Ættu Vestfirðir að ganga í ESB?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um samgöngumál og Evrópusambandið.

Auglýsing

Enn og aftur hafa Vest­firð­ingar fengið á lúð­ur­inn frá stjórn­völdum í sam­bandi við vega og sam­göngu­mál. Stjórn­völd hafa tekið þá ákvörðun að skera niður um 10 millj­arða (tíu þús­und millj­ón­ir) sem mun koma harka­lega niður á lands­hlut­anum (og ekki þeim eina), sem hefur verið afskiptur í þessu til­liti ára­tugum sam­an. Þrátt fyrir háværar kröfur um úrbæt­ur. Svo virð­ist vera sem Reykja­vík hlusti bara ekki á Vest­firði.

Þetta í ofaná­lag við þá stað­reynd að hér á landi er engin alvöru byggða­stefna í gangi og kvóta­kerfið hefur farið eins og eldur í sinu um smáar byggðir og skilið eftir sviðna jörð, meðal ann­ars á Vest­fjörð­um, þar sem fólks­fækkun hefur verið umtals­verð og pláss á borð við Ísa­fjörð­ur, Þing­eyri, Flat­eyri og Hnífs­dalur aðeins svipur hjá sjón i at­vinnu­legu til­liti. Áður fyrr voru þessir staðir með mestu útgerð­ar­plássum lands­ins.

Nú til Eng­lands: Bretar eru nú að vinna úr þeirri heimsku­legu ákvörðun sinni (sem byggð var á stórum hluta á lyg­um) að ganga út úr Evr­ópu­sam­band­inu, en hún mun að öllum lík­indum leiða til þess að Stóra-Bret­land (United Kingdom) lið­ast í sund­ur. Skotar eru þegar byrj­aðir að und­ir­búa aðra ­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði og munu að öllum lík­indum sækja um aðild að ESB. Enda argir yfir því að þurfa að kyngja ákvörðun sem um 62% þeirra sjálfra var á móti. Þá munu þeir ­senni­lega ­sækj­ast eftir nán­ara sam­bandi við Norð­ur­lönd­in.

Auglýsing

Skotar hafa löngum verið mjög fúlir með hlut­skipti sitt og gagn­rýnt mjög stýr­ingu frá London á sínum mál­um. Þeir eru því komnir á þá skoðun núna að að þeim farn­ist best með því að stjórna sér sjálf­ir. Og að hag þeirra sé mun betur borgið innan ESB en utan þess.

Okkur hér á landi hef­ur hins veg­ar verið sagt árum saman að hag okkar sé mun betur borgið utan ESB en ella. Þau öfl sem hafa hagn­ast á því að við séum utan ESB hafa verið dug­leg að mála upp mjög dökka mynd af Evr­ópu, til dæmis með því að líkja henni (og ESB) við „brenn­andi hús“ – að evran sé að hrynja og hvað eina. Hins veg­ar er Evr­ópa ekki brunnin upp og evran ekki hrun­in. Hvers vegna? Jú, senni­lega er skýr­ingin sú að innan Evr­ópu eru sterkir inn­viðir og lýð­ræð­is­legar stofn­an­ir, sem enn sinna skyldum sínum og hafa stað­ist raun­irn­ar, þó á reyni.

Segjum sem svo að Íslend­ingar hefðu tekið þá skyn­sam­legu ákvörðun að klára við­ræður við ESB um aðild­ar­samn­ings (sem allt benti til að hefði verið okkur hag­felld­ur) og að þjóðin hefði síðan gengið inn. 

Þá hefðu Vest­firðir verið orðnir aðilar að byggða­stefnu ESB, sem miðar að því að styrkja og við­halda veikum byggð­um. Þá hefði ESB að öllum lík­indum sett 50% mót­fram­lag í vega­gerð í fjórð­ungn­um. Og jafn­vel hring­veg­inn líka, til að tvö­falda hann (sem er alger nauð­syn). En í stað­inn fá Vest­firð­ingar enn eina tusk­una í and­litið frá Reykja­vík. Enn og aft­ur.

Í sam­ræmi við reynslu ann­arra þjóða sem hafa gengið inn í ESB þá er einnig lík­legt að erlenda fjár­fest­ing myndi aukast hér á landi um allt að 10-15% á ári.

En Íslend­ingar láta stjórn­völd kom­ast upp með að svíkja hvert lof­orðið á fætur öðru í Evr­ópu­mál­um. Og þó svo að nýtt fólk komi inn á þing sem vill gera eitt­hvað í mál­inu, þá ger­ist ekki neitt. Mjög hag­fellt fyrir þá sem maka krók­inn á utan­veru í Íslands í sam­bandi við ESB.

Nið­ur­staðan er þessi: Staðan í sam­göngu­málum á Vest­fjörðum mun ekki verða löguð og stjórn­völd munu að öllum lík­indum láta málið hjakka í sama far­inu. Og Íslend­ingum verður áfram haldið skít­hræddum við allt sem teng­ist ESB og því að leiða það mál til lykta. 

Ósk­andi væri að Vest­firðir gætu hrein­lega lýst yfir sjálf­stæði og t.d. tekið þá ákvörðun um að ganga í ESB, ef þeir vildu. Þar fengju þeir þó alvöru byggða­á­ætl­un, en ekki sífelld kjafts­högg frá höf­uð­borg­inni.

Það virð­ist nefni­lega vera þannig að lands­byggðin skipti engu máli hjá stjórn­völdum þegar sam­göngu­mál og annað er til umræðu og því miður eins og að rekin sé ákveðin and-­byggð­ar­stefna gegn lands­byggð­inni.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og situr í stjórn Evr­ópu­sam­tak­anna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka ríkissjóð til að aðstoða launþega í yfirstandandi kreppu. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None