Tvær þjóðir

Jón Baldvin Hannibalsson segir það vera víðs fjarri að Ísland rísi undir nafni sem norrænt velferðarríki. Nær væri að líkja ríkinu við skrípamynd af amerískum kapítalisma.

Auglýsing

Það er bull­andi upp­gangur í atvinnu­líf­inu: Meira en 7% hag­vöxt­ur, gjald­eyr­is­vara­sjóð­ur­inn stút­full­ur, lítið sem ekk­ert atvinnu­leysi – reyndar vöntun á vinnu­afli, sem þús­undir inn­flytj­enda redda. Hinir ríku eru að verða æ rík­ari. Tutt­ugu þús­und fjöl­skyldur eiga meira en tvo þriðju af öllum eign­um. Bank­arnir græða á tá og fingri.

Á sama tíma er áleitin umræða um fátækt á Íslandi. Lág­launa­fólk lifir ekki af launum sín­um. Sex þús­und börn búa við fátækt á degi hverj­um. Líf­eyr­is­þegar og öryrkjar kvarta sáran undan kjörum sín­um. Ungu kyn­slóð­inni hefur því sem næst verið úthýst. Það skort­ir ­í­búð­ar­hús­næð­i við hæfi. Fast­eigna­verðið rýkur upp í rjáf­ur. Fæstir hinna ungu eiga fyrir útborg­un. Leigu­okrið læsir unga fólkið inni í fátækt­ar­gildru. Hin sér­ís­lenska verð­trygg­ing léttir allri áhættu af ófyr­ir­séðum áföllum af fjár­magns­eig­end­um, en gerir hina skuldugu á sama tíma að skulda­þræl­um.

Tvær þjóðir

Það eru tvær þjóðir í land­inu. Póli­tíkin snýst bara um óbreytt ástand. Er það kannski bara lognið á undan storm­in­um? Hvert er að leita eftir lausnum? Ég verð æ sann­færð­ari um, að við eigum að leita fyr­ir­mynda í reynslu frænd­þjóða okkar á Norð­ur­lönd­um. Nor­ræna mód­elið nýtur nú almennt við­ur­kenn­ingar um víða ver­öld ­sem fyr­ir­mynd­ar­þjóð­fé­lag. Lærum af því.

Auglýsing

„Þetta snýst allt um vald, kján­inn þinn“. Það fer ekki á milli mála, að vald eig­enda fjár­magns og fyr­ir­tækja er ráð­andi afl í kap­ít­al­ísku hag­kerfi. Ákvörð­un­ar­valdið um fjár­fest­ingar og fram­kvæmdir er að stærstum hluta í höndum fámenns hóps fjár­magns­eig­enda. Valdið á vinnu­mark­aðnum til að ráða og reka er í höndum þeirra. Ef stétt­ar­fé­lög eru veik­burða eða jafn­vel ekki til stað­ar, fær vinn­andi fólk litlu sem engu ráðið um þessar ákvarð­an­ir.

Þetta ofur­vald fjár­magns­eig­enda hefur á sein­ustu ára­tugum nýfrjáls­hyggj­unnar vaxið raun­hag­kerf­inu – og þar með flestum þjóð­ríkjum – yfir höf­uð. Fjár­magns­eig­endur gera út stjórn­mála­flokka til þess að gæta hags­muna sinna innan þjóð­ríkja og í heims­hag­kerf­inu. Í örrík­inu íslenska sér Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn um þessa hags­muna­gæslu. Eftir hrun SÍS hefur póli­tískt eign­ar­halds­fé­lag um arf­leifð SÍS beitt Fram­sókn­ar­flokknum í sama skyni, í sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. 

Ef þetta sam­þjapp­aða fjár­hags­vald nær póli­tíska vald­inu undir sig lík­a,  er lýð­ræðið sjálft í hættu. Hættan er sú, að lýð­ræðið breyt­ist í auð­ræði. Þetta er að ger­ast fyrir aug­unum á okk­ur, t.d. í Banda­ríkj­um Trumps  og Rúss­landi Pútíns. Sömu sól­ar­merkin sjást nú þegar á Íslandi Eng­eyj­a­rætt­ar­inn­ar. 

Nor­ræna mód­elið

Hvað er svona merki­legt við nor­ræna mód­el­ið? Það er þetta: Hægri flokkar (hags­muna­gæslu­að­ilar sér­hags­muna) hafa lengst af verið þar í minni­hluta; þeir hafa ekki náð að sölsa póli­tíska valdið undir sig líka. Hinn póli­tíski armur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar – jafn­að­ar­manna­flokk­arnir – hefur verið í meiri­hluta ára­tugum saman á mót­un­ar­árum hins nor­ræna vel­ferð­ar­rík­is. Þótt hægri flokkar hafi stöku sinnum kom­ist til valda skamma hríð, hafa þeir ekki haft bol­magn né stuðn­ing almenn­ings til að hrófla við grund­vall­ar­þáttum kerf­is­ins. 

Þetta er ein­stakt í ver­öld­inni. Þetta skýrir grund­vall­ar­mun­inn, sem er á nor­ræna mód­el­inu ann­ars vegar og hinu bland­aða hag­kerfi einka­rekstrar og opin­berrar þjón­ustu víð­ast hvar ann­ars stað­ar- þar með talið á Íslandi. Sú stað­reynd, að jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn íslenski náði því aldrei að verða ráð­andi fjölda­flokk­ur, í nánu sam­starfi við laun­þega­hreyf­ing­una, skýrir það líka, hvers vegna Ísland er ekki nor­rænt vel­ferð­ar­ríki, þrátt fyrir við­leitni okkar til að stefna í þá átt. 

Mann­rétt­indi – en ekki ölm­usur: Það sem ein­kennir nor­ræna vel­ferð­ar­ríkið umfram önnur í þessum sam­an­burði er, að réttur almenn­ings til opin­berrar þjón­ustu er skil­greindur á grund­velli mann­rétt­inda. Víð­ast hvar ann­ars staðar er fremur um að ræða ölm­usur handa þurfaling­um.  Á þessu tvennu er reg­in­mun­ur. Ég er að tala um sjúkra­trygg­ingar og heil­brigð­is­þjón­ustu, aðgengi að skól­um, barna­bæt­ur, elli­líf­eyri o.sfrv. Íslend­ingar þekkja þetta orðið vel af eigin reynslu.

 Tökum dæmi:  Árið 1936 tókst jafn­að­ar­mönn­um, eftir langa bar­áttu, að leggja grunn að almanna­trygg­ing­um. Með þess­ari lög­gjöf var lagður grund­völlur að vel­ferð­ar­ríki á Íslandi. Upp­haf­lega hug­myndin var, að allir Íslend­ing­ar, án til­lits til efna­hags og þjóð­fé­lags­stöðu, skyldu njóta elli­líf­eyris að lok­inni starfsævi. Það var hugsað sem almenn mann­rétt­indi. Í fram­kvæmd hefur þetta aldrei tek­ist eins og upp­haf­lega var til ætl­ast. Æ ofan í æ hefur elli­líf­eyr­ir­inn verið skertur með vísan til ann­arra tekna. Í stað mann­rétt­inda erum við því að tala um ölm­usur handa þurfaling­um.

Skrípa­mynd

 Þegar skerð­ingar af þessu tagi eru rétt­lættar með vísan til greiðslna úr líf­eyr­is­sjóð­um, sem öllum er skylt að eiga aðild að, og er eign­ar­rétt­ar­var­inn skyldu­sparn­aður við­kom­andi, er kerfið farið að láta stjórn­ast af geð­þótta­á­kvörð­un­um. Dæmin um ölm­us­ur, sem eru skil­yrtar því, að við­tak­andi sanni fátækt sína, eru allt of mörg í íslenska kerf­inu. Þetta er ævin­lega gert í sparn­að­ar­skyni. Þar með hefur Trygg­ing­ar­stofnun rík­is­ins verið breytt í rukk­un­ar­stofnun rík­is­ins. Og þar með getur Ísland með engu móti státað af því að vera nor­rænt vel­ferð­ar­ríki. Eftir Hrun höfum við verið að fjar­lægj­ast það æ meir.

Þegar þar við bæt­ist, að arð­ur­inn af auð­lindum þjóð­ar­innar rennur til fámenns hóps einka­leyf­is­hafa á veiði­heim­ild­um, í skjóli póli­tísks valds – en ekki til almanna­þarfa; að verð­trygg­ing­ar­krónan ásamt okur vöxtum gerir stóran hluta þjóð­ar­innar að skulda­þræl­um; og skatt­byrðin leggst með mestum þunga á milli­stétt­ina, á sama tíma og rík­is­valdið lætur óátalið, að við­skipta­el­ítan flýi með fé sitt í skatta­skjól og ávaxti það í útlöndum – þá skilst bet­ur, hversu víðs fjarri það er, að Ísland rísi undir nafni sem nor­rænt vel­ferð­ar­ríki. Nær væri að líkja þessu við skrípa­mynd af amer­ískum kap­ít­al­isma.

Hvað þarf að gera til að breyta þessu, er svo efni í aðra grein.

Höf­urndur var for­maður Alþýðu­flokks­ins 1984-96.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None