Listmeðferð á Stuðlum

Hanna Lind Jónsdóttir skrifar um gagnsemi listmeðferðar fyrir börn og unglinga sem glíma við vanda. Hún segir að meðferðin geti veitt skjólstæðingum vettvang til að tjá sig um erfið málefni með öðrum leiðum heldur en með orðum.

Auglýsing

List­með­ferð er með­ferð­ar­form sem á sér rúm­lega 35 ára sögu hér á íslandi og hafa list­með­ferð­ar­fræð­ingar unnið á ýmsum deildum Land­spít­al­ans s.s. geð­deild­um, Hvíta­band­inu, barna­deild og á líkn­ar­deild. Einnig hafa list­með­ferð­ar­fræð­ingar starfað í skól­um, leik­skólum og á öldr­un­ar­sviði hér á landi svo fátt eitt sé nefnt. Fræðin á bak við list­með­ferð byggja á sál­fræði­legum kenn­ing­um, þar sem margs­konar mynd­sköpun er notuð til tján­ingar og úrvinnslu á upp­lif­unum og áföllum undir umsjón list­með­ferð­ar­fræð­ings. ­Með­ferðin er fjöl­þætt, marg­breyti­leg og ein­stak­lings­bund­in, þannig mót­ast hún út frá þörfum hvers skjól­stæð­ings fyrir sig. Grund­vallar mark­mið er þó að öðl­ast traust skjól­stæð­ings og veita við­kom­andi öruggt umhverfi til að tjá til­finn­ingar og lífs­reynslu með tví­víðri eða þrí­víðri mynd­sköp­un.

List­með­ferð hefur staðið börnum og ung­lingum á með­ferð­ar­deild Stuðla til boða síðan haustið 2012. Hún hefur reynst mik­il­vægur val­kostur fyrir skjól­stæð­inga, sem oft á tíðum eru tor­tryggnir og í mót­þróa við hefð­bundin með­ferð­ar­úr­ræði og inn­grip. Það getur gert það að verkum að þeir eigi erfitt með að treysta með­ferð­ar­að­il­um. Stuðlar eru grein­ing­ar- og með­ferð­ar­stöð fyrir börn og ung­linga á aldr­inum tólf til átján ára og hafa verið starf­ræktir síðan 1996. Skjól­stæð­ingar Stuðla glíma flest­ir, m.a. við hegð­un­ar­vanda og/eða vímu­efna­vanda en grein­ing­ar skjól­stæð­inga­hóps­ins hafa með tím­anum orðið sífellt fjöl­breytt­ari og marg­þætt­ari. Með­al­d­völ á með­ferð­ar­deild­inni er átta til tólf vik­ur, en sumir skjól­stæð­ingar dvelja skemur og aðrir leng­ur.

            Þó að list­með­ferð á Stuðlum sé ein­stak­lings­bundin þá eru ákveðin atriði sem koma upp hjá nán­ast öllum ung­ling­um, sem sækja þangað með­ferð, svo sem slök sjálfs­mynd, kvíði og áfalla­saga af ein­hverju tagi. Skjól­stæð­ing­ur­inn fær frjálsar hendur við val á efni­við og við­fangi en mik­il­vægt er að list­með­ferð­ar­fræð­ingur meti aðstæður hverju sinni varð­andi inn­grip og upp­á­stung­ur. Algengt er að þau ótt­ist að stand­ast ekki sam­an­burð og eigin vænt­ingar þegar kemur að list­sköpun og dæma sig sjálf úr leik af þeim sök­um. Í list­með­ferð er aðal­á­herslan aftur á móti lögð á sköp­un­ar­ferlið, en ekki á loka­út­kom­una eða hefð­bundin feg­urð­ar­gildi. Þannig er það hlut­verk list­með­ferð­ar­fræð­ings­ins að aðstoða, bregð­ast við og fylgj­ast með til­finn­inga­legum við­brögð­um, hegðun og lík­ams­tján­ingu skjól­stæð­ings. Einnig ­skiptir upp­lifun skjól­stæð­ings­ins, vinnu­lag, inni­hald verks­ins og hvað viðkomandi hefur að segja um sköp­un­ar­verk sitt máli.

Auglýsing

Vinnan sjálf getur einnig verið slak­andi og teng­ist núvit­und að því leyti að athygli er vakin á áferð, lykt, við­námi og fleiru sem teng­ist efni­viðnum og sköp­un­ar­ferl­inu. Þá eru ung­ling­arnir hvattir til að staldra við og taka eftir þessum atriðum ásamt áhrifum vinn­unnar á eigin líðan og með­vit­und um lík­ams­beit­ingu við vinn­una. Abstrakt eða óhlut­bundin vinna getur verið mjög mik­il­væg í þessu ferli, því þegar unnið er á óhlut­bund­inn hátt hverfur ótt­inn við útkom­una. Þ.e.a.s. það er ekk­ert rétt eða rangt í því hvernig þú vel­ur, dreifir eða slettir lit­um, svo dæmi séu tek­in. Slík vinna getur einnig gagn­ast við að koma ein­stak­ling í betri tengsl við umhverfi sitt og virkað sem ákveðin jarð­teng­ing t.d. eftir mikla neyslu og rót­leysi. Vinnu­ferlið getur í sjálfu sér einnig verið styrkj­andi fyrir sjálfs­mynd barn­anna. Með list­sköp­un­inni er mark­visst unn­ið ­með skil­yrð­is­lausri við­ur­kenn­ingu, stuðn­ingi og hvatn­ing­u ­gegn nei­kvæðum hug­mynd­um, sem börnin hafa mögu­lega mótað um sig sjálf.

Þannig getur list­með­ferð veitt skjól­stæð­ingum vett­vang til að tjá sig um erfið mál­efni með öðrum leiðum heldur en með orð­um. Sköp­unin sjálf veitir líka mögu­lega losun og vinnu­ferlið eitt og sér getur verið gef­andi og veitt vellíðan ásamt því að trú á eigin getu eykst. Með því að aðstoða ein­stak­ling­inn við að spegla sjálfan sig í þessu sam­hengi eykst sjálfs­þekk­ing og sjálfs­traust.

Höf­undur er list­með­ferð­ar­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Seðlabankinn telur Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka alla vera kerfislega mikilvæga.
Starfsfólki fækkar ört í fjármálakerfinu
Rúmlega þriðjungi færri unnu í fjármálafyrirtækjum í sumar, miðað við árið á undan. Hagræðing þriggja stærstu bankanna hefur skilað sér í hærri arðsemi, þrátt fyrir að þrengt hafi verið að rekstri þeirra á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None