Til hamingju, Ísland!

Birgir Birgisson minnist þess að 30 ár eru í dag frá því að umferðarlög tóku gildi. Og bendir á nauðsyn þess að taka þau til endurskoðunar.

Auglýsing

Dagurinn í dag, 1. mars, er merkilegur fyrir margra hluta sakir. Í almennri umræðu undanfarnar vikur hefur mest borið á tengingu við áfengislöggjöfina og þá ákvörðun að leyfa sölu á bjór eftir áratuga bann. En dagsetningin tengist líka merkilegum viðburði sem gerðist fáum árum fyrr og snertir daglegt líf okkar allra. Þann 1. mars 1987 tóku nefnilega gildi ný umferðarlög sem gerðu öllum skylt að nota bílbelti, með örfáum undantekningum. Núorðið þykir bílbeltanotkun sem betur fer sjálfsagður hlutur og jákvæð áhrif af því ættu að vera öllum augljós.

Það sem ekki er eins augljóst er hvers vegna við búum við 30 ára gömul og nánast óbreytt umferðarlög. Það er engu líkara en ekkert hafi breyst í tækniþróun, skipulagi og hönnun umferðarmannvirkja, mannfjölda, ferðaháttum eða gerðum samgöngufarartækja undanfarna áratugi. En er það virkilega þannig?

Hlutverk Samgöngustofu eru mörg og mörgum verkum hennar er vel sinnt. Sú sorglega staðreynd blasir þó við að það fjármagn sem stofnunin hefur úr að moða er í engu samræmi við mikilvægi hennar. Þó þessi hluti umræðu um umferðaröryggi hafi ef til vill lítið með sjálf umferðarlögin að gera, blasir þarna við það sinnuleysi sem ræður ríkjum á þessu sviði. Þess þarf að breyta.

Auglýsing

Varla þarf að tvíyrða um stórlega aukinn fjölda vegfarenda síðustu ára, til dæmis vegna aukinnar umferðar ferðafólks. En það eru fleiri hlutir sem gera það nauðsynlegt að taka íslensk umferðarlög og reglugerðir sem þeim tengjast til endurskoðunar. Slík endurskoðun hefur að vísu þegar verið reynd í nokkur skipti á löngum gildistíma þeirra, en pólitísk refskák hefur oftar en ekki orðið til þess að ekkert verður úr framkvæmdinni. Þessu þarf að breyta.

Það hlýtur líka að vera umhugsunarefni, svo dæmi sé tekið, að námsskrá í ökukennslu hefur ekkert breyst í tæpan áratug (og hafði ekki breyst í áratug þar á undan), þrátt fyrir allar þær miklu breytingar sem orðið hafa á ferðavenjum mikils hluta vegfarenda. Til dæmis eru hvorki þar né í umferðarlögunum sjálfum neinar marktækar breytingar að sjá vegna þeirrar miklu fjölgunar hjólreiðafólks sem orðið hefur á undanförnum árum. Þessu þarf að breyta.

Þekkingarleysi allt of margra ökumanna, þegar kemur að samskiptum og samvinnu við hjólreiðafólk í daglegri umferð, er beinlínis lífshættulegt. Ein þeirra fáu greina umferðarlaganna sem fjalla um þennan tiltekna hóp vegfarenda, svo dæmi sé tekið, gefur hjólreiðafólki á skýran og afdráttarlausan hátt leyfi til að taka hægra megin fram úr bifreiðum, til dæmis þar sem löng bílaröð myndast við gatnamót. Þess vegna verður eitthvað að gerast í því að auka meðvitund ökumanna um notkun ljósa- og merkjabúnaðar, sem er alltof ábótavant. Þessu þarf að breyta.

Almennar upplýsingaherferðir hafa að miklu leyti misst marks, einkum vegna þess að aðferðirnar til miðlunar eru úreltar, fjármagnið til verksins af skornum skammti og verulega skortir á að slík átök verði nægjanlega samstillt á -öllum vígstöðvum. Þessu þarf að breyta.

Nýlega hefur einnig farið fram umræða um öryggismyndavélar í opinberu rými. Gagnsemi þeirra hefur til að mynda sýnt sig við rannsóknir sakamála. Hins vegar virðist sem sú gagnsemi hverfi algerlega þegar um er að ræða myndavélar sem ökumenn hafa í ökutækjum sínum. Engar reglur virðast vera til um hvernig skuli meðhöndla slík gögn, hvort sem er til að skera úr um ábyrgð eða orsök í umferðarslysum eða við alvarleg umferðarlagabrot. Þessu þarf að breyta.

Fjöldi vegfarenda sem nýtir blandaða göngu- og hjólreiðastíga vex ört. Að sama skapi hefur minni háttar slysum við þær aðstæður fjölgað og oftar en ekki er um að kenna skorti á upplýsingum, skorti á merkingum eða villandi merkingum, en ekkert síður skorti á því sem mætti kalla eðlilega umferðarmenningu. Fólk sem ferðast um, er hluti af umferðinni. Hvort sem fólk velur að ganga, aka, hjóla eða eitthvað annað. Almenna reglan um að halda sig hægra megin ætti að vera jafngild þar sem annars staðar. Í íslenskum veruleika virðist oft sem hugtakið ´umferð´ nái ekki yfir aðra en þá sem eru akandi. Þessu þarf að breyta.

Svo allrar sanngirni verði gætt þarf það að fylgja sögunni að breytingar á umferðarlögunum á gildistíma þeirra eru að nálgast fimmta tuginn, ef með eru taldar minni háttar lagfæringar og viðaukar. En það hljómar örugglega undarlega fyrir flest fólk að minnstur hluti þeirra breytinga hefur snúist um að auka öryggi vegfarenda. Mun fleiri fjalla um sektar- og refsiákvæði eða minni háttar stjórnsýslulegar aðlaganir. Þessu þarf að breyta.

Örugg umferð ætti að vera kappsmál okkar allra og jafnvel þó mikill árangur hafi náðst í því að draga úr alvarlegum slysum á þjóðvegum landsins, er umferðarþungi og þéttleiki umferðar að breytast ört. Þess vegna er fyrir löngu orðið nauðsynlegt að endurskoða íslensk umferðarlög í heild sinni ásamt þeim reglugerðum sem af þeim leiða og gera á þeim nauðsynlegar breytingar.

Ef það tekst að hefja það verk fljótlega er kannski von til þess að því ljúki fyrir fertugsafmælið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None