Ísland er eina landið í Evrópu þar sem heimilað er hömlulaust húsnæðisokur

Guðmundur Guðmundsson rifjar upp pistil sem birtist í Þjóðviljanum árið 1955, en gæti allt eins átt við í dag árið 2017.

Auglýsing

Okrið í hús­næð­is­mál­unum fær­ist nú í auk­ana með hverjum degi. Nú eru mjög mikil brögð að þyí að fólki sé sag­t ­upp í því skyni að hægt sé að okra ­meira á leig­unni, og munu mjög margir standa uppi hús­næð­is­lausir um mán­aða­mótin al þeim sök­um. Og þótt mikið sé byggt eru nýju ­í­búð­irn­ar svo dýrar að þær sliga allt ­fólk á venju­legu kaupi. 

Fyr­ir­sögn þessa pistils birt­ist í Þjóð­vilj­anum 23. sept­em­ber 1955. Fyrstu tvær máls­greinar hér að ofan eru úr grein sem fylgdi fyr­ir­sögn­inn­i á for­síðu blaðs­ins. Sex ára­tugum síðar ríkir alveg sama ástand á þessum sama mark­aði. Úr sömu blaða­grein má einnig end­ur­nýta þessa máls­grein: „Hús­næð­isokrið í Reykja­vík er beint stefnu­mál stjórn­ar­flokk­anna“. 

Í dag er fróð­legt að velta fyrir sér hvað gerð­ist síðan greinin var skrif­uð. Og almennt á hvaða veg­ferð hús­næð­is­mál lands­ins eru. Hús­næð­is­mark­að­ur­inn er í dag jafn­vel enn bras­kvædd­ari en lýst er í umræddri grein. Og ­stjórn­völd eru jafn fjar­ver­andi, í sama með­virkn­is­móki.

Auglýsing

Með núver­andi áfram­haldi er bara tíma­spurs­mál hvenær Walmart-væð­ing Íslands­ nær því stigi að hús­næð­is­kostn­aður éti upp 100% af útborg­uðum launum kenn­ara og ann­ara alþýðu­stétta. Ísland á heims­met í hækk­unum á fast­eigna­verði. Sem kemur fram sem bein tekju­skerð­ing hjá leigj­end­um. 

Þó text­inn í upp­hafi grein­ar­innar sé yfir sex­tugt má vel heim­færa hann á stöðu 500 leigj­enda í dag. Þeirra sem fylgdu með í kaup­unum þegar Leigu­fé­lagið Gamma yfir­tók eigna­safn af íLS í maí 2016. Eina skil­yrði ÍLS var að leigan yrði óbreytt í 12 mán­uði. Það tíma­bil endar í maí næst­kom­andi. Hve margir þurfa að flytja þegar Gamma skrúfar upp leig­una, í boði stjórn­valda?

Í umfjöllun um Íslenska fátækt heyr­ist frá leigj­endum sem eiga ekki fyrir mat upp úr miðjum mán­uði. Með núver­andi hækk­un­ar­hraða stytt­ist í að 300 þús­und króna-­fólkið mæti í mæðra­styrks­nefnd á útborg­un­ar­degi. Þar fá fátækir Íslenskir kenn­arar ef til vill mjólk og brauð handa börnum sín­um. Fyrir náð og mis­kunn mæðra­styrks­nefnd­ar. 

Fyrir nokkrum miss­erum stóð fjöl­skyldu­hjálp íslands fyrir átaki í mat­ar­út­hlut­un­um. Þekkt­asti grín­leik­ari lands­ins bað um fram­lög til að kaupa fisk. Fyrir fátæk börn á íslandi. Það þarf að biðja um fisk fyrir börn á Íslandi. Sem á ein auð­ug­ustu fiski­mið ver­ald­ar. 

Með þessi öfug­mæli í huga er kannski ekki svo skrýtið að kenn­arar lifi við hung­ur­mörk. Á efna­hags­legu undra­eyj­unni. Og standi í Sov­éskri bið­röð eftir lífs­nauð­synj­um. Í enda­lausu hús­næð­is­hraki. Á einum mest­u ­upp­gangs­tíma lands­ins. Þó verg þjóð­ar­fram­leiðsla sé á pari við lönd þar sem kenn­arar geta gengið upp­réttir út mán­uð­inn. 

Hvað ber fram­tíðin í skauti sér? Verður hægt að skrifa pistil um hús­næð­is­mál eftir 60 ár, og nota 60 ára gamla ­fyr­ir­sögn? Án þess að nokkur taki eftir því?

Af því fyr­ir­sögnin lýsir óbreyt­an­legu Íslensku nátt­úru­lög­máli? 

Sem eng­inn mann­legur máttur ræður við?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None