Metnaðarfullt fæðingarorlofskerfi: hvenær og hvernig?

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, skrifar um fæðingarorlofskerfið.

Auglýsing

Hér var brautin rudd

Þótt vel­ferð­ar­kerfið íslenska hafi á mörgum sviðum aldrei náð sam­bæri­legum þroska og á hinum Norð­ur­lönd­un­um, einkum Skand­in­av­ísku lönd­un­um, og við oft­ast fremur elt þró­un­ina en rutt braut­ina, eru þó und­an­tekn­ingar þar á. Þar kemur fæð­ing­ar­or­lofið upp í hug­ann. Það var fram­sækin jafn­rétt­is­hugsun í því á sínum tíma þegar báðum for­eldrum var tryggður sjálf­stæður og ófram­selj­an­legur réttur til töku fæð­ing­ar­or­lofs. Á manna­máli þýddi þetta að rétt­indi og skyldur beggja for­eldra til að ann­ast um og njóta sam­vista við barnið voru lagðar til grund­vallar og köll­uð­ust á við rétt barns­ins til hins sama.

Með þessu móti voru feður kall­aðir til þátt­töku og dregnir inn í ábyrgð á umönnun ung­barna með kraft­miklum hætti og áhrifin létu ekki á sér standa. Auð­vitað skiptu við­horf hér einnig máli og vax­andi þungi umræðu um jafn­rétt­is­mál, en til sam­ans leiddi þetta til þess að feður hófu töku fæð­ing­ar­or­lofs í stór­auknum mæli. Þegar best lét tóku yfir 90% feðra fæð­ing­ar­or­lof og flestir nýttu sér til fulls a.m.k. sinn sjálf­stæða þriggja mán­aða rétt. Margir tóku einnig hluta af sam­eig­in­legum eða yfir­fær­an­legum rétti beggja for­eldra.

Hröð þróun fæð­ing­ar­or­lofs hér á árunum um og eftir alda­mótin vakti athygli á alþjóða­vísu og Ísland varð fyr­ir­mynd. Um jákvæð áhrif þess að jafna aðstöðumun kynj­anna á vinnu­mark­aði þarf ekki að deila, réttur barns­ins til sam­neytis við báða for­eldra raun­gerð­ist í ríkum mæli og rétt­indi og skyldur beggja for­eldra voru und­ir­strikuð eins og áður sagði.

En, það sem á vant­aði og vantar því miður enn, er að fæð­ing­ar­or­lof hér var aldrei lengt umfram níu mán­uði. Þar stóðum við og stöndum enn okkar helstu sam­an­burð­ar­löndum að baki, þar sem orlofs­rétt­ur­inn er eitt ár eða meira.

Auglýsing

Svo kom Hrunið

En svo kom eitt stykki efna­hags­hrun og grípa varð til víð­tækra og um margt sárs­auka­fullra ráð­staf­ana. Það þurfti jú að slökkva elda, bjarga úr rúst­unum og end­ur­heimta efna­hags­legt sjálf­stæði lands­ins en sam­tímis halda gang­virki sam­fé­lags­ins á hreyf­ingu eins og mögu­legt var. Óhjá­kvæmi­legt var að draga úr útgjöld­um, einnig ýmsum vel­ferð­ar­tengd­um, þó almennt væri þeim geira hlíft umfram allt ann­að. Hér undir fellur fæð­ing­ar­or­lof­ið. Grunn­gerð þess var var­in, þ.e. orlofið var áfram níu mán­uðir sem skipt­ust í þrjá mán­uði móð­ur, þrjá mán­uði föð­urs og þriggja mán­aða sam­eig­in­legan/milli­fær­an­legan rétt. Hámarks­greiðsla eða „þak“, sem áður hafði verið inn­leitt var hins vegar lækkað veru­lega til að draga úr kostn­að­i. 

Og þá færumst við nær núinu og því sem við blasir í dag. Rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna, sem hlaut þetta öfunds­verða hlut­skipti að taka til í rústum hruns­ins og koma Íslandi aftur á lapp­irn­ar, ber vissu­lega fulla ábyrgð á því að hámarks­greiðsl­urnar voru lækk­að­ar. En, í því til­viki eins og fleirum, var um hreina og tíma­bundna neyð­ar­ráð­stöfun að ræða. Þau fyr­ir­heit voru gefin að um leið og úr rætt­ist og betur áraði yrði skerð­ingum skilað til baka og gott betur en það. Þá yrði haldið áfram að bæta kerf­ið, les lengja rétt til fæð­ing­ar­or­lofs, uns það stæð­ist fylli­lega sam­an­burð við það sem best gerð­ist á nor­ræna/­evr­ópska vísu. Tíma­sett áætlun þar um var lög­fest undir lok kjör­tíma­bils­ins 2009-2013, enda Ísland þá þegar að kom­ast út úr mestu erf­ið­leik­un­um, rík­is­fjár­málin komin í jöfn­uð, hag­vöxtur á þriðja ári og horfur orðnar ágæt­ar.

Nýir herrar skera

En rétt fyrir mitt ár 2013 komu nýir menn, ungir og gal­vaskir, til for­ustu í rík­is­stjórn. Sem sagt þeir Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son og eitt þeirra fyrsta verk var að slá af fyr­ir­hug­aða og lög­festa endu­reisn og styrk­ingu fæð­ing­ar­or­lofs­kerf­is­ins. Og því miður létu þeir ekki þar við sitja því í fram­hald­inu var tekju­stofn fæð­ing­ar­or­lofs­sjóðs því sem næst helm­ing­að­ur. Hlut­deild sjóðs­ins af trygg­inga­gjalds­stofn­in­um, sem hafði verið 1,2%, var færð niður í núver­andi 0,65%. Mis­mun­inn hirti rík­is­sjóður því trygg­inga­gjald í heild var tæp­ast merkj­an­lega lækkað þrátt fyrir fallandi atvinnu­leysi. Þessi atlaga að fæð­ing­ar­or­lofs­kerf­inu var ekki síður alvar­leg en sú að fella lög um leng­ingu þess úr gildi. Hefði fæð­ing­ar­or­lofs­sjóður fengið að halda sinni hlut­deild af trygg­ing­ar­gjaldi að mestu eða öllu leyti væri hann full­fær um að mæta útgjöldum í dag bæði vegna hækk­unar hámarks­greiðslna, þaksins, og leng­ingar í eitt ár. Að sama skapi er staðan þannig nú vegna lækk­un­ar­innar að sjóð­ur­inn gengur á eigið fé eftir að þak­inu var lyft í 500 þús­und krónur korteri fyrir síð­ustu kosn­ing­ar.

Að sjálf­sögðu var mik­il­vægt að lyfta þak­inu og þó fyrr hefði ver­ið. Lækk­andi hlut­fall feðra sem tekur fæð­ing­ar­or­lof og sú stað­reynd að hækk­andi hlut­fall þeirra sem það þó gera full­nýta ekki sinn rétt eru sterk skila­boð í þá átt að greiðslu­þakið hafi verið of lágt. En þar með er ekki sagt að ein­blína eigi á þann þátt einan og ýta öllum áformum um leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs til hlið­ar. Annað þarf ekki og á ekki að vera á kostnað hins.

Aftur nýtt fólk við stýrið en áfram beygt til hægri

Og nú er enn komin ný áhöfn í Stjórn­ar­ráð­ið. Stefnan er að vísu meira og minna sú sama og síð­ast nema heldur hægri sinn­aðri. Ekki vant­aði fögur orð í aðdrag­anda kosn­inga sl. haust um vilja til að efla inn­viði og auka vel­ferð. Engu að síður reyn­ist metn­að­ur­inn ekki meiri en svo þegar kemur að því að bæta fæð­ing­ar­or­lofs­kerf­ið, sam­an­ber fjár­mála­á­ætlun til fimm ára, að ekki stendur meira til en að lyfta þak­inu úr 500 þús­und í 600 þús­und krónur í skrefum ein­hvern tím­ann á áætl­un­ar­tíma­bil­inu. Ekki orð um leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs þar að finna. Ekki orð um að taka skref til þess að brúa bil­ið, gjána, milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla. Spurn­ingin æpir á alla við­kom­andi. Hvenær ef ekki nú og á næstu miss­erum þegar svona vel árar á að taka hin metn­að­ar­fullu skref?

Áherslur Vinstri grænna

Að mati okkar Vinstri grænna er meira en tíma­bært að lög­festa metn­að­ar­fulla áætlun um þau skref sem stíga þarf til að ljúka upp­bygg­ingu fæð­ing­ar­or­lofs­kerfis í fremstu röð á Íslandi. Engan minni metnað eigum við að hafa í þessum efn­um. Eða hvenær á að gera það ef ekki nú? Við erum á sjö­unda ári sam­fellds hag­vaxt­ar, verð­mæta­sköp­un, lands­fram­leiðsla, er meiri en nokkru sinni fyrr en fæð­ing­ar­tíðni er á hraðri nið­ur­leið og við því þarf að bregð­ast.

Þrátt fyrir efna­hags­legan upp­gang helst Íslandi ekki nógu vel á ungu fólki og flutn­ings­jöfn­uð­ur­inn hvað það snertir er nei­kvæður ár eftir ár. Með öðrum orð­um, okkur tekst ekki nógu vel að skapa barn­vænt og fjöl­skyldu­vænt sam­fé­lag og þar á hin óbrú­aða gjá milli fæð­inga­or­lofs og inn­töku á leik­skóla örugg­lega sinn þátt. Þessa gjá viljum við Vinstri græn brúa og höfum reyndar fengið sam­þykkt á Alþingi að unnið skuli að því. Leng­ing fæð­ing­ar­or­lofs­ins er að sjálf­sögðu liður í þessu öllu sam­an.

Og auð­vitað þarf meira til en leng­ingu eina saman í eitt ár að minnsta kosti. Fæð­ing­ar­styrk til þeirra sem ekki njóta réttar í fæð­ing­ar­or­lofs­kerf­inu þarf að hækka veru­lega og tryggja að allir sem eign­ast börn njóti réttar annað hvort til fæð­ing­ar­or­lofs eða fæð­ing­ar­styrks. Þá er að mati und­ir­rit­aðs mik­il­væg­ara að tryggja nú að lág­marks­greiðsla fæð­ing­ar­or­lofs, gólf­ið, fylgi lægstu launum og fari í 300 þús­und krónur á næsta ári en að hækka þakið enn frek­ar. Fimm hund­ruð þús­und króna þak þýðir jú óskertar greiðslur þar til laun eru komin á sjö­unda hund­rað þús­und, sbr. 80% regl­una. Sam­hliða leng­ingu er einnig mik­il­vægt að auka sveigj­an­leika til töku þannig að hægt sé að geyma og taka út með hléum ein­hvern hluta fæð­ing­ar­or­lofs allt til þess að barn kemst á grunn­skóla­ald­ur. For­eldrar geti þannig geymt ein­hvern hluta fæð­ing­ar­or­lofs og nýtt viku eða vikur t.d. þegar barn er í aðlögun á leik­skóla og/eða að hefja grunn­skóla­göngu.

Þá þarf einnig að fara yfir hvort rýmka eigi í vel afmörk­uðum til­vikum heim­ildir til yfir­færslu alls fæð­ing­ar­or­lofs til ein­stæðra for­eldra þegar hinu for­eldr­inu er ekki til að dreifa í þeim skiln­ingi að aðstæður leyfi skipta töku. Hér þarf þó að stíga mjög var­lega til jarðar þannig að bit hins sjálf­stæða réttar beggja for­eldra í jafn­réttiskiln­ingi haldi sér.  

Frum­varp Vinstri grænna til­búið til afgreiðslu – notum færið

Nú vill svo vel til að í vel­ferð­ar­nefnd bíður full­bú­ið, og nán­ast fullrann­sakað til afgreiðslu, frum­varp okkar Vinstri grænna um leng­ingu fæð­ing­ar­lofs í eitt ár. Lögð er til sam­svar­andi hækkun á hlut­deild fæð­ing­ar­or­lofs­sjóðs í trygg­ing­ar­gjaldi, án þess að hækka trygg­ing­ar­gjald í heild, til að mæta útgjöld­un­um. Nú er eðli­legt og lýð­ræð­is­legt að reyni á hvar meiri­hluta­vilji Alþingis ligg­ur. Umsagnir um málið eru yfir­gnæf­andi jákvæðar og er ekki vilji allt sem þarf?

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna og situr í vel­ferð­ar­nefnd Alþing­is.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None