Fjórir erlendir fjárfestar búnir að kaupa stóran hlut í Arion banka

Þrjú erlend sjóðsstýringarfyrirtæki og Goldman Sachs eru búin að kaupa 29,18 prósent hlut í Arion banka í lokuðu útboði.

arion-banki-4_9954305546_o.jpg
Auglýsing

Þrjú erlend sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki og Gold­mans Sachs International hafa keypt 29,18 pró­sent hlut í Arion banka í lok­uðu útboði. Alls greiða þeir 48,8 millj­arða króna fyrir hlut­inn. Fjár­fest­arnir fá einnig kaup­rétt á 21,9 pró­sent hlut til við­bótar á verði sem er hærra en það sem þeir greiddu í útboð­inu. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Arion banka.

Þar með er ljóst, að minnsta kosti í bili, að stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru ekki að kaupa hlut í Arion banka, en þeir hafa verið í við­ræðum um slíkt und­an­farnar vik­ur. Sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækin sem kaupa stærstan hluta þess sem selt var eru öll á meðal stærstu hlut­hafa Kaup­þings, félags utan um eignir kröfu­hafa sam­nefnds banka. Því eru þeir að kaupa eign sem þeir áttu hlut í nú þegar með óbeinum hætt­i. 

Sölu­and­virðið verður allt nýtt til að greiða inná 84 millj­arða króna skulda­bréf rík­is­sjóðs sem var hluti af stöð­ug­leika­fram­lagi Kaup­þings sem sam­þykkt var við nauða­samn­inga félags­ins. Hinir nýju eig­endur hafa, sam­kvæmt til­kynn­ingu, allir  stað­fest gagn­vart Kaup­þingi að raun­veru­legir eig­endur fjár­muna sem fjár­festir eru í Arion banka eru allir erlendir aðilar sam­kvæmt skil­grein­ingu laga um gjald­eyr­is­mál. 

Kaup­þing naut ráð­gjafar Morgan Stan­ley, White & Case og LOGOS í við­skipt­un­um. Fjár­festar nutu ráð­gjafar Linkla­ters LLP og Fjeld­sted & Blön­dal.

Tveir stærstu hlut­hafar Kaup­þings á meðal kaup­enda

Eftir kaupin er Kaup­skil, félag í eigu Kaup­þings, enn stærsti eig­andi Arion banka með 57,9 pró­sent hlut. Íslenska ríkið á 13 pró­sent en sjóð­irnir Attestor Capi­tal LLP (í gegnum Trinity Invesment Designated Aciti­vity Company) og Taconic Capi­tal Advis­ors UK LLP (í gegnum TCA New Sidecar III s.a.r.l.) eiga nú 9,99 pró­sent hlut hvor. Þá mun Sculptor Invest­ments s.a.r.l. (fé­lag tengt Och-Ziff Capi­tal Mana­gement Group) eiga 6,6 pró­sent hlut og Gold­man Sachs International 2,6 pró­sent hlut (í gegnum ELQ Investors II Ltd.).

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Paul Cop­ley, for­stjóra Kaup­þings, að félagið fagni söl­unni. Hún sé lið­ur í áfram­hald­andi við­leitni þess að inn­leysa eigna­safn þeirra og greiða fjár­muni til hlut­hafa Kaup­þings.

Með þessum við­skipt­um, sem eru stærstu ein­stöku hluta­bréfa­kaup erlendra aðila í sögu Íslands, strax í kjöl­far aflétt­ingar fjár­magns­haft­anna, höfum við tryggt aðkomu alþjóð­legra fjár­festa að Arion banka sem hafa milli­langa til langa sýn á fjár­fest­ingu sína. Allir eru þeir fjár­festar í Kaup­þingi og hafa ákveðið að end­ur­fjár­festa á Íslandi í stað þess að fara með fé sitt úr landi, sem er sterkt merki um trú þeirra á Íslandi og þá ekki síður á Arion banka.“

„Taconic Capi­tal og Och-Ziff eru tveir stærstu hlut­hafar Kaup­þings og hafa í mörg ár tengst Íslandi með fjöl­breyttum fjár­fest­ing­um. Á sama hátt er Attestor Capi­tal stór hlut­hafi okkar og hefur á liðnum árum fjár­fest í mörgum fjár­mála­stofn­unum í Evr­ópu og á meðal ann­ars ráð­andi hlut í lána­stofnun í Aust­ur­ríki. Þátt­taka þekkts fyr­ir­tækis á borð Gold­man Sachs segir sína sög­u.“

„Ég hlakka til að vinna með þessum félögum þegar við höldum áfram að selja hlut okkar í Arion banka, lík­lega í gegnum almennt hluta­fjár­út­boð þar sem við von­umst til að geta boðið ein­stak­lingum og félögum inn­an­lands færi á að fjár­festa í bank­an­um,“ er haft eftir Copley í til­kynn­ing­unni.

Hafa hitt fjölda erlendra fjár­festa

Hösk­uldur Ólafs­son, banka­stjóri Arion banka, segir að bank­inn hafi lengi verið þeirrar skoð­unar að það væri jákvætt fyrir hann að fá erlenda aðila inn í hlut­hafa­hóp­inn.

„Við höfum á und­an­förnum árum hitt mik­inn fjölda erlendra fjár­festa og skynjað áhuga þeirra á Íslandi og bank­an­um. Við verðum líka vör við þennan áhuga á fleiri sviðum hér á landi eins og í ferða­þjón­ustu og smá­sölu þar sem sterk alþjóð­leg vöru­merki sýna land­inu áður óþekktan áhuga. Það kemur okkur því ekki á óvart að þessir fjár­fest­ar, sem hafa komið að bank­anum með óbeinum hætti í nokkur ár, kjósi nú að ger­ast hlut­hafar í Arion banka með beinum hætt­i.“

„Þeir þekkja bank­ann vel, hafa fylgst með okkar árangri og þeirri jákvæðu þróun sem hefur átt sér stað í íslensku efna­hags­lífi. Þeir sýna það nú að þeir trúa því að fram­tíð bank­ans sé björt. Að nýir aðil­ar, alþjóð­legir fjár­fest­ar, komi inn í hlut­hafa­hóp­inn markar upp­haf nýrra tíma. Í skoðun er að skrá félagið á markað og gangi það eftir mun eign­ar­hald dreifast enn frekar,“ er haft eftir Hös­k­uldi.

Taconic Capi­tal er alþjóð­legt fyr­ir­tæki í sér­hæfðri sjóða­stýr­ingu sem var stofnað árið 1999 með eignir að virði 6 millj­arða doll­ara í stýr­ingu. Höf­uð­stöðvar þess eru í New York og skrif­stofur í London og Hong Kong. Taconic Capi­tal ann­ast stýr­ingu fjár­fest­inga­sjóða sem eru með selj­an­leika í sam­ræmi við fjár­fest­ing­una í Arion banka. Fjár­festar eru einkum stofn­ana­fjár­fest­ar, líf­eyr­is­sjóð­ir, styrkt­ar­sjóðir og fjár­sterkir ein­stak­ling­ar.

Attestor Capi­tal er fyr­ir­tæki í sér­hæfðri sjóða­stýr­ingu í Bret­landi sem starfar sam­kvæmt reglum og með leyfi fjár­mála­eft­ir­lits­ins þar í landi. Attestor Capi­tal sér um fjár­fest­ingar fyrir Trinity Invest­ments Designated Act­i­vity Company. Fjár­festar eru einkum styrkt­ar­sjóðir og fjár­sterkir ein­stak­ling­ar.

Attestor Capi­tal er lang­tíma­fjár­festir sem fjár­festir í félögum og eignum á ýmsum sviðum og í mörgum lönd­um. Af fyrri við­skiptum má nefna kaup á stórum eign­ar­hlut í fjár­mála­stofn­unum í Evr­ópu, þar á meðal á ráð­andi hlut í lána­stofnun í Aust­ur­ríki (eftir sam­þykki eig­enda­skipta af Seðla­banka Evr­ópu) og fjár­fest­ingu í fyr­ir­tæki í hús­næð­is­lána­starf­semi á Írlandi.

Och-Ziff Capi­tal Mana­gement Group er eitt af stærstu fyr­ir­tækjum heims á sviði sér­hæfðrar eigna­stýr­ingar og er virði eigna í stýr­ingu þess um 34 millj­arðar doll­ara. Aðal­stöðvar Och-Ziff eru í New York en fyr­ir­tækið er einnig með skrif­stofur í London, Hong Kong, Mumbai, Beijing, Shang­hai og Hou­ston. Meðal fjár­festa Och-Ziff eru líf­eyr­is­sjóð­ir, sjóða­sjóð­ir, stofn­anir og styrkt­ar­sjóð­ir, fyr­ir­tæki og aðrar stofn­an­ir, einka­bankar og fjár­sterkir ein­stak­ling­ar.

Gold­man Sachs veitir víð­tæka fjár­mála­þjón­ustu til við­skipta­vina um allan heim. Félagið var stofnað 1869 og hjá því starfa nú 34 þús­und starfs­menn í rúm­lega 80 starfs­stöðvum víða um heim. Gold­man Sachs fjár­festir í Arion banka gegnum dótt­ur­fé­lag sitt ELQ Investors II Ltd.

Meira úr sama flokkiInnlent
None