitt greiddir laun­þegum þegar kjara­samn­ingar kveða á um aðgang að mötu­neyti á vinnu­stað en það er af ein­hverjum ástæðum ekki fyrir hendi. Hjá sjó­mönnum virð­ast fæð­is­pen­ingar greiddir þótt mötu­neyti sé til staðar en eins og áður er sagt skiptir það engu í skatta­legu til­liti hvaða nafn launa­greið­endur kjósa að kalla þau laun sem þeir greiða. Fæð­is­pen­ingar sjó­manna eins og ann­arra laun­þega eru hluti skatt­skyldra launa. Það sem skatta­lega skiptir máli um fæði er hvort og hve mikið laun­þeg­inn greiðir fyrir fæðið hjá launa­greið­anda. Nái það ekki til­teknu marki, sem sett er í reglum Rík­is­skatt­stjóra, telst það sem á vantar vera skatt­skyld hlunn­indi. Í fram­haldi af þessu fabúler­ar fram­kvæmda­stjór­inn um að ríkið hirði fæð­is­pen­inga og að í skatt­lagn­ingu þessa hluta launa felist “óskyn­semi og ójafn­ræði” án þess að færa að því nokkur rök. Í þessu efni er eng­inn munur á starfs­stétt­um. Fæð­is­pen­ingar eru ætíð hluti skatt­skyldra launa og kostn­aður laun­þega vegna matar á vinnu­stað er aldrei frá­drátt­ar­bær.

Í öðru lagi byggir fram­kvæmda­stjór­inn mál­flutn­ing sinn á ein­kenni­legri túlkun á til­teknu ákvæði tekju­skatts­lag­anna þegar hann full­yrðir að heim­ild til að draga frá kostnað á móti dag­pen­ingum sé ætluð til að standa undir kostn­aði starfs­manns vegna fjar­veru frá heim­ili. Hið rétta er að heim­ildin er vegna kostn­aðar sem launa­greið­anda ber að greiða en laun­þeg­inn hefur lagt út fyrir í stað þess að launa­greið­and­inn greiði þennan kostnað beint. Meðal raka fyrir þessu ­fyr­ir­komu­lag­i er að á ferða­lögum hafi starfs­menn ekki aðgang að umsömdum hluta kjara sinna svo sem mötu­neyti á föstum vinnu­stað. 

Í þriðja lagi gerir fram­kvæmda­stjór­inn sér lítið fyrir og þurrkar út af borð­inu ára­tuga­langa skatt­fram­kvæmd um dag­pen­inga og ótal úrskurði yfir­skatta­nefndar og dóm­stóla um hana. Það gerir hann án þess að víkja orði að laga­regl­unum sjálfum og inn­taki þeirra en byggir mál­flutn­ing sinn ein­göngu á eigin túlkun á orð­inu ¨til­fallandi¨ í mats­reglum Rík­is­skatt­stjóra. Hvaða túlkun svo sem beitt er breyta mats­reglur ekki lög­unum auk þess sem fram­kvæmda­stjór­inn heim­færir reglur þessar rang­lega upp á fæð­is­pen­inga sem eru, eins og að framan grein­ir, alls ann­ars eðlis en dag­pen­ing­ar.

Að lokum reynir fram­kvæmda­stjór­inn að blekkja með því að full­yrða að rík­is­starfs­menn njóti þeirra sér­stöku kjara að fæð­is­kostn­aður þeirra sé frá­drátt­ar­bær frá skatti. (Þessi full­yrð­ing hefur síðan verið end­ur­tekin í við­tölum í fjöl­miðl­u­m.) Hið rétta er að engar sér­reglur gilda um rík­is­starfs­menn í þessum efn­um. Reglur um heim­ild til frá­dráttar á móti dag­pen­ingum eru hinar sömu hver sem í hlut á, ­rík­is­starfs­mað­ur, laun­þegi á almennum vinnu­mark­aði og sjó­mað­ur. Í öllum til­vikum þarf að fara eftir þeim efn­is­reglum sem við eiga og þau skil­yrði sem sett eru með þeim verða að vera upp­fyllt.

Fram­kvæmda­stjór­an­um finnst það miður og kallar það dylgjur að bent er á að þessar kröfur útgerð­ar­innar feli í sér nið­ur­greiðslu á útgerð­ar­kostn­aði. Það að kall­aða hlut­ina hreint út sínu rétta nafni er ekki dylgj­ur. Skatta­legar íviln­anir til ein­stakra hópa eða fyr­ir­tækja eru ætíð nið­ur­greiðsla á kostn­aði við starf­sem­ina, skattfé almenn­ings er þá notað til að greiða niður kostnað við atvinnu­rekst­ur. Að segja þetta umbúða­laust heitir á máli fram­kvæmda­stjór­ans “að hafa allt á hornum sér gagn­vart íslenskum sjáv­ar­út­veg­i.” Ég held að þar skjóti fram­kvæmda­stjór­inn illa yfir mark­ið. Flest­ir, þar með taldir þeir sem nefna þessa hluti réttum nöfn­um, meta íslenska sjáv­ar­út­veg mik­ils. Þeir eiga hins vegar erfitt með að sætta sig við það að þeir sem hafa feng­ið einka­leyf­i á því að nýta sam­eig­in­lega auð­lind þjóð­ar­innar og stinga þegar nær öllum arði af henni í eigin vasa, vilji nú einnig láta þjóð­ina taki þátt í að greiða kostnað við starf­semi sína.

Sem betur fer hefur sjáv­ar­út­vegur á Íslandi gengið vel á síð­ustu árum, ekki síst vegna góðrar stjórnar á fisk­veið­um, gengis krón­unnar og hag­felldrar stöðu á fisk­mörk­uð­um. Auð­lind­arentan þ.e. hagn­aður umfram allan til­kostnað þ.m.t. fjár­fest­ing­ar- og fjár­magns­kostnað (vexti, arð) hefur allt frá hruni verið um og yfir 40 millj­arðar króna á ári. Þar af hafa jafnan yfir 80% runnið til sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem umfram­hagn­aður en þjóðin sem eig­andi auð­lind­ar­innar og sá sem á rétt­mætt til­kall til þess­arar rentu hefur fengið í sinn hlut mest um 20% hennar í formi veiði­gjalda. Fram­kvæmda­stjór­inn ætti e.t.v. að benda umbjóð­endum sínum á þessar stað­reyndir og hvetja þá til sátta við sjó­menn í stað þess að að etja þeim á aðra með rök­leysum og hjá­reynd­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None