Jafnrétti kynjanna er líka mitt mál

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hvetur skráð fyrirtæki til gera jafnvægi á milli kynjanna í stjórnunarstöðum að sérstöku áherslumáli. Og koma þannig af stað skriðu breytinga.

Auglýsing

Í sam­an­burði við önnur lönd hefur Ísland náð mjög góðum árangri í bar­átt­unni fyrir jafn­rétti kynj­anna og unnið ötul­lega að því að skapa konum og körlum jöfn tæki­færi og lífs­skil­yrði með marg­vís­legum hætti. Við erum fremst í flokki á heims­vísu þegar kemur að mæl­ingum á kynja­jafn­rétti. Þátt­taka kvenna í atvinnu­líf­inu hér er um 80% sem er með hæsta móti í heim­in­um, 65% nem­enda í íslenskum háskólum og 41% þing­manna eru kven­kyns. Þökk sé lögum um kynja­kvóta í stjórnir fyr­ir­tækja höfum við núna einnig náð jafn­vægi innan stjórna skráðra fyr­ir­tækja.  Önnur lönd  ­geta ekki sýnt fram á við­líka nið­ur­stöð­ur. 

Þrátt fyrir að ýmis­legt hafi áunn­ist á und­an­förnum árum hallar enn veru­lega á konur í íslensku atvinnu­líf­i.  Ný­legar kann­anir sem gerðar hafa verið stað­festa þetta. Hlut­deild kvenna í stjórnum með­al­stórra og stórra fyr­ir­tækja er innan við fjórð­ung­ur. Þá eru konur innan við 10% fram­kvæmda­stjóra á meðal stærstu fyr­ir­tækja og fjár­festa og engin kona stýrir skráðu fyr­ir­tæki á mark­aði. Kven­kyns stjórn­ar­for­menn í íslenskum fyr­ir­tækjum eru reyndar einnig sára­fá­ir. Fleiri við­líka dæmi um stjórn­endur íslenskra stór­fyr­ir­tækja, fjár­mála­fyr­ir­tækja og líf­eyr­is­sjóða hafa komið fram í Kjarn­anum.

Í stórum dráttum skipt­ist fólk í tvær fylk­ingar þegar rætt er um nauð­syn sér­tækra aðgerða til að tryggja jafn­vægi meðal kynj­anna í atvinnu­líf­inu. Í annarri fylk­ing­unni er fólk sem telur að sterkir straumar breyt­inga í þjóð­fé­lag­inu muni leiða til þess að staðan breyt­ist hratt á kom­andi árum án sér­tækra aðgerða.  Hlut­falls­lega sterk staða kvenna í háskólum lands­ins end­ur­spegli meðal ann­ars þessa þró­un. Hin fylk­ingin er þeirrar skoð­unar að þetta dugi ekki til. Mik­ill utan­að­kom­andi þrýst­ingur og sam­stillt átak þurfi til að koma okkur úr viðjum við­tek­ins hug­ar­fars um hlut­verk kynj­anna og rjúfa ósýni­lega múra í við­skipta­líf­in­u.  Ég hall­ast (því mið­ur) orðið að síð­ari fylk­ing­unni. Reynslan gefur mér ekki til­efni til ann­ars.

Auglýsing

Hér sem og á alþjóða­vísu hafa hlut­irnir gerst hægt. Meðal stærstu skráðu fyr­ir­tækja í Evr­ópu er innan við fjórð­ungur stjórn­ar­sæta skip­aður kon­um. Um 10% stjórn­ar­for­manna og 5% for­stjóra í þessum fyr­ir­tækjum eru konur og um sjö­unda hvert sæti í fram­kvæmda­stjórnum er skipað kon­um. Helst er að staða kvenna hafi styrkst í stjórnum á alþjóða­vísu, líkt og hér, und­an­farin ár. Á öðrum sviðum eru breyt­ing­arnar vart mæl­an­leg­ar.

Nú hygg ég að flestir séu sam­mála um að aukið jafn­vægi meðal kynj­anna á flestum sviðum þjóð­lífs­ins hefur verið verið öllum til góðs og skapað betra og mann­eskju­legra þjóð­fé­lag þar sem bæði konur og karlar njóta sín almennt betur en áður. Samt er það svo að nán­ast hvert ein­asta skref sem hefur verið tekið í átt að jafn­rétti kynj­anna, hér­lendis og ann­ars stað­ar, hefur kostað mikla bar­áttu sem hefur síðan leitt til vit­und­ar­vakn­ing­ar. Það þurfti 90% íslenskra kvenna til að leggja niður störf á örlaga­ríkum degi þann 24. októ­ber árið 1975 til að sýna fram mik­il­vægi þeirra fram­lags heima fyr­ir, á vinnu­mark­aði og á póli­tískum vett­vangi. Þarna var kallað eftir aðgerðum svo um mun­aði og hafði til­ætluð áhrif. Öll þekkjum við eft­ir­leik­inn þegar frú Vig­dís Finn­boga­dóttir varð fyrst kvenna í heim­inum til að taka við for­seta­emb­ætti í lýð­ræð­is­ríki. Hún nefndi kvenna­frí­dag­inn sem eina af þeim for­sendum sem gerði þessar breyt­ingar kleif­ar. 

Auð­vitað munu hlut­irnir halda áfram að fær­ast í rétta átt fyrir til­stilli þjóð­fé­lags­breyt­inga und­an­far­inna ára­tuga og  hug­ar­fars­breyt­ingar sem fylgir nýjum kyn­slóð­um. En ég ótt­ast að breyt­ing­arnar muni ger­ast hægt án sam­stillts átaks. Best væri að atvinnu­lífið allt tæki frum­kvæðið í þessum efn­um. Og nú þurfa allir að rísa upp, ekki bara kon­ur. 

Kaup­hallir víða um heim vöktu athygli á alþjóð­legum bar­áttu­degi kvenna með bjöllu­hring­ingu um dag­inn, og Kaup­höllin hér á landi tók þátt í því með því að bjóða stjórnum og fram­kvæmda­stjórn­um, ásamt fleirum á þann við­burð. Við­burð­inum var þannig ætlað að benda á það gríð­ar­lega mik­il­væga hlut­verk sem einka­geir­inn hefur að gegna í því að koma á jafn­rétti kynja í atvinnu­líf­inu; verk­efni sem er líka á ábyrgð okkar karla. Þótt karl­menn séu í miklum meiri­hluta í áhrifa­stöðum í íslensku atvinnu­lífi eru þeir ávallt lít­ill minni­hluti gesta á við­burðum sem þessum á vegum atvinnu­lífs­ins og var bjöllu­hring­ingin í Kaup­höll­inni engin und­an­tekn­ing. Þetta end­ur­speglar að mínu mati ríkj­andi við­horf karla að jafn­rétt­is­mál sé kvenna­mál. Ef stærstur meiri­hluti stjórn­enda lítur svo á að jafn­rétti þjóni fyrst og fremst öðru kyn­inu er ef til vill ekki von á hröðum breyt­ing­um. 

Inn­grip stjórn­valda eru að mínu mati neyð­ar­úr­ræði og geta haft óhag­ræði í för með sér í sam­an­burði við  ­sjálf­sprottnar lausn­ir. Hvernig hrindir atvinnu­lífið breyt­ingum af stað án utan­að­kom­andi afskipta? Hér er tæki­færi fyrir skráð fyr­ir­tæki til að taka for­ystu. Þau eru ekki nema lít­ill hluti atvinnu­lífs­ins en eru til fyr­ir­myndar varð­andi margt er varðar rekst­ur, upp­lýs­inga­gjöf og gagn­sæi. Og þar ríkir kynja­jafn­vægi í stjórn­um. Stjórn­irnar geta gert jafn­vægi meðal kynj­anna í stjórn­un­ar­stöðum að sér­stöku áherslu­máli. Það gæti hrint skriðu breyt­inga af stað. Jafn­framt gætu helstu hags­muna­sam­tök atvinnu­lífs­ins tekið málið upp á sína arma.

Fyrir utan það að vera rétt­læt­is­mál er jafn­rétti kynj­anna mik­il­vægt efna­hags­legt fram­fara­mál. Sam­tökin UN Susta­ina­ble Stock Exchanges Ini­ti­ative, sem Nas­daq Iceland er hluti af, gáfu nýverið út skýrslu sem sýnir hvernig kaup­hallir geta og eru að vinna að fimmta mark­miði Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þróun sem lýtur að jafn­rétti kynj­anna. Meðal ann­ars hefur verið sýnt fram á að mæli­kvarðar eins og arð­semi eigna (ROA), arð­semi eigin fjár (ROE) og hagn­aður á hlut (EPS) fær­ast til betri vegar og flökt þeirra minnkar ef konur eru á meðal stjórn­enda. Einnig getur fjöl­skyldu­vænt umhverfi bætt starfsanda á vinnu­stað, minnkað starfs­manna­veltu og haldið í gott starfs­fólk. Fram­lag kvenna í atvinnu­líf­inu er gríð­ar­lega van­metið á heims­vísu. Efna­hagur heims­ins gæti verið 28 billjón doll­urum stærri árið 2025 ef ójafn­rétti kynj­anna væri eytt. 

Hvernig sem á málið er litið er jafn­rétti ekki bara mál kvenna. Þetta snýst ekki um sér­stök rétt­indi eins og stundum er látið í veðri vaka, heldur sam­eig­in­legt átak okkar í því að berj­ast fyrir jöfnum tæki­færum og rétt­ind­um. Skila­boðin í kringum alþjóð­legan bar­áttu­dag kvenna voru einmitt á þann veg­inn, að nú sé tími til kom­inn að karlar taki til hend­inni með kon­um. 

Ég er faðir tveggja stráka og einnar stelpu. Mér er mikið í mun að þau muni öll búa við þá vit­und og vissu að þau og þeirra jafn­aldrar alist upp við jöfn tæki­færi nú og í fram­tíð­inni, og verði ekki fyrir mis­rétti af neinu tagi. Þátt fyrir að aukið mennt­un­ar­hlut­fall kvenna í ýmsum greinum efli mögu­leika þeirra nú og til fram­tíðar er það engin trygg­ing fyrir jöfnum tæki­færum kynj­anna. Sagan hefur nefni­lega sýnt okkur að ekk­ert ger­ist án bar­áttu þegar kemur að jafn­rétti. Við skulum því ekki bíða með að breyta því sem hægt er að breyta strax. Þetta er ekki bara eðli­legt og sjálf­sagt, heldur líka sam­fé­lags­lega og efna­hags­lega ábyrgt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu.Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun eins og nú er stefnt að og hugmyndir að stærri virkjun se
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None