Ísland er eina landið í Evrópu þar sem heimilað er hömlulaust húsnæðisokur

Guðmundur Guðmundsson rifjar upp pistil sem birtist í Þjóðviljanum árið 1955, en gæti allt eins átt við í dag árið 2017.

Auglýsing

Okrið í hús­næð­is­mál­unum fær­ist nú í auk­ana með hverjum degi. Nú eru mjög mikil brögð að þyí að fólki sé sag­t ­upp í því skyni að hægt sé að okra ­meira á leig­unni, og munu mjög margir standa uppi hús­næð­is­lausir um mán­aða­mótin al þeim sök­um. Og þótt mikið sé byggt eru nýju ­í­búð­irn­ar svo dýrar að þær sliga allt ­fólk á venju­legu kaupi. 

Fyr­ir­sögn þessa pistils birt­ist í Þjóð­vilj­anum 23. sept­em­ber 1955. Fyrstu tvær máls­greinar hér að ofan eru úr grein sem fylgdi fyr­ir­sögn­inn­i á for­síðu blaðs­ins. Sex ára­tugum síðar ríkir alveg sama ástand á þessum sama mark­aði. Úr sömu blaða­grein má einnig end­ur­nýta þessa máls­grein: „Hús­næð­isokrið í Reykja­vík er beint stefnu­mál stjórn­ar­flokk­anna“. 

Í dag er fróð­legt að velta fyrir sér hvað gerð­ist síðan greinin var skrif­uð. Og almennt á hvaða veg­ferð hús­næð­is­mál lands­ins eru. Hús­næð­is­mark­að­ur­inn er í dag jafn­vel enn bras­kvædd­ari en lýst er í umræddri grein. Og ­stjórn­völd eru jafn fjar­ver­andi, í sama með­virkn­is­móki.

Auglýsing

Með núver­andi áfram­haldi er bara tíma­spurs­mál hvenær Walmart-væð­ing Íslands­ nær því stigi að hús­næð­is­kostn­aður éti upp 100% af útborg­uðum launum kenn­ara og ann­ara alþýðu­stétta. Ísland á heims­met í hækk­unum á fast­eigna­verði. Sem kemur fram sem bein tekju­skerð­ing hjá leigj­end­um. 

Þó text­inn í upp­hafi grein­ar­innar sé yfir sex­tugt má vel heim­færa hann á stöðu 500 leigj­enda í dag. Þeirra sem fylgdu með í kaup­unum þegar Leigu­fé­lagið Gamma yfir­tók eigna­safn af íLS í maí 2016. Eina skil­yrði ÍLS var að leigan yrði óbreytt í 12 mán­uði. Það tíma­bil endar í maí næst­kom­andi. Hve margir þurfa að flytja þegar Gamma skrúfar upp leig­una, í boði stjórn­valda?

Í umfjöllun um Íslenska fátækt heyr­ist frá leigj­endum sem eiga ekki fyrir mat upp úr miðjum mán­uði. Með núver­andi hækk­un­ar­hraða stytt­ist í að 300 þús­und króna-­fólkið mæti í mæðra­styrks­nefnd á útborg­un­ar­degi. Þar fá fátækir Íslenskir kenn­arar ef til vill mjólk og brauð handa börnum sín­um. Fyrir náð og mis­kunn mæðra­styrks­nefnd­ar. 

Fyrir nokkrum miss­erum stóð fjöl­skyldu­hjálp íslands fyrir átaki í mat­ar­út­hlut­un­um. Þekkt­asti grín­leik­ari lands­ins bað um fram­lög til að kaupa fisk. Fyrir fátæk börn á íslandi. Það þarf að biðja um fisk fyrir börn á Íslandi. Sem á ein auð­ug­ustu fiski­mið ver­ald­ar. 

Með þessi öfug­mæli í huga er kannski ekki svo skrýtið að kenn­arar lifi við hung­ur­mörk. Á efna­hags­legu undra­eyj­unni. Og standi í Sov­éskri bið­röð eftir lífs­nauð­synj­um. Í enda­lausu hús­næð­is­hraki. Á einum mest­u ­upp­gangs­tíma lands­ins. Þó verg þjóð­ar­fram­leiðsla sé á pari við lönd þar sem kenn­arar geta gengið upp­réttir út mán­uð­inn. 

Hvað ber fram­tíðin í skauti sér? Verður hægt að skrifa pistil um hús­næð­is­mál eftir 60 ár, og nota 60 ára gamla ­fyr­ir­sögn? Án þess að nokkur taki eftir því?

Af því fyr­ir­sögnin lýsir óbreyt­an­legu Íslensku nátt­úru­lög­máli? 

Sem eng­inn mann­legur máttur ræður við?

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None