Úr sögu langtíma súrefnismeðferðar á Íslandi

530 einstaklingar á Íslandi eru með súrefniskúta heima hjá sér. Sjúkratryggingar hafa aðeins samþykkt takmarkaðan aðgang súrefnisþega að sjálfsögðum hjálpartækjum, skrifar Björn Magnússon læknir.

Auglýsing

Á ver­ald­ar­vísu varð súr­efn­is­með­ferð algeng frá 1917 og sam­kvæmt Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni er súr­efni talið til áhrifa­rík­ustu og örugg­ustu lyfja­með­ferðar sem um get­ur. Á Íslandi hefur lang­tíma súr­efn­is­með­ferð verið stunduð í yfir 40 ár. Upp­haf­lega var með­ferðin einkum fyrir sjúk­linga með lang­vinna lungna­teppu (LLT) á vegum lækna Víf­ils­staða sem datt það snjall­ræði í hug að semja við vin­sæla blóma­verslun um að koma súr­efn­inu til skjól­stæð­inga spít­al­ans enda sendi versl­unin blóm út um allt og mun­aði því ekki mikið um að skutl­ast með súr­efn­iskúta í leið­inn­i. 

Eitt­hvað fannst stjórn­endum Trygg­inga­stofn­un­ar, sem borg­uðu með­ferð­ina, þetta þó kynd­ugt enda má segja að blóma­sala og súr­efn­is­með­ferð eigi fátt sam­eig­in­legt. Því varð úr að lungna­end­ur­hæf­ingin á Reykja­lundi tók að sér með­ferð­ina 1987 og sá um hana næsta ára­tug­inn þar til þjón­ustan var flutt yfir á Land­spít­al­ann. Þá voru um 100 sjúk­lingar á land­inu með súr­efni í heima­húsum en eru nú um 530 tals­ins. Auk sjúk­linga með LLT eru þar margir með hjarta­bil­un, og hrörn­un­ar­sjúk­dóma í vöðva eða tauga­kerfi auk þeirra sem bæði nota önd­un­ar­vélar og súr­efn­i. 

Fjöl­margar nýj­ungar í súr­efn­is­með­ferð­inni voru teknar upp á Reykja­lund­ar­ár­unum svo sem notkun raf­knú­inna súr­efn­is­sía sem sía súr­efnið frá öðrum loft­teg­undum í and­rúms­loft­inu þannig að sjúk­ling­arnir þurftu síður að treysta á eilífa kút­a­flutn­inga heim til sín. Tækið varð svo til þess að sjúk­lingar á land­byggð­inni gátu fengið súr­efn­is­með­ferð í heima­byggð í stað þess að flytja á höf­uð­borg­ar­svæðið sem algengt var áður. 

Auglýsing

Fyrsta tækið var keypt til Reykja­lundar 1983 löngu áður en slík tæki voru tekin í notkun ann­ar­staðar á Norð­ur­löndum og skýrt „Stein­gerð­ur“ eftir mik­illi sóma­konu sem fyrst not­aði tæk­ið. Þá voru teknir í notkun léttir álkútar ásamt með súr­efn­is­skömmt­urum sem skammta súr­efnið í byrjum inn­önd­unar og spara þannig heil­mikið súr­efni auk þess sem sjúk­ling­arnir komust af með létt­ari búnað og urðu mun hreyf­an­legri. Þá fékkst leyfi frá dr. Heim­lich í USA til að nota aðferð hans með súr­efn­is­gjöf í gegnum bark­ann en Heim­lich þessi var áður heims­frægur fyrir að losa aðskota­hluti úr önd­un­ar­veg­in­um. Aðferðin gafst vel en er þó lítið notuð nú til dags. Trygg­inga­stofnun útveg­aði Reykja­lundi svo bif­reið til þjón­ustu við súr­efn­is­þega um land allt. 

Af seinni tíma nýj­ungum í súr­efn­is­með­ferð­inni má svo nefna léttar ferða súr­efn­iss­íur sem ganga fyrir raf­hlöðu og gera kút­ana nán­ast óþarfa. Því miður hafa sjúkra­trygg­ingar aðeins sam­þykkt tak­mark­aðan aðgang súr­efn­is­þega að þessum sjálf­sögðu hjálp­ar­tækjum sem sam­tök lungna­sjúk­linga hljóta að berj­ast fyrir að leið­rétta á tutt­ugu ára afmæli sínu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None