Óboðleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar

Auglýsing

Fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar fyrir næstu fimm ár hefur verið til umræðu á Alþingi und­an­farnar vik­ur. Það er ein­sýnt eftir þá umræðu sem hefur farið fram í nefndum þings­ins að áætl­unin er stór­göll­uð. Hver rík­is­stofn­unin á fætur annarri upp­lýsir um sam­ráðs­leysi, upp­lýs­inga­skort og mis­vísandi leið­bein­ing­ar, aðilar vinnu­mark­að­ar­ins hafa í tugum umsagna lýst frati á fyr­ir­ætl­anir rík­is­stjórn­ar­inn­ar, og það er varla að stjórn­ar­lið­arnir sjálfir séu til­búnir til að leggja nafn sitt við þá sorp­brennu sem áætl­unin er.

Fjár­mála­á­ætlun byggir á fimm ára fjár­mála­stefnu, sem leggur lín­urnar um hvernig skulda­staða rík­is­ins skuli vera. Ég benti á í umræðu um fjár­mála­stefn­una að hún sjálf upp­fyllti ekki ákvæði laga um opin­ber fjár­mál, þar sem í hana vantar stefnu­mótun um þróun útgjalda, um skatta og aðra tekju­öflun hins opin­bera. Það eina sem er sagt um þessi atriði í stefn­unni er að þróun útgjalda muni fylgja þróun vergrar lands­fram­leiðslu (VLF). En ef út í það er farið má líka spyrja hvort lög um opin­ber fjár­mál upp­fylli ákvæði stjórn­ar­skrár, þar sem fjár­veit­ing­ar­valdið er að miklu leyti tekið úr höndum Alþingis ─ en það er önnur ella.

Fyrsta atriðið sem ber á góma er ein­stak­lega brot­hætt útgjalda­þak fjár­mála­á­ætl­un­ar­inn­ar. Lækkun útgjalda úr 42.3% af VLF í ár í 41.4% af VLF árið 2022 skilur eftir svig­rúm miðað við útgjalda­þak fjár­mála­stefn­unnar upp á 0.1%, sem eru um 3 millj­arðar á ári í dag, en gæti auð­vitað breyst. 

Auglýsing

Ef hag­vöxtur er minni en spáð er næst ekki skulda­lækk­un­ar­mark­mið­ið, og auk þess minnka rík­is­út­gjöld, sem gengi gegn for­sendum fjár­mála­stefnu. Ef verð­bólga eykst umfram aukn­ingu á vergri lands­fram­leiðslu myndi það einnig ganga gegn for­sendum fjár­mála­stefnu. Og ef lækkun virð­is­auka­skatts eykur á þenslu, eins og fjöl­margir hafa varað við, þá gæti sú þensla auð­vitað líka valda aðstæðum þar sem for­sendur fjár­mála­stefnu bresta. Orðið „spenni­treyja“ hefur lík­lega aldrei verið notað jafn oft í fasta­nefndum Alþing­is. 

Ekki er ljóst hvað rík­is­stjórnin mun gera ef (og kannski þeg­ar) for­send­urnar bregðast, en aðeins er um tvennt að velja: að auka útgjöld umfram útgjalda­þak­ið, eða skera nið­ur. Nið­ur­skurður er nauð­syn­legur sam­kvæmt fjár­mála­stefnu, nema það sé almennur skiln­ingur um að grund­vall­ar­for­sendur séu brostnar eða „fyr­ir­sjá­an­legt er að þær muni bresta vegna efna­hags­á­falla, þjóð­ar­vár eða ann­arra aðstæðna“ (10. gr). 

Spurn­ingin er þá, hvað þarf brestur að vera mik­ill til að það telj­ist brestur á grund­vall­ar­for­send­um? Svarið sem ég fékk var 0.5% af VLF. 15 millj­arða mis­munur á vænt­ingum og raun­veru­leika hljómar eins og stór upp­hæð, en athugum að Vaðla­heið­ar­göng ein og sér hafa þegar leitt til 4.7 millj­arða frá­viks á fyrstu fjórum mán­uðum þessa árs, og ljóst þykir að áætl­unin muni ekki stemma árið 2018.

Annað atriði sem skiptir máli er staða rík­is­skulda. Gert ráð fyrir því að nýta 105 mia kr í nið­ur­greiðslu skulda á þessu ári (um 10% af öllum skuldum rík­is­sjóðs!), en það er ekki gert ráð fyrir því að vaxta­byrði rík­is­sjóðs minnki veru­lega vegna þessa (furðu­lítil breyt­ing á vaxta­byrði miðað við hlut­fall skulda). 

Það kom í ljós við umræðu í þing­sal að í mót­sögn við áætl­un­ina hafi þegar verið greitt upp eitt dýrasta skulda­bréf rík­is­sjóðs, rán­dýrt doll­ara­lán. Það er frá­bært, en vekur vissu­lega spurn­ingar um hvort fimm ára áætl­unin muni stand­ast ágang raun­veru­leik­ans í fimm mín­út­ur. Eftir stendur að skuldir rík­is­sjóðs eru í kringum 36% af VLF, og enn með tölu­vert miklum vaxta­kostn­aði.

Meg­in­hluti vaxta á lánum rík­is­sjóðs eru fastir og breyt­ast ekki með vaxta­breyt­ingum á mark­aði; þetta gildir um 79% allra rík­is­skulda. Það þýðir að jafn­vel þótt vextir lækki eins og boðað hefur verið ítrekað að und­an­förnu án þess að við höfum séð nokkrar efnd­ir, þá mun vaxta­byrði rík­is­sjóðs ekk­ert lækka nema með nið­ur­greiðslu skulda. Það ætti að vera for­gangs­mál í fjár­mála­á­ætlun að koma böndum á vaxta­kostnað rík­is­sjóðs, því hvergi ann­ars­staðar í rík­is­rekstr­inum er jafn miklum pen­ingum eytt án þess að almenn­ingur njóti nokk­urs góðs af.

Það eru ýmis fleiri atriði sem skipta máli. Gert er ráð fyrir umdeildum skatta­breyt­ing­um, inn­viða­upp­bygg­ing er í meiri­háttar lama­sessi, hús­næð­is­vand­inn verður ekki lag­aður sam­kvæmt þess­ari áætl­un, og fleira til. Öll þessi atriði eru efni í sjálf­stæðar grein­ar, en ljúkum þess­ari á einni athuga­semd:

Þegar verið er að semja svona víð­tækt skjal, sem hefur jafn víð­tæk áhrif og fjár­mála­á­ætlun til næstu fimm ára hef­ur, þá er algjör nauð­syn að tryggja að vel sé unn­ið. Aðferða­fræði­lega fær fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar fall­ein­kunn. Það vantar alveg sviðs­mynd­ir, óvissu­grein­ingu, örygg­is­mörk á spám, og fleira sem telst grund­vall­ar­at­riði. Á einum stað segir að það sé bara gengið út frá því að gengi krón­unnar hald­ist stöðugt yfir spá­tíma­bilið ─ sama krónan og helst varla stöðug nógu lengi til að hægt sé að taka af henni mynd. 

Svona vinnu­brögð eru ekki boð­leg.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None