Mamma gamla, áfengisfrumvarpið og tengsl mannsins við umhverfi sitt

Hjálmar Ásbjörnsson spyr hvort maðurinn sé afleiðing og hluti af flóknum víxlsamböndum þar sem ómögulegt er að segja hvar einstaklingurinn byrjar og umhverfið endar? Og er þá ekkert til sem heitir raunverulegt frelsi einstaklingsins?

Auglýsing

Ein ástæða þess að umræðan um áfeng­is­frum­varpið hefur orðið jafn til­finn­inga­heit og raun ber vitni er að deilan snertir á tveim grund­vall­ar­hug­myndum um tengsl manns­ins við umheim­inn. Er mað­ur­inn að mestu aðskil­inn umhverfi sínu og áhrifum frá því, best til fall­inn að hugsa um og taka ábyrgð á eigin skinni og láta aðra um vanda­mál sem koma upp fyrir utan hann, í heimi sem er aðskil­inn eigin hags­munum og lík­ama? Eða, eins og ég ætla að halda fram með þess­ari grein, er mað­ur­inn afleið­ing og hluti af flóknum víxl­sam­böndum þar sem ómögu­legt er að segja hvar ein­stak­ling­ur­inn byrjar og umhverfið endar og því ekk­ert til sem heitir raun­veru­legt frelsi ein­stak­lings­ins því við erum í grunn­inn ekki aðskil­inn umhverfi okk­ar? 

Mér finn­st ­nefni­lega að í umræð­unni um þetta mik­il­væga mál hafi borið á skorti á skiln­ingi á þætti umhverf­is­ins í að móta mann­lega hegð­un. Sér­stak­lega hefur vakið athygli mína hversu mikið stuðn­ings­menn áfeng­is­frum­varps­ins van­meta áhrif umhverf­is­ins. Að halda á lofti fána frels­is­ins í þessu máli fel­ur ­nefni­lega ó­hjá­kvæmi­lega í sér ákveðna full­yrð­ingu um eðli tengsla manns­ins við umhverfi sitt, þ.e.a.s. að mað­ur­inn sé til­tölu­lega óháður umhverfi sínu. En stenst það skoð­un?

Boð­berar frels­is­ins, að þessu sinni þeir sem vilja leyfa sölu áfengis í mat­vöru­búðum og grænt ljós á áfeng­is­aug­lýs­ing­ar, vilja meina að slík breyt­ing á áfeng­is­lög­gjöf­inni hefði nú engin veru­leg áhrif og þannig eru þeir með öðrum orðum að segja að umhverfið hafi ekki svo mikil áhrif. Alkó­hólistar verða áfram ánetj­aðir efn­inu hvort sem það er selt í Vín­búð rík­is­ins eða í Bón­us. Fylg­is­menn frum­varps­ins þakka svo kald­hæðn­is­lega fyrir umhyggj­una í and­stæð­ingum frum­varps­ins (til dæmis öll heil­brigð­is­stétt­in) og minnir það óneit­an­lega á hunsun ung­lings (sjáið augun rang­hvolfast) á umhyggju móður sinnar sem segir barni sínu að áfengi eða nammi sé óhollt. En senni­lega er meira til­  í for­tölum mömmu gömlu en ung­ling­ur­inn vill sjá en helstu rann­sókn­ar­stofn­anir í heim­inum telja að áfengi hafi áhrif á yfir 200 sjúk­dóma og heilsutjón og þar fremst í flokki eru áfeng­is­á­netj­un, skorpulif­ur, og krabba­mein. Að auki má rekja 5,9% dauðs­falla um allan heim til áfeng­is­neyslu (tölur frá 2012). Ótalin eru svo þau nei­kvæðu áhrif sem slíkt heilsutjón og dauði hefur á nán­ustu fjöl­skyldu og vini og sam­fé­lagið í heild sinni. Þannig er drykkja ekki eitt­hvað sem ger­ist bara fyrir innan húð­ina á hverjum og ein­um. Mamma gamla er með vís­indin á bak við sig og skilur að frelsi eins er ánauð ann­ars. Töl­urnar um skað­semi áfengis tala sínu máli. 

Auglýsing



En skiptir meira aðgengi ein­hverju máli? Þar eru töl­urnar líka nokkuð óyggj­andi og sýna að því meiri aðgangur sem er að áfengi því meiri verður neyslan og því meiri verður skað­inn fyrir sam­fé­lag­ið. Bæði land­læknir og Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin hafa bent á rann­sóknir sem sýna þetta svart á hvítu. Allt hefur áhrif.



Það sem syrgir mig mest í mál­flutn­ingi stuðn­ings­manna frum­varps­ins er hversu ótengdan þeir skynja heim­inn. Eins og að umhverfi okkar hafi nú bara eig­in­lega engin áhrif á okk­ur.  Alkó­hólistar verða bara alkó­hólist­ar. Ábyrgðin liggur hjá ein­stak­lingnum og hvernig við ákveðum að með­höndla áfengi í sam­fé­lag­inu hefur engin sér­stök áhrif. Þetta við­horf er mjög í hag þeirra fyr­ir­tækja sem selja og mark­aðs­setja vörur sem búið er að sýna fram á að eru skað­legar heilsu fólks eins og tóbak, áfengi, sykur og unnar kjöt­vör­ur. Þessi hug­mynda­hern­að­ur” er nýttur óspart af mat­væla­iðn­að­inum eins og þegar formað­ur­ Coca Cola ­mót­mælir syk­ur­skatti með því að segja: Fólk þarf að hreyfa sig meira og taka meiri ábyrgð á matar­æði sín­u”. Offitu­far­ald­ur­inn er með öðrum orðum lötu og ábyrgð­ar­lausu fólki að kenna. Látum ein­stak­ling­ana bera ábyrgð­ina svo fyr­ir­tækin geti haldið áfram að hagn­ast. 



Þetta við­horf um að það sé ein­ungis ein­stak­ling­ur­inn sjálfur sem beri ábyrgð á hegðun sinni er gott dæmi um það sem í félags­sál­fræði er kall­að Fundem­ental Attribution Error þar sem fólk hefur til­hneig­ingu til að skýra hegðun ann­ara frekar með vísun í ein­stak­lings­bundna þætti (hann er alkó­hólist­i”) heldur en að vísa í þætti í umhverf­inu (að­gengi að áfengi, normalís­er­ing á áfeng­is­neyslu). Rann­sóknir sýna að þessi skekkja í skýr­ingum á hegðun eru algeng­ari í hinum vest­ræna heimi en þar er meiri áhersla lögð á sjálf­stæði ein­stak­lings­ins. Fólk frá Asíu er hins vegar almennt lík­legra til að vísa í umhverfið þegar það útskýr­ir hegðun fólks. Þannig sjáum við til dæmis hvernig menn­ing hefur meira að segja áhrif á hvernig við skynjum heim­inn. 



Þau eru ótelj­andi dæmin um hvernig umhverfið ýtir undir ákveðna hegðun eða útkomu, til að mynda þegar kemur að heilsu. Ein­mana­leiki hefur til dæmis auk­ist mjög á und­an­förnum árum og er farið að tala um öld okkar sem öld ein­mana­leik­ans”. Talið er að einn af hverjum fimm Banda­ríkja­mönnum upp­lifi stöðugan ein­mana­leika. Sam­an­tekt á rann­sóknum sem athuga tengsl milli ein­mana­leika og dauðs­falla sýndi að félags­leg ein­angrun eykur líkur á ótíma­bærum dauða um 26% til 32%. Konur sem fá brjóstakrabba­mein eru lík­legri til að vera við betri heilsu eftir fjögur ár frá grein­ingu eftir því hversu marga nána vini þær eiga. Því meiri félags­legur og til­finn­inga­legur stuðn­ing­ur, því betri heilsa. Þannig hefur það umhverfi sem skap­ast hefur með breyttum lifn­að­ar­hátt­um, til dæmis meiri notkun á sam­fé­lags­miðl­um, áhrif á heilsu okk­ar. Ljóst er að rann­sóknir sem þessar eru að gefa til kynna að sjúk­dómar snú­ast ekki bara um sjálf­virk líf­eðl­is­leg ferli sem ger­ast í afmörk­uðum lík­ömum heldur eru sjúk­dómar líka í því umhverfi sem við sköp­um. 



En þar sem umræðan snýst núna um neyslu á skað­legum efnum og hvernig umhverfið spilar hlut­verk þá skulum við ein­beita okkur að neyslu­mynstr­um. Ljóst er til dæmis að umhverfið spilar mik­inn þátt í offitu­far­aldr­inum sem nú ­geis­ar en margir fræði­menn hafa bent á þátt hins svo­kall­aða offit­u-um­hverf­is” (e. obesogenic environ­ment) sem felst meðal ann­ars í umhverfi sem ýtir undir kyrr­setu og miklu fram­boði og aðgengi að ódýrum orku­ríkum mat. Algengi offitu í heim­inum hef­ur nánast tvö­fald­ast á árunum 1980 – 2008 (Al­þjóða­heil­brigð­is­stofn­un­in) og er ekki lengur vanda­mál hins vest­ræna heims því t­veir þriðju ­fólks sem glímir við offitu býr í hinum þró­andi heimi. Aukin hnatt­væð­ing og fólks­flutn­ingur í borgir með breyt­ingu á lífs­stíl og matar­æði sem lík­ist því sem sést í hinum vest­ræna heimi hafa verið settar fram sem mögu­legar skýr­ingar á auk­ini tíðni offitu í þró­un­ar­löndum sem áður voru með lága tíðni. Á Íslandi er mikil syk­ur­menn­ing og alls staðar þar sem fólk kemur saman eru sykraðar vörur í boði, hvort sem það eru bens­ín­stöðv­ar, sund­laug­ar, kvik­mynda­hús eða íþrótta­mið­stöðv­ar. Við höf­um  ­sér­stak­an nammidag þar sem æski­legt” er að borða mikið af sæl­gæti og slíkt boðið á 50% afslætti. Hvaða skila­boð er umhverfið að senda ungu fólki? Einn fimmti Ís­lend­ingaer í ofþyngd (BMI≥30) og tíðni áunn­inn­ar ­syk­ur­sýki hefur tvö­fald­ast hjá körlum og auk­ist um 50% hjá konum á árunum 1967-2007. Þetta er ágætis dæmi um umhverfi sem eykur líkur á ákveðnu neyslu­mynstri sem hefur skað­leg áhrif á ein­stak­ling­inn og sam­fé­lag­ið. Greini­legt er að ekki er hægt að gera lítið úr tengslum á því umhverfi sem við lifum í og hvernig neyslu er hátt­að.



Félags­legi þátt­ur­inn hefur einnig mikið að segja (það eru allir að fá sér”) en rann­sókn  frá 2007 sýnir að ef þú átt vin sem glímir við offitu ertu 57% lík­legri til að vera of feit­ur, ef það eru systk­ini eru lík­urnar 40% og ef það er maki eru lík­urnar 37%. Allt eru þetta dæmi um hversu mik­inn þátt umhverfið spilar í neyslu okk­ar. Það er ekk­ert til sem heitir hinn ein­angr­aði neyt­andi. Ef vilji er til að ýta undir heilsu­auk­andi hegð­un, sem hefur klár­lega ábata fyrir alla, þá þarf að skoða hvernig umhverfi við getum búið til sem eykur líkur á að fólk velji holl­ari kost­inn. Að auka aðgengi að áfengi hefði áhrif í öfuga átt.

En eigum við að taka eitt­hvað mark á þeim sem starfa innan heil­brigð­is­geirans (m.a. þeir sem hjálpa fólki með áfeng­is­fíkn) og vegna starfs síns verða að vera á móti auknu aðgengi vegna nei­kvæðra heilsu­fars­á­hrifa og þar af leið­andi auk­ins álags í vinnu? Það má alveg gefa sér að flestir muni ekki veikj­ast alvar­lega þó þeir drekki meira. Það er líka aug­ljóst að ákveðnir hópar eru við­kvæm­ari en aðrir fyrir breyt­ingum á aðgengi. Þar er til dæmis fólk með áfeng­is­vanda­mál og fjöl­skyldur þeirra og fólk sem er óheil­brigt fyr­ir. En af hverju á að stoppa partýið því að sumir höndla ekki sopann?

Skoðum aðeins í því sam­bandi hlýnun jarðar sem búið er að sýna fram á að er af manna­völd­um. Auð­vitað er fólk á Maldíveyjum alveg brjálað yfir áfram­hald­andi kolefn­islosun því jú það er áætlað að eyjan sökkvi í sæ um næstu öld. Og auð­vitað vill fólk í Afr­íku sem býr á þeim svæðum sem við­kvæmust eru fyrir hnatt­hlýnun stoppa brennslu á jarð­efna­elds­neyti. En eigum við nokkuð að taka mark á þeim? Við mann­fólkið eigum auð­velt með að leiða hjá okkur atburði sem hafa ekki sjá­an­leg áhrif á okkar nán­asta umhverfi. Þannig getum við látið sem svo að hlutir sem ger­ast í ákveð­inni fjar­lægð séu aðskyldir okk­ur. Þannig minnkum við van­líðan og látum lífið halda áfram sárs­auka­laust þó innst inni vitum við að þetta muni koma okkur í koll síðar meir. Maldíveyjar hafa barist fyrir því að þjóðir heims­ins dragi veru­lega úr kolefn­islosun til að hægja á hlýnun jarðar en eins og við vitum þá gengur hægt að venja jarð­ar­búa af olí­unni. Ekki hraðar það neitt á ferl­inu að flestir jarð­ar­búar sjá engin áhrif á sitt eigið líf og margir hagn­ast gríð­ar­lega á áfram­hald­andi olíu- og kol­notk­un. Vanda­málið er hins veg­ar, eins og ég er búinn að vera að reyna að sýna með þess­ari grein, að umhverfi okkar er ekki aðskilið okkur og það er með hlýnun jarðar eins og margt annað að hún stoppar ekki við landamæra­eft­ir­lit. Það verður ef til vill ekki fyrr en Maldíveyjar og Afr­íka koma til okkar að við teljum tíma á að fara að gera eitt­hvað. En þá verður of seint að biðja mömmu um hjálp.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None