Allir þurfa súrefni til að lifa

Elfa Dröfn Ingólfsdóttir, sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun lungnasjúklinga, skrifar um mikilvægi þess að sjúklingar sem glíma við súrefnisskort fái bestu mögulegu meðferð og búnað sem völ er á hverjum tíma.

Auglýsing

Í and­rúms­loft­inu eru ýmsar loft­teg­undir og af þeim er súr­efni um 21%, sem dugar vel til að anna þörfum heil­brigðra. Aftur á móti búa yfir 500 manns á Íslandi við þann veru­leika að þurfa dag­lega við­bótar súr­efn­is­gjöf. 

Sjúk­lingar sem koma í lungna­end­ur­hæf­ingu á Reykja­lund fá mat á því hvort súr­efn­is­skortur er til stað­ar. Sumir þurfa súr­efni allan sól­ar­hring­inn en öðrum dugar að hafa við­bót­ar­súr­efni við áreynslu og/eða á næt­urn­ar. Við langvar­andi súr­efn­is­skort er hætta á versnun ann­arra sjúk­dóma, sem veldur auknu álagi fyrir sjúk­ling­inn og heil­brigð­is­kerf­ið. Ein­göngu er hægt að gefa súr­efni í formi lofts en þá þarf að nota bún­að/hjálp­ar­tæki sem annað hvort geymir súr­efnið sem loft­teg­und í kút (súr­efn­iskút) eða þjappar því jafn­óðum saman (súr­efn­is­sía) og gefur í hærri pró­sentu en er til staðar í and­rúms­loft­inu.

Allir sem  nota súr­efni á Reykja­lundi fá hóp- eða ein­stak­lings­fræðslu, þar sem þeim gefst kostur á að ræða um reynslu sína af því að nota við­bót­ar­súr­efni. Farið er yfir bjarg­ráð varð­andi súr­efn­is­notk­un­ina og reynt að styðja fólk í þeirri breyt­ingu sem óneit­an­lega fylg­ir. Oft kemur það fram í umræð­unni að bún­að­ur­inn/hjálp­ar­tækið sem fólk fær úthlutað veldur þeim erf­ið­leikum í dag­legu lífi, s.s. að fara út úr húsi, í félags­starf, ferða­lög og jafn­vel í vinnu. Súr­efn­iskútar eru þungir og not­and­inn þarf að gera áætl­anir um ferðir sínar og vita hve lengi kút­ur­inn end­ist. Súr­efn­is­gjöfin sjálf er þannig orðin hindrun við virkni í dag­legu líf­i. Óska­staða flestra er að fá búnað sem er létt­ur, end­ing­ar­góður og þægi­legt að ferð­ast með. Því miður er staðan ekki þannig hér á Íslandi því ekki er til nægj­an­legur fjöldi af ferða­súr­efn­iss­í­um. Mörgum finnst þeim vera mis­munað þegar þeir sjá að aðrir í sömu stöðu fá léttan bún­að, eða búnað sem þeir sjálfir óska sér.

Auglýsing

Stuðla þarf að auk­inni sam­vinnu heil­brigð­is­starfs­manna, þjón­ustu­að­ila og stjórn­valda og hafa þá í huga „lög um rétt­indi sjúk­linga“ (1997 nr. 74 28. maí). Mik­il­vægt er að meta þörf hvers og eins súr­efn­is­þega þannig að hægt verði að bjóða öllum þá bestu mögu­legu með­ferð og búnað sem völ er á hverjum tíma. Allir þurfa nefni­lega súr­efni til að lifa. Með góðri sam­vinnu um þetta mik­il­væga rétt­læt­is­mál má búast við virk­ari þátt­töku súr­efn­is­þega í dag­legu lífi, bæta lífs­á­nægju þeirra þrek og úthald. Þannig má bæta árum við líf sjúk­linga og lífi við árin og draga úr kostn­aði fyrir heil­brigð­is­kerfið því með við­eig­andi með­ferð má fækka veik­inda­dög­um, heim­sóknum á heilsu­gæslu og inn­lögnum á sjúkra­hús. 

Höf­undur er sér­fræð­ingur í end­ur­hæf­ing­ar­hjúkrun lungna­sjúk­linga og starfar á Reykja­lundi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None