Líkið í frystikistunni

Guðmundur Guðmundsson spyr hvað það sé annað en forsendubrestur þegar venjulegt fólk getur hvorki leigt eða keypt venjulegar íbúðir?

Auglýsing

Hann var lát­inn þegar hann fannst  í kjall­ar­an­um.  Það var partí uppi og  stóð frekar illa á. Eng­inn  nennti að standa í ves­eni. Þess vegna var honum ein­fald­lega stungið í kist­una. Hann var í vinnugalla. Á brjóst­vas­anum stóð snjáðum stöfum eitt­hvað um Frelsi, jafn­rétti og bræðra­lag. 

Mörgum fannst reyndar að kall­inn í kist­unni hafi risið upp frá dauð­um. Eins og geng­ur. Partí­gest­unum fannst þeir kann­ast  við ókunn­uga mann­inn í jakka­föt­un­um, ­slétt­an og strok­inn. Hann mingl­aði mest með hinum jakkalökk­un­um. Á vasa­klút í brjóst­vas­anum stóð eitt­hvað um frjáls­hyggju, for­rétt­indi og frænd­hygl­i. 

Við vitum öll af karl­in­um í kist­unn­i.  Við kíktum síð­ast á  hann um árið 2011.

Auglýsing

Þá var reikni­vél vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins  sett í gang. Þá kom í ljós að lág­marks­laun í land­inu duga ekki fyrir sóma­sam­legri fram­færslu. Lægstu laun í land­in­u eru nú um 250.000 kr brúttó á mán­uði.  

Sam­kvæmt dæmi­gerðum neyslu­við­miðum þarf ein­stak­lingur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 223.000 kr á mán­uði . Vel að merkja fyrir utan hús­næð­is­kostn­að, til að lifa sóma­sam­legu lífi. Sam­kvæmt þessu duga lág­marks­laun nokkurn veg­inn fyrir fæði og klæð­um, en ekki hús­næði.

Eftir þessa „upp­götv­un“ lok­uðum við ein­fald­lega  frystikist­unn­i. 

Nú stíga máls­met­andi menn á stokk, einn af öðr­um. Þeir segja hús­næði orðið að mun­aði hinna efna­meiri. Íslenska Macdon­alds-væð­ingin er á því stigi að vel menntað fólk í fleiri en einni vinnu er ókleyft að eign­ast eða leigja  venju­lega blokkar­í­búð. 

Eigum við sem tuðum í fjöl­miðlum um hús­næð­is­mál etv. frekar að fara að ranta um launa­mál?

Á síð­asta kjör­tíma­bili var öllu snúið við út af for­sendu­bresti þeirra sem áttu fast­eign. Í núver­andi  og síversn­and­i á­standi hús­næð­is­mála er hins vegar ekk­ert í orða­bók­inni sem heit­ir for­sendu­brestur

Hvað er það annað en for­sendu­brestur þegar venju­legt fólk getur hvorki leigt eða keypt venju­legar íbúð­ir? Þegar hús­næðis og leigu­mark­aður er ein­fald­lega að lok­ast fyrir nýlið­un,  al­veg eins og hjá  „Gener­ation rent“ í  Englandi?

Hvað er það annað en for­sendu­brestur þegar stjórn­völd eru áhuga­sam­ari um að einka­væða hagnað af áfeng­is­sölu og flagga í myrkri, en að koma almenn­ingi í húsa­skjól?

Þegar stór­mál á borð við þetta er ekki kosn­inga­mál, og ekki staf um það að finna í stjórn­ar­sátt­mála?

Nú hlýtur næsta stoppi­stöð hjá ASÍ og BSRB að vera Aust­ur­völl­ur.

Því for­sendu­brest­ur­inn er full­kom­inn.

Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Magnús Halldórsson
Lausnin er að draga tjöldin frá
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None