Líkið í frystikistunni

Guðmundur Guðmundsson spyr hvað það sé annað en forsendubrestur þegar venjulegt fólk getur hvorki leigt eða keypt venjulegar íbúðir?

Auglýsing

Hann var lát­inn þegar hann fannst  í kjall­ar­an­um.  Það var partí uppi og  stóð frekar illa á. Eng­inn  nennti að standa í ves­eni. Þess vegna var honum ein­fald­lega stungið í kist­una. Hann var í vinnugalla. Á brjóst­vas­anum stóð snjáðum stöfum eitt­hvað um Frelsi, jafn­rétti og bræðra­lag. 

Mörgum fannst reyndar að kall­inn í kist­unni hafi risið upp frá dauð­um. Eins og geng­ur. Partí­gest­unum fannst þeir kann­ast  við ókunn­uga mann­inn í jakka­föt­un­um, ­slétt­an og strok­inn. Hann mingl­aði mest með hinum jakkalökk­un­um. Á vasa­klút í brjóst­vas­anum stóð eitt­hvað um frjáls­hyggju, for­rétt­indi og frænd­hygl­i. 

Við vitum öll af karl­in­um í kist­unn­i.  Við kíktum síð­ast á  hann um árið 2011.

Auglýsing

Þá var reikni­vél vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins  sett í gang. Þá kom í ljós að lág­marks­laun í land­inu duga ekki fyrir sóma­sam­legri fram­færslu. Lægstu laun í land­in­u eru nú um 250.000 kr brúttó á mán­uði.  

Sam­kvæmt dæmi­gerðum neyslu­við­miðum þarf ein­stak­lingur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 223.000 kr á mán­uði . Vel að merkja fyrir utan hús­næð­is­kostn­að, til að lifa sóma­sam­legu lífi. Sam­kvæmt þessu duga lág­marks­laun nokkurn veg­inn fyrir fæði og klæð­um, en ekki hús­næði.

Eftir þessa „upp­götv­un“ lok­uðum við ein­fald­lega  frystikist­unn­i. 

Nú stíga máls­met­andi menn á stokk, einn af öðr­um. Þeir segja hús­næði orðið að mun­aði hinna efna­meiri. Íslenska Macdon­alds-væð­ingin er á því stigi að vel menntað fólk í fleiri en einni vinnu er ókleyft að eign­ast eða leigja  venju­lega blokkar­í­búð. 

Eigum við sem tuðum í fjöl­miðlum um hús­næð­is­mál etv. frekar að fara að ranta um launa­mál?

Á síð­asta kjör­tíma­bili var öllu snúið við út af for­sendu­bresti þeirra sem áttu fast­eign. Í núver­andi  og síversn­and­i á­standi hús­næð­is­mála er hins vegar ekk­ert í orða­bók­inni sem heit­ir for­sendu­brestur

Hvað er það annað en for­sendu­brestur þegar venju­legt fólk getur hvorki leigt eða keypt venju­legar íbúð­ir? Þegar hús­næðis og leigu­mark­aður er ein­fald­lega að lok­ast fyrir nýlið­un,  al­veg eins og hjá  „Gener­ation rent“ í  Englandi?

Hvað er það annað en for­sendu­brestur þegar stjórn­völd eru áhuga­sam­ari um að einka­væða hagnað af áfeng­is­sölu og flagga í myrkri, en að koma almenn­ingi í húsa­skjól?

Þegar stór­mál á borð við þetta er ekki kosn­inga­mál, og ekki staf um það að finna í stjórn­ar­sátt­mála?

Nú hlýtur næsta stoppi­stöð hjá ASÍ og BSRB að vera Aust­ur­völl­ur.

Því for­sendu­brest­ur­inn er full­kom­inn.

Skiptar skoðanir um uppátæki Hatara
Það vakti mikla athygli þegar meðlimir Hatara veifuðu fána Palestínu í beinni útsendingu frá úrslitum Eurovison í Tel Aviv í gær. Uppátækið hefur bæði verið lofað og gagnrýnt.
Kjarninn 19. maí 2019
Vala Yates
Karolina Fund: Vala Yates – Fyrsta plata
Vala Yates, söngkona og tónskáld, vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Lög og texti eru samin af Völu, en platan mun innihalda fimm lög á íslensku og fimm á ensku.
Kjarninn 19. maí 2019
Björn Gunar Ólafsson
Innstæðutryggingar
Kjarninn 19. maí 2019
Enn sannfærðari en áður um að það hafi verið rétt að mynda ríkisstjórnina
Svandís Svavarsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé „fantagóð“ í því að stýra ríkisstjórn þeirra þriggja ólíku flokka sem nú sitja að völdum á Íslandi. Stundum þurfi að takast á við ríkisstjórnarborðið.
Kjarninn 19. maí 2019
Halfdan Rasmussen, eitt vinsælasta skáld Dana.
Hvað gera Kasper, Jesper og Jónatan nú
Danska forlagið Gyldendal ákvað að sleppa átta ljóðum úr safni ljóða eftir skáldið Halfdan Rasmussen, þau eiga það sameiginlegt að í þeim koma fyrir orðin negri og hottintotti. Sú ákvörðun forlagsins hefur vakið mikla athygli í Danmörku.
Kjarninn 19. maí 2019
Áhætta á fasteignamarkaði
Nýjasta spá Hagstofu Íslands um þróun mála í efnahagslífinu bendir til þess að fasteignamarkaðurinn gæti átt erfitt uppdráttar á næstu misserum.
Kjarninn 19. maí 2019
Hatari veifaði Palestínufánum
Liðsmenn Hatara héldu á fána Palestínu þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í Eurovison í kvöld. Hatari hafnaði í 10. sæti í keppninni.
Kjarninn 19. maí 2019
Fjárhagslegur ávinningur er af sameiginlegum lyfjainnkaupum
Svandís Svavarsdóttir segir að það bæði ríkissjóður og notendur lyfja muni njóta góðs af samstarfi við hin Danmörk og Noreg um innkaup á lyfjum. Innkaup verði hagstæðari og öryggi í afhendingu meira.
Kjarninn 18. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None