Hraðari breytingar – takk

Ari Trausti Guðmundsson vill dýpri umræður um loftlagsmál á Alþingi. Hann segir hik ekki vera í boði og að vert sé að muna að hagnaður í beinhörðum peningum sé ekki alltaf réttur mælikvarði árangurs.

Auglýsing

Við verðum að ræða oftar og dýpra um lofts­lags­mál­in, alls staðar í sam­fé­lag­inu og á Alþingi, á því liggur eng­inn vafi. Orku­skipti í geira einka­bíls­ins eru hafin og þau eru fjöl­þætt. Met­an, íblöndun alkó­hóls og líf­dís­ill og fleira, þetta sést allt hér, en raf­væð­ingin er líka í veru­legri upp­sveiflu og í árs­lok 2016 voru raf­bílar lið­legar eitt þús­und. Það munar mikið um nið­ur­fell­ingu gjalda í kaup­verði bíla. Áfram verður að hafa þann hátt­inn á, líka þarf að sýna fram á að vist­spor og los­un­ar­magn bíl­anna frá smíði til förg­unar sé létt­ara en vist­spor og los­un­ar­magn sam­bæri­legra hefð­bund­inna bíla. Ella er til lít­ils unnið og erfitt að sann­færa kaup­end­urna.

Inn­lent elds­neyti skiptir líka máli. Því er gert of lágt undir höfði í áætlun um orku­skipti sem hefur verið lögð fram á Alþingi. Ég stefni að sér­stökum umræðum um þessi orku­skipti og inn­lent elds­neyti við iðn­að­ar­ráð­herra, eins fljótt og auðið er. Í þessum efnum skiptir t.d. miklu máli að unnt er að fram­leiða mikið veru­legt magn met­anóls á sem getur nýst ýmist sem hóf­leg í­blönd­un í jarð­efna­elds­neyti eða frá 50% til 100% á (bruna)bíl­vélar sem eru lítið breyttar frá þeim venju­legu.

Hvað með raf­bíla?

Upp­setn­ing hleðslu­stöðva með ókeypis raf­magn hefur gengið of hægt og of litlu opin­beru fé hefur verið varið til þeirra. Nú eru til ráð­stöf­unar aðeins 67 milljón kr. af opin­beru fé á ári í þrjú ár. Brátt fara svo orku­sölur að hyggja að beinni sölu raf­orkunnar á hleðslu­stöðvum og rík­is­valdið að hyggja að tekju­miss­inum þegar notkun á olíu og bens­íni minnk­ar. Verður kíló­metra­gjald lagt á raf­bíla? Er rétt að stöðva sölu nýrra bíla með hefð­bundnum orku­gjöfum innan til­tek­inna ára eins og heyrst hef­ur?

Auglýsing

Hik er ekki í boði

Ég vakti athygli á öllu þessu í umræðum á Alþingi vegna þess að okkur er lofuð aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum og klukkan tikkar óvenju hratt í mann­heimum frammi fyrir lofts­lags­breyt­ingum og afleið­ingum þeirra. Að nógu er að hyggja í sam­göngu­þætti þeirrar áætl­un­ar, bæði tekju- og gjalda­meg­in. Þá er vert að muna að hagn­aður í bein­hörðum pen­ingum er ekki alltaf eini rétti mæli­kvarði árang­urs.

Og meðan ég man: Kolefn­is­hlut­laust Ísland fyrir 2040 á að vera skýrt mark­mið sam­an­ber stefnumið okkar Vinstri grænna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None