Ferðaþjónustan: Eins og hverjar aðrar nytjar

Ari Trausti Guðmundsson skrifar að það sé ekki hægt að treysta á ágiskanir við ákvarðanir um hvað sé sjálfbær ferðaþjónusta. Tími sé til kominn að flýtirinn, óhófið og skortur á lágmarksstýringu víki fyrir sjálfbærum nytjum og hóflegri vernd.

Auglýsing

Skipu­lagn­ing og fram­kvæmd ferða­þjón­ustu er flókin auð­linda­nýt­ing af aug­ljósum ástæð­um. Atvinnu­greinin grípur inn í fjöl­mörg svið sam­fé­lags­ins og styðst við fjöl­þættar nátt­úr­u­nytj­ar. Þar með verðum við að setja henni ýmsar skorð­ur.

Við hvað er þá átt? Nátt­úr­u­nytjar kalla á nátt­úru­vernd. Þjóð­garð­ur­inn á Þing­völlum getur tekið við til­teknum fjölda á dag, mán­uði eða ári, ef vel á að vera þannig að umhverfið stand­ist álag og sveit­ar­fé­lagið sem við á geti sinnt helstu þáttum dag­legs lífs. Sam­fé­lags­á­lag vegna hraðar þró­unar nýrr­ar, krefj­andi atvinnu­greinar kallar líka á við­brögð sem við getum kallað sam­fé­lags­vernd. Lítið þorp, t.d. Vík, fær nærri milljón manns í heim­sókn á ári. Þar er að mörgu að hyggja svo íbú­ar, gestir og aðkomu­fólk í vinnu njóti sín. Þróun ferða­þjón­ust­unnar í efna­hags­legu til­liti kallar á varúð og við­spyrnu svo ein, ótrygg atvinnu­grein vaxi ekki öllum öðrum langt yfir höfuð og skaði afrakstur lands­ins í heild. Gleymum heldur ekki að ofur­vöxtur einnar atvinnu­greinar hefur veru­leg ruðn­ings­á­hrif á sam­fé­lag­ið. Það má t.d. marka af hús­næð­is­málum víða í þétt­býli þótt þar komi líka aðrar orsakir við sögu. Geng­is­þró­unin er annað dæmi.

Sjálf­bær ferða­þjón­usta?

Af þessum sökum og umhyggju fyrir næstu kyn­slóðum er yfir­lýst stefna hins opin­bera, jafnt sem ann­arra, að ferða­þjón­ustan verði ávallt sjálf­bær. Í þessu sam­bandi merkir stefna bæði mark­mið og leið­ir, ekki bara mark­mið eins og mikið af stjórn­ar­sátt­mála nýrrar rík­is­stjórnar ein­kenn­ist af. Við viljum sjálf­bæra ferða­þjón­ustu. Gott og vel. Sjálf­bærni er ­saman sett úr þremur þátt­um: Nátt­úru­fars­leg­um, félags­legum og efna­hags­leg­um, sam­an­ber það sem fram kemur hér að fram­an. Sumir stjórn­mála­menn og álits­gjaf­ar, jafn­vel fólk í ferða­þjón­ustu, gleymir þessu nokkuð oft og ein­blínir á sjálf­bærar nátt­úr­u­nytjar í umræðum um ferða­þjón­ustu. Nú hefur nýr ráð­herra og ný rík­is­stjórn tekið við mála­flokknum að sínu leyti. Þá er mik­il­vægt að við höfum góð skil á hug­tökum í umræðum um sjálf­bærn­ina, úrbætur í ferða­þjón­ust­unni og end­ur­skoðun á lögum um hana - jafn­framt því að móta lang­tíma­stefnu. Á það síð­ast­nefnda legg ég þunga áherslu.

Auglýsing

Þol­mörk, aðgangs­stýr­ing og sam­þætt­ing

Sjálf­bærni kallar á stýr­ingu í auð­linda­notk­un, í ferða­þjón­ustu líkt og í land­bún­aði eða sjáv­ar­út­vegi - ekki rétt? Atvinnu­greinin ferða­þjón­usta lýtur ekki öðrum meg­in­reglum en önnur atvinnu­starf­semi þar sem bæði nátt­úru­auð­lind­ir, menn­ing og sam­fé­lag er und­ir. Stýr­ingin snýst um að minnsta kosti þrenns konar við­brögð: 

Í fyrsta lag­i: 

þarf að ræða og ákvarða þol­mörk staða, þol­mörk land­svæða og að end­ingu þol­mörk lands­ins - og horfa til allra þátta sjálf­bærni. Frekari ­rann­sókna er þörf í grein­inni en nógu mikið er samt vitað til þess að hefj­ast handa. Ákvörðun þol­marka er ferli sem opin­berir aðil­ar, sér­fræð­ingar og heima­menn koma að og er til reglu­legrar end­ur­skoð­un­ar.  Hingað til hefur nær algjör­lega skort á umræðu um þol­mörk og hug­takið að mestu fjarri allri stefnu­mót­un. ­Þjóð­garð­ur­inn Snæ­fells­jök­ull hefur þol­mörk, Vík í Mýr­dal hefur þol­mörk, Ásbyrgi hefur þol­mörk, Reykja­vík sömu­leiðis og Súg­anda­fjörður líka. Sums staðar er komið þol­mörkum í skiln­ingi sjálf­bærni en ann­ars staðar er enn mis­mikið borð fyrir báru.

Í öðru lag­i: 

Aðgangs­stýr­ing í þeim til­gangi að dempa álag og dreifa því fæst ekki nema að hluta með bíla­stæða­gjöld­um, gistnátta­gjöldum, aðgangs­eyri að stöðum eða þjóð­görðum - ekki heldur með nauð­syn­legum komu- eða brott­far­ar­gjöld­um. Ástæðan er ein­föld. Gjöldin verða of lág miðað við háan ferða­kostnað til lands­ins og inn­an­lands. Gjald­taka er aðeins lít­ill þáttur aðgangs­stýr­ingar þegar á heild­ina er lit­ið. Gjald­taka hjálpar til við að lag­færa skemmd­ir, stýra umferð á vegum og inni á land­svæðum með stíga­gerð ofl. og kosta ýmsar aðrar úrbætur en hún stýrir ekki fjölgun ferða­manna nema að litlu leyti og hægir ekki svo um munar á vexti í grein­inn­i. Fimm hund­ruð og þús­und­kallar duga skammt frammi fyrir hund­ruð þús­unda króna. Aðgangs­stýr­ing felst fyrst og fremst í að fram­fylgja þol­mörkum með ákvörðun um ítölu gesta þar sem hennar er þörf og með því að hafa nægan, mennt­aðan mann­afla sem land­verði af tvennum toga. Þá er átt við land­verði sem sinna eft­ir­liti og fræðslu og land­verði sem hafa lög­reglu­vald („rangers“).

Í þriðja lag­i: 

Stjórnun og sam­þætt­ing margra þátta þarf að vera skil­virk. Stjórn­stöð ferða­mála er sam­ráðs­vett­vang­ur. Henni er ekki ætlað að taka yfir ábyrgð og skyldur stjórn­kerf­is­ins eða hags­muna­sam­taka. Henni er stjórnað af fjórum, upp­teknum ráð­herrum og hún mun bara starfa til 2020. Hvað tekur þá við? Það hefði átt að hefja vand­aðan und­ir­bún­ing að stofnun ráðu­neytis ferða­mála á síð­asta kjör­tíma­bili og koma því svo á laggir t.d. við stjórn­ar­skipti. Ástandið í ferða­þjón­ust­unni heilt yfir er ámæl­is­vert að mati mjög margra aðila, hvort sem er í grein­inni eða utan hennar og gagn­rýni á átroðn­ing kemur æ oftar fram meðal ferða­manna. Nú fást 75% útflutn­ings­tekn­anna úr þess­ari einu atvinnu­grein. Dugar það ekki til víð­tækra breyt­inga í stjórn­kerf­inu á sem skemmtum tíma?

Hvar eru heild­ar­þol­mörk­in?

Ef ég skrifa hér og nú að hæfi­legur fjöldi ferða­manna - hæfi­legur í þágu lang­flestra - í þágu sam­fé­lags­ins, fyr­ir­tækja, stofn­ana og ferða­mann­anna sjálfra sé 3 til 4 millj­ónir á ári væri það hrein ágisk­un. Viljum við vinna þannig? Treysta á ágisk­anir og á óljósa sjálf­stýr­ingu eða gríð­ar­lega sam­keppni? Viljum við áfram rekast á hindr­an­ir, vanda­mál og öfug­þróun þegar stærsta atvinnu­greinin er í húfi af því að við stundum ekki ábyrg vinnu­brögð við nátt­úru- og sam­fé­lags­nytjar? Sjálf­bær ferða­þjón­usta í sátt við lands­menn byggir varla á 8-10 milljón ferða­mönnum á ári. Eða er það ef til vill ósk okk­ar? Nefnum við í alvöru enn hærri tölu? Sam­fé­lag með örfá hund­ruð þús­und ein­stak­ling­um, all­mörgum atvinnu­greinum og óvið­búnum innviðum undir millj­óna­skriðu ferða­manna farn­ast trú­lega ekki vel nema með hóf­legum vexti og skyn­sam­leg­um, sjálf­bærum lands­nytj­um. Þess vegna er löngu kom­inn tími til að flýtir­inn, óhófið og skortur á lág­marks­stýr­ingu víki fyrir sjálf­bærum nytjum og hóf­legri vernd. Í alvöru á borði; ekki aðeins í orð­i. 

Höf­undur er þing­maður VG.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None