Ríkið þarf að tala við ferðaþjónustuna, ekki um hana

Pétur Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri hjá Reynihlíð hf. segir hægt að leysa ýmsan vanda í ferðaþjónustunni, en ekki nema með því að ræða við greinina í stað um hana.

Auglýsing

Rík­is­stjórnin leggur nú áherslu á að hækka gjöld á ferða­þjón­ust­una án sam­ráðs við grein­ina. Slíkt sam­ráðs­leysi virð­ist því miður vera orðin við­tekin venja fremur en und­an­tekn­ing þegar kemur að þess­ari stærstu útflutn­ings­grein lands­ins. Þó liggur fyrir fjöldi mála þar sem mikil þörf er á sam­starfi og sam­ráði, bæði um starfs­um­hverfi grein­ar­innar til fram­tíðar og úrlausn áskor­ana sem skyn­sam­legt væri að ríki og ferða­þjón­ustu­að­ilar kæmu sam­eig­in­lega að því að leysa. Þar er af mörgu að taka, og nefna má t.d. umhverfi bíla­leiga, skipu­lags­mál vegna upp­bygg­ingar gisti­staða, sam­göngu­mál á lands­byggð­inni og upp­bygg­ingu aðstöðu á fjöl­förnum ferða­manna­stöð­um. En önnur mál eru ekki í umræðu á hverjum degi en gætu þó hagn­ast mjög á slíku sam­ráði. 

Tæki­færi í íslenskri mat­væla­fram­leiðslu

Eitt þeirra mála er lamba­kjöts­fjall­ið. Ég er ákafur áhuga­maður um sauð­fjár­rækt, alinn upp við hana og vil veg hennar sem mest­an. En birgða­söfn­unin sem nú stendur yfir er ekki skyn­sam­leg. ­Sagt er að fjallið sé 6.300 tonn, 6,3 milljón kíló, Ef við gefum okkur að að helm­ing­ur­inn af magn­inu fari til mann­eldis eru það rúm 3.150.tonn. Hvert kíló dugar fyrir c.a. 6 manns svo það gerir 18.900.000 mál­tíð­ir. 

Auglýsing

Það eru margar mál­tíðir hjá lít­illi þjóð, en á hverjum degi eru mat­reiddar og snæddar um 500.000 mál­tíðir í land­inu, þar af fer helm­ing­ur­inn í maga erlendra ferða­manna. Í þessu ljósi eru þetta bara ekk­ert of miklar birgðir fram á haustið þegar kemur að næstu slátr­un, það eru um 4.000 mál­tíðir á dag. 

Það þarf að koma þessu kjöti í þann bún­ing að veit­inga­menn þessa lands vilji kaupa það og selja áfram til sinna við­skipta­vina.

Nú vilja ráð­gjafar bænda flytja út þetta kjöt og fá til þess stuðn­ing en ódýrasta leiðin til þess er að mat­reiða það ofan í gesti okk­ar. Þá dugir hins vegar ekki að skella á það 22,5% virð­is­auka­skatti að van­hugs­uðu máli. Slík hækkun hjálpar ekki við mark­aðs­setn­ingu á íslenskri mat­væla­fram­leiðslu til erlendra gesta heldur skemmir fyrir henni. Sam­ráð við þá sem raun­veru­lega vinna við að selja mál­tíð­irnar hefði leitt afleið­ing­arnar ber­lega í ljós.

Óþarf­lega strangt umhverfi tíma­bund­ins starfs­fólks

Annað mál sem nauð­syn­lega þarf að taka upp í sam­tali milli ferða­þjón­ust­unnar og rík­is­valds­ins eru félags- og líf­eyr­is­sjóðsið­gjöld starfs­manna. Það er í það minnsta umdeil­an­legt hvort nauð­syn­legt sé að spyrða 18 ára ung­linga strax við stétt­ar­fé­lög og líf­eyr­is­sjóði. Slíkt mætti sem best vera val­kvætt en ekki skylda fyrr en að loknu ein­hverju námi eða til dæmis við 25 ára ald­ur. Hættan er að slík iðgjöld safn­ist bara í hít­ina og þessu unga fólki veitir ekki af aur­un­um, sér­stak­lega í því umhverfi sem nú ríkir á leigu- og hús­næð­is­mark­að­i. 

Erlenda vinnu­aflið er svo kap­ít­uli útaf fyrir sig. Hér bunkast til lands­ins ein­stak­lingar sem flytja hingað lög­heim­ili sitt og fjölga íbúum hinna dreifðu byggða tíma­bund­ið. Þau borga líka öll full félags­gjöld í stétt­ar­fé­lög þó þau noti sjaldn­ast neitt af þjón­ustu stétt­ar­fé­lag­anna nema launa­taxt­ana. Þau borga líka í líf­eyr­is­sjóði og atvinnu­rek­endur mót­fram­lög þó vitað sé að þau fái aldrei krónu af þessu til bak­a. Hverjar skyldu iðgjalds­greiðslur útlend­inga vera í líf­eyr­is­kerfi lands­manna og hvernig fara sjóð­irnir með það fé? Það væri áhuga­vert að fá svör við því.

Það er hægt að leysa ýmsan vanda íslenskrar fram­leiðslu og þjón­ustu­starf­semi í gegnum þjón­ustu við erlenda gesti okk­ar, það verður hins vegar aðeins gert ef stjórn­völd og aðrir við­kom­andi aðilar fari að tala við fyr­ir­tæki í grein­inni og láti af umvönd­unum og illa ígrund­uðum skoð­unum á því hvað grein­inni sé fyrir bestu. Talið við okk­ur, ekki um okk­ur. Af nógu er að taka. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri hjá Reyni­hlíð hf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None