Uppbygging fjármálakerfisins ekkert einkamál elítunnar

Hvað teljst æskilegir eigendur að fjármálakerfinu? Þegar stórt er spurt er fátt um svör.

Auglýsing

Eins og við mátti búast, þegar til­kynn­ingin kom fram um að þrír vog­un­ar­sjóðir af Wall Street ásamt Gold­man Sachs bank­anum væru að eign­ast um 30 pró­sent hlut í Arion banka, þá hefur kviknað umræða um eign­ar­hald á íslensku fjár­mála­kerfi. Í ljósi sög­unnar og Hæsta­rétt­ar­dóma und­an­far­inna ára þá ætti það ekki að koma neinum á óvart. 

Spila­borgin sem hrundi

Allir æðstu stjórn­endur bank­anna þriggja sem féllu eins og spila­borg, 7. til 9. októ­ber 2008, hafa verið dæmdir í fang­elsi, að und­an­skildum Hall­dór J. Krist­jáns­syni, sem var banka­stjóri Lands­bank­ans með Sig­ur­jóni Þ. Árna­syni. Kjarn­inn í mál­unum þar sem nokkrir af þyngstu dómunum hafa fallið hefur verið fjár­mögnun bank­anna á eigin hluta­fé, langt út fyrir lög­leg mörk. 

Þegar á reyndi skipti þetta miklu máli fyrir íslenska banka­kerf­ið, þar sem raun­veru­legt eigið fé bank­anna var miklu minna en árs­reikn­ingar sögðu til um. End­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­ið PwC hefur þegar samið sig frá dóms­málum með sátt við slitabú Glitnis og Lands­bank­ans, en ekk­ert bólar á svip­uðu hjá KPMG, sem var end­ur­skoð­andi Kaup­þings.

Samt voru upp­lýs­ingar í árs­reikn­ingum Kaup­þings í engu sam­ræmi við þá stöðu sem skýrð­ist þegar rýnt var í frum­gögnin um rekstur hans. Bank­inn fjár­magn­aði eigin hlutafé að minnsta kosti yfir 40 pró­sent, og þá var ábyrgð starfs­manna bank­ans á tug­millj­arða lánum sem þeir tóku til að kaupa hlutafé í bönk­un­um, aðeins 10 pró­sent, en ekki í sam­ræmi við aðra við­skipta­menn bank­ans, eins og stóð í árs­reikn­ingum og upp­gjörum, allt fram á árið 2008.

Eðli­leg­ast væri að end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið svar­aði fyrir þetta fyrir dómi, hvers vegna það sá ekk­ert óvenju­legt á ferð­inni og hvers vegna árs­reikn­ingar sem veittu þús­undum hlut­hafa jafn ranga leið­sögn um gæði eigna og áhættu í rekstri. Það verður að telj­ast tölu­vert afrek, miðað við það sem leitt hefur verið fram úr frum­gögn­unum fyrir dómi.

Auglýsing

Hvað eru æski­legur eig­end­ur?

Hvers vegna að rifja þetta upp núna? Vegna þess að nú stendur til að gera breyt­ingu á eign­ar­haldi í íslenska fjár­mála­kerf­inu, þar sem rauði þráð­ur­inn er spurn­ingin um hvað telj­ist gott eign­ar­hald fyrir fjár­mála­kerf­ið. Það er ekki óeðli­legt að spyrja spurn­inga þegar til stendur að gera breyt­ing­ar. Þvert á móti er mik­il­vægt að það fari fram umræða um þessi mál, sam­hliða því mati sem Fjár­mála­eft­ir­litið þarf að fram­kvæma. Til dæmis hvort skuld­sett eign­ar­hald sé æski­legt og hver stefna eig­enda sé.

Tveir punktar hafa verið fyr­ir­ferða­miklir í umræðu um þá stöðu sem nú er uppi í fjár­mála­kerf­in­u. 

1. Mikið eigið fé. Þau sjón­ar­mið hafa sést oft að hægt sé að minnka eigið fé end­ur­reistu íslensku bank­anna umtals­vert. Greiða tugi millj­arða út úr hverjum banka fyrir sig til eig­enda. Eigið fé Lands­bank­ans er 251 millj­arð­ur, eigið fé Íslands­banka 178 millj­arðar og eigið fé Arion banka 211 millj­arð­ar. Sam­tals er eigið fé þessa end­ur­reista kerfis því 640 millj­arðar króna, miðað við stöð­una um ára­mót, og eig­in­fjár­hlut­fallið er á bil­inu 25 til 30 pró­sent. 

Margir vilja meina að það sé mögu­legt að lækka þetta hlut­fall, til dæmis niður í 20 pró­sent, án þess að öryggi kerf­is­ins sé ógn­að. Það mætti því, svo dæmi sé nefnt, greiða um 160 millj­arða króna úr bönk­un­um. Með þessu móti yrði hægt að bæta rekstr­ar­töl­urn­ar, út frá arð­semi eig­in­fjár. 

Þetta vekur upp spurn­ing­ar. Er rétt að lækka eigin féð? Skiptar skoð­anir eru aug­ljós­lega uppi um þessi sjón­ar­mið, en ólíkt því sem var fyrir hrun gamla kerf­is­ins, fyrir átta og hálfu ári, þá er kerfið mun traust­ara en það var. Hertar reglur um gæði eigna og virkara eft­ir­lit - bæði ytra og innra - hafa styrkt stoð­irn­ar. Áhrifin hafa verið til hins betra. Ég fæ ekki betur séð en að það sé hið besta mál fyrir fjár­mála­kerfið að vera með mikið eigið fé, og það þjónar almenn­ingi vel.

Nú hefur það komið fram, að búið sé að slíta við­ræðum við íslenska líf­eyr­is­sjóði um að kaupa hlut í bönk­un­um. Þetta verður að telj­ast nokkuð óvænt. Vog­un­ar­sjóð­irn­ir, ásamt Gold­man Sachs, slitu við­ræð­unum að eigin frum­kvæði í óþökk full­trúa líf­eyr­is­sjóð­anna, að því er fram hefur kom­ið. Þá hefur enn fremur verið greint frá því, að það sé mat ein­hverra manna, innan Kaup­þings, að hægt sé að lækka eigið fé Arion banka veru­lega, og hag­ræða enn meira, eig­endum til hags­bóta. 

Komið hefur fram að rekja megi eign­ar­hald á sumum þess­ara sjóða til aflands­fé­laga. Ótrú­legt er að hugsa til þess, eftir það sem á undan er gengið (og kannski líka í ljósi nýj­ustu tíð­inda), að stjórn­mála­menn hafi ekki sett lög sem banni alfarið eign­ar­hald aflands­fé­laga á stórum eign­ar­hlutum í íslenska fjár­mála­kerf­inu. Það er ein­föld og áhrifa­rík leið, sem ýtir undir gagn­sæi. Það er mikið í húfi að end­ur­reisa traust á fjár­mála­kerf­inu, og þrátt fyrir að mörgu leyti erf­iðar aðstæð­ur, þá hefur tek­ist vel að byggja upp nýtt fjár­mála­kerfi. Hægt og bít­andi hefur það tek­ist. Það er traust­ara en það var, miklu ein­fald­ara og riðar ekki til falls vegna froðu­eig­in­fjár, eins og það gamla gerð­i. 

Að mörgu leyti saknar maður þess, að það komi góð póli­tísk leið­sögn - og fag­lega studd frá eft­ir­lits­stofn­unum sömu­leiðis - út frá þess­ari spurn­ingu sem nefnd er hér að fram­an, varð­andi eigið féð. Í bók­inni Bankers New Clot­hes: What's wrong with bank­ing and how to fix it, eftir Anat Admati og Martin Hellwig, er því haldið fram að einn helsti lær­dóm­ur­inn af fjár­málakrepp­unni sé sá, að eigið fé bank­anna þurfi að vera „raun­veru­leg­t“, mun meira en það hefur verið á und­an­förnum ára­tug­um. Hátt eig­in­fjár hlut­fall, með raun­veru­lega sterku eigin fé, er öryggið á odd­in­um. Af þessum sök­um, verða vog­un­ar­sjóð­irnir og Gold­man Sachs - og helstu ráð­gjafar þeirra sem sumir hverjir þekkja vel stefnu stjórn­valda í þessum efnum - að upp­lýsa um hver sé stefna þeirra þegar kemur að eig­in­fjár­stöðu og fjár­hags­legum styrk. Varla yrði það talið æski­legt ef nýir eig­endur tækju fljótt tugi millj­arða úr efna­hags­reikn­ingi bank­anna. Eða hvað?

Í það minnsta einn aðil­inn sem er að kaupa stóran eign­ar­hlut í Arion banka, Och-Ziff Capi­tal Mana­gement Group, var færður niður í rusl­flokk í láns­hæfi dag­inn eftir að til­kynnt var um kaup hans á hlut í Arion banka. Í sept­em­ber í fyrra þurfti fyr­ir­tækið að greiða him­in­háar sektir vegna mútu­greiðslna og lög­brota í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Er þetta æski­legur eig­andi að fjár­mála­kerf­inu? Það verður spenn­andi að sjá hvernig Fjár­mála­eft­ir­litið horfir á mál­ið, og hvaða leið­sögn eft­ir­litið kemur með fram varð­andi skuld­sett eign­ar­hald.

2. Ein­falt og inni­lokað fjár­mála­kerfi. End­ur­reistu bank­arnir þrír þjón­usta nærum­hverfi sitt. Ein­ungis um 200 þús­und ein­stak­linga vinnu­mark­aður Íslands er und­ir. Þeir bjóða ekki upp á fjár­mála­þjón­ustu utan Íslands, og lík­lega mun það aldrei ger­ast aft­ur, að íslenskir bankar taki á móti inn­lánum erlend­is. Und­ir­stöð­urnar í sjálf­stæðu pen­inga­kerfi örþjóðar gera það að verk­um, að lík­lega muni banka­kerfið ekk­ert vaxa neitt, nema þá lítið eitt í takt við sveiflur í hag­kerf­in­u. 

Margt er erfitt fyrir bank­anna í sam­keppn­isum­hverf­inu. Alþjóð­legir bankar eru með mikla mark­aðs­hlut­deild hjá góðum lán­tak­end­um, svo sem orku­fyr­ir­tækj­um, alþjóð­legum fyr­ir­tækjum eins og Marel og Öss­ur, og stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­unum einnig. Bankar geta illa keppt í lána­kjörum þegar kemur að svona við­skipt­um. Þá hefur sam­keppni á hús­næð­is­lána­mark­aði einnig harðn­að, og bjóða líf­eyr­is­sjóðir nú umtals­vert betri vexti á hús­næð­is­lánum en bank­arn­ir. 

Allt vekur þetta upp spurn­ingar um hvernig hlut­verk bank­anna verður til fram­tíðar lit­ið, og hvernig þeir ætla sér að takast á við áskor­anir fram­tíð­ar­inn­ar. 

Almenn­ingur á það skilið að eig­enda­mál hins inni­lok­aða íslenska fjár­mála­kerfis séu rædd mikið og ítar­lega. Það sama á við um stjórn­endur bank­anna, stjórnir og starfs­fólk. Það á líka skilið að fá fram umræðu um þessi mál, og það ætti frekar að taka henni fagn­andi en hitt.

Inni­halds­laus orð Bjarna Bene­dikts­sonar for­sæt­is­ráð­herra, um „stærstu erlendu fjár­fest­ingu á Íslandi“ - þegar vog­un­ar­sjóð­irnir umbreyttu óbeinu eign­ar­haldi sínu í beint eign­ar­hald - eru ekki til þess fallin að auka til­trú á því. Von­andi verður þetta mál tekið föstum tökum á hinu póli­tíska sviði, alveg eins og vonir eru bundnar við að verði raunin hjá eft­ir­lits­stofn­un­um. Það er mikið undir og spor sög­unnar hræða. Heil­brigt og gott fjár­mála­kerfi er hag­kerf­inu lífs­nauð­syn­legt og upp­bygg­ing þess og und­ir­stöð­ur, er ekk­ert einka­mál ráð­gjafa út í bæ, elítu í fjár­mála­kerf­inu, vog­un­ar­sjóða eða for­ystu­manna stjórn­mála­flokka. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None