Þegar að talið berst að skorti á lóðum og íbúðum eða heimilum, þá hugsa ég borgarlínan. Þegar að talið berst að mengun og koltvísýrings blæstri – þá hugsa ég borgarlína. Þegar að talið berst að lánamöguleikum, fjármögnun á heimilum eða fjölbreytileika á húsnæðismarkaði þá hugsa ég borgarlínan.
Það er hálf átakanlegt að heyra greiningardeildir bankanna hrópa um skort á 8.000 íbúðum og herja á sveitarfélög að standa sig í lóðarúthlutum - þegar að það er svo langt frá því sem er „framkvæmanlegt“ miðað við mannafla – lánsmöguleika – og framtíðarsýn sveitarfélaga um það að fara vel með – betur með land, fjármuni og umhverfið allt.
Sannarlega stöndum við frammi fyrir margföldu verkefni sem tengist Borgarlínunni – á meðan að nágrannalönd okkar bæði i Skandinavíu og Evrópu eru að koma sér upp álíka hraðsamgöngum í þéttri byggð – þá þurfum við að þétta byggðina og byggja borgarlínu.
Þetta eru áskoranir en líka frábær verkefni sem gefur okkur margföld tækifæri til að leysa og hanna umhverfi þar sem að hægt er að tryggja íbúðafjölbreytileika – bæði með tilliti til íbúðanna sjálfra en líka eignarhalds. Það er hægt að tryggja umhverfisgæði og það sem er mikilvægast, að búa til valmöguleika í samgöngumálum – að það verði möguleiki á að nýta annað en bíl til að láta daginn ganga upp með tilliti til vinnu, innkaupa og jafnvel barna!
Rekstur einkabíla er rándýr. Til að eiga möguleika á að lifa bíllausum eða bíllitlum lífsstíl þurfa kjarnar að vera nægilegar þéttir til þess að þar þrífist fjölbreytileg nærþjónusta í innan við 20 mínútna göngufjarlægð. Skilyrði til þess verða hvergi betri en í kringum stöðvar borgarlínunnar.
Bónusinn í þéttingu byggðar er síðan áherslan á jafnvægi – í umhverfinu, í skólamálum, þjónustu og mörgu öðru. Það er svo mikilvægt í öllum hverfum höfuðborgarinnar að tryggja félagslega blöndun.
Það eru breyttar áherslur í skipulagsmálum, nú er verið að hverfa frá þeirri hugmynd að byggja ný, einsleit og dreifðari hverfi í útjaðri byggðar. Það fyrirkomulag hefur verið gott fyrir þá sem framleiða húsnæði en hefur ókosti fyrir íbúana. Vegalengdir milli staða verða lengri. Fólk eyðir meiri tíma í dagleg ferðalög til og frá vinnu og sækja nauðsynlega þjónustu. Ferðalögin kosta bæði samfélagið og einstaklinginn óhemjumikinn pening. Tíminn sem fer í ferðalögin er tekin frá fjölskyldu, frístundum og vinum. Um helmingur alls lands á höfuðborgarsvæðinu fer undir samgöngumannvirki, það kostar mikla fjármuni að halda götunum í þokkalegu ástandi og enn meiri ef ástand gatna ætti að vera gott. Vélknúin ökutæki eru stærsti mengunarvaldurinn á höfuðborgarsvæðinu. Er ekki kominn tími til að eyða tímanum í annað en að vera í bíltúr á einkabílnum? Stytta ferðir milli staða og sitja jafnvel í lest með skemmtilegu fólki?
Höfundur situr í svæðisskipulagsnefnd höfðuborgarsvæðisins fyrir Hafnarfjarðarbæ.