Fjármálastefna 2017 til 2022, nokkur álitamál og ábendingar

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir að Innleiðing fjármálareglu verði til þess að auka mjög þunga efnahagslegra og hagrænna raka fyrir háum jaðarsköttum og auðlindagjöldum í sjávarútvegi og ferðamennsku.

Auglýsing

Ný lög um opin­ber fjár­mál (lög nr. 123/2015) tóku gildi í upp­hafi árs 2016. Í 4. gr. lag­anna er kveðið á um að hver ný rík­is­stjórn skuli leggja fyrir Alþingi Fjár­mála­stefnu sína í formi þings­á­lykt­un­ar. Fjár­mála­stefnan leggur grund­völl­inn að gerð árlegra fjár­mála­á­ætl­ana. Fjár­mála­stefnan markar ramma fyrir útgjalda­þró­un, tekju­þró­un, afkomu­þróun og þróun efna­hags hins opin­ber­a. ­Með réttu má segja að Fjár­mála­stefnan sé Kjör­tíma­bils­fjár­laga­frum­varpið með stórum staf og grein­i. Í skýr­ingum með frum­varp­inu sem varð lög númer 123/2015 segir m.a. að Fjár­mála­stefn­unni sé ætlað að stuðla að efna­hags­legu jafn­vægi til lengri tíma. Því til árétt­ingar er í 7. gr. lag­anna kveðið á um halla­reglu (ár­legur halli má ekki vera meiri en 2,5% af VLF og heild­ar­jöfn­uður jákvæður yfir 5 ára tíma­bil) og skulda­hlut­falls­reglu (skulda­hlut­fall lægra en 30% af VLF). Í 13. gr. lag­anna er kveðið á um starf­rækslu Fjár­mála­ráðs sem skal leggja mat á Fjár­mála­stefnu með opin­berri grein­ar­gerð eigi síðar en 2 vikum eftir að ráð­herra hefur lagt þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sína fram. Fjár­mála­ráð skal einnig fjalla um fjár­mála­á­ætlun með sama hætti.

Fjár­mála­ráð­herra, Bene­dikt Jóhann­es­son, hefur nú lagt fram Fjár­mála­stefnu fyrir árin 2017 til 2022 hér eft­ir ­nefnd “Fjár­mála­stefna 2017). Þessi stefna er end­ur­skoðun á sam­bæri­legu plaggi fyrir árið 2017 til 2021 sem fyrri rík­is­stjórn lagði fram og fékk sam­þykkta sem ályktun frá Alþingi á árinu 2016 hér eft­ir ­nefnd Fjár­mála­stefna 2016. Fjár­lög fyrir árið 2017, byggð á fjár­mála­stefnu fyrri stjórnar voru sam­þykkt í des­em­ber 2016 og því gildir hin nýja stefna í raun um tíma­bilið 2018 til 2022.

Fjár­mála­ráð hefur skilað áliti sínu í sam­ræmi við ákvæði 13. gr. lag­anna um opin­ber fjár­mál. Það er því að byrja að koma fyrsta reynsla af þeim nýj­ungum laga 123/2015 sem snúa að fjár­laga­gerð­inn­i. Fyrsta fjár­mála­á­ætl­unin var lögð fram í ágúst 2016 og ný verður lögð fram á vor­mán­uðum 2017. ­Fyrsta reynsla er því komin á ákvæði laga nr. 123/2015 og til­efni til að velta fyrir sér hvernig hið nýja fyr­ir­komu­lag “gengur upp” jafn­framt því sem mat er lagt á áherslu­at­riði nýfram­lagðrar fjár­mála­stefnu.

Auglýsing

Breyt­ingar frá fyrri stefnu

Nýlegt álit Fjár­mála­ráðs gefur ágætis yfir­lit yfir breyt­ingar sem núver­andi rík­is­stjórn ætlar sér að gera sam­an­borið við Fjár­mála­stefnu 2016. Sé litið til árs­ins 2017 sést að helsta breyt­ingin snýr að ætl­aðri skulda­stöðu, en skulda­staða rík­is­sjóðs er talin 3% lak­ari á árinu en ætlað var í fyrri fjár­mála­stefn­u. Þetta er umtals­verð breyt­ing á stuttum tíma og þarfn­ast skýr­inga þar sem breyt­ingar á hag­vaxt­ar­spá Hag­stofu Íslands (stærri lands­fram­leiðsla) skýrir fremur lækkun en hækkun hlut­falls­ins. ­Spá Hag­stof­unnar í nóv­em­ber 2016 fyr­ir VLF árs­ins 2016 er hálfu pró­sentu hærri en spáin sem gefin var út í maí 2016. Hag­stofan er líka bjart­sýnni í nóv­em­ber 2016 um VLF árs­ins 2017 en hún var í maí 2016. Þar er mun­ur­inn 0,9% hærri en maí­spá­in. ­Nefn­ari skulda­hlut­falls­ins hefur því hækkað um 1,5% og hlýtur því telj­ar­inn (skuld­irn­ar) að hafa hækkað tals­vert meira en sem því nem­ur!

Þá er gert ráð fyrir að útgjöld hins opin­bera (ríkis og sveit­ar­fé­laga) verði ekki meiri en 41,5% af VLF á ári á tíma­bil­inu 2018 til 2022. Þetta er nokkur breyt­ing frá fyrri stefnu, en í grein­ar­gerð með Fjár­mála­á­ætlun 2016 var gert ráð fyrir að opin­ber útgjöld lækk­uðu úr tæpum 42% af VLF árið 2016 í 39,7% af VLF árið 2021. ­Jafn­framt gerði Fjár­mála­stefna 2016 ráð fyrir að afgangur frá rekstri yrði 1% af VLF á ári á tíma­bil­inu 2017 til 2021. Fjár­mála­stefna 2017 gerir hins vegar ráð fyr­ir­ að afgangur frá rekstri verði 1,6 til 1,4% á ári á tíma­bil­inu 2018 til 2022. Það er því gert fyrir umfangs­meiri tekju­öflun hins opin­bera á tíma­bil­inu 2018 til 2021 í Fjár­mála­stefnu 2017 en í Fjár­mála­stefnu 2016. Fjár­mála­stefna 2017 markar þannig nokkra stefnu­breyt­ingu frá Fjár­mála­stefnu 2016, enda lögðu allir stjórn­mála­flokkar áherslur á aukin rík­is­út­gjöld í kosn­inga­bar­átt­unni haustið 2016. 

Grund­vall­a­r­á­lita­mál

Sam­an­burður Fjár­mála­stefnu 2017 og Fjár­mála­stefnu 2016 sýnir að kosn­ingar og breyttar áherslur hafa áhrif á inni­hald Fjár­mála­stefn­unn­ar. Hið nýja verk­lag sem inn­leitt er með lögum númer 123/2015 kallar því fram agaðri vinnu­brögð eins og stefnt var að. En þar með er ekki öll sagan sögð. Áður en lögin voru sam­þykkt vöru höfð uppi varn­að­ar­orð er snéru að því að sum ákvæði lag­anna væru illa grunduð og full ósveigj­an­leg. Víkjum að því.

Ósveigj­an­leg regla hættu­leg

Í umsögn sinni tekur Fjár­mála­ráð undir áður fram­komnar áhyggjur sem lúta að því að þröng og ósveigj­an­leg halla­regla (fjár­mála­regla, sbr. 7. gr. l.nr.123/2015) kunni að valda óþarfa búsifj­um. Gagn­rýnendur benda á að eðli­legt sé að miða fjár­mála­reglu við sveiflu­leið­rétta afkomu rík­is­sjóðs en ekki ósveiflu­leið­rétta eins og lög 123/2015 kveða á um. Sé miðað við ósveiflu­leið­rétta afkomu kemur sú staða upp að fram­leiðslu­spenna skapar tekju­aukn­ingu sem skilar sé í afkomu umfram ákvæði fjár­mála­reglu sem aftur gefur rík­is­stjórn og Alþingi færi á að auka opin­ber útgjöld sem aftur auka á fram­leiðslu­spennu og gera “illt verra”. ­Með sama hætti getur ósveigj­an­leg fjár­mála­regla magnað fram­leiðsluslaka og þar með aukið atvinnu­leysi umfram það sem hefð­bundin fjár­mála­stefna myndi fram­kalla. Þetta atriði þarf að lag­færa áður en það veldur óþarfa skaða.

Virkni sjálf­virkra sveiflu­jafn­ara

Ef efna­hags­sam­dráttur dynur yfir aukast útgjöld til­ at­vinnu­leys­is­trygg­inga ­jafn­framt því sem félags­leg aðstoð sveit­ar­fé­laga eykst. Á sama tíma drag­ast skatt­tekjur hins opin­bera saman vegna minni umsvifa (virð­is­auka­skatt­ur) og vegna minni atvinnu­tekna (tekju­skattur ein­stak­linga og félaga). ­Aukin útgjöld og minni skattar dempa þannig sam­drátt ráð­stöf­un­ar­tekna á tímum sam­drátt­ar. Á þenslu­tímum snú­ast áhrifin við. Atvinn­leys­is­trygg­inga­greiðslur minnka og skatt­tekjur aukast hraðar en lands­fram­leiðsl­an. Hag­fræð­ingar tala um að sjálf­virkir sveiflu­jafn­arari dragi úr áhrifum sam­dráttar og þenslu á umsvifa­stig í hag­kerf­in­u. ­Virkni sjálf­virkra sveiflu­jafn­ara er ein ástæða bættrar hag­stjórnar á tutt­ug­ustu öld­inn­i. ­Leiða má að því rök að mik­il­vægi sjálf­virkra sveiflu­jafn­ara sé miklu meira þegar fjár­mála­reglu er beitt en ella. Á­stæðan er sú að fjár­mála­reglan tak­markar all­nokkuð mögu­leika stjórn­valda til að bregð­ast við þenslu og sam­drætti með sér­tækum aðferð­u­m. Fjár­mála­ráð bendir á í umsögn sinni (bls. 12) að stefna nýrrar rík­is­stjórnar sé að við­halda virkni sjálf­virku sveiflu­jafnaranna. Fjár­mála­ráð bendir jafn­framt á breyt­ingar á tekju­skatts­kerf­inu hafi veikt virkni þeirra og að á þeim vanda sé ekki tek­ið. Þetta er hægt að gera með því að auka áhrif jað­ar­skatta og/eða með því að auka næmi skatt­heimt­unnar við sveifl­urnar í sveiflu­kenndasta hluta hag­kerf­is­ins, hvort heldur um sé að ræða sjáv­ar­út­vegur eða ferða­þjón­usta. 

Spá­skekkjur ómeð­höndlað vanda­mál

Þá bendir Fjár­mála­ráð á að Fjár­mála­stefna byggi á punkt­mati hvað varðar þróun und­ir­liggj­andi efna­hags­stærða. Að í stefn­unni sé ekki tekið til­lit til þess að spár Hag­stofu og Seðla­banka séu óvissu háð­ar­. ­Reyndar birtir Fjár­mála­ráð afar gagn­legt yfir­lit yfir þróun spá­stærða í töflu­formi (Tafla 2). Þar kemur t.d. fram að á 2ja ára tíma­bili hækkar spá Seðla­banka Íslands um hag­vöxt árs­ins 2017 úr 2,3% í 4,5%! Aug­ljós­lega getur verið mik­ill munur á spám varð­andi hag­vöxt á loka­ári Fjár­mála­stefn­u og raun­veru­leika. Loka­árið er jú í fjög­urra til fimm ára fjar­lægð þegar spá sú sem Fjár­mála­stefnan er unn­in. Aug­ljós­lega getur Fjár­mála­stefna ekki verið sú sama í 1% hag­vexti og í 9% hag­vext­i! Fjár­mála­ráð mælir með því að spár og stefna séu settar fram sem (þröng) bil. ­Dæmin sýna að þröngt bil dugar ekki til að ná utan um spá­skekkju. Eðli­leg­ast væri að setja fram skil­yrta Fjár­mála­stefn­u. Þ.e.a.s. að stefnan yrði á form­in­u: Ef útlit er fyrir að fram­leiðslu­spenna verði X% meiri en í grunn­stefn­u mun stefnt að að afkoma hins opin­bera verði Y% betri en sam­kvæmt grunn­stefnu. Á­kvæði 4. Gr. Laga númer 123/2015 eru nægj­an­lega rúm til að leyfa slíkt.

Sam­spil fjár­mála­stefnu og ann­arra hag­rænna mark­miða

Fjár­mála­ráð bendir einnig á að núgild­andi lag­ara­mmi tekur ekki til­lit til sam­spils þjóð­hags­spár og fjár­mála­stefnu (bls. 10). Þetta er afar mik­il­vægur punkt­ur. Hin hefð­bundna aðferð við efna­hags­stjórnun er að stjórn­völd setji sér mark­mið um vöxt lands­fram­leiðslu, þróun við­skipta­af­gangs/halla, verð­lags­þróun og geng­is­þró­un. Því næst er aflað upp­lýs­inga um þróun ytri þátta á borð við verð­lag á hrá­vöru­mörk­uð­um, afurða­mörk­uð­um, lík­lega eft­ir­spurn eftir vöru og þjón­ustu sem fram­leidd er. Þegar þetta er fundið er hægt að spyrja hvaða stjórn­tækja­beit­ing (fjár­mála­stefna og pen­inga­mála­stefna (vaxta­stefna)) dugar til að ná fram áður settum mark­miðum um vöxt VLF o.s.frv. Það verk­lag sem nú er lög­bundið með Fjár­mála­reglu snýr þessu ferli á höf­uðið því fyrst ákveða stjórn­völd fjár­mála­stefn­una og fá síðan upp­lýs­ingar um hvort þessi stefna muni valda sam­drætti og atvinnu­leysi eða þenslu og verð­bólg­u! Rétt er að taka undir með Fjár­mála­ráði að þetta reglu­verk er illa not­hæft óbreytt.

Flest þau álita­efni sem hér eru nefnd hafa því komið fram áður í álits­gerðum Fjár­mála­ráðs, Seðla­banka og aðila vinnu­mark­að­ar­ins um Fjár­mála­stefnu og/eða Fjár­mála­á­ætl­un.

Ábend­ingar um breyt­ingar á Fjár­mála­stefnu 2017

Eins og fyrr er nefnt bendir Fjár­mála­ráð á nauð­syn þess að meta fjár­mála­stefn­una útfrá sveiflu­leið­réttri afkomu hins opin­ber­a. Pen­inga­sta­efnu­nefnd ­Seðla­bank­ans metur það svo að fram­leiðslu­spennan hafi verið 2,2% af fram­leiðslu­getu á síð­asta ári og auk­ist enn á þessu. Þá metur Seðla­bank­inn það svo að fram­leiðslu­spenna verði á bil­inu 1% árið 2018 og 0,5% árið 2019. Þetta þýðir að væru afkomu­tölur Fjár­mála­stefn­unnar sveiflu­leið­réttar myndu þær lækka all­nokk­uð. Sem aftur þýðir að ef mark­miðið er að aðhald fjár­mála­stefn­unnar dugi til að styðja við pen­inga­mála­stefnu SB þarf afgangur af rekstri hins opin­bera að vera meiri en sýnt er í Fjár­mála­stefnu 2017.

Það er sam­dóma álit flestra sem um hafa fjallað að sjálf­bær tekju­öflun þjóð­ar­bús­ins á grund­velli ferða­þjón­ustu verður ekki tryggð nema með veru­legum fjár­fest­ingum í innviðum á borð við vega­kerfi, við­bragðs­kerfi almanna­varna, lög­reglu og land­helg­is­gæslu, aðbúnað á ferða­manna­stöð­um. Því til við­bótar hafa stjórn­ar­flokk­arn­ir, bæði í aðdrag­anda kosn­inga og í stjórn­ar­sátt­mála, gefið fyr­ir­heit um kostn­að­ar­söm átök á sviðum heil­brigð­is- og mennta­mála. Mark­mið um aukin útgjöld og auk­inn afgang af rekstri hins opin­bera nást ekki nema með auk­inni tekju­öflun rík­is­sjóðs. Þar sem þessi tekju­öflun er fyrst og fremst ætluð til þess að bæta sjálf­bærni tekju­öfl­un­ar­mögu­leika ferða­þjón­ust­unnar og til þess að draga úr þeim skaða sem þensla ferða­þjón­ust­unnar veldur öðrum atvinnu­greinum (og sjálfri sér) er eðli­leg­ast að skatt­heimtan bein­ist að ferða­mennskunni, t.d. með komu­gjöld­um, gistin­átta­gjöldum og bíla­stæða­gjöldum og öðrum aðstöðu­gjöldum á fjöl­sóttum ferða­manna­stöð­um. Einnig er rétt að minna á sveiflu­jöfn­un­ar­rökin sem til­greind voru hér á undan og hníga að því að láta skatt­tekjur af ferða­þjón­ustu vaxa hraðar en svarar til vaxtar grein­ar­innar sjálfr­ar. Þessu öllu þyrfti að sjá vel stað í Fjár­mála­stefnu fyrir tíma­bilið 2018 til 2022 þegar hún verður sam­þykkt sem ályktun frá Alþingi. Jafn­framt þarf að leggja grund­völl að end­ur­bótum á lagaum­gjörð Fjár­mála­stefn­unnar í sam­ræmi við þau atriði sem talin eru upp í upp­hafi þess­arar grein­ar.

Að lokum þetta: nnleið­ing fjár­mála­reglu verður til þess að auka mjög þunga efna­hags­legra og hag­rænna raka fyrir háum jað­ar­sköttum og auð­linda­gjöldum í sjáv­ar­út­vegi og ferða­mennsku. Lík­lega hafa hörð­ustu tals­menn fjár­mála­regl­unnar ekki séð það fyr­ir!

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None