Til hamingju, Ísland!

Birgir Birgisson minnist þess að 30 ár eru í dag frá því að umferðarlög tóku gildi. Og bendir á nauðsyn þess að taka þau til endurskoðunar.

Auglýsing

Dag­ur­inn í dag, 1. mars, er merki­legur fyrir margra hluta sak­ir. Í almennri umræðu und­an­farnar vikur hefur mest borið á teng­ingu við áfeng­is­lög­gjöf­ina og þá ákvörðun að leyfa sölu á bjór eftir ára­tuga bann. En dag­setn­ingin teng­ist líka merki­legum við­burði sem gerð­ist fáum árum fyrr og snertir dag­legt líf okkar allra. Þann 1. mars 1987 tóku nefni­lega gildi ný umferð­ar­lög sem gerðu öllum skylt að nota bíl­belti, með örfáum und­an­tekn­ing­um. Nú­orðið þykir bíl­belta­notkun sem betur fer sjálf­sagður hlutur og jákvæð áhrif af því ættu að vera öllum aug­ljós.

Það sem ekki er eins aug­ljóst er hvers vegna við búum við 30 ára gömul og nán­ast óbreytt umferð­ar­lög. Það er engu lík­ara en ekk­ert hafi breyst í tækni­þró­un, skipu­lagi og hönnun umferð­ar­mann­virkja, mann­fjölda, ferða­háttum eða gerðum sam­göngu­far­ar­tækja und­an­farna ára­tug­i. En er það virki­lega þannig?

Hlut­verk Sam­göngu­stofu eru mörg og mörgum verkum hennar er vel sinnt. Sú sorg­lega stað­reynd blasir þó við að það fjár­magn sem stofn­unin hefur úr að moða er í engu sam­ræmi við mik­il­vægi henn­ar. Þó þessi hluti umræðu um umferð­ar­ör­yggi hafi ef til vill lítið með sjálf umferð­ar­lögin að gera, blasir þarna við það sinnu­leysi sem ræður ríkjum á þessu svið­i. Þess þarf að breyta.

Auglýsing

Varla þarf að tví­yrða um stór­lega auk­inn fjölda veg­far­enda síð­ustu ára, til dæmis vegna auk­innar umferðar ferða­fólks. En það eru fleiri hlutir sem gera það nauð­syn­legt að taka íslensk umferð­ar­lög og reglu­gerðir sem þeim tengj­ast til end­ur­skoð­un­ar. Slík end­ur­skoðun hefur að vísu þegar verið reynd í nokkur skipti á löngum gild­is­tíma þeirra, en póli­tísk ref­skák hefur oftar en ekki orðið til þess að ekk­ert verður úr fram­kvæmd­inn­i. Þessu þarf að breyta.

Það hlýtur líka að vera umhugs­un­ar­efni, svo dæmi sé tek­ið, að náms­skrá í öku­kennslu hefur ekk­ert breyst í tæpan ára­tug (og hafði ekki breyst í ára­tug þar á und­an), þrátt fyrir allar þær miklu breyt­ingar sem orðið hafa á ferða­venjum mik­ils hluta veg­far­enda. Til dæmis eru hvorki þar né í umferð­ar­lög­unum sjálfum neinar mark­tækar breyt­ingar að sjá vegna þeirrar miklu fjölg­unar hjól­reiða­fólks sem orðið hefur á und­an­förnum árum. Þessu þarf að breyta.

Þekk­ing­ar­leysi allt of margra öku­manna, þegar kemur að sam­skiptum og sam­vinnu við hjól­reiða­fólk í dag­legri umferð, er bein­línis lífs­hættu­leg­t. Ein þeirra fáu greina umferð­ar­lag­anna sem fjalla um þennan til­tekna hóp veg­far­enda, svo dæmi sé tek­ið, gefur hjól­reiða­fólki á skýran og afdrátt­ar­lausan hátt leyfi til að taka hægra megin fram úr bif­reið­um, til dæmis þar sem löng bíla­röð mynd­ast við gatna­mót. Þess vegna verður eitt­hvað að ger­ast í því að auka með­vit­und öku­manna um notkun ljósa- og merkja­bún­að­ar, sem er alltof ábóta­vant. Þessu þarf að breyta.

Almennar upp­lýs­inga­her­ferðir hafa að miklu leyti misst marks, einkum vegna þess að aðferð­irnar til miðl­unar eru úrelt­ar, fjár­magnið til verks­ins af skornum skammti og veru­lega skortir á að slík átök verði nægj­an­lega sam­stillt á -öllum víg­stöðv­um. Þessu þarf að breyta.

Nýlega hefur einnig farið fram umræða um örygg­is­mynda­vélar í opin­beru rými. Gagn­semi þeirra hefur til að mynda sýnt sig við rann­sóknir saka­mála. Hins vegar virð­ist sem sú gagn­semi hverfi alger­lega þegar um er að ræða mynda­vélar sem öku­menn hafa í öku­tækjum sín­um. Engar reglur virð­ast vera til um hvernig skuli með­höndla slík gögn, hvort sem er til að skera úr um ábyrgð eða orsök í umferð­ar­slysum eða við alvar­leg umferð­ar­laga­brot. Þessu þarf að breyta.

Fjöldi veg­far­enda sem nýtir bland­aða göngu- og hjól­reiða­stíga vex ört. Að sama skapi hefur minni háttar slysum við þær aðstæður fjölgað og oftar en ekki er um að kenna skorti á upp­lýs­ing­um, skorti á merk­ingum eða vill­andi merk­ing­um, en ekk­ert síður skorti á því sem mætti kalla eðli­lega umferð­ar­menn­ing­u. ­Fólk sem ferð­ast um, er hluti af umferð­inn­i. Hvort sem fólk velur að ganga, aka, hjóla eða eitt­hvað ann­að. Al­menna reglan um að halda sig hægra megin ætti að vera jafn­gild þar sem ann­ars stað­ar­. Í íslenskum veru­leika virð­ist oft sem hug­takið ´um­ferð´ nái ekki yfir aðra en þá sem eru akand­i. Þessu þarf að breyta.

Svo allrar sann­girni verði gætt þarf það að fylgja sög­unni að breyt­ingar á umferð­ar­lög­unum á gild­is­tíma þeirra eru að nálg­ast fimmta tug­inn, ef með eru taldar minni háttar lag­fær­ingar og við­auk­ar. En það hljómar örugg­lega und­ar­lega fyrir flest fólk að minnstur hluti þeirra breyt­inga hefur snú­ist um að auka öryggi veg­far­enda. Mun fleiri fjalla um sekt­ar- og refsi­á­kvæði eða minni háttar stjórn­sýslu­legar aðlag­an­ir. Þessu þarf að breyta.

Örugg umferð ætti að vera kapps­mál okkar allra og jafn­vel þó mik­ill árangur hafi náðst í því að draga úr alvar­legum slysum á þjóð­vegum lands­ins, er umferð­ar­þungi og þétt­leiki umferðar að breyt­ast ört. Þess vegna er fyrir löngu orðið nauð­syn­legt að end­ur­skoða íslensk umferð­ar­lög í heild sinni ásamt þeim reglu­gerðum sem af þeim leiða og gera á þeim nauð­syn­legar breyt­ing­ar.

Ef það tekst að hefja það verk fljót­lega er kannski von til þess að því ljúki fyrir fer­tugs­af­mæl­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Atvinnuleysi útlendinga á Íslandi komið yfir 20 prósent
Heildaratvinnuleysi á Íslandi mældist 8,8 prósent um síðustu mánaðamót. Atvinnuleysi er miklu hærra á meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra. Rúmlega helmingur allra atvinnulausra útlendinga eru frá Póllandi.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Þorsteinn Kristinsson
Lærdómar frá Taívan
Kjarninn 14. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir á fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu fyrr í ár.
Ákvörðunin „vonbrigði í sjálfu sér“
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði það skipta miklu máli að aðgerðir á landamærum væri stöðugt til endurskoðunar hjá stjórnvöldum. Hún sagði stjórnvöld vera heppin með sóttvarnayfirvöld sem hjálpi til við ákvarðanatöku.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir á fundi stjórnvalda í Safnahúsinu í apríl.
Samfélag er „ekki bara hagtölur“
„Það er svo óendanlega mikils virði að samfélagið virki þannig að okkur líði vel í því,“ sagði heilbrigðisráðherra á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Á fundinum voru kynntar hertar aðgerðir á landamærunum.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Frá Keflavíkurflugvelli
Allir komufarþegar eiga að fara í skimun og 4-5 daga sóttkví
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að allir sem til Íslands koma þyrftu frá og með 19. ágúst að fara í skimun á landamærum, svo í sóttkví í 4-5 daga og að því búnu aftur í skimun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Í skýrslu HMS segir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 5,1 prósent milli ára.
Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hefur aldrei verið jafn hátt
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það sem af er ári hefur hlutfall fyrstu kaupenda verið nærri 30 prósentum. Fasteignamarkaðurinn er einkar líflegur nú um stundir en umsvif eru að jafnaði minni á sumrin en á öðrum árstíðum.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None