Tvær þjóðir

Jón Baldvin Hannibalsson segir það vera víðs fjarri að Ísland rísi undir nafni sem norrænt velferðarríki. Nær væri að líkja ríkinu við skrípamynd af amerískum kapítalisma.

Auglýsing

Það er bull­andi upp­gangur í atvinnu­líf­inu: Meira en 7% hag­vöxt­ur, gjald­eyr­is­vara­sjóð­ur­inn stút­full­ur, lítið sem ekk­ert atvinnu­leysi – reyndar vöntun á vinnu­afli, sem þús­undir inn­flytj­enda redda. Hinir ríku eru að verða æ rík­ari. Tutt­ugu þús­und fjöl­skyldur eiga meira en tvo þriðju af öllum eign­um. Bank­arnir græða á tá og fingri.

Á sama tíma er áleitin umræða um fátækt á Íslandi. Lág­launa­fólk lifir ekki af launum sín­um. Sex þús­und börn búa við fátækt á degi hverj­um. Líf­eyr­is­þegar og öryrkjar kvarta sáran undan kjörum sín­um. Ungu kyn­slóð­inni hefur því sem næst verið úthýst. Það skort­ir ­í­búð­ar­hús­næð­i við hæfi. Fast­eigna­verðið rýkur upp í rjáf­ur. Fæstir hinna ungu eiga fyrir útborg­un. Leigu­okrið læsir unga fólkið inni í fátækt­ar­gildru. Hin sér­ís­lenska verð­trygg­ing léttir allri áhættu af ófyr­ir­séðum áföllum af fjár­magns­eig­end­um, en gerir hina skuldugu á sama tíma að skulda­þræl­um.

Tvær þjóðir

Það eru tvær þjóðir í land­inu. Póli­tíkin snýst bara um óbreytt ástand. Er það kannski bara lognið á undan storm­in­um? Hvert er að leita eftir lausnum? Ég verð æ sann­færð­ari um, að við eigum að leita fyr­ir­mynda í reynslu frænd­þjóða okkar á Norð­ur­lönd­um. Nor­ræna mód­elið nýtur nú almennt við­ur­kenn­ingar um víða ver­öld ­sem fyr­ir­mynd­ar­þjóð­fé­lag. Lærum af því.

Auglýsing

„Þetta snýst allt um vald, kján­inn þinn“. Það fer ekki á milli mála, að vald eig­enda fjár­magns og fyr­ir­tækja er ráð­andi afl í kap­ít­al­ísku hag­kerfi. Ákvörð­un­ar­valdið um fjár­fest­ingar og fram­kvæmdir er að stærstum hluta í höndum fámenns hóps fjár­magns­eig­enda. Valdið á vinnu­mark­aðnum til að ráða og reka er í höndum þeirra. Ef stétt­ar­fé­lög eru veik­burða eða jafn­vel ekki til stað­ar, fær vinn­andi fólk litlu sem engu ráðið um þessar ákvarð­an­ir.

Þetta ofur­vald fjár­magns­eig­enda hefur á sein­ustu ára­tugum nýfrjáls­hyggj­unnar vaxið raun­hag­kerf­inu – og þar með flestum þjóð­ríkjum – yfir höf­uð. Fjár­magns­eig­endur gera út stjórn­mála­flokka til þess að gæta hags­muna sinna innan þjóð­ríkja og í heims­hag­kerf­inu. Í örrík­inu íslenska sér Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn um þessa hags­muna­gæslu. Eftir hrun SÍS hefur póli­tískt eign­ar­halds­fé­lag um arf­leifð SÍS beitt Fram­sókn­ar­flokknum í sama skyni, í sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. 

Ef þetta sam­þjapp­aða fjár­hags­vald nær póli­tíska vald­inu undir sig lík­a,  er lýð­ræðið sjálft í hættu. Hættan er sú, að lýð­ræðið breyt­ist í auð­ræði. Þetta er að ger­ast fyrir aug­unum á okk­ur, t.d. í Banda­ríkj­um Trumps  og Rúss­landi Pútíns. Sömu sól­ar­merkin sjást nú þegar á Íslandi Eng­eyj­a­rætt­ar­inn­ar. 

Nor­ræna mód­elið

Hvað er svona merki­legt við nor­ræna mód­el­ið? Það er þetta: Hægri flokkar (hags­muna­gæslu­að­ilar sér­hags­muna) hafa lengst af verið þar í minni­hluta; þeir hafa ekki náð að sölsa póli­tíska valdið undir sig líka. Hinn póli­tíski armur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar – jafn­að­ar­manna­flokk­arnir – hefur verið í meiri­hluta ára­tugum saman á mót­un­ar­árum hins nor­ræna vel­ferð­ar­rík­is. Þótt hægri flokkar hafi stöku sinnum kom­ist til valda skamma hríð, hafa þeir ekki haft bol­magn né stuðn­ing almenn­ings til að hrófla við grund­vall­ar­þáttum kerf­is­ins. 

Þetta er ein­stakt í ver­öld­inni. Þetta skýrir grund­vall­ar­mun­inn, sem er á nor­ræna mód­el­inu ann­ars vegar og hinu bland­aða hag­kerfi einka­rekstrar og opin­berrar þjón­ustu víð­ast hvar ann­ars stað­ar- þar með talið á Íslandi. Sú stað­reynd, að jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn íslenski náði því aldrei að verða ráð­andi fjölda­flokk­ur, í nánu sam­starfi við laun­þega­hreyf­ing­una, skýrir það líka, hvers vegna Ísland er ekki nor­rænt vel­ferð­ar­ríki, þrátt fyrir við­leitni okkar til að stefna í þá átt. 

Mann­rétt­indi – en ekki ölm­usur: Það sem ein­kennir nor­ræna vel­ferð­ar­ríkið umfram önnur í þessum sam­an­burði er, að réttur almenn­ings til opin­berrar þjón­ustu er skil­greindur á grund­velli mann­rétt­inda. Víð­ast hvar ann­ars staðar er fremur um að ræða ölm­usur handa þurfaling­um.  Á þessu tvennu er reg­in­mun­ur. Ég er að tala um sjúkra­trygg­ingar og heil­brigð­is­þjón­ustu, aðgengi að skól­um, barna­bæt­ur, elli­líf­eyri o.sfrv. Íslend­ingar þekkja þetta orðið vel af eigin reynslu.

 Tökum dæmi:  Árið 1936 tókst jafn­að­ar­mönn­um, eftir langa bar­áttu, að leggja grunn að almanna­trygg­ing­um. Með þess­ari lög­gjöf var lagður grund­völlur að vel­ferð­ar­ríki á Íslandi. Upp­haf­lega hug­myndin var, að allir Íslend­ing­ar, án til­lits til efna­hags og þjóð­fé­lags­stöðu, skyldu njóta elli­líf­eyris að lok­inni starfsævi. Það var hugsað sem almenn mann­rétt­indi. Í fram­kvæmd hefur þetta aldrei tek­ist eins og upp­haf­lega var til ætl­ast. Æ ofan í æ hefur elli­líf­eyr­ir­inn verið skertur með vísan til ann­arra tekna. Í stað mann­rétt­inda erum við því að tala um ölm­usur handa þurfaling­um.

Skrípa­mynd

 Þegar skerð­ingar af þessu tagi eru rétt­lættar með vísan til greiðslna úr líf­eyr­is­sjóð­um, sem öllum er skylt að eiga aðild að, og er eign­ar­rétt­ar­var­inn skyldu­sparn­aður við­kom­andi, er kerfið farið að láta stjórn­ast af geð­þótta­á­kvörð­un­um. Dæmin um ölm­us­ur, sem eru skil­yrtar því, að við­tak­andi sanni fátækt sína, eru allt of mörg í íslenska kerf­inu. Þetta er ævin­lega gert í sparn­að­ar­skyni. Þar með hefur Trygg­ing­ar­stofnun rík­is­ins verið breytt í rukk­un­ar­stofnun rík­is­ins. Og þar með getur Ísland með engu móti státað af því að vera nor­rænt vel­ferð­ar­ríki. Eftir Hrun höfum við verið að fjar­lægj­ast það æ meir.

Þegar þar við bæt­ist, að arð­ur­inn af auð­lindum þjóð­ar­innar rennur til fámenns hóps einka­leyf­is­hafa á veiði­heim­ild­um, í skjóli póli­tísks valds – en ekki til almanna­þarfa; að verð­trygg­ing­ar­krónan ásamt okur vöxtum gerir stóran hluta þjóð­ar­innar að skulda­þræl­um; og skatt­byrðin leggst með mestum þunga á milli­stétt­ina, á sama tíma og rík­is­valdið lætur óátalið, að við­skipta­el­ítan flýi með fé sitt í skatta­skjól og ávaxti það í útlöndum – þá skilst bet­ur, hversu víðs fjarri það er, að Ísland rísi undir nafni sem nor­rænt vel­ferð­ar­ríki. Nær væri að líkja þessu við skrípa­mynd af amer­ískum kap­ít­al­isma.

Hvað þarf að gera til að breyta þessu, er svo efni í aðra grein.

Höf­urndur var for­maður Alþýðu­flokks­ins 1984-96.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None