Til hamingju, Ísland!

Birgir Birgisson minnist þess að 30 ár eru í dag frá því að umferðarlög tóku gildi. Og bendir á nauðsyn þess að taka þau til endurskoðunar.

Auglýsing

Dag­ur­inn í dag, 1. mars, er merki­legur fyrir margra hluta sak­ir. Í almennri umræðu und­an­farnar vikur hefur mest borið á teng­ingu við áfeng­is­lög­gjöf­ina og þá ákvörðun að leyfa sölu á bjór eftir ára­tuga bann. En dag­setn­ingin teng­ist líka merki­legum við­burði sem gerð­ist fáum árum fyrr og snertir dag­legt líf okkar allra. Þann 1. mars 1987 tóku nefni­lega gildi ný umferð­ar­lög sem gerðu öllum skylt að nota bíl­belti, með örfáum und­an­tekn­ing­um. Nú­orðið þykir bíl­belta­notkun sem betur fer sjálf­sagður hlutur og jákvæð áhrif af því ættu að vera öllum aug­ljós.

Það sem ekki er eins aug­ljóst er hvers vegna við búum við 30 ára gömul og nán­ast óbreytt umferð­ar­lög. Það er engu lík­ara en ekk­ert hafi breyst í tækni­þró­un, skipu­lagi og hönnun umferð­ar­mann­virkja, mann­fjölda, ferða­háttum eða gerðum sam­göngu­far­ar­tækja und­an­farna ára­tug­i. En er það virki­lega þannig?

Hlut­verk Sam­göngu­stofu eru mörg og mörgum verkum hennar er vel sinnt. Sú sorg­lega stað­reynd blasir þó við að það fjár­magn sem stofn­unin hefur úr að moða er í engu sam­ræmi við mik­il­vægi henn­ar. Þó þessi hluti umræðu um umferð­ar­ör­yggi hafi ef til vill lítið með sjálf umferð­ar­lögin að gera, blasir þarna við það sinnu­leysi sem ræður ríkjum á þessu svið­i. Þess þarf að breyta.

Auglýsing

Varla þarf að tví­yrða um stór­lega auk­inn fjölda veg­far­enda síð­ustu ára, til dæmis vegna auk­innar umferðar ferða­fólks. En það eru fleiri hlutir sem gera það nauð­syn­legt að taka íslensk umferð­ar­lög og reglu­gerðir sem þeim tengj­ast til end­ur­skoð­un­ar. Slík end­ur­skoðun hefur að vísu þegar verið reynd í nokkur skipti á löngum gild­is­tíma þeirra, en póli­tísk ref­skák hefur oftar en ekki orðið til þess að ekk­ert verður úr fram­kvæmd­inn­i. Þessu þarf að breyta.

Það hlýtur líka að vera umhugs­un­ar­efni, svo dæmi sé tek­ið, að náms­skrá í öku­kennslu hefur ekk­ert breyst í tæpan ára­tug (og hafði ekki breyst í ára­tug þar á und­an), þrátt fyrir allar þær miklu breyt­ingar sem orðið hafa á ferða­venjum mik­ils hluta veg­far­enda. Til dæmis eru hvorki þar né í umferð­ar­lög­unum sjálfum neinar mark­tækar breyt­ingar að sjá vegna þeirrar miklu fjölg­unar hjól­reiða­fólks sem orðið hefur á und­an­förnum árum. Þessu þarf að breyta.

Þekk­ing­ar­leysi allt of margra öku­manna, þegar kemur að sam­skiptum og sam­vinnu við hjól­reiða­fólk í dag­legri umferð, er bein­línis lífs­hættu­leg­t. Ein þeirra fáu greina umferð­ar­lag­anna sem fjalla um þennan til­tekna hóp veg­far­enda, svo dæmi sé tek­ið, gefur hjól­reiða­fólki á skýran og afdrátt­ar­lausan hátt leyfi til að taka hægra megin fram úr bif­reið­um, til dæmis þar sem löng bíla­röð mynd­ast við gatna­mót. Þess vegna verður eitt­hvað að ger­ast í því að auka með­vit­und öku­manna um notkun ljósa- og merkja­bún­að­ar, sem er alltof ábóta­vant. Þessu þarf að breyta.

Almennar upp­lýs­inga­her­ferðir hafa að miklu leyti misst marks, einkum vegna þess að aðferð­irnar til miðl­unar eru úrelt­ar, fjár­magnið til verks­ins af skornum skammti og veru­lega skortir á að slík átök verði nægj­an­lega sam­stillt á -öllum víg­stöðv­um. Þessu þarf að breyta.

Nýlega hefur einnig farið fram umræða um örygg­is­mynda­vélar í opin­beru rými. Gagn­semi þeirra hefur til að mynda sýnt sig við rann­sóknir saka­mála. Hins vegar virð­ist sem sú gagn­semi hverfi alger­lega þegar um er að ræða mynda­vélar sem öku­menn hafa í öku­tækjum sín­um. Engar reglur virð­ast vera til um hvernig skuli með­höndla slík gögn, hvort sem er til að skera úr um ábyrgð eða orsök í umferð­ar­slysum eða við alvar­leg umferð­ar­laga­brot. Þessu þarf að breyta.

Fjöldi veg­far­enda sem nýtir bland­aða göngu- og hjól­reiða­stíga vex ört. Að sama skapi hefur minni háttar slysum við þær aðstæður fjölgað og oftar en ekki er um að kenna skorti á upp­lýs­ing­um, skorti á merk­ingum eða vill­andi merk­ing­um, en ekk­ert síður skorti á því sem mætti kalla eðli­lega umferð­ar­menn­ing­u. ­Fólk sem ferð­ast um, er hluti af umferð­inn­i. Hvort sem fólk velur að ganga, aka, hjóla eða eitt­hvað ann­að. Al­menna reglan um að halda sig hægra megin ætti að vera jafn­gild þar sem ann­ars stað­ar­. Í íslenskum veru­leika virð­ist oft sem hug­takið ´um­ferð´ nái ekki yfir aðra en þá sem eru akand­i. Þessu þarf að breyta.

Svo allrar sann­girni verði gætt þarf það að fylgja sög­unni að breyt­ingar á umferð­ar­lög­unum á gild­is­tíma þeirra eru að nálg­ast fimmta tug­inn, ef með eru taldar minni háttar lag­fær­ingar og við­auk­ar. En það hljómar örugg­lega und­ar­lega fyrir flest fólk að minnstur hluti þeirra breyt­inga hefur snú­ist um að auka öryggi veg­far­enda. Mun fleiri fjalla um sekt­ar- og refsi­á­kvæði eða minni háttar stjórn­sýslu­legar aðlag­an­ir. Þessu þarf að breyta.

Örugg umferð ætti að vera kapps­mál okkar allra og jafn­vel þó mik­ill árangur hafi náðst í því að draga úr alvar­legum slysum á þjóð­vegum lands­ins, er umferð­ar­þungi og þétt­leiki umferðar að breyt­ast ört. Þess vegna er fyrir löngu orðið nauð­syn­legt að end­ur­skoða íslensk umferð­ar­lög í heild sinni ásamt þeim reglu­gerðum sem af þeim leiða og gera á þeim nauð­syn­legar breyt­ing­ar.

Ef það tekst að hefja það verk fljót­lega er kannski von til þess að því ljúki fyrir fer­tugs­af­mæl­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None