Óboðleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar

Auglýsing

Fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar fyrir næstu fimm ár hefur verið til umræðu á Alþingi und­an­farnar vik­ur. Það er ein­sýnt eftir þá umræðu sem hefur farið fram í nefndum þings­ins að áætl­unin er stór­göll­uð. Hver rík­is­stofn­unin á fætur annarri upp­lýsir um sam­ráðs­leysi, upp­lýs­inga­skort og mis­vísandi leið­bein­ing­ar, aðilar vinnu­mark­að­ar­ins hafa í tugum umsagna lýst frati á fyr­ir­ætl­anir rík­is­stjórn­ar­inn­ar, og það er varla að stjórn­ar­lið­arnir sjálfir séu til­búnir til að leggja nafn sitt við þá sorp­brennu sem áætl­unin er.

Fjár­mála­á­ætlun byggir á fimm ára fjár­mála­stefnu, sem leggur lín­urnar um hvernig skulda­staða rík­is­ins skuli vera. Ég benti á í umræðu um fjár­mála­stefn­una að hún sjálf upp­fyllti ekki ákvæði laga um opin­ber fjár­mál, þar sem í hana vantar stefnu­mótun um þróun útgjalda, um skatta og aðra tekju­öflun hins opin­bera. Það eina sem er sagt um þessi atriði í stefn­unni er að þróun útgjalda muni fylgja þróun vergrar lands­fram­leiðslu (VLF). En ef út í það er farið má líka spyrja hvort lög um opin­ber fjár­mál upp­fylli ákvæði stjórn­ar­skrár, þar sem fjár­veit­ing­ar­valdið er að miklu leyti tekið úr höndum Alþingis ─ en það er önnur ella.

Fyrsta atriðið sem ber á góma er ein­stak­lega brot­hætt útgjalda­þak fjár­mála­á­ætl­un­ar­inn­ar. Lækkun útgjalda úr 42.3% af VLF í ár í 41.4% af VLF árið 2022 skilur eftir svig­rúm miðað við útgjalda­þak fjár­mála­stefn­unnar upp á 0.1%, sem eru um 3 millj­arðar á ári í dag, en gæti auð­vitað breyst. 

Auglýsing

Ef hag­vöxtur er minni en spáð er næst ekki skulda­lækk­un­ar­mark­mið­ið, og auk þess minnka rík­is­út­gjöld, sem gengi gegn for­sendum fjár­mála­stefnu. Ef verð­bólga eykst umfram aukn­ingu á vergri lands­fram­leiðslu myndi það einnig ganga gegn for­sendum fjár­mála­stefnu. Og ef lækkun virð­is­auka­skatts eykur á þenslu, eins og fjöl­margir hafa varað við, þá gæti sú þensla auð­vitað líka valda aðstæðum þar sem for­sendur fjár­mála­stefnu bresta. Orðið „spenni­treyja“ hefur lík­lega aldrei verið notað jafn oft í fasta­nefndum Alþing­is. 

Ekki er ljóst hvað rík­is­stjórnin mun gera ef (og kannski þeg­ar) for­send­urnar bregðast, en aðeins er um tvennt að velja: að auka útgjöld umfram útgjalda­þak­ið, eða skera nið­ur. Nið­ur­skurður er nauð­syn­legur sam­kvæmt fjár­mála­stefnu, nema það sé almennur skiln­ingur um að grund­vall­ar­for­sendur séu brostnar eða „fyr­ir­sjá­an­legt er að þær muni bresta vegna efna­hags­á­falla, þjóð­ar­vár eða ann­arra aðstæðna“ (10. gr). 

Spurn­ingin er þá, hvað þarf brestur að vera mik­ill til að það telj­ist brestur á grund­vall­ar­for­send­um? Svarið sem ég fékk var 0.5% af VLF. 15 millj­arða mis­munur á vænt­ingum og raun­veru­leika hljómar eins og stór upp­hæð, en athugum að Vaðla­heið­ar­göng ein og sér hafa þegar leitt til 4.7 millj­arða frá­viks á fyrstu fjórum mán­uðum þessa árs, og ljóst þykir að áætl­unin muni ekki stemma árið 2018.

Annað atriði sem skiptir máli er staða rík­is­skulda. Gert ráð fyrir því að nýta 105 mia kr í nið­ur­greiðslu skulda á þessu ári (um 10% af öllum skuldum rík­is­sjóðs!), en það er ekki gert ráð fyrir því að vaxta­byrði rík­is­sjóðs minnki veru­lega vegna þessa (furðu­lítil breyt­ing á vaxta­byrði miðað við hlut­fall skulda). 

Það kom í ljós við umræðu í þing­sal að í mót­sögn við áætl­un­ina hafi þegar verið greitt upp eitt dýrasta skulda­bréf rík­is­sjóðs, rán­dýrt doll­ara­lán. Það er frá­bært, en vekur vissu­lega spurn­ingar um hvort fimm ára áætl­unin muni stand­ast ágang raun­veru­leik­ans í fimm mín­út­ur. Eftir stendur að skuldir rík­is­sjóðs eru í kringum 36% af VLF, og enn með tölu­vert miklum vaxta­kostn­aði.

Meg­in­hluti vaxta á lánum rík­is­sjóðs eru fastir og breyt­ast ekki með vaxta­breyt­ingum á mark­aði; þetta gildir um 79% allra rík­is­skulda. Það þýðir að jafn­vel þótt vextir lækki eins og boðað hefur verið ítrekað að und­an­förnu án þess að við höfum séð nokkrar efnd­ir, þá mun vaxta­byrði rík­is­sjóðs ekk­ert lækka nema með nið­ur­greiðslu skulda. Það ætti að vera for­gangs­mál í fjár­mála­á­ætlun að koma böndum á vaxta­kostnað rík­is­sjóðs, því hvergi ann­ars­staðar í rík­is­rekstr­inum er jafn miklum pen­ingum eytt án þess að almenn­ingur njóti nokk­urs góðs af.

Það eru ýmis fleiri atriði sem skipta máli. Gert er ráð fyrir umdeildum skatta­breyt­ing­um, inn­viða­upp­bygg­ing er í meiri­háttar lama­sessi, hús­næð­is­vand­inn verður ekki lag­aður sam­kvæmt þess­ari áætl­un, og fleira til. Öll þessi atriði eru efni í sjálf­stæðar grein­ar, en ljúkum þess­ari á einni athuga­semd:

Þegar verið er að semja svona víð­tækt skjal, sem hefur jafn víð­tæk áhrif og fjár­mála­á­ætlun til næstu fimm ára hef­ur, þá er algjör nauð­syn að tryggja að vel sé unn­ið. Aðferða­fræði­lega fær fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar fall­ein­kunn. Það vantar alveg sviðs­mynd­ir, óvissu­grein­ingu, örygg­is­mörk á spám, og fleira sem telst grund­vall­ar­at­riði. Á einum stað segir að það sé bara gengið út frá því að gengi krón­unnar hald­ist stöðugt yfir spá­tíma­bilið ─ sama krónan og helst varla stöðug nógu lengi til að hægt sé að taka af henni mynd. 

Svona vinnu­brögð eru ekki boð­leg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None