Ísland er eina landið í Evrópu þar sem heimilað er hömlulaust húsnæðisokur

Guðmundur Guðmundsson rifjar upp pistil sem birtist í Þjóðviljanum árið 1955, en gæti allt eins átt við í dag árið 2017.

Auglýsing

Okrið í hús­næð­is­mál­unum fær­ist nú í auk­ana með hverjum degi. Nú eru mjög mikil brögð að þyí að fólki sé sag­t ­upp í því skyni að hægt sé að okra ­meira á leig­unni, og munu mjög margir standa uppi hús­næð­is­lausir um mán­aða­mótin al þeim sök­um. Og þótt mikið sé byggt eru nýju ­í­búð­irn­ar svo dýrar að þær sliga allt ­fólk á venju­legu kaupi. 

Fyr­ir­sögn þessa pistils birt­ist í Þjóð­vilj­anum 23. sept­em­ber 1955. Fyrstu tvær máls­greinar hér að ofan eru úr grein sem fylgdi fyr­ir­sögn­inn­i á for­síðu blaðs­ins. Sex ára­tugum síðar ríkir alveg sama ástand á þessum sama mark­aði. Úr sömu blaða­grein má einnig end­ur­nýta þessa máls­grein: „Hús­næð­isokrið í Reykja­vík er beint stefnu­mál stjórn­ar­flokk­anna“. 

Í dag er fróð­legt að velta fyrir sér hvað gerð­ist síðan greinin var skrif­uð. Og almennt á hvaða veg­ferð hús­næð­is­mál lands­ins eru. Hús­næð­is­mark­að­ur­inn er í dag jafn­vel enn bras­kvædd­ari en lýst er í umræddri grein. Og ­stjórn­völd eru jafn fjar­ver­andi, í sama með­virkn­is­móki.

Auglýsing

Með núver­andi áfram­haldi er bara tíma­spurs­mál hvenær Walmart-væð­ing Íslands­ nær því stigi að hús­næð­is­kostn­aður éti upp 100% af útborg­uðum launum kenn­ara og ann­ara alþýðu­stétta. Ísland á heims­met í hækk­unum á fast­eigna­verði. Sem kemur fram sem bein tekju­skerð­ing hjá leigj­end­um. 

Þó text­inn í upp­hafi grein­ar­innar sé yfir sex­tugt má vel heim­færa hann á stöðu 500 leigj­enda í dag. Þeirra sem fylgdu með í kaup­unum þegar Leigu­fé­lagið Gamma yfir­tók eigna­safn af íLS í maí 2016. Eina skil­yrði ÍLS var að leigan yrði óbreytt í 12 mán­uði. Það tíma­bil endar í maí næst­kom­andi. Hve margir þurfa að flytja þegar Gamma skrúfar upp leig­una, í boði stjórn­valda?

Í umfjöllun um Íslenska fátækt heyr­ist frá leigj­endum sem eiga ekki fyrir mat upp úr miðjum mán­uði. Með núver­andi hækk­un­ar­hraða stytt­ist í að 300 þús­und króna-­fólkið mæti í mæðra­styrks­nefnd á útborg­un­ar­degi. Þar fá fátækir Íslenskir kenn­arar ef til vill mjólk og brauð handa börnum sín­um. Fyrir náð og mis­kunn mæðra­styrks­nefnd­ar. 

Fyrir nokkrum miss­erum stóð fjöl­skyldu­hjálp íslands fyrir átaki í mat­ar­út­hlut­un­um. Þekkt­asti grín­leik­ari lands­ins bað um fram­lög til að kaupa fisk. Fyrir fátæk börn á íslandi. Það þarf að biðja um fisk fyrir börn á Íslandi. Sem á ein auð­ug­ustu fiski­mið ver­ald­ar. 

Með þessi öfug­mæli í huga er kannski ekki svo skrýtið að kenn­arar lifi við hung­ur­mörk. Á efna­hags­legu undra­eyj­unni. Og standi í Sov­éskri bið­röð eftir lífs­nauð­synj­um. Í enda­lausu hús­næð­is­hraki. Á einum mest­u ­upp­gangs­tíma lands­ins. Þó verg þjóð­ar­fram­leiðsla sé á pari við lönd þar sem kenn­arar geta gengið upp­réttir út mán­uð­inn. 

Hvað ber fram­tíðin í skauti sér? Verður hægt að skrifa pistil um hús­næð­is­mál eftir 60 ár, og nota 60 ára gamla ­fyr­ir­sögn? Án þess að nokkur taki eftir því?

Af því fyr­ir­sögnin lýsir óbreyt­an­legu Íslensku nátt­úru­lög­máli? 

Sem eng­inn mann­legur máttur ræður við?

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None