Aprílgabb ríkisstjórnarinnar

Logi Einarsson vill byggja um samfélag á þremur stoðum; stöðugri efnahagsstjórn, þríhliða vinnumarkaðsmódeli og öflugu velferðarkerfi sem tryggir félagslegan stöðugleika. Hann segir ríkisstjórnina ekki hafa næga framsýni til að stefna þangað.

Auglýsing

Fyrir kosn­ingar hróp­aði almenn­ingur á upp­bygg­ingu heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­kerf­is­ins, mennta­stofn­ana, sam­göngu­mann­virkja og ann­arra inn­viða. Raunar af því­líkum krafti að allir flokkar lof­uðu að ráð­ast í þær, næðu þeir kjöri. Það var í raun ósköp eðli­legt, því á síð­ustu árum, jafn­vel eftir að létt­ast fór fyrir fæti í efna­hags­líf­inu hafa inn­við­irnir haldið áfram að drabb­ast nið­ur. Kallað var eft­ir á­formum um að mæta vanda ungs fólks sem ekki á hús­næði og leigj­enda. Það herðir stöðugt fastar að þessu fólki i fá­tækt­ar­gildru leigu­mark­að­ar­ins.

10 októ­ber síð­ast­liðin var sam­þykkt metn­að­ar­full en þörf sam­göngu­á­ætlun sem var svo skotin á kaf af starfs­stjórn Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks sem fann engar leiðir til að fjár­magna hana. Þá stefnu gleyptu rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir Björt fram­tíð og Við­reisn hráa til að geta hreiðrað um sig í nokkrum ráðu­neyt­u­m. 

Við birt­ingu stjórn­ar­sátt­mál­ans kom svo í ljós að það átti að hlaupa á frá stóru orð­unum sem féllu í kosn­inga­bar­átt­unni, því engin til­raun var gerð til að afla tekna hjá þeim sem aflögu­færir voru. Milli­tekju­þrepið var fellt niður og aðra tekju­stofna á ekki nota, s.s. hátekju­skatt, auð­legð­ar­skatt, stig­vax­andi fjár­magnstekju­skatt og aukin auð­linda­gjöld af sjáv­ar­út­vegi og raf­orku .

Auglýsing

Ef það á að takast að end­ur­reisa heil­brigð­is­kerf­ið, gera háskól­ana sam­keppn­is­hæfa við sam­an­burð­ar­skóla í nágranna­lönd­un­um, leggja grunn að félags­legum lausnum á hús­næð­is­mark­aði og bæta kjör aldr­aðra og öryrkja verður að auka tekj­ur. Það eina sem okkur vantar eru stjórn­völd sem sýna hug­rekki og kjark.

Fjár­mála­stefnan

Nú á næst­unni fer fram atkvæða­greiðsla á þingi um eitt mik­il­væg­asta þing­mál kjör­tíma­bils­ins, fjár­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Tvennt vekur einkum athygli við hana.  

Ann­ars vegar úti­lokar hún að flokk­arnir geti staðið við lof­orð sín frá því fyrir kosn­ingar og hins vegar teikna minni flokk­arnir tveir sig upp sem ósköp venju­legir hægri flokk­ar. 80 dagar liðnir og gríman hefur ekki aðeins verið felld, heldur hent í ruslagám­inn. Það er út af fyrir sig heið­ar­legt að gang­ast loks við sinni póli­tík en það verður fróð­legt að fylgj­ast með því hvort þeir gramsa í gámnum aftur eftir þrjú ár, freista þess að ná henni upp og end­ur­taka leik­inn.

Þessi svik birt­ast fólki skýrt þegar fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar verður birt en rammi hennar er snið­inn að fjár­mála­stefn­unni og þar kemur í ljós hverjar fjár­veit­ingar verða í ein­staka mála­flokka. Fjár­mála­á­ætl­un­ina á að birta fyr­ir 1.apríl. Þá verður hul­unni end­an­lega svipt af apr­ílgabb­inu. Það átti aldrei að standa við kosn­inga­lof­orð­in.

Þó að fjár­mála­stefnan sé almennt orðað skjal með mis­mun­andi mark­miðum birt­ist skýrt í henn­i hvers konar sam­fé­lag rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir ætla að byggja á næstu árum: Öllu má fórna svo ekki þurfa að ráð­ast í frek­ari skatt­heimtu.

Fjár­mála­stefnan ætti að vera þannig úr garði gerð að hún rúmi ann­ars vegar þær nauð­syn­legu upp­bygg­ingu sem brýnt er að ráð­ast í og hins vegar ætti hún að ver­a nægi­lega sveigj­an­leg til að gera stjórn­völdum kleift að bregð­ast við breyt­ingum sem kunna að verða í þjóð­ar­bú­skapn­um. Reynslan hefur nefni­lega kennt okkur Íslend­ingum að eftir feit ár koma önnur mög­ur; þessar sveiflur hafa gjarnan verið á sjö til átta ára frest­i. 

Fjár­mála­stefnan gerir hvor­ugt.

Það kemur einna skýr­ast fram í útgjalda­regl­unni.

Útgjalda­reglan

Hún felur í sér að rík­is­út­gjöld mega ekki vera meira en til­tekið hlut­fall af lands­fram­leiðslu. Hlut­fall rík­is­út­gjalda fyrir árið 2017 er áætlað 41% af lands­fram­leiðslu. Við vitum úr fjár­laga­vinn­unni fyrir árið 2017 að útgjöld þurfa að aukast. Hvað ákveður hægri rík­is­stjórnin að gera? Sam­þykkir að útgjöld mega aðeins aukast um 0,5% af lands­fram­leiðslu umfram það sem spár gera ráð fyr­ir, og þau verði ekki umfram 41,5% af lands­fram­leiðslu á tíma­bil­in­u. 

Það er mjög óskyn­sam­legt nú þegar vel gengur að styrkja ekki inn­við­ina eftir mögur ár. Svo er það bein­línis hættu­legt að festa útgjalda­reglu í fjár­mála­stefnu þannig að nið­ur­skurð­ar­hníf­ur­inn verði að fara á loft ef lands­fram­leiðsla dregst sam­an. 

Ekk­ert gert með athuga­semdir fjár­mála­ráðs

Það veldur óneit­an­lega óhug að ekk­ert er gert með alvar­legar aðfinnslur fjár­mála­ráðs. Það er þó skipað af fjár­mála­ráð­herra, í þessu til­felli núver­andi for­sæt­is­ráð­herra; skip­stjór­anum á skút­unni. Fjár­mála­ráðið á að meta hvort stefnan sé í sam­ræmi við mik­il­væg mark­mið nýrra laga um opin­ber fjár­mál sem for­sæt­is­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins lagði þunga áherslu á að næðu í gegn. En um ráðið segir á heima­síðu fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins: „Ráðið er sjálf­stætt og er því ætlað að leggja mat á hvort fjár­mála­stefna og fjár­mála­á­ætl­un, sem rík­is­stjórn leggur fyrir Alþingi, fylgi þeim grunn­gildum sem lögin segja að stefnu­mörkun í opin­berum fjár­málum skuli byggð á, en þau eru sjálf­bærni, var­færni, stöð­ug­leiki, festa og gagn­sæ­i.“

Það er skemmst frá því að þessi örygg­is­vent­ill rík­is­stjórn­ar­inn­ar, fjár­mála­ráð­ið, setur sér­stak­lega út á að áður­nefnd útgjalda­regla taki ekki mið af hag­sveiflu­leið­rétt­ingu. Væri það gert er ljóst að áætl­aður afgangur af opin­berum fjár­málum ætti að vera meiri nú þegar vel árar en raun ber vitni. Af umsögn ráðs­ins er ljóst að afla þarf auk­inna tekna núna og auka svig­rúm fyrir rík­is­út­gjöld ef þrengir að. Ann­ars verður vel­ferð­ar­kerfið fórn­ar­lamb nið­ur­skurðar þegar um hægist og stjórn­völd lenda í spenni­treyju fjár­mála­stefn­unn­ar.

Stöðvum þessa vit­leysu

Þetta er með öllu óásætt­an­legt og því leggur Sam­fylk­ingin það til að útgjalda­reglan verði felld brott úr stefn­unni þannig að stjórn­völd geti sett sér útgjalda­mark­mið á hverju ári þegar fjár­mála­á­ætlun er sam­þykkt.

Fjár­mála­stefnan er gríð­ar­lega mik­il­vægt plagg; þetta er stefna rík­is­stjórn­ar­innar út kjör­tíma­bilið og fjár­lög verða að tak mið af henn­i. Ekki er heim­ilt að víkja frá henni nema stór­kost­legar ham­farir ríða yfir sam­fé­lagið eða þjóð­ar­bú­ið. Þess vegna verða þing­menn stjórn­ar­meiri­hlut­ans að vakna og stöðva þessa vit­leysu rík­is­stjórn­ar­inn­ar!

Nor­ræna mód­elið

Að mati Sam­fylk­ing­ar­innar er þörf á meiri fjár­fest­ingu í heil­brigð­is- og mennta­kerf­inu og sér­stak­lega þarf að huga að því að bæta kjör barna­fjöl­skyldna, leigj­enda, fyrstu kaup­enda hús­næð­is, aldr­aða og öryrkja. Allt of margir í þessum hópum búa við kröpp kjör og fátækt. Líf­eyrir og laun þess­ara hópa eru að hækka minna en hús­næð­is­kostn­aður og það eykur á vand­ann. 

Auð­velt er að fjár­magna þessi brýnu verk­efni með því að auka tekjur rík­is­ins af auð­lindum þjóð­ar­innar og styrkja jöfn­un­ar­hlut­verk skatt­kerf­is­ins. 

Far­sæl þróun sam­fé­lags­ins bygg­ist á efna­hags­leg­um ­stöð­ug­leika. Rétt eins og félags­legum stöð­ug­leika sem er und­ir­staða þess að hér þró­ist frið­sælt og rétt­látt sam­fé­lag. Því miður hjó síð­asta rík­is­stjórn í þann stöð­ug­leika með því að veikja tekju­stofna, lækka vaxta- og barna­bætur og bregð­ast ekki við þeim fyr­ir­sjá­an­lega vanda sem var að skap­ast á hús­næð­is­mark­aðn­um. Ný rík­is­stjórn virð­ist ætla að festa þennan óstöð­ug­leika í sessi. 

Ísland er í sókn­ar­færum til að gera bet­ur, nýta ein­stakt árferði sem er til­komið vegna vel heppn­aðrar úrvinnslu í efna­hags­málum í kjöl­far hruns­ins, mak­ríl­göngu og stór­auk­inna heim­sókna ferða­manna . Við erum að upp­lifa mesta hag­vöxt hins vest­ræna heims­hluta. Honum verður að skipta jafnt. Ann­ars verður engin sátt.

Saman getum við byggt upp til fram­tíð­ar, frið­sælt og kraft­mikið sam­fé­lag sem væri eft­ir­sókn­ar­vert fyrir fram­tíð­ar­kyn­slóðir að búa í. Skyn­sam­legt væri að byggja það upp á hinu nor­ræna mód­eli sem kannski er það besta sem ver­ald­ar­sagan hefur séð.

Það byggir á þremur stoð­um; stöðugri efna­hags­stjórn, þrí­hliða vinnu­mark­aðs­mód­eli laun­þega, atvinnu­rek­enda og rík­is­ins og öfl­ugu vel­ferð­ar­kerfi sem tryggir félags­legan stöð­ug­leika. Því miður hafa rík­is­stjórnin ekki næga fram­sýni til að stefna þang­að.

Höf­undur er for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None