#efnahagsmál#viðskipti

Fjórir erlendir fjárfestar búnir að kaupa stóran hlut í Arion banka

Þrjú erlend sjóðsstýringarfyrirtæki og Goldman Sachs eru búin að kaupa 29,18 prósent hlut í Arion banka í lokuðu útboði.

Þrjú erlend sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki og Gold­mans Sachs International hafa keypt 29,18 pró­sent hlut í Arion banka í lok­uðu útboði. Alls greiða þeir 48,8 millj­arða króna fyrir hlut­inn. Fjár­fest­arnir fá einnig kaup­rétt á 21,9 pró­sent hlut til við­bótar á verði sem er hærra en það sem þeir greiddu í útboð­inu. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Arion banka.

Þar með er ljóst, að minnsta kosti í bili, að stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru ekki að kaupa hlut í Arion banka, en þeir hafa verið í við­ræðum um slíkt und­an­farnar vik­ur. Sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækin sem kaupa stærstan hluta þess sem selt var eru öll á meðal stærstu hlut­hafa Kaup­þings, félags utan um eignir kröfu­hafa sam­nefnds banka. Því eru þeir að kaupa eign sem þeir áttu hlut í nú þegar með óbeinum hætt­i. 

Sölu­and­virðið verður allt nýtt til að greiða inná 84 millj­arða króna skulda­bréf rík­is­sjóðs sem var hluti af stöð­ug­leika­fram­lagi Kaup­þings sem sam­þykkt var við nauða­samn­inga félags­ins. Hinir nýju eig­endur hafa, sam­kvæmt til­kynn­ingu, allir  stað­fest gagn­vart Kaup­þingi að raun­veru­legir eig­endur fjár­muna sem fjár­festir eru í Arion banka eru allir erlendir aðilar sam­kvæmt skil­grein­ingu laga um gjald­eyr­is­mál. 

Kaup­þing naut ráð­gjafar Morgan Stan­ley, White & Case og LOGOS í við­skipt­un­um. Fjár­festar nutu ráð­gjafar Linkla­ters LLP og Fjeld­sted & Blön­dal.

Tveir stærstu hlut­hafar Kaup­þings á meðal kaup­enda

Eftir kaupin er Kaup­skil, félag í eigu Kaup­þings, enn stærsti eig­andi Arion banka með 57,9 pró­sent hlut. Íslenska ríkið á 13 pró­sent en sjóð­irnir Attestor Capi­tal LLP (í gegnum Trinity Invesment Designated Aciti­vity Company) og Taconic Capi­tal Advis­ors UK LLP (í gegnum TCA New Sidecar III s.a.r.l.) eiga nú 9,99 pró­sent hlut hvor. Þá mun Sculptor Invest­ments s.a.r.l. (fé­lag tengt Och-Ziff Capi­tal Mana­gement Group) eiga 6,6 pró­sent hlut og Gold­man Sachs International 2,6 pró­sent hlut (í gegnum ELQ Investors II Ltd.).

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Paul Cop­ley, for­stjóra Kaup­þings, að félagið fagni söl­unni. Hún sé lið­ur í áfram­hald­andi við­leitni þess að inn­leysa eigna­safn þeirra og greiða fjár­muni til hlut­hafa Kaup­þings.

Með þessum við­skipt­um, sem eru stærstu ein­stöku hluta­bréfa­kaup erlendra aðila í sögu Íslands, strax í kjöl­far aflétt­ingar fjár­magns­haft­anna, höfum við tryggt aðkomu alþjóð­legra fjár­festa að Arion banka sem hafa milli­langa til langa sýn á fjár­fest­ingu sína. Allir eru þeir fjár­festar í Kaup­þingi og hafa ákveðið að end­ur­fjár­festa á Íslandi í stað þess að fara með fé sitt úr landi, sem er sterkt merki um trú þeirra á Íslandi og þá ekki síður á Arion banka.“

„Taconic Capi­tal og Och-Ziff eru tveir stærstu hlut­hafar Kaup­þings og hafa í mörg ár tengst Íslandi með fjöl­breyttum fjár­fest­ing­um. Á sama hátt er Attestor Capi­tal stór hlut­hafi okkar og hefur á liðnum árum fjár­fest í mörgum fjár­mála­stofn­unum í Evr­ópu og á meðal ann­ars ráð­andi hlut í lána­stofnun í Aust­ur­ríki. Þátt­taka þekkts fyr­ir­tækis á borð Gold­man Sachs segir sína sög­u.“

„Ég hlakka til að vinna með þessum félögum þegar við höldum áfram að selja hlut okkar í Arion banka, lík­lega í gegnum almennt hluta­fjár­út­boð þar sem við von­umst til að geta boðið ein­stak­lingum og félögum inn­an­lands færi á að fjár­festa í bank­an­um,“ er haft eftir Copley í til­kynn­ing­unni.

Hafa hitt fjölda erlendra fjár­festa

Hösk­uldur Ólafs­son, banka­stjóri Arion banka, segir að bank­inn hafi lengi verið þeirrar skoð­unar að það væri jákvætt fyrir hann að fá erlenda aðila inn í hlut­hafa­hóp­inn.

„Við höfum á und­an­förnum árum hitt mik­inn fjölda erlendra fjár­festa og skynjað áhuga þeirra á Íslandi og bank­an­um. Við verðum líka vör við þennan áhuga á fleiri sviðum hér á landi eins og í ferða­þjón­ustu og smá­sölu þar sem sterk alþjóð­leg vöru­merki sýna land­inu áður óþekktan áhuga. Það kemur okkur því ekki á óvart að þessir fjár­fest­ar, sem hafa komið að bank­anum með óbeinum hætti í nokkur ár, kjósi nú að ger­ast hlut­hafar í Arion banka með beinum hætt­i.“

„Þeir þekkja bank­ann vel, hafa fylgst með okkar árangri og þeirri jákvæðu þróun sem hefur átt sér stað í íslensku efna­hags­lífi. Þeir sýna það nú að þeir trúa því að fram­tíð bank­ans sé björt. Að nýir aðil­ar, alþjóð­legir fjár­fest­ar, komi inn í hlut­hafa­hóp­inn markar upp­haf nýrra tíma. Í skoðun er að skrá félagið á markað og gangi það eftir mun eign­ar­hald dreifast enn frekar,“ er haft eftir Hös­k­uldi.

Taconic Capi­tal er alþjóð­legt fyr­ir­tæki í sér­hæfðri sjóða­stýr­ingu sem var stofnað árið 1999 með eignir að virði 6 millj­arða doll­ara í stýr­ingu. Höf­uð­stöðvar þess eru í New York og skrif­stofur í London og Hong Kong. Taconic Capi­tal ann­ast stýr­ingu fjár­fest­inga­sjóða sem eru með selj­an­leika í sam­ræmi við fjár­fest­ing­una í Arion banka. Fjár­festar eru einkum stofn­ana­fjár­fest­ar, líf­eyr­is­sjóð­ir, styrkt­ar­sjóðir og fjár­sterkir ein­stak­ling­ar.

Attestor Capi­tal er fyr­ir­tæki í sér­hæfðri sjóða­stýr­ingu í Bret­landi sem starfar sam­kvæmt reglum og með leyfi fjár­mála­eft­ir­lits­ins þar í landi. Attestor Capi­tal sér um fjár­fest­ingar fyrir Trinity Invest­ments Designated Act­i­vity Company. Fjár­festar eru einkum styrkt­ar­sjóðir og fjár­sterkir ein­stak­ling­ar.

Attestor Capi­tal er lang­tíma­fjár­festir sem fjár­festir í félögum og eignum á ýmsum sviðum og í mörgum lönd­um. Af fyrri við­skiptum má nefna kaup á stórum eign­ar­hlut í fjár­mála­stofn­unum í Evr­ópu, þar á meðal á ráð­andi hlut í lána­stofnun í Aust­ur­ríki (eftir sam­þykki eig­enda­skipta af Seðla­banka Evr­ópu) og fjár­fest­ingu í fyr­ir­tæki í hús­næð­is­lána­starf­semi á Írlandi.

Och-Ziff Capi­tal Mana­gement Group er eitt af stærstu fyr­ir­tækjum heims á sviði sér­hæfðrar eigna­stýr­ingar og er virði eigna í stýr­ingu þess um 34 millj­arðar doll­ara. Aðal­stöðvar Och-Ziff eru í New York en fyr­ir­tækið er einnig með skrif­stofur í London, Hong Kong, Mumbai, Beijing, Shang­hai og Hou­ston. Meðal fjár­festa Och-Ziff eru líf­eyr­is­sjóð­ir, sjóða­sjóð­ir, stofn­anir og styrkt­ar­sjóð­ir, fyr­ir­tæki og aðrar stofn­an­ir, einka­bankar og fjár­sterkir ein­stak­ling­ar.

Gold­man Sachs veitir víð­tæka fjár­mála­þjón­ustu til við­skipta­vina um allan heim. Félagið var stofnað 1869 og hjá því starfa nú 34 þús­und starfs­menn í rúm­lega 80 starfs­stöðvum víða um heim. Gold­man Sachs fjár­festir í Arion banka gegnum dótt­ur­fé­lag sitt ELQ Investors II Ltd.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
„Meiri tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins en ég átti von á“
Benedikt Jóhannesson hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra í fimm mánuði. Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi ekki lokað á markaðsleið í sjávarútvegi í stjórnarmyndunarviðræðum og að krónan sé alvarlegasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
24. júní 2017
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
43 þúsund tonn af mat fara í ruslið frá IKEA
IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.
24. júní 2017
Fréttastofan Bloomberg segir hugsanlegt að FL Group hafi verið styrkt af rússneskum óligörkum.
Ráðleggur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka FL Group
Í nýrri grein sem birtist á Bloomberg- fréttasíðunni var sagt frá því að grunur leiki á um að FL group hafi verið milliliður í fjártengslum Donald Trump við rússneska auðjöfra.
23. júní 2017
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Ekki búist við endalokum reiðufjár
Hugmyndir fjármálaráðuneytisins um minnkun seðla í umferð og rafvæðingu gjaldeyris hafa áður komið fram á Indlandi og í Svíþjóð. Ekki er hins vegar búist við því að endalok reiðufjár muni líta dagsins ljós á Íslandi á næstunni.
23. júní 2017
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Meira úr sama flokkiInnlent
None