Ferðaþjónustan: Eins og hverjar aðrar nytjar

Ari Trausti Guðmundsson skrifar að það sé ekki hægt að treysta á ágiskanir við ákvarðanir um hvað sé sjálfbær ferðaþjónusta. Tími sé til kominn að flýtirinn, óhófið og skortur á lágmarksstýringu víki fyrir sjálfbærum nytjum og hóflegri vernd.

Auglýsing

Skipu­lagn­ing og fram­kvæmd ferða­þjón­ustu er flókin auð­linda­nýt­ing af aug­ljósum ástæð­um. Atvinnu­greinin grípur inn í fjöl­mörg svið sam­fé­lags­ins og styðst við fjöl­þættar nátt­úr­u­nytj­ar. Þar með verðum við að setja henni ýmsar skorð­ur.

Við hvað er þá átt? Nátt­úr­u­nytjar kalla á nátt­úru­vernd. Þjóð­garð­ur­inn á Þing­völlum getur tekið við til­teknum fjölda á dag, mán­uði eða ári, ef vel á að vera þannig að umhverfið stand­ist álag og sveit­ar­fé­lagið sem við á geti sinnt helstu þáttum dag­legs lífs. Sam­fé­lags­á­lag vegna hraðar þró­unar nýrr­ar, krefj­andi atvinnu­greinar kallar líka á við­brögð sem við getum kallað sam­fé­lags­vernd. Lítið þorp, t.d. Vík, fær nærri milljón manns í heim­sókn á ári. Þar er að mörgu að hyggja svo íbú­ar, gestir og aðkomu­fólk í vinnu njóti sín. Þróun ferða­þjón­ust­unnar í efna­hags­legu til­liti kallar á varúð og við­spyrnu svo ein, ótrygg atvinnu­grein vaxi ekki öllum öðrum langt yfir höfuð og skaði afrakstur lands­ins í heild. Gleymum heldur ekki að ofur­vöxtur einnar atvinnu­greinar hefur veru­leg ruðn­ings­á­hrif á sam­fé­lag­ið. Það má t.d. marka af hús­næð­is­málum víða í þétt­býli þótt þar komi líka aðrar orsakir við sögu. Geng­is­þró­unin er annað dæmi.

Sjálf­bær ferða­þjón­usta?

Af þessum sökum og umhyggju fyrir næstu kyn­slóðum er yfir­lýst stefna hins opin­bera, jafnt sem ann­arra, að ferða­þjón­ustan verði ávallt sjálf­bær. Í þessu sam­bandi merkir stefna bæði mark­mið og leið­ir, ekki bara mark­mið eins og mikið af stjórn­ar­sátt­mála nýrrar rík­is­stjórnar ein­kenn­ist af. Við viljum sjálf­bæra ferða­þjón­ustu. Gott og vel. Sjálf­bærni er ­saman sett úr þremur þátt­um: Nátt­úru­fars­leg­um, félags­legum og efna­hags­leg­um, sam­an­ber það sem fram kemur hér að fram­an. Sumir stjórn­mála­menn og álits­gjaf­ar, jafn­vel fólk í ferða­þjón­ustu, gleymir þessu nokkuð oft og ein­blínir á sjálf­bærar nátt­úr­u­nytjar í umræðum um ferða­þjón­ustu. Nú hefur nýr ráð­herra og ný rík­is­stjórn tekið við mála­flokknum að sínu leyti. Þá er mik­il­vægt að við höfum góð skil á hug­tökum í umræðum um sjálf­bærn­ina, úrbætur í ferða­þjón­ust­unni og end­ur­skoðun á lögum um hana - jafn­framt því að móta lang­tíma­stefnu. Á það síð­ast­nefnda legg ég þunga áherslu.

Auglýsing

Þol­mörk, aðgangs­stýr­ing og sam­þætt­ing

Sjálf­bærni kallar á stýr­ingu í auð­linda­notk­un, í ferða­þjón­ustu líkt og í land­bún­aði eða sjáv­ar­út­vegi - ekki rétt? Atvinnu­greinin ferða­þjón­usta lýtur ekki öðrum meg­in­reglum en önnur atvinnu­starf­semi þar sem bæði nátt­úru­auð­lind­ir, menn­ing og sam­fé­lag er und­ir. Stýr­ingin snýst um að minnsta kosti þrenns konar við­brögð: 

Í fyrsta lag­i: 

þarf að ræða og ákvarða þol­mörk staða, þol­mörk land­svæða og að end­ingu þol­mörk lands­ins - og horfa til allra þátta sjálf­bærni. Frekari ­rann­sókna er þörf í grein­inni en nógu mikið er samt vitað til þess að hefj­ast handa. Ákvörðun þol­marka er ferli sem opin­berir aðil­ar, sér­fræð­ingar og heima­menn koma að og er til reglu­legrar end­ur­skoð­un­ar.  Hingað til hefur nær algjör­lega skort á umræðu um þol­mörk og hug­takið að mestu fjarri allri stefnu­mót­un. ­Þjóð­garð­ur­inn Snæ­fells­jök­ull hefur þol­mörk, Vík í Mýr­dal hefur þol­mörk, Ásbyrgi hefur þol­mörk, Reykja­vík sömu­leiðis og Súg­anda­fjörður líka. Sums staðar er komið þol­mörkum í skiln­ingi sjálf­bærni en ann­ars staðar er enn mis­mikið borð fyrir báru.

Í öðru lag­i: 

Aðgangs­stýr­ing í þeim til­gangi að dempa álag og dreifa því fæst ekki nema að hluta með bíla­stæða­gjöld­um, gistnátta­gjöldum, aðgangs­eyri að stöðum eða þjóð­görðum - ekki heldur með nauð­syn­legum komu- eða brott­far­ar­gjöld­um. Ástæðan er ein­föld. Gjöldin verða of lág miðað við háan ferða­kostnað til lands­ins og inn­an­lands. Gjald­taka er aðeins lít­ill þáttur aðgangs­stýr­ingar þegar á heild­ina er lit­ið. Gjald­taka hjálpar til við að lag­færa skemmd­ir, stýra umferð á vegum og inni á land­svæðum með stíga­gerð ofl. og kosta ýmsar aðrar úrbætur en hún stýrir ekki fjölgun ferða­manna nema að litlu leyti og hægir ekki svo um munar á vexti í grein­inn­i. Fimm hund­ruð og þús­und­kallar duga skammt frammi fyrir hund­ruð þús­unda króna. Aðgangs­stýr­ing felst fyrst og fremst í að fram­fylgja þol­mörkum með ákvörðun um ítölu gesta þar sem hennar er þörf og með því að hafa nægan, mennt­aðan mann­afla sem land­verði af tvennum toga. Þá er átt við land­verði sem sinna eft­ir­liti og fræðslu og land­verði sem hafa lög­reglu­vald („rangers“).

Í þriðja lag­i: 

Stjórnun og sam­þætt­ing margra þátta þarf að vera skil­virk. Stjórn­stöð ferða­mála er sam­ráðs­vett­vang­ur. Henni er ekki ætlað að taka yfir ábyrgð og skyldur stjórn­kerf­is­ins eða hags­muna­sam­taka. Henni er stjórnað af fjórum, upp­teknum ráð­herrum og hún mun bara starfa til 2020. Hvað tekur þá við? Það hefði átt að hefja vand­aðan und­ir­bún­ing að stofnun ráðu­neytis ferða­mála á síð­asta kjör­tíma­bili og koma því svo á laggir t.d. við stjórn­ar­skipti. Ástandið í ferða­þjón­ust­unni heilt yfir er ámæl­is­vert að mati mjög margra aðila, hvort sem er í grein­inni eða utan hennar og gagn­rýni á átroðn­ing kemur æ oftar fram meðal ferða­manna. Nú fást 75% útflutn­ings­tekn­anna úr þess­ari einu atvinnu­grein. Dugar það ekki til víð­tækra breyt­inga í stjórn­kerf­inu á sem skemmtum tíma?

Hvar eru heild­ar­þol­mörk­in?

Ef ég skrifa hér og nú að hæfi­legur fjöldi ferða­manna - hæfi­legur í þágu lang­flestra - í þágu sam­fé­lags­ins, fyr­ir­tækja, stofn­ana og ferða­mann­anna sjálfra sé 3 til 4 millj­ónir á ári væri það hrein ágisk­un. Viljum við vinna þannig? Treysta á ágisk­anir og á óljósa sjálf­stýr­ingu eða gríð­ar­lega sam­keppni? Viljum við áfram rekast á hindr­an­ir, vanda­mál og öfug­þróun þegar stærsta atvinnu­greinin er í húfi af því að við stundum ekki ábyrg vinnu­brögð við nátt­úru- og sam­fé­lags­nytjar? Sjálf­bær ferða­þjón­usta í sátt við lands­menn byggir varla á 8-10 milljón ferða­mönnum á ári. Eða er það ef til vill ósk okk­ar? Nefnum við í alvöru enn hærri tölu? Sam­fé­lag með örfá hund­ruð þús­und ein­stak­ling­um, all­mörgum atvinnu­greinum og óvið­búnum innviðum undir millj­óna­skriðu ferða­manna farn­ast trú­lega ekki vel nema með hóf­legum vexti og skyn­sam­leg­um, sjálf­bærum lands­nytj­um. Þess vegna er löngu kom­inn tími til að flýtir­inn, óhófið og skortur á lág­marks­stýr­ingu víki fyrir sjálf­bærum nytjum og hóf­legri vernd. Í alvöru á borði; ekki aðeins í orð­i. 

Höf­undur er þing­maður VG.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None