Mannréttindahreyfing gegn mismunun

Jón Baldvin Hannibalsson veltir því fyrir sér hvenær Íslendingar ætli að læra að þeir geta ekki rétt hlut sinn í glímunni við forréttindahópa fjármagnseigenda nema þeir sameinist í nýrri mannréttindahreyfingu undir merkjum sígildrar jafnaðarstefnu.

Auglýsing

Í fyrri grein var sýnt fram á, að á­kvörð­un­ar­vald­ið um fjár­fest­ingar og fram­kvæmdir er að stærstum hluta í höndum fámenns hóps eig­enda fjár­magns og fyr­ir­tækja. Valdið á vinnu­mark­aðnum til að ráða og reka er í höndum sama hóps. Ef stétt­ar­fé­lög eru veik­burða – eða jafn­vel ekki til – á vinn­andi fólk allt sitt undir valdi vinnu­veit­enda.

Þetta er mikið vald á fárra hönd­um. Í óbeisl­uðum kap­ít­al­isma – eins og t.d. í Banda­ríkj­unum – er fátt sem hemur þetta geð­þótta­vald, af því að verka­lýðs­hreyf­ingin hefur þar verið brotin á bak aft­ur. Ein­ungis 10% vinn­andi fólk er þar í stétt­ar­fé­lög­um. En í blönd­uðu hag­kerfi – stundum kallað lýð­ræð­is­legt mark­aðs­kerfi –  ­skiptir miklu máli, hverjir fara með póli­tíska valdið. Opin­beri geir­inn spannar víða 40-50% af vergri lands­fram­leiðslu og veitir um þriðj­ungi mann­afl­ans vinnu. Við þetta bæt­ist, að lög­gjaf­inn sem­ur leik­regl­urnar. Ef eig­endur fjár­magns og fyr­ir­tækja ná að sölsa undir sig póli­tíska valdið líka, verður fátt um varn­ir. Leik­regl­urnar verða þá sér­sniðnar þeim í hag. Afleið­ing­arnar birt­ast okkur í sam­tím­anum í sívax­andi ójöfn­uði eigna og tekna ann­ars veg­ar, en í rétt­leysi, arðráni og örygg­is­leysi almenn­ings hins veg­ar.

Helm­inga­skiptin

Sam­þjöppun fjár­mála­valds og stjórn­mála­valds býður heim hætt­unni á klík­u-kap­ít­al­isma og bækluðu lýð­ræði. Við þekkjum þetta sem ­rík­is­for­sjár- eða fyr­ir­greiðslu­kerfi sér­hags­muna. Rík­is­vald­inu er þá beitt til að setja lög og reglur í þágu fjár­magns­eig­enda, sem gera út ráð­andi stjórn­mála­flokka. Á Íslandi hafa Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokk­ur farið með þetta sér­hags­muna­vald í stjórn lands­ins, lengst af á lýð­veld­is­tím­an­um. Hér áður fyrr gekk þetta undir nafn­inu helm­inga­skipta­reglan. Hrika­leg­asta dæmi um þetta er, þegar rík­is­valdið úthlutar hlið­hollum aðilum einka­rétti til nýt­ingar á auð­lindum í eigu þjóð­ar­inn­ar. Í stað­inn þiggja sér­hags­muna­flokk­arnir fjár­hags­stuðn­ing vegna halla­rekst­urs á mál­gögnum og fyrir kosn­ing­ar.

Auglýsing

Dæmin um hinn ban­eitr­aða kokk­teil fjár­mála­valds og stjórn­mála eru mýmörg. Við upp­lifum afleið­ing­arnar í dag­legri reynslu í formi okur­verðs yfir búð­ar­borð­ið. Rík­is­valdið tryggir hlið­hollum aðilum vernd frá sam­keppni og lætur afskipta­laust, þótt fákeppni – og jafn­vel ein­okun – sé ráð­andi á lyk­il­mörk­uð­um. Dæmi um þetta finnum við í land­bún­að­ar­kerf­inu, þar sem við borgum fyrir dag­legar lífs­nauð­synjar í tvígang: yfir búð­ar­borð­ið, þar sem afurða­stöðvar njóta verndar frá sam­keppni; og svo aftur í sköttum í formi styrkja og nið­ur­greiðslna til kerf­is­ins. Önnur dæmi af sama toga finnum við í smá­söl­unni, olíu­versl­un, skipa­flutn­ing­um, trygg­ing­um o.sfrv.

Ójafn­að­ar­fé­lagið

Sér­stakt dæmi er rík­is­á­byrgð á fjár­mála­stofn­unum. Inn­eignir spari­fjár­eig­enda í bönkum og spari­sjóðum njóta rík­is­á­byrgð­ar. Fyrir Hrun breytt­ust hefð­bundnir við­skipta­bankar við einka­væð­ingu í áhættu­sækna ávöxt­un­ar­sjóði fjár­magns­eig­enda. Eftir sem áður nutu þeir rík­is­á­byrgðar (trygg­ingar skatt­greið­enda). Eftir Hrun höfum við byggt upp nán­ast óbreytt kerfi. Amer­ískir ávöxt­un­ar­sjóðir – sem í sið­mennt­uðum löndum er bannað að reka banka – eiga nú Arion banka og njóta áfram rík­is­á­byrgð­ar, eins og ekk­ert hafi í skorist. Engu breytir þótt útlána­stefnan sé fyrst og fremst í þjón­ustu fjár­magns­eig­enda í fast­eigna- og verð­bréfa­braski. Ef ekki verður gripið strax í taumana, er voð­inn vís. 

Það er svo sér­ís­lenskt fyr­ir­bæri, að verð­trygg­ing lang­tíma­skulda firrir fjár­magns­eig­endur (lán­ar­drottna) mest allri áhættu, en leggur hana kyrfi­lega á herðar skuld­ur­um, sem margir hverjir verða skulda­þrælar ævi­langt. Þegar við þetta bæt­ist skatt­kerfi, sem leggur meg­in­þunga skatt­byrð­ar­innar á milli­stétt­ina, en lætur afskipta­lausan fjár­flótta fjár­magns­eig­enda og skatt­und­an­skot í skattaparadís­um, þá sitjum við uppi með kerfi, sem er sér­hannað til að við­halda sívax­andi mis­skipt­ingu auðs og tekna. Hinir ríku verða rík­ari, en hinir fátæku verða fátæk­ari. Þetta er að ger­ast á Íslandi í dag.

 Þetta er ekk­ert nátt­úru­lög­mál. Þetta er rök­rétt nið­ur­staða af sam­þjöppun valds fjár­magns­eig­enda og póli­tísku for­ræði þeirra fyrir atbeina stjórn­mála­flokka, sem eru þeim hand­gengn­ir. Sví­virði­leg­asta dæmið um þetta er, að arð­ur­inn af sjáv­ar­auð­lind­inni – auð­lind­arent­an, sem hlýst af rík­is­vernd­aðri ein­okun -  og nemur tugum millj­arða á ári hverju, hefur ekki runnið til almanna­þarfa, heldur í sjóði nýríkrar yfir­stétt­ar. Þannig hefur orðið til nýr léns­að­all, sem safnar auði í skjóli póli­tísks valds. Ímyndið ykk­ur, að Norð­menn hefðu farið svona að ráði sínu með olíu­auð­lindir sín­ar. Það er með öllu óhugs­andi. Arð­ur­inn af olíu­auð­lind­inni norsku hefur runnið í sam­eig­in­legan stöð­ug­leika­sjóð norsku þjóð­ar­inn­ar, sem er nú öfl­ugast­i fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur í heimi. Ólíkt höf­umst við að, frænd­urn­ir.

Lausn­in: Nor­ræna mód­elið

Þessi nýríki léns­að­all á Íslandi er nú að kaupa upp fast­eignir og fyr­ir­tæki í stórum stíl, m.a. gegnum pen­inga­þvætti í skjóli Seðla­banka Íslands. Fast­eigna­verðs­bólan hefur úthýst ungu kyn­slóð­inni eða læst hana í fátækt­ar­gildru leigu­ok­urs. Þannig er kaup­mátt­ar­aukn­ing vegna upp­sveiflu tekin til bak­a.  Gróða­mynd­un­ar­kvörn sér­hags­muna af þessu tagi, sem þrífst í skjóli póli­tísks valds, væri óhugs­andi í nor­rænu vel­ferð­ar­ríki. Ástæðan er sú, að þar hefur fjár­mála­valdið ekki náð að sölsa undir póli­tíska valdið líka.

*Þetta snýst allt um póli­tískt vald. Þegar fjár­magns­eig­endur og for­stjóra­veldi fyr­ir­tækj­anna nær því að sölsa undir sig stjórn­mála­valdið líka, stendur almenn­ingur eftir ber­skjald­aður og varn­ar­laus á póli­tískum ber­angri. Svona er Ísland í dag. Þetta er afleið­ingin af því, að mót­vægið við ofur­vald fjár­magns­ins – öflug verka­lýðs­hreyf­ing í nánu sam­starfi við fjölda­hreyf­ingu jafn­að­ar­manna – er nú týnt og tröllum gef­ið. Mér hrýs hugur við þeirri til­hugs­un, að ótal póli­tískir sér­trú­ar­söfn­uðir und­ir­búa nú fram­boð í næstu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Því­líkt feigð­ar­flan. Er ekki nóg, að kjós­endur voru hafðir að fíflum í nafni Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar – sem nú er orðin svört – í sein­ustu kosn­ing­um! 

Hvenær ætl­a Ís­lend­ing­ar að læra það af reynsl­unni, að sam­ein­aðir sigrum, við en sundraðir föllum við? Vinn­andi fólk á Íslandi má vita það, að feng­inni reynslu, að það getur ekki rétt sinn hlut í glímunni við for­rétt­inda­hópa fjár­magns­eig­enda nema það sam­ein­ist í nýrri mann­rétt­inda­hreyf­ingu undir merkjum sígildrar jafn­að­ar­stefnu. Nor­ræna mód­elið vísar enn veg­inn.

Höf­undur var for­maður Alþýðu­flokks­ins 1984-96.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None