Hraðari breytingar – takk

Ari Trausti Guðmundsson vill dýpri umræður um loftlagsmál á Alþingi. Hann segir hik ekki vera í boði og að vert sé að muna að hagnaður í beinhörðum peningum sé ekki alltaf réttur mælikvarði árangurs.

Auglýsing

Við verðum að ræða oftar og dýpra um lofts­lags­mál­in, alls staðar í sam­fé­lag­inu og á Alþingi, á því liggur eng­inn vafi. Orku­skipti í geira einka­bíls­ins eru hafin og þau eru fjöl­þætt. Met­an, íblöndun alkó­hóls og líf­dís­ill og fleira, þetta sést allt hér, en raf­væð­ingin er líka í veru­legri upp­sveiflu og í árs­lok 2016 voru raf­bílar lið­legar eitt þús­und. Það munar mikið um nið­ur­fell­ingu gjalda í kaup­verði bíla. Áfram verður að hafa þann hátt­inn á, líka þarf að sýna fram á að vist­spor og los­un­ar­magn bíl­anna frá smíði til förg­unar sé létt­ara en vist­spor og los­un­ar­magn sam­bæri­legra hefð­bund­inna bíla. Ella er til lít­ils unnið og erfitt að sann­færa kaup­end­urna.

Inn­lent elds­neyti skiptir líka máli. Því er gert of lágt undir höfði í áætlun um orku­skipti sem hefur verið lögð fram á Alþingi. Ég stefni að sér­stökum umræðum um þessi orku­skipti og inn­lent elds­neyti við iðn­að­ar­ráð­herra, eins fljótt og auðið er. Í þessum efnum skiptir t.d. miklu máli að unnt er að fram­leiða mikið veru­legt magn met­anóls á sem getur nýst ýmist sem hóf­leg í­blönd­un í jarð­efna­elds­neyti eða frá 50% til 100% á (bruna)bíl­vélar sem eru lítið breyttar frá þeim venju­legu.

Hvað með raf­bíla?

Upp­setn­ing hleðslu­stöðva með ókeypis raf­magn hefur gengið of hægt og of litlu opin­beru fé hefur verið varið til þeirra. Nú eru til ráð­stöf­unar aðeins 67 milljón kr. af opin­beru fé á ári í þrjú ár. Brátt fara svo orku­sölur að hyggja að beinni sölu raf­orkunnar á hleðslu­stöðvum og rík­is­valdið að hyggja að tekju­miss­inum þegar notkun á olíu og bens­íni minnk­ar. Verður kíló­metra­gjald lagt á raf­bíla? Er rétt að stöðva sölu nýrra bíla með hefð­bundnum orku­gjöfum innan til­tek­inna ára eins og heyrst hef­ur?

Auglýsing

Hik er ekki í boði

Ég vakti athygli á öllu þessu í umræðum á Alþingi vegna þess að okkur er lofuð aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum og klukkan tikkar óvenju hratt í mann­heimum frammi fyrir lofts­lags­breyt­ingum og afleið­ingum þeirra. Að nógu er að hyggja í sam­göngu­þætti þeirrar áætl­un­ar, bæði tekju- og gjalda­meg­in. Þá er vert að muna að hagn­aður í bein­hörðum pen­ingum er ekki alltaf eini rétti mæli­kvarði árang­urs.

Og meðan ég man: Kolefn­is­hlut­laust Ísland fyrir 2040 á að vera skýrt mark­mið sam­an­ber stefnumið okkar Vinstri grænna.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None