Einkunn Och-Ziff færð niður í ruslflokk

Rekstur eins af nýjum eigendum Arion banka hefur gengið illa að undanförnu og telur greinandi Standard & Poor's að horfurnar séu neikvæðar til framtíðar.

wall-street-sign.jpeg
Auglýsing

Láns­hæfsi­mats­fyr­ir­tækið Stand­ard & Poor’s lækk­aði láns­hæf­is­ein­kunn Och-Ziff Capi­tal Mana­gement Group niður í rusl­flokk í gær, sam­kvæmt umfjöllun á vef fyr­ir­tæk­is­ins en greint var frá lækk­un­inni á Marketwatch. Grein­andi Stand­ard & Poor’s segir í grein­ingu sinni að rekstur félags­ins hafi versnað að und­an­förnu, vegna minnk­andi eigna í stýr­ingu, og þókn­ana­tekjur dreg­ist saman því sam­hliða. Er ein­kunnin því færð úr BB+ í BB. Horf­urnar til fram­tíðar eru taldar nei­kvæð­ar. 

Sjóður á vegum Och-Ziff keypti 6,6 pró­sent hlut í Arion banka í lok­uðu útboði en greint var frá þeim við­skiptum dag­inn áður en láns­hæf­is­ein­kunnin var lækk­uð, sem var í gær. Til­kynn­ingin um við­skiptin með hlut­inn í Arion banka var send út síð­ast­liðið sunnu­dags­kvöld.

Nýr eigandi Arion banka glímir við erfiðan rekstur þessi misserin.

Í frétta­til­kynn­ingu Arion banka vegna kaupanna, segir að Och-Ziff sé eitt af stærstu fyr­ir­tækjum heims á sviði sér­­hæfðrar eigna­­stýr­ingar og er virði eigna í stýr­ingu þess um 34 millj­­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 3.500 millj­örðum króna. 

Aðal­­­stöðvar Och-Ziff eru í New York en fyr­ir­tækið er einnig með skrif­­stofur í London, Hong Kong, Mumbai, Beijing, Shang­hai og Hou­­ston. Meðal fjár­­­festa Och-Ziff eru líf­eyr­is­­sjóð­ir, sjóða­­sjóð­ir, stofn­­anir og styrkt­­ar­­sjóð­ir, fyr­ir­tæki og aðrar stofn­an­ir, einka­­bankar og fjár­­­sterkir ein­stak­l­ing­­ar. Nán­ari grein­ing á eig­enda­hópnum kom ekki fram í til­kynn­ingu Arion banka.

Auglýsing

Þeir fjórir erlendu sjóð­ir, sem til­kynnt var um að hefðu keypt tæp­lega 30 pró­sent hlut í Arion banka, eru meðal stærstu eig­enda Kaup­þings.Tacon­ic, Och-Ziff, Attestor og Gold­man Sachs, sem keyptu sam­tals 29,18 pró­­­sent hlut í Arion banka af Kaup­­­þingi á 48,8 millj­­­arða króna, eiga að mestu hlut­ina í gegnum sjóði.

Í hverjum sjóði eru margir hlut­­deild­­ar­s­­kirtein­is­hafar og til að hægt sé að rekja eign­­ar­haldið á hlut­­deild­­ar­­skír­teini áfram þarf ein­stak­l­ingur að eiga yfir tíu pró­­sent í umræddum sjóði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None