Líkið í frystikistunni

Guðmundur Guðmundsson spyr hvað það sé annað en forsendubrestur þegar venjulegt fólk getur hvorki leigt eða keypt venjulegar íbúðir?

Auglýsing

Hann var lát­inn þegar hann fannst  í kjall­ar­an­um.  Það var partí uppi og  stóð frekar illa á. Eng­inn  nennti að standa í ves­eni. Þess vegna var honum ein­fald­lega stungið í kist­una. Hann var í vinnugalla. Á brjóst­vas­anum stóð snjáðum stöfum eitt­hvað um Frelsi, jafn­rétti og bræðra­lag. 

Mörgum fannst reyndar að kall­inn í kist­unni hafi risið upp frá dauð­um. Eins og geng­ur. Partí­gest­unum fannst þeir kann­ast  við ókunn­uga mann­inn í jakka­föt­un­um, ­slétt­an og strok­inn. Hann mingl­aði mest með hinum jakkalökk­un­um. Á vasa­klút í brjóst­vas­anum stóð eitt­hvað um frjáls­hyggju, for­rétt­indi og frænd­hygl­i. 

Við vitum öll af karl­in­um í kist­unn­i.  Við kíktum síð­ast á  hann um árið 2011.

Auglýsing

Þá var reikni­vél vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins  sett í gang. Þá kom í ljós að lág­marks­laun í land­inu duga ekki fyrir sóma­sam­legri fram­færslu. Lægstu laun í land­in­u eru nú um 250.000 kr brúttó á mán­uði.  

Sam­kvæmt dæmi­gerðum neyslu­við­miðum þarf ein­stak­lingur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 223.000 kr á mán­uði . Vel að merkja fyrir utan hús­næð­is­kostn­að, til að lifa sóma­sam­legu lífi. Sam­kvæmt þessu duga lág­marks­laun nokkurn veg­inn fyrir fæði og klæð­um, en ekki hús­næði.

Eftir þessa „upp­götv­un“ lok­uðum við ein­fald­lega  frystikist­unn­i. 

Nú stíga máls­met­andi menn á stokk, einn af öðr­um. Þeir segja hús­næði orðið að mun­aði hinna efna­meiri. Íslenska Macdon­alds-væð­ingin er á því stigi að vel menntað fólk í fleiri en einni vinnu er ókleyft að eign­ast eða leigja  venju­lega blokkar­í­búð. 

Eigum við sem tuðum í fjöl­miðlum um hús­næð­is­mál etv. frekar að fara að ranta um launa­mál?

Á síð­asta kjör­tíma­bili var öllu snúið við út af for­sendu­bresti þeirra sem áttu fast­eign. Í núver­andi  og síversn­and­i á­standi hús­næð­is­mála er hins vegar ekk­ert í orða­bók­inni sem heit­ir for­sendu­brestur

Hvað er það annað en for­sendu­brestur þegar venju­legt fólk getur hvorki leigt eða keypt venju­legar íbúð­ir? Þegar hús­næðis og leigu­mark­aður er ein­fald­lega að lok­ast fyrir nýlið­un,  al­veg eins og hjá  „Gener­ation rent“ í  Englandi?

Hvað er það annað en for­sendu­brestur þegar stjórn­völd eru áhuga­sam­ari um að einka­væða hagnað af áfeng­is­sölu og flagga í myrkri, en að koma almenn­ingi í húsa­skjól?

Þegar stór­mál á borð við þetta er ekki kosn­inga­mál, og ekki staf um það að finna í stjórn­ar­sátt­mála?

Nú hlýtur næsta stoppi­stöð hjá ASÍ og BSRB að vera Aust­ur­völl­ur.

Því for­sendu­brest­ur­inn er full­kom­inn.

Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Níu manns sækja um stöðu í Seðlabanka Íslands
Níu manns hafa sótt um stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands. Á meðal umsækjenda eru Ásdís Kristjánsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Bryndís Ásbjarnardóttir.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None